Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 um. Allt var þetta þó græsku- laust, enda var María ákaflega umtalsfróm í öllu sínu máli og hallaði á engan, þótt gamansemin fengi jafnan að njóta sín. Við þessi tækifæri, ekki síst, kom oft upp fjöldi orðatiltækja sem ég gat yfirleitt ekki skrifað niður, hvað þá öll, því að ég vildi forðast að fipa hana og gera hana vara um sig. En þarna kom fram enn ein hliðin á mágkonu minni. Heyrt hef ég eftir systur hennar að þegar María var kornung skólamær í húsmæðraskólanum á Staðarfelli hafi hún verið þar hrókur alls fagnaðar með skóla- systrunum. Sögðu þær að skóla- stýran hefði eitthvert sinn komist í heyrnarfæri við þær við gott tækifæri og spurt einhverja þeirra daginn eftir: „Segið mér, var séra Bjarni hér í gær?“ Nú er þessu lokið í bili. Eftir er aðeins að þakka fyrir samveruna og votta samúð, einkum Ólafi Stefáni, bróður mínum, og börn- unum og niðjum öllum, en þeir eru orðnir margir. Þórður Örn Sigurðsson. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því þar eru uppsprettur lífsins. (Orðskv. 4.23.) María Guðrún Steingrímsdótt- ir móðursystir mín var einstök kona. Hún var eins og sólargeisli með sitt geislandi bros sem alltaf náði til augnanna. Hún var hjartahlý og hláturmild, gestrisin og göfuglynd. Hún var einstak- lega falleg sál og mikill gleðigjafi. Frá henni streymdi fölskvalaus kærleikur án manngreinarálits. Ég naut þess kærleika allt frá barnæsku og sótti í að vera ná- lægt henni eins og svo margir aðrir. Ég var á leikskólaaldri þegar ég fór að heimsækja hana eins míns liðs á Grettisgötuna. Alltaf tók hún á móti manni með opinn faðminn. Þegar við hjónin giftum okkur fyrir tæpum 40 árum buðu hún og Ólafur maður hennar okk- ur að halda brúðkaupsveisluna heima hjá sér. Slíkur var kær- leikurinn í verki. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað var að vera ná- lægt Mæju þegar hún var að rifja upp fyrri tíma. Hún átti svo auð- velt með að sjá broslegu hliðar lífsins og hafði þennan ómetan- lega græskulausa húmor. Það var svo uppbyggjandi að vera nálægt henni því hún var svo góðviljuð og glaðsinna og yfir henni var lát- laus mannleg reisn hverjar svo sem aðstæður hennar voru. Heinabergssysturnar stóðu þétt saman allar fjórar og var mikill samgangur milli heimil- anna. Lengi vel voru haldin árleg jólaboð sem voru vel heppnuð og skemmtileg. Þau breyttust síðar í regluleg ættarmót að sumri þeg- ar hópurinn var orðinn of stór fyrir nokkuð annað en Félags- heimilið á Staðarhóli. Þannig kynntumst við systkinabörnin vel og í dag hittumst við frændsystk- inin ásamt mökum einu sinni á ári að vetrarlagi og er það alltaf til- hlökkunarefni. Mæja varðveitti hjarta sitt og hafði því aðgang að uppsprettum lífsins, kærleikanum. Hún fékk þó sinn skammt af þjáningum í lífinu en þótt hún fyndi til varð- veitti hún hreinleika hjarta síns. Þegar Steingrímur sonur þeirra hjóna dó úr krabbameini aðeins barn að aldri sá ég Mæju mína þjást. Ég hef séð marga þjást en fáa eins og Mæju mína þá. Ann- aðhvort brýtur þjáningin fólk niður eða gerir úr þeim perlur og Mæja var perla. Eftir að ég flutti til Akureyrar varð lengra milli vinafunda en ég hefði viljað en ég hafði einsett mér að hitta hana í örstuttri ferð til Reykjavíkur í byrjun janúar þessa árs. Ég náði að hitta pabba sem jarðaður var fyrir stuttu og það var því í síðasta sinn sem ég hitti hann, en ég náði ekki að hitta Mæju mína í þeirri ferð og náði því ekki að kveðja hana eins og ég vildi. En