Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 32

Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ KristbjörgGuðmunds- dóttir, (Bagga) fæddist í Hafn- arfirði 23. janúar 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 1. febr- úar 2013. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir fædd í Steinsholti, Reykjavík 25. ágúst 1880, d. 11. mars 1961, og Guðmundur Hró- bjartsson fæddur í Oddgeirs- hólakoti, Flóa, 25. júní 1881, d. 18. júlí 1951. Systkini Krist- bjargar eru: Sigríður, f. 1909, d. 1958, Gísli, f. 1910, d.1999, Hreiðar og Sigurjón f. 1911. d. 1911, Engilbjartur, f. 1912, d. 2000, Jóhanna, f. 1914, d. 1993, Elínbjört, f. 1915, d. 1937, Jón Hrólfur, Katla og Knútur. Sig- urður, f. 1955, kvæntur Lísu C. Harðardóttur, þeirra börn eru Dröfn, Sigurjón og Birna. Lang- ömmubörnin eru átta. Bagga ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð. Auk húsmóð- urstarfa vann hún við marg- vísleg störf; m.a. á símstöðinni, rak um tíma prjónastofu, starf- aði í Efnalaug Hafnarfjarðar, vefnaðarvöruversluninni Edd- unni og lauk starfsævi sinni í bókabúð Olivers Steins. Fyrstu búskaparárin bjó fjölskyldan á Hamarsbraut 10, síðan á Merk- urgötu 9 og síðustu árin bjó Bagga á Hjallabraut 33. Bagga var alla tíð félagslynd, starfaði með Haukum, var virk- ur þátttakandi í starfi Hraun- prýðiskvenna og síðar heiðurs- félagi. Hún sat í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, or- lofsnefnd bæjarins til margra ára, og tók síðan virkan þátt í starfi eldri borgara í Hafn- arfirði. Útför Böggu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Eyvindur, f. 1916, d. 1995, Friðmey, f. 1917, d. 2005, Frið- berg, f. 1919, d. 1987, Guðmundur Ágúst, f. 1920, d. 1930, og Rut, f. 1922. Kristbjörg giftist 22. október 1950, Sigurjóni Sigurðs- syni sem fæddist í Hafnarfirði 18. sept- ember 1923, hann lést 17. mars. 1960; sonur hjónanna Margrétar Ólafsdóttur, f. 1885, d. 1970, og Sigurðar Þórðarsonar, f. 1886, d. 1964. Systkini Sigurjóns eru: Marínó, f. 1911, d. 2007, Ólöf, f. 1914, d. 2009, Kristín, f. 1916, d. 2003, og Þórður, f. 1921. Krist- björg og Sigurjón eignuðust tvo syni: Hreiðar Sigurjón, f. 1951, kvæntur Fríðu Ragnarsdóttur, þeirra börn eru María Krista, Mamma mín féll frá 1. febrúar, 89 ára gömul, sem er nú sosum hár aldur, en hvað er hár aldur? Það er afstætt, í mínum huga var hún einhvern veginn aldrei göm- ul. Hún var heppin, mín kona, lifði hressu lífi, léttlynd, kát og var hraust alla tíð. Ellin kom mjög snöggt og ísinn brotnaði undan henni á nokkrum dögum og allt gekk fljótt fyrir sig, hún bara sofnaði fyrir framan sinn nánasta hring og að því er virtist södd og tilbúin, sagði „er þetta þá búið?“, æðrulaus og bara andaði hægt og örugglega burt á annan stað sem hún var búin að panta pláss á og ég veit að hún hefur fengið inn- göngu þar. Auðvitað var ekki auðvelt að ala upp tvo gaura, hvað þá ein- stæð móðir, því pabbi minn féll frá 1960. Það voru margir skaflar á leið en með góðri hjálp vina og ættingja fór þetta bara nokkuð vel. Við bræður vorum heppnir að finna okkur góðar konur, mamma var líka heppin að fá svona frá- bærar tengdadætur, þær Lísu og Fríðu, sem reyndust henni svo vel og urðu ærlegar vinkonur hennar. Nú er ég ekki bara að kveðja