Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 35

Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ SvanhildurJónsdóttir fæddist á Seyð- isfirði 18. október 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Böðvarsson, f. 16. mars 1887, d. 7. apr- íl 1976 og Guðrún Júlíanna Þorsteins- dóttir, f. 1. júlí 1891, d. 1. apríl 1955. Svanhildur átti tvö systk- ini. Sigurgeir Jónsson, f. 3. sept- ember 1914, d. 3. desember 1998 og Ásdísi Jónsdóttur, f. 13. mars 1921, d. 17. maí 1996. Svanhildur giftist 3. október 1953 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Bjarna Þórarinssyni, f. 5. börn þeirra eru Anna Rún, Bjarni og Mikael Aron. Fyrir á Þórarinn dótturina Helgu Guð- rúnu. Eftir grunnskólanám á Seyð- isfirði var Svanhildur í þrjá vetur í Eiðaskóla og einn í Húsmæðra- skólanum á Varmalandi. Svanhildur og Bjarni hófu bú- skap á Þórshöfn og voru þar í tvö ár. Frá árinu 1955 bjuggu þau á Suðurlandi. Í sex ár á Eyr- arbakka, þar sem hún vann mest á símstöðinni. Í 20 ár í Þingborg í Hraungerðishreppi, þar var hún handavinnukennari og ráðskona við heimavist skólans. Næstu 20 árin bjuggu þau á Selfossi og var hún gangavörður við barnaskól- ann þar. Árið 2003 fluttu þau til Reykjavíkur. Svanhildur hafði gaman af ferðalögum. Þau hjón fóru m.a. til allra landa Vestur-Evrópu, Kúbu, Rússlands og Kína. Útför Svanhildar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin klukkan 13. október 1929. Börn þeirra eru þrjú: 1) Jón Rúnar, f. 9. ágúst 1955, maki Jóhanna Björns- dóttir, börn þeirra eru Elsa Þóra, maki Gísli Elvar Hall- dórsson og eiga þau synina Breka Frey og Sölva Rafn, Svanhildur, í sam- búð með Ólafi Tage Bjarnasyni og eiga þau dæturnar Hönnu Elísu og Emmu Líf og Björn Ingi, í sambúð með Anítu Rós Rúnarsdóttur. 2) Anna, f. 25. september 1965, maki Birgir Kristmannsson, synir þeirra eru Bjarni Svanur og Ívar Nökkvi. 3) Þórarinn, f. 2. september 1966, maki Marý Björk Sigurðardóttir, Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar ég minnist hennar mömmu því það er frá svo mörgu að segja og erfitt að koma öllu fyrir í stuttri minn- ingargrein. Mamma var yngst þriggja systkina og ólst upp á Seyðisfirði. Hún talaði oft um Seyðisfjörð því í hennar huga var hann paradís og þar hafði alltaf verið logn og hiti, sumar og sól og fórum við fjölskyldan austur á land á hverju sumri þegar ég var lítil. Eitt aðaláhugamál mömmu var ferðalög og ferðuðust þau pabbi mikið saman. Árið 1977 fóru foreldrar mínir meðal ann- ars til Kína sem var mjög sjald- gæft á þeim tíma. Þegar ég var 11 ára fórum við yngri systkinin með þeim með Smyrli og keyrðum um Norðurlöndin og er sú ferð mér ógleymanleg minning. Mamma átti frændfólk í Færeyjum og Danmörku og voru nokkrar ferðirnar farnar þangað. Á Þingborg var mamma mik- ið ein með okkur Tóta bróður minn yfir sumartímann því pabbi var á sjó og fór hún þá oft með okkur í sund upp á Skeið. Eins var oft farið á Sel- foss að hitta Ásdísi móðursyst- ur mína, enda voru þær systur afskaplega góðar vinkonur. Hún elskaði að hafa fólk í kringum sig og átti hún margar góðar vinkonur. Gamla stelpuk- líkan frá Varmalandi hittist oft og þá var mikið hlegið, sungið og spilað. Það var eins og þær yrðu allar 18 ára aftur þegar þær hittust og alveg dásamlegt að fylgjast með þeim. Þar sem mamma var að austan og notaði oft vinarorðið gæska eins og tíðkaðist þar, þá kölluðu þær hana aldrei annað en Gæskuna sína. Mamma hafði mikinn húmor og sá oft spaugilegu hliðarnar á hlutunum og þegar hún sagði sögur lék hún oft með í leiðinni til að gera frásögnina enn skemmtilegri. Hún var róttæk með sterkar skoðanir og lét þær óspart í ljós ef því var að skipta. Hún gat verið beinskeytt en mikill vinur vina sinna. Uppáhaldsliturinn hennar mömmu var grænn og ég stríddi henni oft, því það var sama hvað var, bara ef það var grænt