milli okkar fann ég ávallt órofa þráð. Mæja var dýrmæt kona og mikill missir fyrir okkur öll í fjöl- skyldunni en auðvitað mestur fyrir Ólaf, Svein, Sigurð, Vil- borgu og þeirra fjölskyldur. Góð- ur Guð huggi ykkur og styrki í sorg ykkar, kæru vinir. Margs er að minnast og fyrir margt að þakka þegar ástvinur kveður. Eitt er víst að minningin um þessa dýrmætu móðursystur mína mun lifa í hjarta mínu um ókomin ár. Sigríður Halldórsdóttir, Akureyri. Það er alltaf sárt að þurfa að kveðja í hinsta sinn, en við vissum að sú stund væri nærri þegar ég náði að knúsa þig elskulega Maja frænka mín. Maja var kjarnorkukona og mikill gestgjafi, sem hafði yndi af að halda veislur hvort heldur stórar eða smáar. Dyr hennar stóðu mér og mínum ávallt opnar. Ein sterkasta minning mín frá Hraunbrautinni var þegar ég lék mér á stofugólfinu með Steina heitnum í legó. Hann þá aðeins sex ára og orðinn verulega veik- ur, en Maja hjúkraði honum heima til dauðadags. Þegar ég svo eignaðist mín börn og bjó á Ásbrautinni var Maja frænka ná- læg og alltaf til taks. Ekki taldi hún það eftir sér að passa elstu dóttur mína sem hún kallaði Búb- bulínu, en Maja gaf börnum í fjöl- skyldunni gjarna gælunafn. Í gegnum tíðina heimsótti ég Maju oft í smákaffisopa. Mér er minn- isstætt að ryksugan var aldrei langt undan, enda heimilið með afbrigðum snyrtilegt og talað um að gólfin hennar Maju væru svo hrein að óhætt væri að sleikja þau. Síðasta sinn sem ég sá frænku mína var hún langt leidd af veikindunum. Ég spurði hvernig hún hefði það. Svarið kom með brosi og var í hennar anda: „Á meðan ég get knúsað þig og þvegið mér í framan er ég ánægð.“ Ég veit að þú færð góðar móttökur þarna hinum megin elskulega frænka mín. Óli og fjölskylda, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristín Möggudóttir. Í dag kveð ég vinkonu mína og nágrannakonu Maríu. Þvílík kona, svo falleg, svo stolt, svo smart, svo snyrtileg, góð, um- hyggjusöm og dugleg. Ef það er einhver kona sem ég óska mér að líkjast þá er það hún María. Þeim hjónum Maríu og Ólafi kynntist ég fyrir 13 árum þegar við fjöl- skyldan fluttum á Hraunbraut- ina, þar sem lóðir okkar liggja saman urðu kynni okkar mjög náin. Áhugamál okkar svipuð, garðurinn, heimilið og fjölskyld- an, alltaf var hún María tilbúin að hjálpa, ráðleggja og spjalla yfir kaffibolla og nýbökuðu bakkelsi frá henni að sjálfsögðu. Það er margs að sakna; kall- anna í Ólaf, krafsins í sköfunni þegar mosinn var hreinsaður af grjótinu, nýbakaðra kleina og bolla, sultunnar árvissu og þess að geta alltaf leitað í viskubanka þinn María mín. Takk fyrir að hafa verið til fyrir mig og mína fjölskyldu. Ásdís Lilja Ragnarsdóttir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (PJ Árdal) Með örfáum orðum langar mig að minnast góðrar og elskulegrar konu sem við kveðjum í dag. Ég kynntist Maríu, eða Maju eins og hún var alltaf kölluð, þegar ég réð mig til starfa á næturvakt á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. Maja var yfirmanneskja á næturvaktinni og undir hennar stjórn var gott að vinna. Hún var samviskusöm, kunni vel til verka, forkur dugleg og gekk í öll störf með okkur, kát, skemmtileg, æðrulaus og flink í mannlegum samskiptum. Það var alltaf til- hlökkun að standa vaktina með Maju, þá vissi maður að allt yrði í öruggum höndum. Við áttum samleið í Kópavoginn góða að lokinni vakt, oft fékk ég far með henni, þótt hún þyrfti að fara talsverðan krók til að skila mér heim. Ég á margar góðar minn- ingar