Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 37

Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ Jóhanna Magn-úsdóttir fædd- ist á Uppsölum í Eiðaþinghá 27. júlí 1927. Hún lést á Landakotsspítala 7. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Ásthildur Jónasdóttir, f. 10.11. 1888, d. 7.12. 1968 frá Helgafelli á Snæfellsnesi og Magnús Jóhannsson, f. 6.12. 1887, d. 21.1. 1982 frá Innri- Drápuhlíð á Snæfellsnesi. Jó- hanna var ein þrettán systkina, en hin systkinin eru: Þormóður Helgfell, f. 1917, lést í bernsku, Jóhann, f. 1918, Ingveldur, f. 1919, d. 2011, Þormóður, f. 1920, lést í bernsku, Matthildur, f. 1922, Ásmundur, f. 1924, Þor- steinn, f. 1925, d. 2000, Þórleif Steinunn, f. 1926, d. 1983, Jónas Helgfell, f. 12.12. 1928, d. 2012, Ástríður og Ingibjörg, f. 1929, létust í bernsku, og Ástráður Helgfell, f. 1930, d. 2007. Georg Pálsson, f. 6.11. 1897, d. 25.8. 1983, frændi Jóhönnu og kona hans Sesselja Hinriks- dóttir, f. 10.9. 1897, d. 12.4. 1978 tóku Jóhönnu í fóstur fjögurra Dagur Sverrir og María. c) Ragnhildur Sesselja, f. 6.1. 1980, í sambúð með Jónasi Gauta Frið- þjófssyni. 3) Gunnar Th. Gunn- arsson, f. 30.7. 1954, d. 10.11. 1980. Synir hans og Steinunnar Friðgeirsdóttur, f. 10.2. 1957, eru a) Friðgeir Örn Gunnarsson, f. 24.7. 1975 kvæntur Írisi Dögg Lárusdóttur. Börn: Alexandra Ósk, Katrín Vala og Lilja (stjúp- dóttir) b) Gunnar Magnús, f. 29.10. 1978. 4) Hinrik Gunn- arsson, f. 12.1. 1960, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 7.10. 1956. Börn. a) Örn, f. 19.8. 1975, d. 18.3. 1994, b) Vigdís, f. 11.7. 1979, gift Markus Olsson. Börn þeirra eru John Hinrik og Iris. c) Jóhanna, f. 27.8. 1984, í sambúð með Kim Persson. d) Gunnar Theodór, f. 22.9. 1995. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði Jóhanna í nokkur ár sem aðstoðarkona Björns Br. Björnssonar, tannlæknis á Hverfisgötu 14. Meðan börnin voru ung var hún heimavinn- andi húsmóðir. Á árunum 1967 til 1971 ráku þau Gunnar Hrað- hreinsunina Hólmgarði 34. Jó- hanna starfaði hjá Skrifstofu ríkisspítalanna við skrif- stofustörf til starfsloka. Hún var virkur félagi í Rb.st. nr. 1 Berg- þóru IOOF og í Gigtarfélagi Ís- lands. Úför Jóhönnu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. ára gamla og ólst hún upp hjá þeim á Eskifirði frá þeim aldri þar til Jó- hanna flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul. Árið 1954 giftist Jóhanna Gunnari M. Theodórssyni, innanhússarkitekt og bólstrara, f. 17.7. 1920, d. 14.3. 2002. Börn Jóhönnu eru: 1) Þór- unn Ingólfsdóttir, f. 27.8 1947, börn hennar og fyrrv. eig- inmanns, Stefáns Bergssonar, f. 8.3. 1947 eru a) Stefán Þór, f. 24.3. 1969 í sambúð með Jennýju Guðmundsdóttur, og eiga þau þrjú börn: Gabríel Þór, Önnu Láru og Karen Lind. b) Margrét, f. 16.3. 1973, maki Úlfar Har- aldsson og eiga þau þrjár dætur: Þórunni Birnu, Berglindi Hrönn og Fanneyju. 2) Georg Heide Gunnarsson, f. 2.1. 1950, kvænt- ur Hildu G. Birgisdóttur, f. 6.9. 1956. Börn: a) Nanna Sigrún, f. 19.12. 1967, gift Sigurbirni Sveinssyni og eiga þau eina dóttur, Sól. b) Gunnhildur, f. 15.2. 