hana mömmu, heldur líka mjög góðan vin minn, en okkar vinskap- ur varð alltaf nánari eftir því sem árin liðu og við deildum mörgum sameiginlegum áhugamálum. Áttum löng símtöl hin síðustu ár um allt milli himins og jarðar, t.d. um bækur og leiklist sem var auð- vitað gott fyrir mig, sem er að brasa í leikhúsi alla tíð. Hún var minn harðasti og um leið besti gagnrýnandi alla tíð. Mamma hafði reyndar mjög skemmtilegan mælikvarða á gæði leiksýninga sem fólst í því hvað umræðan um leiksýninguna dygði lengi á leið heim frá leikhúsi í Reykjavík og í Hafnarfjörð. Ef umræðan dygði í Kópavog var um að ræða svona la la sýningu en ef umræðan næði í Garðabæ var um að ræða bara nokkuð góða sýningu, að maður tali nú ekki um að umræðan næði heim í Hafnarfjörð, þá var um að ræða leiklistarviðburð. Og ef ég spurði mömmu eftir að hún hafði farið í leikhús hvernig var? „Ja svona Fossvogur.“ Og ég vissi hvernig henni fannst og málið var útrætt. Þetta er að mínu mati mælikvarði sem stenst alla lærða leikhúsgagnrýnendur. Sem ég rita þessar línur um mömmu spyr ég mig af hverju er ég að skrifa minningarorð um hana … jú svar- ið er hér, mig langar bara að segja þetta eitt upphátt og það eina sem ég vildi segja er: Takk mamma mín, þér á ég allt að þakka. Þinn elskandi sonur Sigurður Sigurjónsson. „Það er söknuður þegar vel skrifuðum kafla lýkur og maður á ekki eftir að lesa neinn eins og hann.“ Þessi fallegu huggunarorð góðvina koma mér í hug á kveðju- stund kærrar vinkonu minnar, Böggu. Ég minnist okkar fyrstu kynna á leiksviði Bæjarbíós; ég vafin indverskum sarí, ásamt skátasystrum mínum, þyljandi einhverja óskiljanlega speki um fórnfýsina, sem þær Hraunprýði- konur höfðu grafið upp, og Bagga á kantinum með nælur, títuprjóna og vökult augnaráð. Tilefnið var fjáröflun fyrir „slysó“, ein af fjölmörgum. Ég gekk út í nóttina með syninum Hreiðari og maður segir ekkert „nei“ við tilvonandi tengdamóður sína. Ekki var hún síður viljug til verka innan kvenfélags Fríkirkj- unnar og sat í stjórnum hjá báð- um. Henni var lagið að beiðast greiða til styrktar starfseminni og voru þeir margfaldlega endur- goldnir með rentum; hvort heldur var með prjóna- og saumaskap á krakkakrílin, veislubakstri, mat- arboðum, barnapössun eða öðru þarflegu. Í kaupbæti kynntist ég fjölda dugnaðarkvenna og góðum verkum. Lífskaflinn hennar Böggu varð ekki áfallalaus, fremur en flestra, en hún stóð sína plikt með sóma, ung ekkja á Hamarsbrautinni, og valdi að gleðjast yfir því jákvæða og skemmtilega í tilverunni, með hjálp ættingja og vina. Var m.a. virk í fleiri en einum saumaklúbbi, las mikið, naut allra fjölmiðla og fylgdist vel með dægurmálum, söng með yndislegum söngsystr- um, prófaði jóga, leikfimi og pútt, spilaði félagsvist, ræktaði vináttu, gekk alla tíð í og úr vinnu, sinnti garðrækt af alúð á Merkurgöt- unni og hannyrðum hvers konar alla tíð. Á ferðalögum innan lands sem utan var hún jafnan hrókur alls fagnaðar, kenndi ungviðinu bænavers, spilamennsku og fönd- ur og vakti furðu unglinganna yfir því hve vel hún var heima í tólist- inni sem þeir dáðu. Og síst dró hún sig í hlé er gleðskapur náði hámarki í söng og sprelli. Ekki var annað tekið í mál en gista í fellihýsi, eins og hinir, á ættarmóti fjölskyldunnar í sumar, þó