Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 44

Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt á hættu að verða fyrir barðinu á manneskju sem á mjög erfitt um þessar mundir. Nútíðin er fjári fín að þínu mati. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt virðist leika í höndunum á þér og þú nýtur aðdáunar annarra. Gættu þín í öllu sem snýr að fjármálum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í nærveru sálar. Losaðu þig við kæk sem þú hefur haft frá barnæsku. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur alltaf verið gefin/n fyrir það óvenjulega og þess vegna ætti dag- urinn í dag að verða þér til ánægju. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það eru ýmsar nýjungar að banka upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim öllum í einu. Gakktu samt ekki fram af þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leitaðu eftir hverju tækifæri til að gjalda góðmennsku sem þér hefur verið sýnd. Getur verið að þú sért ástfangin/n? 23. sept. - 22. okt.  Vog Greindu þig frá öðrum með því að koma með yfirlýsingu sem sker sig úr. Ef þitt hlutverk er að slökkva elda núna þá er næsti mánuður tilvalinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert að því að láta tilfinningar sínar í ljósi ef það er gert á við- eigandi máta. Kláraðu allt sem er fyrirliggj- andi. Einhver vill þér vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að sjá til þess að fjöl- skyldan deili ábyrgðinni, en þú sitjir ekki uppi með allan höfuðverkinn. Taktu frá nokkra klukkutíma fyrir þig og sinntu hugðarefnum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur búist við miklu álagi í starfi í dag. Einhver sem áður var hægt að leita til er ekki jafnoft til reiðu og áður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt fjármálin séu þér ofarlega í huga skaltu ekki láta þau ná svo miklum tökum á þér að þú hafir ekkert annað að tala um. Sumir krefjast meira af þér en þér er fært og þú hleður varnarvegg. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt ekki halda svo aftur af þér að þér verði ekkert úr verki. Ef maður upp- lifir þægindi, frið eða lausn á maður bara að halda sínu striki. Skáldið Muhammad ibn al-Dheeb al-Ajami var dæmdur í lífstíðarfangelsi í lok nóvember fyrir að móðga emírinn af Katar og hvetja til byltingar – í ljóði. Þorgeir Tryggvason orti af því tilefni: Meinar skáldum mest að tjá á mannréttindum gatar, þrífist aldrei auli sá emírinn af Katar. Páll Ásgeir Ásgeirsson lagði orð í belg: Liggur bak við lás og slá lepur tár og horið. Orti um það sem ekki má arabíska vorið. Þá Gísli Ásgeirsson: Fyrir austan ekki má yrkja um svona kalla Oní mógröf emír sá ætti helst að falla. Að lokum bætti Þorgeir við: Ljóðið það að lokum til lesendanna ratar. Engu breytir um það spil emírinn af Katar. Davíð Hjálmar Haraldsson yrk- ir um helstu frétt stórblaða Evr- ópu um þessar mundir: Í blöðunum koma Findus-fréttir – þar framleiddir eru úr kjöti réttir – í næstum því fullum níu dálkum: Nautakjöt þeirra er ekki af jálkum. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, segir menn vera ósköp „vandætna“ að gera veður út af þessu: Margir virðast matvandir margir sloj á taugum. Oft hef ég hrossin etið fyr einkanlega á Laugum. Af þeim þrifust börnin best best að ég fari að kaupa hest. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir um þann mæta hagyrðing, Óttar Einarsson, sem fallinn er frá: Ljóðahörpu lempinn sló lofgerð honum færi; vísan góða gleði og fró, gaf þér vinur kæri. Og hann hendir inn hring- hendu: Brunar skeið um bólginn sjá bylgjur freyða stríðar, ávallt seiðir sjómenn þá sjávarleiðir víðar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af Findus, ljóðahörpu og emírnum af Katar Ég er ljós í heiminn komið svo að eng- inn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóhannesarguðspjall 12:46) Í klípu „BÍDDU, EF ÞÚ VEIST SVARIÐ, AF HVERJU ERTU ÞÁ AÐ SPYRJA MIG?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER REYNDAR EKKI SVONA FÆR Í STARFIÐ. FERILSKRÁIN MÍN ER BULL OG VITLEYSA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... er að leyfa einhverjum að koma aftur í líf þitt. ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ KOMA MEÐ FISK Í MATINN! ÉG GERÐI ÞAÐ! HVALUR ER SPENDÝR, EKKI FISKUR! FLEST DÝR GERA EKKI DYRA- AT OG HLAUPA Í BURTU! EN, HALLÓ! EF ÞÚ LABBAR, ÞÁ VERÐUÐRU GRIPINN! STARFSMANNAHALD KOMUR SKRÍPÓ Ekki alls fyrir löngu greindi maðurfrá því á bloggsíðu sinni að hann hefði átt fótum fjör að launa þegar rottweiler-hundur kom hlaupandi að honum og stökk upp á hann til að ná í hund sem hann hafði gripið í fangið til að forða honum frá stóra hund- inum sem „gekk laus og valsaði um eins og hann ætti Laugaveginn“, eins og bloggarinn orðaði það. x x x Í samþykkt um hundahald frá 2002með síðari breytingum 2005 og 2007 segir meðal annars í 14. grein: „Óheimilt er að fara með hunda um Bankastræti, Laugaveg að Rauð- arárstíg, Lækjartorg, Austurstræti, Aðalstræti og Ingólfstorg.“ Í samþykkt um hundahald frá því í maí í fyrra er þessa setningu ekki að finna, en varla er hægt að ætlast til þess að laus rottweiler-hundur geri sér grein fyrir breytingunni. x x x Maðurinn með hundinn slapp meðskrekkinn en málið er í raun grafalvarlegt. 14. grein um hunda- hald hljóðar svo: „Taumskylda er í öllu borgarland- inu nema annað sé tekið fram og skal umráðaaðili hunds virða hana. Heimilt er að vera með hunda í taumi á göngustígum borgarinnar, í almenningsgörðum, í Heiðmörk, nema á brunnsvæðum, á hesthúsa- svæðum í Víðidal og á Víðivöllum og ávallt í fylgd ábyrgs aðila. Óheimilt er að fara með hunda á almennar samkomur, á útivistar- svæðin utan göngustíga í Heiðmörk og Öskjuhlíð á varptíma fugla (1. maí til 15. ágúst), í hólmana í Elliðaárdal, bakka Elliðaánna um laxveiðitíma við merkta veiðistaði (1. júní til 15. október) og í Nauthólsvík.“ x x x Skítlogandi hræddur hundamað-urinn hafði samband við lögregl- una og komst að því að Reykjavík- urborg sér um að fanga lausa hunda á milli klukkan átta og 16 á virkum dögum. Óbeint er sagt að ætli menn eða hundar að brjóta lögin sé ráðlagt að gera það utan þess tíma. Öðrum ráðlagt að halda sig innandyra á sama hundatíma vilji þeir losna við ónæði af lausum hundum. víkverji@mbl.is Víkverji Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Hönnun: Jahn Aamodt Stóll + skemill kr. 381.400 Tímalaus skandinavísk hönnun þar sem hreinar línur, gæði og þægindi haldast í hendur. Stillanlegt bak og hnakkapúði sem tryggja hámarks þægindi. Fáanlegur í hnotu, eik eða svartbæsaður. Frábært úrval af leðri og áklæðum í boði. TIMEOUT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.