á litinn, þá fannst henni það fallegt. Eftir að Birgir maðurinn minn fór að fara með pabba á sjó á sumrin og strákarnir okk- ar ennþá litlir var mamma oft hjá mér heilu vikurnar og var það ómetanlegur tími fyrir mig og fyrir strákana mína að fá að kynnast ömmu sinni. Mamma hafði óskaplega gaman af því að fara í leikhús og á tónleika og þykir mér svo vænt um að hafa náð því að fara með henni á nokkra tón- leika í Hörpunni og upplifa hvað hún naut þess innilega þrátt fyrir veikindin sín. Undanfarin ár hafa foreldrar mínir ásamt vinafólki sínu frá Eskifirði farið á hverju ári til Kanaríeyja og dvalið þar gjarn- an 5 vikur í senn, það átti vel við mömmu og hún naut þess að fara í litlu íbúðina í Puerto Rico. Við hjónin ásamt Jóni bróður mínum og Jóhönnu mágkonu fórum í heimsókn til þeirra til Kanaríeyja og fann ég þá hvað mömmu leið vel þarna úti. Ég hefði ekki getað eignast betri mömmu. Hún var sú sem ég gat alltaf leitað til ef eitt- hvað bjátaði á, hún var alltaf til staðar fyrir mig. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín dóttir. Anna. Elsku amma mín, það var alltaf gaman þegar þið afi kom- uð til okkar upp í sumarbústað. Ég var líka svo heppinn að hitta þig oft því að við áttum heima svo stutt hvort frá öðru. Stundum fór ég með mömmu til þín eftir að þú fórst á Eir, en þá varstu líka orðin veik. Ég man vel þegar ég var lítill og var með hlaupabóluna og þú komst til að leika við mig og lánaðir mér gleraugun þín og ég sá auðvitað ekki neitt með þeim, það fannst mér skemmti- legt og við hlógum mikið sam- an. Ég vil trúa því að núna sértu komin á fallegan og góðan stað þar sem þér líður vel. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Þetta ljóð samdi ég til þín elsku amma mín: Guð geymi í guðs heimi ömmu mína og ömmu þína. ( ÍNB) Þinn dóttursonur, Ívar Nökkvi. Hún var með skemmtileg- ustu og lífsglöðustu manneskj- um sem ég hef kynnst, litla fal- lega, rauðhærða Svanhildur amma mín. Frá henni fékk ég allar freknurnar, sem á mér, eins og henni, spruttu fram á vorin, töluvert fleiri á öðrum helmingi andlitsins. Hún reyndi einu sinni að telja freknurnar mínar, bara í andlitinu, en gafst upp nálægt 200. Þá var hún samt ekki hálfnuð með „freknufésið“ mitt. Ég man þegar við sátum saman við eldhúsborðið í Rétt- arholtinu, sungum lagið um litlu fluguna, borðuðum kíví, jóla- kökur eða nýbakað brauð, úr sniðugu brauðvélinni sem prýð- ir núna eldhúsbekkinn minn. Svo voru það öll skiptin sem ég fór að „passa“ ömmu á með- an afi var á sjó, þá kúrðum við saman og hún sagði mér sögur frá því pabbi var lítill og las fyrir mig alls konar ævintýri. Ég man líka svo vel eftir graslauknum sem óx við þvotta- húsdyrnar. Ég japlaði á honum þegar ég kom í heimsókn, skellti mér svo í pottinn og við ræddum um heima og geima á meðan ég buslaði og hún naut þess að sitja í sólinni og hlæja svolítið með mér. Svo kom Erna í heimsókn, amma fór og tók á móti henni og þær komu svo báðar út að potti. Ég var að kafa og Erna stökk í öllum fötunum ofan í til að bjarga mér af því hún hélt ég væri að drukkna. Þá stökk ég upp og tók af mér sundgler- augun alveg steinhissa á lát- unum í konunni. Amma stóð á bakkanum rennandi blaut af skvettunum og skellihló svo hún náði varla andanum. Það var líka svo gaman þeg- ar ég kom í heimsókn og fékk að æfa píanóhæfileikana sem urðu þó aldrei neitt til að tala um. Amma nennti alltaf að dun- dast með mér í öllu svona og alltaf voru vinir mínir velkomn- ir með í heimsókn. Fyrstu útlandaferðina fór ég með ömmu, þegar við fórum saman til Danmerkur að heim- sækja pabba. Við sólbrunnum, skoðuðum maura í nærmynd og sáum strút bíta loftnet af bíl í bíladýragarðinum. Það var allt svo gaman með ömmu. Nokkrum árum seinna fórum við aftur saman til Danmerkur, á ættarmót með frábæru fjöl- skyldunni okkar. Við skoðuðum Strikið