Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 43
kirkjuvörður við Bústaðakirkju og
starfaði þar fram á sumarið 2002 er
hann lét af störfum.
Arnþór sat um skeið í stjórn Lög-
reglufélags Reykjavíkur, hefur setið
í stjórn Lögreglukórs Reykjavíkur,
sat í sóknarnefnd Digranessóknar,
Umferðarnefnd Kópavogsbæjar og
var um skeið formaður Vopnfirðinga-
félagsins í Reykjavík og sat í stjórn
Sjálfstæðisfélags Kópavogs.
Arnþór hefur verið sæmdur fjölda
orða frá erlendum þjóðhöfðingjum.
Smaragðsbrúðkaup í dag
Arnþór og eiginkona hans, Jó-
hanna Maggý eiga 55 ára brúðkaups-
afmæli í dag. Þau hittust í Ólafsvík
þar sem hún starfaði þá í kaupfélag-
inu en hann var nýkominn í plássið
sem fyrsti lögregluþjónn staðarins:
„Það varð auðvitað uppi fótur og
fit. Allir vildu sjá þennan unga lög-
regluþjón sem þarna var mættur í
öllum skrúða,“ segir Jóhanna. „Ég sá
hann svo þarna niðri við „Brú“. Hann
var nú ansi myndarlegur í júníform-
inu en ég veit ekki hvort hann tók
nokkuð eftir mér þarna. Hann var nú
svolítið feiminn á þessum árum en
það kom nú ekki í veg fyrir að við
kynntumst betur.“
Söngmaður og lestrarhestur
Arnþór er mikill söngmaður. Hann
hefur alla tíð haft gaman af góðum
sönglögum og samsöng af öllu tagi.
Hann söng með Lögreglukórnum
nánast allan sinn starfsferil þar og
söng auk þess með kór Frímúr-
arareglunnar um skeið.
Þá er hann sílesandi, les nánast
allt milli himins og jarðar en er þó
sérstaklega hrifinn af góðum ævisög-
um.
Fjölskylda
Arnþór kvæntist 15.2. 1958 Jó-
hönnu Maggýju Jóhannesdóttur, f.
28.5. 1931, húsfreyju. Hún er dóttir
Jóhannesar J. Alberts lögregluþjóns
og Kristínar Sigmundsdóttur hús-
freyju sem búsett voru í Vest-
mannaeyjum.
Börn Arnþórs og Jóhönnu eru
Kristín Arnþórsdóttir, f. 4.10. 1950,
skrifstofumaður, búsett í Reykjavík,
og á hún þrjú börn og sex barnabörn;
Sigurgeir Arnþórsson, f. 14.10. 1957,
aðalvarðstjóri á stjórnstöð lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, búsett-
ur í Kópavogi, kvæntur Ásdísi Gígju
Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn;
Friðbjörg Arnþórsdóttir, f.
5.10.1961, fyrrv. skjalavörður, búsett
í Kópavogi, gift Guðmundi Þór Sig-
urbjörnssyni verktaka og á hún tvö
börn og fimm barnabörn; Margrét
Arnþórsdóttir, f. 6.1. 1964, djassball-
ettkennari og veitingastjóri, búsett í
Reykjavík, í sambúð með Hinrik Ol-
sen sölumanni og á hún þrjú börn;
Elín Inga Arnþórsdóttir, f. 10.11.
1966, starfsmaður hjá Þjóðskrá, bú-
sett í Mosfellsbæ, gift Benedikt Pétri
Guðbrandssyni, starfsmanni við ál-
verið í Straumsvík, og eiga þau þrjú
börn.
Arnþór átti níu systkini en á nú
tvær systur á lífi. Auk þess eina upp-
eldissystur á lífi.
Foreldrar Arnþórs voru hjónin
Ingólfur Eyjólfsson, f. 18.10. 1877, d.
4.9. 1938, bóndi á Skjaldþingsstöðum
í Vopnafirði, og Elín Salína Sigfús-
dóttir, f. 10.11. 1889, d. 27.7. 1934,
húsfreyja sama stað.
Arnþór heldur upp á daginn í
faðmi fjölskyldunnar.
