Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 52
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Pistorius banaði unnustu sinni
2. Efast um frásögn um innbrots…
3. Opnaðist eins og niðursuðudós
4. Stakk unnusta sinn 29 sinnum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndinni Prince Avalanche,
endurgerð íslensku myndarinnar Á
annan veg, hefur verið vel tekið á
kvikmyndahátíðinni í Berlín, skv.
frétt á vef Reuters. Þá hafa kvik-
myndagagnrýnendur almennt verið
jákvæðir í garð hennar og hefur hún
m.a. hlotið lofsamlega dóma í kvik-
myndaritunum Hollywood Reporter
og Variety. Prince Avalanche er í að-
alkeppni hátíðarinnar í Berlín.
Prince Avalanche
hlýtur góðar viðtökur
„Við erum að
taka atriðið í
þessum töluðu
orðum og það
verður sýnt á
laugardag,“ sagði
Pálmi Gestsson í
gær. Evróvisjón-
farinn Eyþór Ingi
Gunnlaugsson
með lagið Ég á líf er gestur Spaug-
stofunnar að þessu sinni. „Við reynd-
um að fá hann í þáttinn, en honum
fannst það ekki mjög spennandi. Þá
ætlaði Siggi að leysa málið og leika
hann. En það gekk ekki sem skyldi.“
Líf í Spaugstofunni
Hljómsveitin Sigur Rós hóf tónleika-
ferð sína um heiminn í fyrradag með
tónleikum í Porto í Portúgal. Hljóm-
sveitin lék fyrir fullu húsi og flutti þrjú
ný lög: Yfirborð, Hrafn-
tinnu og Kveik, auk lags-
ins Brennisteins sem
hún flutti á tón-
leikum sínum á Ice-
land Airwaves í
Laugardals-
höll 4. nóv-
ember
sl.
Fjögur ný lög á tón-
leikum Sigur Rósar
Á laugardag Vaxandi austanátt og þykknar upp sunnantil á land-
inu, 10-18 m/s og fer að rigna syðst um kvöldið.
Á sunnudag Austan 10-18 m/s og rigning einkum S- og SA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG N og NA 5-13 m/s. Súld eða rigning víða við
ströndina N- og A-lands og éljagangur inn til landsins. Hiti 0 til 6
stig við suðurströndina, en annars víða um og undir frostmarki.
VEÐUR
„Ég er að vonum mjög glað-
ur með það að vera byrjaður
að spila aftur enda ekkert
gaman að vera meiddur,
staddur í smábæ í Þýska-
landi,“ segir Rúnar Kárason,
landsliðsmaður í hand-
knattleik og leikmaður
þýska A-deildarliðsins
Grosswallstadt. Rúnar sleit
krossband í hné á æfingu
með landsliðinu síðastliðið
sumar en sneri aftur inn á
völlinn á dögunum. »3
Rúnar kominn
aftur á ferðina
„Ég er með svolítið öðruvísi hlutverk
en ég hafði í fyrra. Ég tek miklu meira
af skotum og tek miklu fleiri þriggja
stiga skot en ég hef vanist hingað til.
Ég er ennþá að læra og venjast þessu
hlutverki,“ segir körfuboltakonan
Helena Sverrisdóttir sem
leikur með Good Ang-
els í Slóvakíu. »4
Er með svolítið öðruvísi
hlutverk en í fyrra
Stefán Logi Magnússon, markvörð-
ur norska úrvalsdeildarliðsins Lille-
ström, verður lánaður til Ullen-
saker/Kisa í B-deildinni en gengið
verður frá samningi þess efnis á
næstu dögum. „Það er ekkert frá-
gengið ennþá. Menn voru fullfljótir
á sér að segja að ég væri genginn í
raðir liðsins,“ segir Stefán Logi í
samtali við Morgunblaðið. »1
Stefán fer en ekkert
er enn frágengið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
„Það er mjög óvenjulegt að gömul og
stæðileg tré fari svona í veðri sem
þessu. Trjábrot í þessum mæli er alls
ekki eitthvað sem hendir á hverju
ári,“ segir Þórólfur Jónsson, garð-
yrkjustjóri Reykjavíkur.