fræga, borðuðum alls- konar tegundir af spennandi dönsku áleggi á hótelinu og fengum stærstu jarðarber sem ég hafði séð. Svona gæti ég haldið enda- laust áfram, en ég ætla að geyma allar hinar minningarnar í hjartanu mínu og einn góðan dag í framtíðinni hlæjum við amma að þeim saman. Elsku Svanhildur amma mín. Ég sakna þess ofsalega að heyra ekki oftar hláturinn þinn, eins og þegar ég sagði þér hrakfallasögurnar af mér og klaufsku vinum mínum. Ég sakna þess þegar þú hringdir, bara í gamni, til að heyra í mér hljóðið. Ég sakna þess hversu um- hyggjusöm þú varst, gast alltaf hlustað og gefið góð ráð. Og ég sakna þess mest að geta aldrei aftur fengið að sjá fallega glað- lega andlitið þitt. En elsku amma, ég veit að það voru margir glaðir að sjá þig þarna uppi og ég veit að þú bíður og tekur á móti mér seinna, með opinn faðm og sneið af jólaköku. Ég þakka þér svo mikið fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við áttum sam- an í þessu lífi og hlakka til að hitta þig í því næsta. Helga Guðrún Þórarinsdóttir. Yndislega amma mín er nú fallin frá og um huga minn líða ótal minningabrot. Réttarholtið á fallegum vor- degi með túlípönum í fullum blóma, pönnukökulyktin í and- dyrinu og amma brosandi með útbreidda arma stendur hvað hæst. Ég var svo heppin að afi og amma bjuggu næstum öll mín æskuár á Selfossi. Hafði ég því ótal tækifæri til að njóta sam- vista þeirra. Þegar afi var á sjó gisti ég stundum hjá ömmu og áttum við oftar en ekki gott spjall ásamt því sem við bök- uðum eða pússuðum silfur sam- an. Í einum af þessum samræð- um tók amma af mér loforð um að ég skyldi bjóða henni í bíltúr á 17 ára afmælisdeginum mín- um og er sú bílferð mér um margt minnisstæð. Amma ferð- aðist mikið og hafði margar skemmtilegar sögur að segja, hún hafði líka mikinn áhuga á handavinnu og tónlist. Hún var með gróðurhús í garðinum sem var fullt af fallegum blómum á sumrin og hafði hún mikla ánægju af því að hugsa um þau. Seinna fengu þau hjónin sér heitan pott í garðinn sem mikið var notaður af okkur krökk- unum. Áfram var heppnin með mér því að stuttu eftir að ég flutti til Reykjavíkur lá leið afa og ömmu einnig þangað. Vegna þess hef ég áfram átt mörg tækifæri til samvista við þau og fengið ómetanleg tækifæri til að kynna strákana mína Breka Frey og Sölva Rafn fyrir þeim. Amma var skemmtileg og lagði mikið á sig til að gleðja börnin sem voru í kringum hana á hverjum tíma, átti alltaf eitt- hvað gott og tók vel í leiki af ýmsu tagi. Hvíl í friði elsku amma, ég er rík af minningum og innilega þakklát fyrir þær samveru- stundir sem við áttum. Elsa Þóra Jónsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar og alnöfnu sem hefur kvatt þennan heim. Það sem fyrst kemur í hugann eru þær mörgu góðu minningar sem ég á úr Réttarholtinu. Á mínum yngri árum var afi oft á sjó og þá flutti ég oft til ömmu í nokkra daga og fékk að sofa afa megin í rúminu, einnig færðist fjör í leikinn þegar Inga Páls kom og gisti. Við brölluðum ýmislegt, t.d. bökuðum við mikið, fægðum silfur og það var alltaf svo gam- an að spjalla við ömmu. Amma vildi líka meina að við tvær værum með ýsublóð í tánum vegna þess að okkur var alltaf svo kalt á þeim, þess vegna elskaði amma alltaf þegar sólin skein og hlýtt var í veðri, og var alveg endurnærð eftir sól- arlandaferðirnar þeirra afa. Amma var gangavörður í skól- anum mínum og við urðum því samferða í skólann á þessum dögum sem ég átti heima í Réttarholtinu, ég man að krakkarnir töluðu alltaf um hvað amma mín væri skemmti- leg. Við eyddum mörgun stund- um í eldhúsinu í Réttarholtinu og alltaf var Rás 1 í útvarpinu, þar sem við tókum reglulega morgunleikfimi, já eða hlustuð- um á Ragga Bjarna sem hún hélt mikið upp á, hann kom svo og söng eftirminnilega í 70 ára afmælinu hennar. Amma var dugleg að sinna okkur barnabörnunum og á yngri árum bauð