svo að gjörvöll Bíldufellsættin byði uppbúin rúm á hverjum bæ. Að lokinni starfsævi kom til tals að hún flytti í þægilegri húsa- kynni og varð skynsemin yfir- sterkari ævilangri aðdáun á mið- bænum og Hjallabraut 33 varð fyrir valinu. Þrátt fyrir að vera komin í Norðurbæinn, sem varla gat talist til hennar Hafnarfjarð- ar, varð góð sátt við nýja granna og vini og alla þjónustu í húsinu, sem hún þreyttist seint á að dásama. Okkar góðu stundir þar áttum við tvær saman hvern föstudag að lokinni Fjarðarkaupsferð, yfir sterkum kaffisopa og meðlæti, þar sem „farið var yfir stöðuna“, skipst á fréttum og fróðleik um menn og málefni og reynt að fræða mig um gamla tíma, ættir og tengsl, enda var hún stálminn- ug og vel heima. Allt var tíundað sem við báðar vorum að stússa og var það ærið. Já það er vissulega söknuður sem fyllir hugann, en blessuð febrúarsólin þyrlar upp ótöluleg- um fjölda minninga sem ljúft er að geyma og njóta, en jafnframt vona að við hin berum gæfu til að halda minningu sómakonu á lofti með því að lifa lífinu lifandi. Sofðu sæl og hafðu þökk fyrir allt. Fríða Ragnarsdóttir. Elsku amma Bagga. Þær eru ótalmargar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þær frábæru stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Þar ber helst að nefna allar þær stundir sem við eyddum á Merkurgötunni við að föndra ým- iss konar jóla- og páskaskraut. Við eyddum svo tímanum þar á milli í að spila ólsen ólsen og kíkja á apana í trjánum. Ristað brauð og kakómalt með drullu var svo ávallt í morgunmat og hinar frægu kjötbollur á kvöldin og var aldrei beðið um neitt annað, nema kannski leyndó-súkkulaðið sem þú áttir alltaf í ísskápnum. Á kvöldin voru svo sagðar sögur um hana Rósu og „blundaðu ljúfling- ur“ sunginn. Ég man svo alltaf svo vel eftir því þegar við bjuggum á Merk- urgötunni, þá átti ég það til að kíkja niður til þín í heimsókn á kvöldin og þó að þú hafir oftast verið í símanum varstu samt alltaf svo ánægð að sjá mig. Svo voru það öll ferðalögin, matarboðin, strætóferðirnar og sundferðirnar þar sem við sátum alltaf bara í tröppunum. Svo þegar maður varð eldri og þurfti ekki lengur að koma í pöss- un var samt alltaf gaman að koma í heimsókn þó að það væri ekki nema til að stilla sjónvarpið. Ég mun ávallt sakna þín amma. Gullið þitt, Sigurjón. Elsku amma mín. Ég minnist allra þeirra stunda sem ég sat hjá þér á Merkurgötunni. Það var alltaf svo skemmtilegt í heimsókn hjá þér. Ég, Knútur og Mekkín í jóla- og páskaföndri. Þú varst allt- af með svo sniðugar hugmyndir og leyfðir svo sköpunargáfu okk- ar að njóta sín. Svo inn á milli reyndum við að telja alla skóna þína, það var ógerlegt. Við lékum okkur líka í hólfunum milli sóf- anna og földum okkur. Þá var gott að vera lítill. Ég á eftir að sakna kjötboll- anna þinna. Þær klikkuðu aldrei, og heldur ekki kakómaltið með drullunni. Stundum varstu samt með pylsur og þá fengum við tóm- atsósu úr glerflösku. Mér fannst það svo merkilegt. Ég lít yfir farinn veg og hugsa um kóngastólana, alla fallegu vettlingana sem þú prjónaðir á mig, apana í trjánum, kisusúkku- laðið, góðu sögurnar sem þú sagð- ir og vísuna Blundaðu ljúflingur sem þú söngst alltaf svo fallega. Það er falleg mynd sem ég hef af þér í huga mínum. Þú situr í