1973, gift Kristjáni Óla Sverrissyni. Börn: Elín Björk, Tengdamóðir mín, Jóhanna Magnúsdóttir, er látin 85 ára. Það er lærdómsrík og krefj- andi reynsla að fylgja annarri manneskju síðustu sporin í þessu lífi, standa andspænis dauðanum og lúta í lægra haldi fyrir honum að lokum. En ekki er hægt að vera ósáttur þegar öldruð kona fer yfir móðuna miklu umkringd ástvinum sínum til hinstu stund- ar. Ég kynntist Jóhönnu fyrir 36 árum þegar leiðir mínar og sonar hennar Georgs lágu saman. Það eru tímamót í lífi ungrar konu að eignast tengdamóður og Jó- hanna reyndist mér góð tengda- móðir. Síðastliðin tíu ár, eða frá því að Gunnar Theodórsson eig- inmaður hennar til 50 ára lést, hafði ég meiri samskipti við Jó- hönnu en áður og kynntist henni betur. Hún var mörgum kostum búin; vakandi og yfirveguð, stað- föst og glæsileg. Hún hafði næmt auga fyrir vönduðum og fallegum hlutum. Og eins og venja er um íslenskar húsmæður af þessari kynslóð gat hún saumað, prjónað og eldað af mikilli snilld. Í gegnum Jóhönnu kynntist ég mörgu góðu fólki, ekki síst Austfirðingum og ófáar voru ferðir okkar saman austur á Eskifjörð og upp á Hérað, ýmist suður eða norður fyrir landið, allt eftir veðri og anda. Þótt Jóhanna bæri ellina vel hafði hún tekið sinn toll og þar sem hún lá á dánarbeði sínum fannst okkur hún líkjast lítilli dúfu sem beið þess að losna og taka flugið inn í eilífðina. Hún skilur eftir sig tómarúm í lífi okkar sem við fyllum upp í með góðum minningum um Júffu, sætu stelpuna frá Eskifirði. Ég þakka Jóhönnu fyrir sam- fylgdina; allar góðu stundirnar í eldhúsinu á Klapparstígnum og í litla kotinu okkar Ási á Eskifirði. Ekki síður er ég henni þakklát fyrir traustið og elskuna sem hún sýndi mér. Ég lýk þessum kveðjuorðum um Jóhönnu Magnúsdóttur með ljóði Ólafar frá Hlöðum sem end- urómar speki Kahlils Gibran og minnir okkur á að sorgin og sæl- an eru óaðskiljanlegar systur sem fylgja okkur frá vöggu til grafar: Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Hvíl í friði. Hilda G. Birgisdóttir. Ég hef verið svo lánsöm að eiga ömmur mínar á lífi og er það nú fyrst, á fertugs afmælisári mínu, sem ég þarf að horfast í augu við að missa aðra þeirra. Ég á góðar minningar um Nönnu ömmu frá því að ég var barn. Gunnar afi og hún áttu einstak- lega smekklegt og fallegt heimili í Blönduhlíð og heimsótti ég þau nokkuð oft og fékk að vera í pössun. Þau sýndu mér blíðu og natni og minnist ég þeirra sem glaðlegs fólks. Jól og áramót voru oft haldin í félagsskap þeirra og standa góðar minning- ar upp úr frá þeim tíma. Amma og afi áttu tjaldvagn, sem í minn- ingunni var risastór, og ferðuð- ust þau með hann út fyrir borg- armörkin aftan í Volvovinum í sumarblíðunni og buðu okkur barnabörnunum stundum með. Við vorum einnig tíðir leikhús- gestir Þjóðleikhússins í fylgd þeirra. Snyrtimennskan var í fyrir- rúmi hjá þeim hjónum og áttu þau að mínu mati einstakt hjóna- band þar sem þau sinntu heim- ilisstörfum jöfnum höndum bæði tvö en það þótti ekki sjálfsagt hjá þessari kynslóð. Ástin sem Gunnar afi bar til ömmu var aug- ljós og aðdáun hans leyndi sér ekki. Þau voru alltaf fallega klædd og amma var mikil dama enda hafði hún dálæti á fallega sniðnum flíkum úr gæðaefnum. Þau kunnu að njóta margs sem lífið hafði upp á að bjóða en fengu þó sinn skerf af sorg þegar sonur þeirra, Gunnar Theodór, lét lífið í blóma lífsins í bílslysi í Þýskalandi. Einnig misstu þau barnabarn sitt Örn í hræðilegu slysi eina júlínótt á Íslandi og Gunnar Magnús, sonarsonur þeirra, stríðir við erfiða fötlun. Honum voru þau góð og sinntu vel. Þegar ég var í menntaskóla útvegaði amma mér sumarvinnu hjá skrifstofu Landspítalans þar sem hún starfaði lengst af. Mér fannst amma hafa skemmtilegan húmor og hún gat hlegið dátt að sögum sem ég sagði henni í seinni tíð af dætrum mínum. Hún dásamaði eiginmann minn í samtölum okkar og tel ég hana hafa séð í honum marga þá mannkosti sem afi bjó