hún okkur í leikhús á hverju ári. Ég fékk líka mína fyrstu sumarvinnu hjá ömmu og afa, ég fékk að taka við af systur minni að slá garðinn þeirra yfir sumarið. Hjá ömmu og afa var alltaf til jólakaka, það klikkaði ekki, ég fékk oft að taka þátt í bakstr- inum, afi heldur nú þeirri hefð áfram og gefur barnabarna- börnunum jólaköku. Minningarnar eru margar þegar maður rifjar upp mitt ferðalag með ömmu Svanhildi. Minningarnar eru góðar og munu aldrei gleymdast. Elsku amma, hvíl í friði, þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Svanhildur Jónsdóttir og fjölskylda. Kæra vinkona. Komið er að hinstu kveðjustund og gæti ég trúað að hún hafi jafnvel verið þér kærkomin eftir löng og erf- ið veikindi. Ég ætla ekki að hafa þetta langt, elsku Svan- hildur mín, mig langar bara að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir þær sam- verustundir sem við áttum sam- an, bæði heima og þegar við lentum saman í tveggja manna stofu á sjúkrahúsi, þá heyrðist nú stundum tíst í okkur. Við gátum hlegið saman að ótrúleg- ustu uppákomum, stundum máttum við ekki horfa hvor á aðra, en semsagt það var ekki alltaf leiðinlegt hjá okkur með- an á þessari dvöl stóð. Síðast en ekki síst þakka ég þér alla vin- áttu og kærleika í minn garð. Ég læt sálmaskáldið um restina og óska þér alls hins besta í landi ljóss og friðar. Samúðar- kveðjur til eiginmanns, barna, ömmubarna og allra annarra aðstandenda og ástvina. Guð blessi minningu þína. Vinkonan góða, vinaskjólið hlýja, þú varst oss bjartur geisli Drottni frá, af honum þáðir þrek og krafta nýja, ef þungbær sorg á hjarta þínu lá. Af honum þáðir þroskapundið dýra og þrótt til dáða heil í starfagnótt. Þín breytni sýndi sálargullið skíra og sannan trúnað fram að dauðans nótt. Og Drottinn lét í friði þjón sinn fara, nú fagnar önd þín sæl í himins rann. Þín blíða minning – blessun vina skara, oss bendir þangað – Vegurinn er Hann. Svo helga ég þér ljóðið litla snauða, sem laufblað falli, á gróna beðinn þinn. Ég þakka kynning þína allt til dauða og þína elsku’ er tregar hugur minn. (Sigríður Einarsdóttir, Bæ.) Þín Ingibjörg. Svanhildur Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Svanhildur. Hjartans þakkir fyrir allar skemmtilegu sam- verustundirnar. Bjarna og fjölskyldu sendum við sam- úðarkveðjur. Ása og Kristján. Nú kveð ég þig elsku langamma. Takk lang- amma mín fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Þú varst alltaf góð og tilbú- in að leika við mig. Ég sakna þín mjög mikið. Breki Freyr. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með þessu litla ljóði. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þinn Bjarni Svanur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, systir okkar og mágkona, KRISTÍN M. BLOMSTERBERG AHL, lést í Svíþjóð mánudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið fram. Bengt Ahl, Anna Lísa Blomsterberg, Hlini Pétursson, Friðrik Blomsterberg, Alda G. Jóhannesdóttir, Sigrún Blomsterberg, Ellen Blomsterberg, Einar Sigurðsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BJARKI RAGNARSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 10. febrúar. Hann verður kvaddur fimmtudaginn 21. febrúar í Fossvogskirkju kl. 15.00. Sigríður Ólafsdóttir, Pétur Már Pétursson, Ragnar Ólafsson, Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir, Kristinn Ólafur Ólafsson, Helga Þórisdóttir, Haraldur Ólafsson, Helgi Ólafsson, Wanpen S. Ólafsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURRÓS KRISTJÁNSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést á Sólvangi sunnudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Jófríðarstaðakirkju, Hafnarfirði, mánudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Kristrún Ingibjartsdóttir, Magnús Björgvinsson, Þóroddur F.G. Jónsson og ömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.