brúna stólnum á Merkurgötunni, umkringd skónum þínum. Þú ert ekki sofandi heldur að fá þér kríu. Ég er óskaplega fegin að hafa fengið tuttugu ár með þér amma mín. Þú kenndir mér svo margt. Það er erfitt að kveðja þig en sem betur fer á ég allar góðu minning- arnar sem ég mun bera með mér alla tíð. Hugsa til þín, alltaf. Birna. Elsku amma, það er sárt að sitja og skrifa um þig minningar- grein. Þó svo ég viti að þú hafir verið tilbúin að fara var ég bara ekki alveg tilbúin að missa þig. Þegar ég sit og hugsa til baka sé ég hvað við áttum margar góðar stundir saman. Það voru forrétt- indi að fá að alast upp á Merk- urgötunni til átta ára aldurs með þig á neðri hæðinni. Alltaf gat maður kíkt í heimsókn niður og fengið að gista, kíkt á apana í trjánum, fengið kakómalt með drullu að ógleymdum kjötbollun- um sem enginn gerði eins og þú. Ég man að það voru alltaf miklar pælingar í gangi kvöldið fyrir öskudag að pæla hvernig veðrið yrði daginn eftir, uppá í hvaða kápu ég ætti að hengja öskupok- ann. Svo hló ég þegar ég horfði á eftir þér niður götuna með ösku- pokann á bakinu. Ég hugsa að þú hafir nú alveg vitað hvað var í gangi en lést ekki á neinu bera og varst með öskupokann á þér allan daginn. Það lék allt í höndunum á þér og hefur þú prjónað og heklað á mig og strákana mína ófáar flík- urnar. Þegar ég var lítil saumaðir þú meira að segja eitt stykki apa sem fékk nafnið Kobbi og er u.þ.b. metri á hæð. Kobbi er ennþá í fullu fjöri og nú leika Trausti og Orri sér með hann. Þú varst alltaf hress og kát og sagðir að minnsta kosti einn nýjan brandara í hvert skipti sem við hittumst. Meira að segja daginn áður en þú lést slóstu á létta strengi og sagðir brandara sem þú hafðir heyrt daginn áður. Það verður skrítið að fara í kirkjugarðinn án þín, en þangað höfum við farið allavega tvisvar sinnum á ári allt frá því að ég fékk bílprófið til að sinna leið- inu hans afa. En núna mun ég heimsækja ykkur bæði og planta blómum fyrir þig. Elsku amma, þú átt stóran sess í hjarta mínu og hugsa ég og strákarnir til þín á hverju kvöldi þegar við syngjum Blundaðu ljúf- lingur. Trausti bað mig að skrifa til þín að hann elskar ömmu Böggu og saknar hennar mjög mikið. Hvíl í friði elsku amma. Þín ömmustelpa Dröfn. Elsku besta amma, nú ertu bú- in að kveðja okkur og jafn brot- hætt og smá sem þú varst nú síð- ast þegar við sáum þig, þá skilur þú eftir stórt skarð í lífi okkar allra. Við ömmubörnin höfum ef- laust öll kynnst þér hvert á sinn hátt enda mislangt á milli okkar í árum talið. Ég, María Krista, fyrsta barnabarnið, átti þig útaf fyrir mig fyrstu 5 árin og nýtti mér það óspart. Þú hélst skírn- arveislu fyrir dúkkuna mína þar sem öllu var tjaldað til, pabbi lék prestinn og dúkkuræfillinn fékk skírnargjafir. Það sem var dekrað við mig. Að fara í pössun til ömmu Böggu var ávísun á kúr uppi í rúmi, Rósusögur, kakómalt með „drullu“ og brauð með þykkri ost- sneið var alltaf á boðstólum, í það minnsta þegar við, skottin, kíkt- um í heimsókn. Eftir að ég fór að eldast þá tölti ég oft ein niður göt- una á sunnudögum til ömmu, enda bjuggum við örstutt frá og var markmiðið eitt; að horfa á Húsið á sléttunni og fylgjast með ævintýrum Lauru Ingalls og Nel- lýjar. Þú fylgdist með, „svona með öðru auganu“ dundaðir