Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 2

Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Í hnotskurn teljum við að Feneyja- nefndin hafi ekki gefið gildandi stjórnskipun, stjórnskipunarsögu Íslendinga og lýðræðishefð nægileg- an gaum. Þegar rætt er um einstök mál, t.d. um mannréttindi, auðlinda- ákvæði eða stöðu stofnananna, skortir stundum algerlega á innsýn í íslenskan efnisrétt og það lagalega og menningarlega samhengi sem hið nýja frumvarp er sett fram í,“ segir Skúli Magnússon, dósent í lögfræði við HÍ, um athugasemdir sem hann og Ágúst Þór Árnason, forstöðumað- ur lagadeildar HA, sendu nefndinni, í tilefni af drögum að áliti hennar á stjórnarskrár- frumvarpinu. „Ís- land er auðvitað ekki nýfrjálst ríki með stjórnskipu- lega autt blað. Því síður hurfum við aftur á byrjunar- reit í þessum efn- um frá og með fjármálahruninu 2008, eins og nefnd- in virðist ganga út frá. Við vonumst til þess að Feneyja- nefndin styrki niðurstöður sínar og leiðrétti villur sem við bendum á. Til dæmis kemur þarna fram ákveðinn misskilningur á stöðu og hlutverki forseta Íslands,“ segir Skúli. Leiðir til efasemda „Sá misskilningur leiðir svo til þess að það eru uppi efasemdir um hvort rétt sé að kjósa forseta Íslands með almennri atkvæðagreiðslu og að hann fari með synjunarvald gagn- vart lögum. Svona hugleiðingar eru tæplega settar fram með þeim hætti sem þarna er gert ef menn þekkja bakgrunn lýðveldisstjórnarskrár- innar og þá ítarlegu umræðu sem fór fram 1943-1944. Nefndinni er þó vor- kunn því að frumvarpið felur í sér af- ar mótsagnakennda mynd af emb- ætti forseta Íslands,“ segir Skúli. Benda á ágalla í álitinu  Tveir íslenskir lögfræðingar telja Feneyjanefndina ekki hafa gefið stjórnskipunarsögu Íslands nægan gaum í umsögn Skúli Magnússon Guðni Einarsson gudni@mbl.is Töluverð óvissa ríkir um möguleika á olíufundi á norska olíuleitarsvæðinu við Jan Mayen, að sögn Norsku olíustofnunarinnar (Oljedirektoratet). Olíu- stofnunin greindi frá niðurstöðum athugana á mögulegum olíu- og gasvinnslusvæðum í suðaust- urhluta Barentshafs og við Jan Mayen á fundi í Alta í Norður-Noregi í gær. Fréttavefur Dagens Nær- ingsliv sagði að olíu- og gasauður Norðmanna hefði aukist um 15% í gær. Á undanförnum árum hafa verið gerðar segul- mælingar úr lofti og endurkastsmælingar við Jan Mayen. Auk þess hefur verið safnað mörgum sýn- um af hafsbotni á um 100.000 km2 svæði sem Norð- menn kunna að opna þar fyrir olíuleit. Samkvæmt mati Olíustofnunarinnar eru um 90 milljónir rúmmetra af olíuígildum á norska svæðinu við Jan Mayen og í mesta lagi 460 milljónir rúm- metra. Þá bendir Olíustofnunin á að lágmarksmatið taki mið af því að óvíst sé hvort kolvetni finnist yf- irleitt á svæðinu. Finnist kolvetni á svæðinu mun matið hækka í 200 milljónir rúmmetra olíuígilda. Skekkjumörkin eru þó áfram mikil og er talað um í frétt Oíustofnunarinnar að finnist kolvetni á svæð- inu verði lágmarkið þá frá 20 milljónum rúmmetra og að hámarki 640 milljónir rúmmetra af olíuígild- um. Varfærnislegt mat „Það er mjög jákvætt að fá þetta auðlindamat Norðmanna,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun. Hann sagði mat norsku Olíustofnunarinnar vera varfærn- islegt. Engu að síður innihéldi það fyrstu opinberu tölurnar sem birtar hefðu verið fyrir norska svæðið. Íslenska svæðið er ekki með í tölunum. Þórarinn segir að norsku og íslensku svæðin við Jan Mayen séu svolítið ólík. Norska svæðið er eitt- hvað stærra en það íslenska að flatarmáli. „En jarð- fræðilega er svæðið meira spennandi okkar megin ef eitthvað er,“ sagði Þórarinn. Sambærilegt mat við það norska hefur ekki enn verið gert fyrir ís- lenska leitarsvæðið við Jan Mayen. Þórarinn sagði Norðmenn byggja á langri reynslu og miklum nýj- um gögnum í matinu. Engu að síður setji þeir mikla fyrirvara. Sem kunnugt er gáfu íslensk stjórnvöld út tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Dreka- svæðinu við Jan Mayen í byrjun þessa árs. Óvíst um