Morgunblaðið - 28.02.2013, Síða 13

Morgunblaðið - 28.02.2013, Síða 13
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Fjöldi fagaðila hefur skilað inn afar neikvæðum umsögnum um frum- varp Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra um breytingar á al- mennum hegningarlögum (öryggisráðstafanir o.fl.). Á meðal þeirra umsagnaraðila sem gagnrýna frumvarpið eru Landspítalinn, Geð- hjálp, Læknafélag Íslands, Geð- læknafélag Íslands, Öryrkjabanda- lag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Í frumvarpinu eru gerðar nokkrar veigamiklar breytingar á hegning- arlögum sem allar tengjast svoköll- uðum öryggisráðstöfunum. Dóm- urum yrðu skv. frumvarpinu veittar heimildir til að kveða á um að ósak- hæfur einstaklingur skuli vistaður á geðdeild, viðeigandi heimili, eða stofnun ef ætla má að lífi, heilsu eða frelsi annarra þyki hætta búin og að slík ráðstöfun teljist nauðsynleg til að fyrirbyggja þá hættu. Ef viðkom- andi hefur gerst sekur um mann- dráp, rán, frelsissviptingu, alvarlega líkamsárás, brennu, nauðgun eða annað alvarlegt kynferðisafbrot skal vistunin vera ótímabundin. Hið sama gildir ef um er að ræða tilraun til brots af þessu tagi eða hlutdeild í því. Þá er kveðið á um í 5. grein frum- varpsins að sé maður dæmdur í fangelsi fyrir manndráp, stórfellda líkamsárás eða annað gróft ofbeldis- eða kynferðisbrot, eða tilraun til slíkra brota, og dómur telur veru- legar líkur á því í ljósi sakaferils við- komandi og andlegs ástands hans við lok afplánunar, svo og af undanfar- andi breytni hans, að hann muni drýgja ofbeldis- eða kynferðisbrot þegar afplánun lýkur og sé því hættulegur umhverfi sínu má dóm- ari ákveða í sérstöku máli, sem höfð- að er að tilhlutan ákæruvaldsins eigi síðar en þremur mánuðum fyrir lok afplánunar enda komi reynslulausn ekki til greina, að beitt skuli örygg- isráðstöfunum Fráleitar hugmyndir Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir í umsögn sinni að frumvarpið sé meingallað og geti ekki orðið tækt til þinglegrar með- ferðar fyrr en úr því hefur verið bætt með samráði við sérfræðinga á sviði geðlæknisfræði „Hugmyndir um að vista sakhæfa borgara til refsivistar á geðdeildum sjúkrahúsa en ekki í fangelsum tel ég fráleitar. Heimildir til að dæma sakhæfa menn til ótímabundinnar dvalar á stofnun eru forneskjulegar og stangast á við þá meginreglu að dæmdum sakhæfum einstaklingum beri að vita tímalengd refsingar sinnar að gengnum dómi,“ segir m.a. í umsögn Engilberts. Þá bendir hann einnig á að í frumvarpinu komi fram mikill þekkingarskortur á því hvern- ig aðstæður á geðdeildum hér á landi séu frábrugðnar aðstæðum á geð- deildum í Noregi og Danmörku, en ýmsar fyrirmyndir frumvarpsins eru sóttar þangað. Segir í umsögn Eng- ilberts að á geðdeildum í Noregi og Danmörku séu margfalt fleiri pláss en jafnframt sé þar beitt beltum og ólum en slík vinnubrögð hafa ekki tíðkast hér á landi síðan árið 1933. Fyrir neðan allar hellur „Tillögur í frumvarpi þessu eru mikil afturför. Hugmyndir um að dæma sakhæfa menn til refsivistar á sjúkrahúsi – geðdeild – eru mjög al- varlegar og ber að mótmæla