Morgunblaðið - 28.02.2013, Page 1

Morgunblaðið - 28.02.2013, Page 1
Óvenjuhlýtt hefur verið í veðri undanfarið, landsmönnum öllum til mikillar gleði og ekki laust við að vorfiðringur hafi gert vart við sig hjá mörgum. Það eru þó líklegast börnin sem eru ánægðust með veðrið enda skemmtilegra að vera úti þegar hitatölurnar eru rauðar. Eru þau byrjuð að dusta rykið af hjólum og hlaupabrettum, finna til skærlituðu fötin og hita upp fyrir leiki sumarsins. Kankvísar í hlýindunum með hlaupahjól í eftirdragi Morgunblaðið/Golli Yngsta kynslóðin tekur rauðu hitatölunum fagnandi og bíður spennt eftir sumri F I M M T U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  49. tölublað  101. árgangur  DRAMA FRÁ GAMANSÖMU SJÓNARHORNI TEKIST Á UM ERFÐAVÍSA HEIMURINN FULL- UR AF TÆKIFÆRUM OG INNBLÆSTRI VIÐSKIPTABLAÐ 24 SÍÐNA BLAÐ UM ÍMARKÞETTA REDDAST! 42 Skrifstofur í 14 löndum » Creditinfo er með starfsemi í 14 löndum, þar á meðal í Lett- landi, Litháen, Tansaníu og Kasakstan. » Starfsmenn eru 250, þar af 60 á Íslandi. Meirihluti tekn- anna kemur erlendis frá. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur gert 300 milljóna króna samning við Seðlabankann í Afganistan um inn- leiðingu á hugbúnaði sem aðstoðar við að meta útlánaáhættu. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá Al- þjóðabankanum. Landið er eitt það hættulegasta í heimi en það hefur verið stríðshrjáð í þrjá áratugi. Með- an á samningstímanum stendur er ráðgert að leggja um 25 milljónir í að gæta öryggis starfsmanna. Þetta kemur fram í viðtali við Reyni Grétarsson, stjórnarformann fyrirtækisins, í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins. Fyrirtæki Creditinfo í Tékklandi mun annast uppsetningu á kerfinu, og munu starfsmenn þaðan, m.a. Ís- lendingar, þurfa að sækja landið heim enda er um flókið verkefni að ræða. Creditinfo hefur gert fjóra sambærilega samninga frá árinu 2009 og nemur heildarvirði þeirra átta til níu milljónum dollara. Þá var samið við Íran, Súdan, Palestínu og Tansaníu. „Við höfum átt í viðskipt- um við mörg framandi og jafnvel hættuleg lönd en sem betur fer hafa starfsmenn okkar aldrei verið í hættu,“ segir Reynir. Semja við Afganistan  Creditinfo gerði 300 milljóna kr. samning við Seðlabankann í Afganistan um inn- leiðingu á hugbúnaði  Samningar líka gerðir í Íran, Súdan, Palestínu og Tansaníu MCreditinfo sækir fram »Viðskipti Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjallafjör Leiðbeinandi reglurnar munu m.a. taka til jeppaferða. Starfsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa rætt við stjórn- völd um hvort ástæða sé til að setja á fót rannsóknarnefnd ferðaslysa sem myndi hafa það hlutverk að rann- saka slys sem verða við ferða- mennsku. Nefndin myndi gefa út skýrslur þar sem m.a. kæmi fram hvað hefði farið úrskeiðis og til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að koma í veg fyrir að annað slys yrði. „Þetta hefur verið ansi mikið í um- ræðunni nú síðustu mánuði,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörg. Nefndin myndi starfa með svip- uðum hætti og rannsóknarnefnd umferðarslysa og rannsóknarnefnd flugslysa. Jónas vill ekki ræða um óhappið sem varð við Landmannalaugar á mánudag þegar bjarga þurfti fimm manns af þaki jeppa sem var fastur í á. Hjá Landsbjörgu séu menn þó hugsi yfir því að menn séu á ferð um hálendið að vetrarlagi á einum jeppa en ekki í samfloti við aðra, líkt og raunin var á mánudag. Ferðamálastofa mun á næstu dög- um gefa út leiðbeinandi reglur um hvaða kröfur þeir sem sjá um skipu- lagðar ferðir þurfa að uppfylla. »24 Rannsaki slys í ferðamennsku  Ferðamálastofa birtir brátt leiðbeinandi reglur  Ef áform þeirra sem þegarhyggja á fiskeldi í sjó hér við land ganga eftir gæti framleiðslan orðið 40-50 þúsund tonn á ári eftir 15 ár. Framleiðsluverðmætið á árinu 2028 gæti þá numið 30 milljörðum króna. Þetta kom fram í erindi Jóns Kjartans Jónssonar, formanns Landssambands fiskeldisstöðva, þegar hann kynnti stefnumörkun samtakanna um eldi í sjókvíum. Sagði hann að hluti þessara áforma væri kominn vel af stað en tók jafn- framt fram að margt þyrfti að ganga eftir til þess að af allri þess- ari framleiðslu yrði. Heildarframleiðsla fiskeldisins var um 7.400 tonn á síðasta ári. »7 40-50 þúsund tonn í pípunum –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG „Við erum í skýjunum með hvernig til tókst,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, eftir að 49. Reykjarvíkurskákmótinu lauk í gær. Á mótinu kepptu 227 keppendur af 38 þjóðernum. „Á næsta ári á mótið 50 ára af- mæli og þá stefnum við að því að hafa það enn stærra og sterkara,“ segir Gunnar. Að sögn hans stendur upp úr ár- angur hins 13 ára gamla Wei Yi sem var ósigraður á mótinu og náði þriðja og síðasta stórmeistara- áfanga sínum. Telst hann nú yngsti stórmeistari í heimi. Yngsti kepp- andinn á mótinu var 7 ára og sá elsti 78 ára. „Þú sérð þetta ekki í neinni annarri íþrótt,“ segir Gunn- ar. »12 Jafntefli Eljanov og So eru tveir þriggja sigurvegara á mótinu. Enn stærra mót að ári  Afar neikvæðar umsagnir hafa borist frá fagaðilum um frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir t.d. að frum- varpið sé meingallað. Það sé ekki tækt til þinglegrar meðferðar fyrr en úr því hafi verið bætt í samráði við geðlækna. Geðlæknafélag Íslands segir mikla afturför birtast í tillögunum í frumvarpinu. »13 Frumvarpið sagt mikil afturför

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.