við handa- vinnuna þína og þjónaðir mér til handa og fóta. Þetta voru okkar gæðastundir. Eftir því sem árin liðu þá stækkaði sjónvarpið örlítið og efnisvalið varð meira fullorð- ins, enda var amma með áskrift að Stöð 2, en það þekktum við ekki á Langeyrarveginum. Við hittumst hjá ömmu á hverju ári og fylgd- umst með ungfrú alheimi, skríkt- um yfir undarlegum kjólum og til- svörum, en í laumi dáðumst við að þessum glæsilegum stelpum. Rútuferðir með Fríkirkjunni eru okkur systrum ofarlega í huga þegar við rifjum upp liðnar stundir en þá nestaðir þú okkur upp með köldum kótelettum og tómötum og svo var brunað um landið með safnaðarkonum, áð við fagran hól og borðað og það fannst okkur ekki slæmt. Rúsínur pylsuendanna voru svo sykraðar karamellur í bland við appolo- lakkrís og suðusúkkulaði, en þessi gæðablanda komst einhvern veg- inn alltaf fyrir í farangrinum. Reglulega bauðstu okkur í heim- sókn í páska- og jólaföndurstund og man Katla sérstaklega eftir því hvernig keppst var við að flétta sem allra minnstu jólahjörtun með títuprjónum. Grímubúninga- og leikritagerð er það sem við krakkarnir fengum að stússa í hjá ömmu og hún þreyttist aldrei á að lána okkur skartgripina sína, föt og fínirí, sauma dúkkuföt og leik- brúður. Hún lumaði meira að segja á viðardrumb, hamri og nöglum sem við lömdum kirfilega svo við gætum orðið jafnvíg sem trésmiðir og leikarar eins og feður okkar. Söfnunaráráttan hennar ömmu var víðfræg og fór enginn út fyrir landsteinana án þess að hafa aug- un opin fyrir smáskóm, bjöllum, uglum, fingurbjörgum og eld- spýtustokkum í safnið. Við vissum að okkur var ætlað að eignast þessar gersemar þegar kæmi að leiðarlokum en ekki fannst okkur nærri kominn tími til. Handlagni, húmor, greiðvikni, vinnusemi og sjálfstæði eru orð sem lýsa þér svo undurvel og vonum við inni- lega að einhverja þeirra eiginleika höfum við erft frá þér. Við vonum að þér líði nú vel í faðmi afa okkar sem við fengum aldrei að kynnast og þar til næst, sofðu rótt og takk fyrir allt. María Krista og Katla Hreiðarsdætur. Fá tengsl eru jafn sterk og systratengsl, þau eru eins og þráður sem aldrei slitnar. Systur á svipuðum aldri, eins og Ruth og Bagga, þar sem aldursmunurinn var aðeins 18 mánuðir, hafa fylgst að alla ævi. Það er því eðlilegt að það myndist tómleiki þegar önnur fellur frá, ekki bara fyrir Ruth heldur fyrir okkur fjölskyldu hennar líka. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Af 13 barna hópi þeirra Guðmundar og Ágústu var Bagga yngst. Heimilið var glaðvært og fylgdi glettnin Böggu alla tíð. Þar sem þær Ruth voru yngstar fylgdust þær mikið að og voru m.a. fermdar saman, þær hjálpuðu eldri systkinum sín- um með frændsystkinin og á gömlum myndum má nánast allt- af sjá þær systur saman og oftar en ekki með börn í fanginu. Handlagni hefur alltaf ein- kennt þessa stóru fjölskyldu og var Bagga engin undantekning. Hún var mikil handavinnukona, saumaði, prjónaði, föndraði og rak m.a. prjónastofu í nokkur ár en lengst af starfaði hún við versl- unarstörf. Oft unnu Ruth og Bagga sam- an að verkefnum og var aldrei sagt „þetta er ekki hægt“ hvort sem um var að ræða flókna grímubúninga eins og úlfalda og litlu gulu hænuna eða annað ein- faldara, verkin voru alltaf kláruð með