yfir. Hún upplifði djúpa sorg og einmana- leika þegar afi dó fyrir meira en tíu árum og síðustu ár hafa verið henni erfið. Notalegur friður var yfir Nönnu ömmu þegar ég heimsótti hana daginn áður en hún dó. Ég veit að hún var hvíldinni fegin og kveð ég ömmu nú með þakklæti og frið í hjarta. Margrét Stefánsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Nanna frænka. Þegar ég hitti þig síðast í nóv- ember áttum við saman yndis- lega stund. Við vissum báðar hvert stefndi og gátum sagt hvor annarri hvað okkur þótti óskap- lega vænt hvorri um aðra. Upp í hugann koma margar góðar minningar einkum frá þeim tíma sem ég var heima- gangur hjá þér og Gunnari í Blönduhlíðinni. Eins líða seint úr minni heimsóknir ykkar austur á Hérað. Það var mikið öryggi í að geta farið yfir götuna til ykkar þegar heimþráin gerði vart við sig eða bara til að spjalla um heima og geima. Þá áttum við alltaf góðar stundir og allur leiði hvarf skjótt á braut. Þú varst einmitt þeim hæfileikum gædd að sjá það góða við allt og alltaf var stutt í glettnina og grínið. Allir bíltúrarnir sem við fórum í og veislurnar sem ég gat aðstoð- að þig við. Ekki þótti okkur leið- inlegt í því stússi. Já og allar móttökurnar sem ég og mín fjöl- skylda fengum þegar farið var í borgarferð. Það voru höfðingleg- ar móttökur sem við fengum. Þú varst alltaf til staðar með opinn faðminn, falleg, hlý, örlát og tilbúin að hjálpa. Fyrir þessar góðu og dýrmætu minningar vil ég þakka. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á einstakt samband ykk- ar pabba. Mörg og löng voru símtölin síðustu ár, milli sam- verustunda og heimsókna. Ég veit að nú hafið þið hist á ný og getið tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir ári. Ég trúi að þar sé glatt á hjalla. Þá áttum við góðar stundir síðasta vor er þú komst í heim- sókn austur á land. Við fórum meðal annars á Eskifjörð. Þér fannst gott að fá að kveðja fjörð- inn þinn fagra og æskuslóðirnar. Elsku Þórunn, Georg, Hinrik og fjölskyldur. Megi góður guð vernda ykkur og styrkja. Megi minningin um mæta og góða konu vera ykkur ljós og líf. Blessuð sé minning þín Þín bróðurdóttir, Sigurlaug Jónasdóttir. Elsku Nanna frænka. Nú er þessari jarðvist þinni lokið, nýtt ferðalag að hefjast og margs er að minnast. Það var bara til ein Nanna frænka og það varst þú. Nú er rétt tæpt ár síðan pabbi dó og það var mikill missir fyrir þig þar sem við komum alltaf við hjá þér reglulega í hans læknisferð- um. Ég hugsa alltaf til þess þeg- ar ég var að fara til Reykjavíkur í tannlæknaferðir sem unglingur hvað það var alltaf yndislegt að koma til ykkar Gunnars í Blönduhlíðina, allt gert til að gera stoppið sem eftirminnileg- ast fyrir sveitastúlkuna. Alltaf var tilhlökkun hjá mér þegar von var á ykkur austur í heimsókn. Mér finnst yndislegt að hugsa til þess þegar þið Gunnar komuð í brúðkaupið okkar Grétars og þú sagðir ýmsar sögur af mér, t.d. þegar við vorum að labba í mið- borginni og ég sá pylsuvagninn og við vitum framhaldið. Börnin mín minnast alltaf Nönnu frænku sem einstakrar konu. Í desember heimsótti ég þig og þú vildir vita hvort búið væri að fara á rjúpnaveiðar. Við kom- umst að þeirri niðurstöðu að þú myndir ná heilsu og fá þínar rjúpur á jólunum. Í Reykjavík- urferð minni í byrjun janúar heimsótti ég þig á Landakot, fyrr um daginn hafði ég hringt í þig og þú spurðir mig hvort þú feng- ir ekki að sjá mig í þessari ferð. Það var ekki hægt að koma til Reykjavíkur án þess að koma við hjá þér, það var alltaf yndislegt að hitta