olíu við Jan Mayen  Norska olíustofnunin birti mat sitt á mögulegum kolvetnislindum við Jan Mayen  Verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun segir jákvætt að fá þetta auðlindamat Flóðið í Hvítá sjatnaði óðum í gær. „Þetta var nokkuð venjulegur dagur í dag,“ sagði Íris Brynja Georgsdótt- ir, bóndi í Auðsholti 4, í gærkvöldi. Hún sagði lífið óðum vera að komast í samt horf eftir ástandið und- anfarna daga. Fært var orðið að bænum um klukkan tíu í gærmorg- un. Rennsli á efra vatnasviði Hvítár (við Fremstaver) minnkaði hratt í gær að sögn Veðurstofunnar. Klukk- an eitt í gær var rennsli við Fremstaver um 268 rúmmetrar á sekúndu, um helmingi minna en í fyrradag. Aðrir mælar á vatnasviði Hvítár og Ölfusár sýndu að vatnið lækkaði ört. Þrátt fyrir að ekki væri spáð mik- illi úrkomu á svæðinu næstu daga sagði Veðurstofan í gær að það tæki flóðið einn til tvo daga að sjatna. annalilja@mbl.is, gudni@mbl.is Lífið í eðli- legt horf Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hvítá Áin flæmdist yfir bakka sína og vegir fóru sums staðar í kaf.  Rennsli minnkaði hratt í Hvítá í gær Þeir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Ice- landair, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og ráðherra atvinnumála, Steingrímur J. Sigfússon, hafa eflaust átt erfiðari daga en þegar þeir gæddu sér á góðgæti í tilefni af opnun matarhátíð- arinnar Food & Fun sem sett var í gær í 12. sinn. Er- lendu gestakokkarnir munu dagana 27. febrúar til 3. mars elda fjögurra rétta máltíðir á helstu veitingastöð- unum borgarinnar. Á laugardag fer fram úrslitakeppni um titilinn Food & Fun-kokkur ársins 2012. Morgunblaðið/Kristinn Tólfta Food & Fun-matarhátíðin sett Food & Fun-kokkur ársins verður valinn á laugardag Smurostar við öll tækifæri ms.is H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A -1 1- 05 09 g g H VÍ TA H Ú S ... ný bra ðte und SI Ð / SÍ A -1 1- 05 09 Ný bragðtegund með pizzakryddi Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréttinn ... brauðréttinn ... súpuna eða á hrökkbrauðið Skýringarmynd/Málmís og Melmi Gull á Íslandi Helstu þekktu gull- svæði Íslands fram til 2007. Endurskoðuð greining á fjölmörgum sýnum sem aflað var með borunum í Þormóðsdal í Mosfellsbæ fyrir um áratug bendir til þess að vænlegt sé að undirbúa gullvinnslu á svæðinu. Þéttleiki gullsins í allra bestu sýn- unum reyndist vera allt að 400 grömm í hverju tonni af bergi. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, pró- fessor og forstjóri Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, mun fjalla um gull í íslensku jarðhitabergi á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn er í dag. Hann mun m.a. greina frá niður- stöðum varðandi Þormóðsdal. Breskir sérfræðingar hafa nú farið yfir gögnin og gert nýtt líkan sem sýnir dreifingu gullsins. Í undirbún- ingi er að hefja ítarlegri gullleit með vinnslu í huga. Hún verður gerð í samvinnu við erlenda aðila sem þekkja vel til vinnslu eðalmálma. Hreinna en víða annars staðar Gull á Íslandi er upprunnið í jarð- hitasvæðum sem tengjast gömlum megineldstöðvum. Íslenska gullið er laust við erfiða þungmálma og að- skotamálma eins og kvikasilfur, gagnstætt því sem oft gerist í gull- æðum annars staðar í heiminum. Þess vegna má reikna með því að gullvinnsla hér geti orðið eitthvað umhverfisvænni en víða annars stað- ar. Þorsteinn telur hreinleika ís- lenska gullsins meðal ástæðna til að skoða vinnslu þess betur. Íslensku fyrirtækin Málmís og Melmi fóru í gullleit víða um land undir lok síðustu aldar. Meðal væn- legustu fundarstaða gulls þóttu Mó- gilsá í Esju og Þormóðsdalur. Jarð- fræðingarnir Hjalti Franzson hjá ÍSOR og Guðmundur Ómar Frið- leifsson hjá HS Orku hafa verið helstu sérfræðingar verkefnisins hér á landi. Niðurstöður verða birtar á vísindaráðstefnu erlendis innan skamms. gudni@mbl.is Gullleit er í undir- búningi  Allt að 400 grömm í hverju tonni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.