sóma. Bagga var ung þegar hún missti Sigurjón eiginmann sinn frá tveimur sonum. Hún tókst á við það verkefni af alúð og naut aðstoðar fjölskyldu sinnar í hví- vetna. Þær systur nutu þess að ferðast saman innanlands og fór Bagga í mörg ferðalög með Ruth, Óla, Jóni og Dódó, m.a. um há- lendi Íslands. Margt skemmtilegt gerðist í þeim ferðum og eru minningarnar ljúfar og góðar. Sterk tengsl hafa einkennt fjöl- skylduna alla tíð og hafa frænd- systkinin lært af foreldrum sín- um. Stórfjölskyldan hittist einu sinni á sumri og þar taka allir þátt og leika saman. Börn okkar og barnabörn hafa með þessu móti fengið að kynnast frændum og frænkum, öldnum og ungum, þau hafa lært gildi þess að eiga stóra fjölskyldu þar sem allir þekkjast og styðja hver við annan og taka þátt í gleði og sorg. Ruth og Bagga hafa alltaf tekið virkan þátt og verið aldursforsetar í nokkur ár. Það verður tómlegt í sumar þegar aðra vantar. Þær systur voru saman í saumaklúbbum og er annar þeirra enn starfandi og hittist nú síðast í nóvember en þær hafa hist hver hjá annarri nokkrum sinnum á vetri í áratugi. Bagga tók alltaf virkan þátt í félagsstarfi og starfaði m.a. í Kvenfélagi Fríkirkjunnar, Félagi eldri borgara í Hafnarfirði, Slysa- varnafélaginu og með eldri Hauk- um. Eftir að Bagga hætti að vinna úti naut hún þess að taka þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara. Hún var um tíma í sönghóp, tók þátt í handavinnuklúbbi, var með í pútt- hópi og ýmislegt fleira. Það er með gleði í hjarta að við minnumst Böggu og þökkum fyr- ir samverustundirnar. Ruth og fjölskylda. Í dag kveðjum við systkinin elskulega frænku okkar og móð- ursystur. Við minnumst Böggu frá unga aldri, þá oftast með Ruth því þær systur komu oft saman til okkar í sveitina. Nú er Ruth aðeins ein eftir af 13 systkinum. Bagga, Ruth og móðir okkar Friðmey (Meyja) voru mjög sam- rýndar. Þegar þær komu saman þá var mikið hlegið svo tárin flóðu og gert grín, þó mest að sjálfum sér. Þær Bagga og Ruth studdu fast við bakið á fjölskyldu okkar því oft var erfitt á svo stóru heim- ili, komu þær færandi hendi og dvöldu jafnvel marga daga hvor í sínu lagi og hjálpuðu til við að baka, sauma, gera við og annað sem til féll. Þær systur voru mikl- ir gleðigjafar og uppáhaldsfrænk- ur, voru því heimsóknir þeirra mikið tilhlökkunarefni fyrir okk- ur. Margs er að minnast og marg- ar skemmtilegar sögur til, eitt af því sem við gerðum oft með þeim var að fara í berjamó en til að komast þangað þurfti að fara yfir djúpt gil. Eitt sinn er við vorum neðst í gilinu skaust mús við fætur okkar, Bagga bókstaflega tætti upp gilið á ógnarhraða og var langt á undan okkur hinum í berjamó. Þetta fannst okkur mjög fyndið því nú vissum við að það eina sem Bagga óttaðist voru mýs. En þótt við systkinin værum miklir grallarar notfærðum við okkur þetta aldrei. Fyrir þá sem til okkar þekkja er það afar óvenjulegt að nýta sér ekki svona skemmtilegan veik- leika. Bara þetta sýnir hversu vænt okkur þótti um hana. Þessi góðu tengsl við fjölskyld- una hafa alla tíð haldist og frekar eflst en hitt, því að á nær hverju ári sl. sextán ár hafa verið haldin fjölskyldumót „Hróara“ á Bílds- felli og þar lét Bagga sig aldrei Kristbjörg Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.