þig og sitja og spjalla um heima og geima og alltaf vildir þú fá fréttir af þínu fólki að aust- an. Það er skrýtið að eiga ekki eftir að heimsækja þig í næstu borgarferð. Mig langar að biðja þig um kveðju til pabba. Takk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Ásthildur Jónasdóttir. Það mun hafa verið á bollu- degi fyrir röskum áttatíu árum að ég hitti Jóhönnu jafnöldru mína og ævivinkonu í fyrsta sinn. Heimskreppan var í algleymingi og þessi skemmtilega og kot- roskna stúlka var nýkomin ofan af Héraði í fóstur til hjónanna Sesselju Hinriksdóttur og Georgs Pálssonar á Eskifirði. Þau tóku Jóhönnu til sín til að létta á barnmargri fjölskyldu hennar og naut hún þess að verða einkadóttir þeirra hjóna og augasteinn. Mér er afar minn- isstætt hvað mér fannst hún fal- leg með sitt þykka og dökka hár, og meira að segja sjálfliðað. Hin- ar leiksystur mínar voru allar ljóshærðar eins og ég, þannig að hún skar sig strax úr. Það var ekki til feimni í þessari stelpu, hún var skrafhreifin og skemmti- leg og með svo smitandi hlátur að það lyfti stundinni í hæstu hæðir. Við fylgdumst að öll æskuárin; fyrst í smábarnaskólanum hjá fröken Einarínu þar sem við lærðum að stauta og svo í barna- skóla Eskifjarðar. Þá urðum við fermingarsystur vorið 1941 og áttum æ síðan hlutdeild í lífi hvor annarrar, í gleði og sorg. Þótt leiðir hafi skilið um stund þá slitnaði aldrei strengurinn sem við hnýttum ungar og uppátekta- samar stelpur austur á Eskifirði. Við vorum ekki alltaf á sama máli en kæmi það fyrir að snurða hlypi á þráðinn var drifið í að gera gott úr því sem á milli bar. Við vissum báðar að fyrirgefn- ingin er besta lækningin. Jóhanna eignaðist góðan lífs- förunaut í Gunnari Theodórs- syni. Hann var mikill fyrirmynd- armaður og fjölskyldufaðir og þau voru einstaklega falleg og samhent hjón. Margar skemmti- legar samverustundir átti ég með þeim á þeirra fallega heim- ili, fyrst í Gnoðarvogi og síðar í Blönduhlíðinni. Einhvern veginn finnst mér að ég hafi alltaf verið þiggjandi í þeim félagsskap. Jóhanna mátti svo sannarlega reyna margt í lífinu. Sjálf barðist hún alla tíð við mikið heilsuleysi og það var henni þungt högg þegar fjölskylda Gunnars Theo- dórs sonar hennar lenti í hörmu- legu bílslysi í Þýskalandi með þeim afleiðingum að hann lést og eiginkona hans og synir stórslös- uðust. En í þessu sára mótlæti kom best í ljós hvað vinkona mín bjó yfir miklu sálarþreki og hvernig hún gat gefið öðrum styrk. Hún var alla tíð höfðingi í lund og það lýsti sér best í trygg- lyndi hennar og hjálpsemi, hvort heldur var á sorgar- eða gleði- stundum. Ef til er einhver tilvera eftir veru okkar hér á jörðu, þá þarf Jóhanna vinkona mín ekki að kvíða viðtökunum hinum megin. Þar verður tekið fagnandi á móti henni af Gunnurunum hennar tveimur og öðrum ættingjum og vinum sem á undan eru gengnir. Vertu kært kvödd kæra vin- kona og þakka þér alla þá tryggð og elsku sem þú sýndir mér og dætrum mínum um dagana. Anna Sigurðardóttir. Jóhanna Magnúsdóttir hjálpuðust þeir bræður að við bygginguna eins og þeir höfðu gert með okkar hús. Enda varð það til þess að þessar tvær fjöl- skyldur urðu sem ein. Alltaf vor- um við saman, alla hátíðisdaga sem og aðra, og börnin okkar nutu góðs af því að hafa Ósk og Helga svo nálægt sér. Eftir að Helgi dó, á besta aldri, fylgdi Ósk okkur eftir sem áður og enginn var sá viðburður í fjölskyldunni að hún væri ekki með okkur. Margar voru ferðirnar innan- lands og utan sem við fórum sam- an og alltaf hélt hún uppi fjörinu á sinn einstaka hátt. Seinni árin varð svo til hress og skemmti- legur ferðahópur vina og vanda- manna sem kallaði sig Tíuna og var Ósk þar hrókur alls fagnaðar. Hún var alla tíð vinsæl meðal samferðamanna sinna, því þrátt fyrir galsaganginn var Ósk orð- vör og hallmælti aldrei nokkrum manni. Alltaf sá hún jákvæðar og spaugilegar hliðar á tilverunni. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka og las mikið en á seinni ár- um dapraðist sjónin svo mikið að hún gat ekki lengur stytt sér stundir á þann hátt. Ósk var alla tíð iðin við að halda hlutum til haga og safnaði blaðaúrklippum og tók ljósmyndir sem hún merkti vandlega. Einnig hélt hún alltaf dagbók og var því oft gott að leita til hennar þegar vantaði áreiðanleg gögn. Mér finnst ég afar rík að hafa átt hana Ósk mína að vinkonu í rúm sextíu ár og fyllist þakklæti er ég hugsa til þess hversu vel hún reyndist mér og fjölskyldu minni alla tíð. Guð geymi þig kæra vinkona. Kristín Guðmundsdóttir (Stína). Við systurnar erum svo ótrú- lega heppnar að hafa notið nær- veru Óskar í lífi okkar. Frá því að við vorum lítil börn var hún mik- ilvægur þáttur í tilverunni. Hún var með okkur á öllum stórum stundum og okkur fannst við eiga afar mikið í henni. Ósk hafði alla tíð sérstakt lag á börnum. Þau sóttu í félagsskap hennar og við systurnar vorum engin undan- tekning. Hún var algjör drauma- leikfélagi, alltaf til í leik og spjall og sparaði sko ekki tímann í það. Við vissum að við gætum alltaf platað Ósk í einhver skemmtileg- heit og notuðum okkur það óspart. Ferðirnar í Munaðarnes- ið eru mjög eftirminnilegar, þar var Ósk með í för og auðvelt að fá hana til að taka í spil eða yatzy. Það þótti okkur nú ekki leiðin- legt. Við drógumst að henni eins og aðrir því hún var sannkallaður gleðigjafi. Þegar við urðum stálpaðar minnkaði aðdáun okkar á Ósk svo sannarlega ekki. Hún var af- ar traust og lét sig aldrei vanta þegar eitthvað var um að vera. Hún var ein þeirra einstaklinga sem virðist í blóð borið að sjá kómísku hliðarnar á lífinu. Það var alltaf stutt í grínið og fífla- gangurinn og uppátækin fengu okkur sem aðra oft til að liggja í hláturskasti. Hún var stuðbolti í partíum fjölskyldunnar, spilaði á munnhörpu og hélt uppi fjörinu. Stína amma okkar og Ósk voru miklar vinkonur og algjörir húm- oristar báðar tvær, orðaskipti þeirra voru oft gríðarlega fyndin og því mikið hlegið innan um þær stöllur. Nú þarf amma að sjá á eftir þessari góðu vinkonu sinni og við vitum að það er henni ekki auðvelt, þær voru svo stór hluti af lífi hvor annarrar. Það er erfitt að koma í orð allri þeirri væntumþykju og þeim til- finningum sem við berum til Ósk- ar. Hún var algjörlega einstök og svo stór hluti af lífi okkar. Við hefðum viljað fá að hafa hana hjá okkur alltaf og finnst svo erfitt að kveðja hana en við ætlum að trúa því að við fáum að sjá hana aftur á fallegum stað. Takk fyrir allt elsku Ósk, við eigum eftir að sakna þín óendanlega mikið. Þínar Lilja, Kristín og Sigrún. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, HERBORG LAUFEY HAUGEN (f. ÓLAFSDÓTTIR), Ljósheimum 22, lést þriðjudaginn 12. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anni G. Haugen, Margrét Arnljótsdóttir, Halla S. Margrétardóttir Haugen, Jón Hjörtur Þrastarson og barnabarnabörn. ✝ Elsku bróðir okkar og frændi, JÓHANNES GÍSLI OLGEIRSSON, Fellsenda, Búðardal, lést miðvikudaginn 6. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kolbrún Olgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.