Úr frændgarði Arnþórs Ingólfssonar
Arnþór Ingólfsson
yfirlögregluþjónn
Anna Jónsdóttir
Talinn vera Björn Hannesson
b. á Hnitbjörgum
Guðrún „Hansdóttir“
húsfr. á Einarsstöðum
Sigfús Jónsson
b. á Einarsstöðum í Vopnafirði
Elín Salína Sigfúsdóttir
húsfr. á Skjaldþingsstöðum
Sigríður Sigurðardóttir
frá Lýtingsstöðum
Jón Jónsson
b. frá Hjarðarhaga
Guðrún
Ingólfsdóttir
húsfr. á
Höfn í Hornafirði
Halldór
Ásgrímsson,
fyrrv. forsætis-
ráðherra
Pétur Jóhannesson
b. í Hraungerði í Aðaldal
Sesselja
Pétursdóttir
húsfr. í
Fagraneskoti
Eyjólfur Guðmundsson
b. í Fagraneskoti og Fagradal á Fjöllum
Ingólfur Eyjólfsson
b. á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði
Anna Sæmundsdóttir
húsfr. í Fagranesi
Guðmundur Björnsson
b. í Fagranesi í Aðaldal
Yfirlögregluþjónninn Arnþór Ing-
ólfsson í fullum skrúða.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
Guðrún Stefánsdóttir lyfjafræðingur,
sérfræðingur í lyfjagát hjá Astellas
Pharma Global Development (APGD) í
Evrópu, hefur varið doktorsritgerð
sína í lyfjafaraldsfræði við Háskólann í
Utrecht í Hollandi. Vörnin fór fram
hinn 5. desember síðastliðinn í að-
albyggingu Háskólans í Utrecht. Titill
ritgerðarinnar er „Innovations in Post-
Marketing Safety Research“ en í rann-
sókn sinni leitaðist Guðrún við að
finna nýjar lausnir á sviði lyfjagátar.
Rannsóknin var hluti af Escher-verk-
efninu sem kennt er við hollenska
myndlistarmanninn M.C. Escher. Til-
gangur verkefnisins var að auðvelda
nýjum lyfjum aðgengi að markaði,
meðal annars með því að skoða nýja
möguleika í hönnun klínískra rann-
sókna og bæta skráningarferla án
þess þó að slaka á kröfum um öryggi
lyfja.
Guðrún rannsakaði hvernig upplýs-
ingar eru meðhöndlaðar eftir að lyf
kemur á markað og hvort upplýsingar
um lyf í sama lyfjaflokki séu sambæri-
legar. Hún skoðaði hvernig upplýs-
ingar úr klínískum rannsóknum eru
notaðar þegar grunur leikur á að ör-
yggi lyfs sé ábótavant og hvernig bæta
megi faraldsfræðilegar rannsóknir
sem byggjast á gögnum úr klínískum
rannsóknum sem hannaðar voru með
önnur markmið í huga. Við fram-
kvæmd þess hluta rannsóknarinnar
var Guðrún í samstarfi við ADVANCE-
hópinn við George Institute í Háskól-
anum í Sydney, Ástralíu sem fram-
kvæmdi stóra alþjóðlega rannsókn til
að skoða áhrif mismunandi sykursýk-
ismeðferða á hjarta- og æðasjúkdóma.
Lokakafli ritgerðarinnar fjallar um
hvort hægt sé að bæta eftirlit með
lyfjum með tölfræðilíkani sem sam-
einar upplýsingar úr klínískum rann-
sóknum og faraldsfræðirannsóknum. Í
rannsókn sinni komst Guðrún að því
að með þessu móti megi auðveldlega
auka styrk rannsóknarinnar auk þess
sem hægt er að vinna með upplýs-
ingar úr stærra og fjölbreyttara þýði
en hægt er að taka inn í klínískar rann-
sóknir. Þannig er mögulegt að bæta og
flýta fyrir mati á öryggi lyfja.
Guðrún fæddist í Reykjavík árið 1983. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið 2002, M.Sc-gráðu í lyfjafræði frá HÍ árið 2008 og
M.Sc-gráðu í lyfjafaraldsfræði við Háskólann í Utrecht árið 2011. Foreldrar Guð-
rúnar eru Stefán S. Guðjónsson forstjóri og Helga Ottósdóttir hjúkrunarfræð-
ingur.