„Trén sem brotna svona eru nán-
ast undantekningarlaust haldin ein-
hverjum veikleikum fyrir. Stundum
hefur þau kalið, jafnvel einhverjum
árum áður, og eru því ekki jafnsterk
og þau ættu að vera. Eins getur gerst
að þau hafi staðið við húsvegg eða
grafið hafi verið í kringum þau. Þá er
rótakerfi þeirra ekki alveg heilt og
þau ekki eins vel í stakk búin að tak-
ast á við svona veður. Það sama ger-
ist ef grunnvatnsstaða er mjög há, þá
ná tré ekki að festa rætur nema mjög
grunnt. Heilbrigt og frískt tré ætti
ekki að brotna við svona lagað nema
eitthvað mikið komi til.“
Að sögn Þórólfs þurfa borgarbúar
þó ekki að vænta þess að trjágróður
borgarinnar beri sýnilegan eða var-
anlegan skaða af þessu.
„Þetta verður allt saman meira og
minna gleymt í sumar. Það er bara í
undantekningartilvikum sem fólk
tekur eftir að einstaka tré hafi
skemmst, helst ef eftirlætistré fólks
hefur farið illa yfir veturinn, annars
verður fólk lítið vart við þetta,“ sagði
Þórólfur.
Mestar skemmdir á birkitrjám
Ingibjörg Sigurðardóttir, skrúð-
garðyrkjumeistari og flokksstjóri hjá
Reykjavíkurborg, var ásamt vinnu-
flokki sínum að saga niður grenitré
sem voru við það að leggjast á hliðina
við Kringlumýrarbraut í hádeginu í
gær.
„Birkið og víðirinn urðu sér-
staklega illa úti í vetur. Víðirinn er
með rætur sem liggja mjög grunnt
og leggst því hreinlega niður við
þessar aðstæður. Eins virðist þessi
blanda af blautum snjó, rigningu,
skyndilegu frosti og miklum vindi
hafa borið birkið ofurliði,“ sagði Ingi-
björg.
„Meira og minna allt víðiskógar-
beltið frá Skeifunni og vestur að
Kringlunni varð fyrir mjög miklum
skemmdum og við höfum þurft að
snyrta það trjábelti mikið.“
Ingibjörg sagði að venjulega væru
hún og hennar vinnuflokkur í „sum-
arfríi“ milli jóla og nýárs, því á sumr-
in væri þeirra helsti annatími. Önnur
staða hefði hins vegar verið uppi á
teningnum í fyrra.
„Þegar við erum búin með okkar
verk hér förum við bara eitthvað
annað. Við höfum unnið meira og
minna sleitulaust við þetta frá ára-
mótum og það er hellingur eftir,“
sagði Ingibjörg.
„Trén fóru á tveimur dögum“
Mikill snjó-
þungi fór illa með
trén í Reykjavík
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vígalegur Starfsmaður Reykjavíkurborgar sagar niður grenitré við Kringlumýrarbraut.
„Skemmdirnar urðu fyrst og
fremst á tveimur dögum rétt fyrir
áramót. Á gamlársdag var Foss-
vogskirkjugarður illfær sökum
trjábrotsins. Elstu birkitrén urðu
verst úti og það mun taka 25 til 50
ár fyrir trén sem við gróðursetjum
á næstu árum að ná sömu hæð,“
sagði Þorgeir Adamsson, garð-
yrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma.
„Þetta mun samt ekki hafa var-
anleg áhrif á ásýnd garðsins.“ Að
sögn Þorgeirs er erfitt að meta
tjónið á trjánum, en mesti kostn-
aðurinn felst í að saga niður grein-
ar og tré og koma þeim til förg-
unar. „Við höfum verið með
mannskap í að hreinsa þetta meira
og minna frá áramótum. Okkur
bárust líka fjöldamargar fyrir-
spurnir í tilefni af þessu, fólki var
brugðið við að trén færu svona
illa,“ sagði Þorgeir.
Birkið varð áberandi verst úti
HUNDRUÐ TRJÁA SKEMMDUST Í FOSSVOGSKIRKJUGARÐI