frá samverustundum okkar í starfi, samræðum og símtölum sem ég geymi í þakklátu hjarta. Maja var mikil ættmóðir og bjó manni sínum og fjölskyldu fallegt og hlýlegt heimili. Hún var fyr- irmyndar húsmóðir sem allt lék í höndunum á, hvort heldur var matargerð, saumaskapur, út- saumur eða önnur handavinna, allt fallegt og listrænt. Oft var glatt á hjalla hjá okkur á næturvaktinni, við vorum tíu konurnar sem störfuðum saman í mörg ár, góður og samheldinn hópur. Margt var skrafað þegar tími gafst til, þá voru sagðar sög- ur af skemmtilegum atburðum héðan og þaðan af landinu, ekki síst frá höfuðborginni, Snæfells- nesinu og Dölunum. Einnig urðu ýmsar skondnar uppákomur á vinnustaðnum og margir ógleym- anlegir heimilismenn áttu þar mörg gullkornin. Eftir að við hættum störfum komst á sá siður að hittast einu sinni á ári til að viðhalda góðum kynnum og rifja upp skemmtilegar stundir og þá var mín kona hrókur alls fagn- aðar. En árin líða og allt er breyt- ingum háð, af þessum hópi eru fjórar búnar að kveðja, en ég veit að ég mæli fyrir munn okkar sem enn erum hér að okkur þótti öll- um vænt um Maju og bárum virð- ingu fyrir henni, hún var vinur okkar og gull af manni. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Ólafi og fjölskyldunni allri. Blessuð sé minning mætrar konu. Erla Bergmann. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Með þessum sálmi vil ég kveðja kæra vinkonu og þakka fyrir samfylgd og vináttu til margra ára, sem byrjaði þegar ég flutti í Kópavog fyrir 46 árum og aldrei bar skugga á. Hennar verður sárt saknað um ókomna tíð af fjölskyldu og sam- ferðafólki. Hún var kletturinn, kjölfestan og fasti punkturinn í lífi fjölskyldu sinnar, sem var henni allt. Nú er hún komin í faðm sonar síns sem þau hjón misstu barnungan. Minningarnar um hana munu lifa og verkin hennar tala. „Farewell“ kæra vinkona. Við Skúli vottum Ólafi, börn- um og öllum hennar ástvinum samúð okkar. Anna. ✝ Gréta Björns-dóttir, hús- móðir og móttöku- ritari, fæddist 15. júní 1932 í Nes- kaupstað. Hún lést 1. febrúar á Land- spítalanum við Hringbraut, 80 ára að aldri. Foreldrar henn- ar voru Helga Jenný Steindórs- dóttir, f. 1907 á Nesi í Norðfirði, d. 1933, og Björn Ólafur Ingv- arsson, f. 1898 á Nesi Norðfirði, d. 1969. Stjúpmóðir hennar var Kristrún Árný Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 1908, d. 1995. Alsystkini Grétu voru: 1) Ing- unn, f. 1925, 2) Guðni Steindór, f. 1929, d. 1995. Hálfsystkini Grétu voru 1) Birna, f. 1935, d. 1995, 2) Anna, f. 1936, 3) Uni Guðjón, f. 1940, d. 2009, 4) Hall- veig, f. 1945. Eftirlifandi eiginmaður Grétu er Guðmundur Borgar Gíslason múrari, f. 30.9. 1930. Þau gengu í hjónaband 1955. Foreldrar hans voru Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1894, d. 1971, og Gísli Jónsson, f. 1890, d. 1931. Gréta og Guðmundur Borgar bjuggu lengstum í Kópa- vogi. Börn Grétu og Guðmundar eru: 1) Björn Rúnar hag- fræðingur, f. 27.11. 1955, giftur Gunn- hildi Gísladóttur líf- fræðingi, f. 21.4. 1956, börn þeirra eru Gísli, Egill, Oddur og Katrín, 2) Gísli Guðmundsson jarðefnafræðingur, f. 11.6. 1957, giftur Jóhönnu Einarsdóttur garðyrkjufræðingi, f. 20.11. 1960, börn þeirra eru Guð- mundur Borgar, Ingvar og Signý, 3) Ingibjörg Ósk hjúkr- unarfræðingur, f. 9.12. 1969, gift Halli Magnússyni, rekstr- arfræðingi og sagnfræðingi, f. 8.4. 