Doktor
Doktor í lyfjafaraldsfræði
85 ára
Guðmundur
Hermanníusson
Karl Kristinsson
Pálína Guðmundsdóttir
80 ára
Edda Ingibjörg
Margeirsdóttir
75 ára
Bergljót Halldórsdóttir
Ólafur Einar Júníusson
Stefán Örn Stefánsson
Sveinn Vilhjálmsson
70 ára
Bjarni Ólafsson
Emma María Krammer
Jónatan Jóhann
Stefánsson
60 ára
Áslaug Ingibjörg
Skúladóttir
Gróa Guðbjörg
Ágústsdóttir
Guðmundur M. Björnsson
Gunnhildur Tryggvadóttir
Ian Wilkinson
Ragnhildur Jóna
Björnsdóttir
Þorgerður Einarsdóttir
Þóra Eygló Sigurðardóttir
50 ára
Guðmundur Gíslason
Hallur Eiríksson
Helga Kristín Ðiep Nguyen
Hermann Björnsson
Jiamrat Thimla-Or
Stefán Hrafn Stefánsson
Vignir Svavarsson
40 ára
Arunas Kacinskas
Ágústa Birgisdóttir
Ásta Hjördís
Valdimarsdóttir
Ester Daníelsd Van
Gooswilligen
Gregory Kruk
Guðrún Halla Jónsdóttir
Gunnhildur H. Georgsdóttir
Halldóra Árný Skúladóttir
Jórunn Ósk Ólafsdóttir
Kjartan Pálmason
Linda Sólveigard.
Guðmundsdóttir
Matthías Guðni Jónsson
Steinn Kári Ragnarsson
Sveinn Atli Gunnarsson
30 ára
Helga Kristín Bjarnadóttir
Hörður Einar Einarsson
Snorri Marteinsson
Stefán Karl Sævarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Þórdís ólst upp í
Reykjavík, lauk kenn-
araprófi frá Mennta-
vísindasviði HÍ og kennir
nú við Grunnskóla Horna-
fjarðar.
Maki: Guðjón Björnsson,
f. 1982, sjómaður á Höfn.
Sonur: Garpur Guð-
jónsson, f. 2012.
Foreldrar: Sólrún Guð-
jónsdóttir, f. 1954, snyrti-
fræðingur og sjúkraliði,
og Þór Benediktsson, f.
1945, bílstjóri.
Þórdís
Þórsdóttir
40 ára Svava ólst upp í
Hafnarfirði en er búsett í
Vogum. Hún er nú þjón-
ustufulltrúi hjá bæj-
arfélaginu í Vogum.
Maki: Vilhjálmur Agnar
Erlendsson, f. 1967,
starfsmaður við Alcoa.
Börn: Þengill Þór, f. 1994;
Gabríel Gísli, f. 1997, og
Diljá Dögg, f. 2005.
Foreldrar: Sigmundur
Heiðar, Magnússon, f.
1954, og Birgitta Helga-
dóttir, f. 1952.
Svava
Sigmundsdóttir
40 ára Valgeir ólst upp á
Akranesi, lauk vélvirkja-
prófi frá FVA og er vélvirki
hjá Vélasölunni.
Maki: Stefanía Marta Kat-
arínusardóttir, f. 1978,
skólastjóri Elite Fashion
Academy.
Dætur: Þórdís Líf, f.
1999, og Gabríela Mist, f.
2010.
Foreldrar: Guðjón Val-
geirsson, f. 1950, vél-
stjóri, og Ólína Lúðvíks-
dóttir, f. 1949, húsfreyja.
Valgeir Þór
Guðjónsson
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Lífshlaupið
Allir sem mæta í kynningartíma
fá viku passa í Veggsport.
Verið í sambandi og pantið tíma
hjá hilmar@veggsport.is
Bjóðum starfsmannahópum
(ca 10-20 manns) í kynningartíma
Lífshlaupið stendur yfir
frá 6. - 26. febrúar 2013
Ketilbjöllutími3
Spinningtími3
Skvasstími3
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón