Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 42

Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Fertugasti afmælisdagur Halldóru Árnýjar Skúladóttur fer aðmiklu leyti í að undirbúa stóra afmælisveislu sem hún hyggsthalda á morgun. „Þetta verður 50-60 manna veisla. Ég mun bjóða upp á pinnamat og tilheyrandi. Síðan kemur plötusnúður og í kjölfarið verður dansað fram á nótt,“ segir Halldóra sem býr í Hafn- arfirði. Hún segist hafa gaman af því að skipuleggja og halda veislur þó þær þurfi ekki alltaf að tengjast afmælum. Hún nefnir t.d. eftir- minnilegt búningapartí sem hún hélt í tilefni af 35 ára afmæli sínu. Halldóra er mikil áhugamanneskja um líkamsrækt og er m.a. dreifingaraðili á Herbalife-vörum. Hún kann virkilega vel við starf- ið. „Þetta er náttúrlega mitt áhugamál í leiðinni. Við köllum okkur lífsstílsleiðbeinendur. Við hjálpum fólki að laga lífsstílinn,“ segir Halldóra og tekur fram að það sé einkar gefandi að sjá fólk upp- skera laun erfiðsins eftir mikla vinnu. Sjálf reynir Halldóra að stunda líkamsrækt á hverjum degi. Hún er með líkamsrækt- araðstöðu heima þar sem hún hjólar og boxar svo eitthvað sé nefnt. Halldóra á stóra fjölskyldu, eiginmann og fjórar dætur á aldrinum 12-20 ára. Hún segir fjölskylduna hafa náð að tileinka sér heil- brigðan lífsstíl. Dæturnar stundi íþróttir og fari í ræktina þess á milli. Fjölskyldan reyni að borða mat í hollari kantinum, hreyfa sig og tileinka sér jákvætt hugarfar. heimirs@mbl.is Halldóra Árný Skúladóttir 40 ára Fjör Halldóra Árný ætlar að bjóða vinum og vandamönnum í stærð- arinnar veislu á morgun, þar sem dansað verður langt fram á nótt. Reynir að hreyfa sig á hverjum degi A rnþór fæddist á Skjald- þingsstöðum í Vopna- firði en missti foreldra sína kornungur og ólst því upp á Hauksstöðum hjá hjónunum Sigurbjörgu Sig- urbjörnsdóttur og Friðbirni Krist- jánssyni. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1951-53 og stundaði síðan ýmis störf í Reykjavík og Danmörku til 1956 er hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík. Arnþór starfaði við allar deildir lögreglunnar, var fyrst í götulögregl- unni, síðan í þjóðvegaeftirliti, þá varðstjóri í umferðardeild, yfirmaður fjarskipta lögreglunnar, aðalvarð- stjóri vaktar, aðstoðaryfirlög- regluþjónn og yfirlögregluþjónn frá 1991-97 er hann hætti störfum hjá lögreglunni eftir að hafa starfað þar í fjörutíu og eitt ár. Arnþór gerðist þá meðhjálpari og Arnþór Ingólfsson, fyrrv. yfirlögregluþjónn – 80 ára Langafabarn Ísabella Líf Steinarsdóttir skemmtir sér konunglega hjá langafa og langömmu, Arnþóri og Jóhönnu. Við löggæslu í 41 ár Fyrir 40 árum Arnþór við lögreglubíl þar sem Seðlabankinn stendur nú. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hjónin Hilmar Guðbrandsson og Bjarney Guðjónsdóttir eru áttræð um þessar mundir. Hilmar varð áttræður 16. janúar síðastliðinn og Bjarney verður áttræð 28. febrúar næstkomandi. Í tilefni þess munu þau taka á móti ætt- ingjum og vinum á morgun, 16. febrúar frá kl. 17- 20, í Salnum á 7. hæð í Firðinum, Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði. Árnað heilla 80 ára Vestmannaeyjar María Sigrún fædd- ist 21. maí. Hún vó 3.975 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Sigrún Þórsdóttir og Jónas Guðbjörn Jónsson. Nýir borgarar Reyðarfjörður Rúnar fæddist 16. maí kl. 15.20. Hann vó 3.810 g og var 54 cm á lengd. Foreldrar hans eru Re- bekka Rán Egilsdóttir og Sigurjón Rúnarsson. www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.