1962, börn þeirra eru Álf- rún Elsa, Styrmir, Magnús og Gréta. Að loknu grunnnámi stundaði Gréta nám við Húsmæðraskól- ann á Löngumýri í Skagafirði árin 1952-1953. Gréta starfaði lengstum sem móttökuritari á Borgarspítalanum. Gréta var jarðsunginn í kyrr- þey frá Kirkju óháða safnaðar- ins 11. febrúar 2013. Þegar Gréta Björnsdóttir sem lét veikindi sjaldnast leggja sig í koju fékk hastarlegt „gallsteina- kast“ í haust lét hún ekki deigan síga. Hún dró fram tröppu, tók niður gardínurnar í stofunni, þvoði þær og straujaði með þeirri nákvæmni og alúð sem einkenndi þessa ótrúlegu konu. Nú er ljóst að gallsteinakastið var líklega ekki gallsteinakast heldur sárir verkir vegna krabbameins í brisi. Krabba- meins sem nú hefur lagt þessa stórkostlegu tengdamóður mína í valinn á stuttum tíma. Þetta lýsir Grétu, ömmu barnanna minna. Þolgæðið, ósér- hlífnin, samviskusemin, alúðin og nákvæmnin. Samviskusemin, alúðin og ná- kvæmnin sem sumt starfsfólkið á sjúkrahúsinu sem annaðist hana þessa síðustu daga þekkti svo vel eftir áralangt starf hennar sem hjúkrunarritari á Borgarspítal- anum. Þolgæðið og ósérhlífnin sem við í fjölskyldunni upplifðum ár eftir ár. Líka ákveðnina, stað- festuna og kímnigáfuna. Það fór nefnilega enginn með Grétu Björnsdóttur þangað sem hún ekki vildi og þeir sem næst henni stóðu fengu algerlega að vita hvað henni fannst. Á sama tíma þessi djúpa hlýja. Hlýja sem hefur umvafið börnin mín alla tíð. Álfrúnu mína sem Gréta tók strax að sér þegar við Ósk kynntumst. Líkt og barnið mitt væri hennar eigið barna- barn. Börnin okkar Óskar, þau Styrmir, Magnús og Gréta sem hafa notið þeirrar gæfu að hafa alist upp með ömmu Grétu og afa Bogga á neðri hæðinni í Rauðagerðinu. Þau missa nú klettinn sem þau gátu alltaf treyst á að væri til staðar með kökubita, mjólk- urglas og smellna athugasemd. Klettsins sem þau hafa svo sakn- að þessa örfáu mánuði sem við höfum búið í Noregi fjarri ömmu Grétu og afa Bogga. Mér er sagt að nafnið Gréta tákni perlu. Tár sjávarins. Það er við hæfi því Gréta var ekki bara perla heldur hafði hún taugar til hafsins. Hafsins sem hún ólst upp við í fallega og reisulega húsinu Sólbakka rétt ofan við malarkambinn á Norð- firði. Gréta Björnsdóttir var perla. Björt, traust og hörð en samt svo mjúk og hlý. Eins og perlur ger- ast bestar og fallegastar. Hallur Magnússon. Gréta Björnsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU BIRGITAR BERNÓDUSDÓTTUR, Brimhólabraut 17, Vestmannaeyjum. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki sem annaðist Þóru í veikindum hennar. Sveinn Halldórsson, Ágústa Berg Sveinsdóttir, Gunnar Árni Vigfússon, Bernódus Sveinsson, Kristín Björg Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR ARNARS GUÐBRANDSSONAR. Jenný L. Lárusdóttir, Smári Friðjónsson, Guðbrandur A. Lárusson, Árni Þór Lárusson, Stefanía Gunnarsdóttir, Hulda Dagmar Lárusdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, bróður, tengda- föður, afa og langafa, BJARKA ELÍASSONAR, fyrrverandi yfirlögregluþjóns og skólastjóra Lögregluskólans, Frostaskjóli 11, Reykjavík. sem lést mánudaginn 21. janúar. Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, Björk, Stefán og Þórunn María Bjarkabörn, Bára Elíasdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra SVEINBJÖRG HERMANNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Júlíana Ruth Woodward Arndís V. Sævarsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Margrét S. Sævarsdóttir, Ólafur Þ. Þórðarson, Erla S. Sævarsdóttir, Jón Óskar Gíslason, Bryndís Ósk Sævarsdóttir, Sigurður Á. Pétursson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.