harka- lega,“ segir í umsögn Geðlækna- félags Íslands en einnig er bent á að hugmyndir um að dæma sakhæfa menn til ótímabundinnar dvalar á stofnun séu fyrir neðan allar hellur. Þá leggur félagið áherslu á að ekki sé alið á fordómum og mælist til þess að frumvarpið verði dregið til baka í heild sinni. Í umsögn Landspítalans um frum- varpið segir m.a.: „Með því að nota orðið geðdeild í frumvarpinu er þeirri hættu boðið heim að sakhæfir einstaklingar verði dæmdir til vistar á geðdeild. Spítalinn bendir einnig á að ákvæði um ótímabundna vistun fyrirfram víkki heimildir ríkisvalds- ins til að svipta borgarana frelsi og séu bæði óþörf og vandmeðfarin. Loks bendir Læknafélag Íslands í umsögn sinni á að ákvæði frum- varpsins brjóti jafnvel í bága við svo- kallaða Havaíyfirlýsingu Alþjóða- samtaka geðlækna en ef svo er þá myndi það gera geðlæknum ókleift að vinna eftir ákvæðum frumvarps- ins yrði það að lögum. Frumvarp ráðherra mikil afturför  Harða gagnrýni á frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á hegningarlögum má finna í umsögn- um fjölmargra fagaðila  Ákvæði frumvarpsins sögð fráleit, forneskjuleg og fyrir neðan allar hellur Morgunblaðið/Sverrir Kleppsspítali Fagaðilar gagnrýna harðlega frumvarp Ögmundar. FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Mercedes-Benz E 200 NGT Kompressor Verð 6.390.000 kr. Árg. 2007, ekinn 92 þús. km, bensín, 303 hö., sjálfsk. Aukabúnaður: Fjarlægðar- skynjarar, dráttarbeisli, glertopplúga, handfrjáls búnaður, hraðastillir, hiti í sætum, leðuráklæði, litað gler, loftkæling, minni í sætum, rafdrifin sæti, Xenon aðalljós, þjófavörn, fjórhjóladrif. Árg. 2008 (nýskráður 2010), ekinn 37 þús. km, eyðsla 8,3 l/100 km í bl. akstri. bensín/metan, 164 hö., sjálfsk. Aukabúnaður: Glertopplúga, fjarlægðarskynjarar, hiti í sætum, hraðastillir, leður- áklæði, loftkæling, rafdrifin sæti, Xenon aðalljós og margt fleira. Mercedes-Benz GLK 220 CDI 4x4 Mercedes-Benz B 180 Árg. 2012, ekinn 14 þús. km, dísil, 170 hö., sjálfsk., eyðsla 6,6 l/100 km í bl. akstri. Aukabúnaður: Leðuráklæði, hiti í sætum, rafdrifin sæti, PARKTRONIC fjarlægðar- skynjarar, off-road tæknipakki, aftengjanlegur dráttarkrókur, 17" felgur. Verð 7.390.000 kr. Árg. 2012, ekinn 7 þús. km, bensín, 123 hö., beinsk., eyðsla 6,2 l/100 km í bl. akstri. Aukabúnaður: Aksturstölva, fjarlægðarskynjarar, kastarar, loftkæling, hraðastillir, rafdrifnar rúður og speglar, rafdrifin leðursæti með minni, upplýsingaskjár, stafrænt mælaborð, þjófavörn. Verð 4.590.000 kr. Mercedes-Benz ML 500 4x4 Verð 5.990.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. Í umsögn Mannréttinda- skrifstofu Íslands segir að ef ákvæði 67. gr. núv. laga verður ekki fellt út heldur aðeins þrengt líkt og lagt er til með 5. gr. frum- varpsins sé hætta á að mönnum verði refsað tvisvar fyrir sama brot en slíkt brýtur gegn megin- reglu réttarfars, ne bis in idem. Þá gæti mönnum verið refsað fyrir fyrri hegðun eða vegna þess að þeir gætu í framtíðinni gerst sekir um afbrot, en slíkt brýtur gegn meginreglunni um að engin refsing skuli vera án afbrots. Engin refsing án afbrots „NE BIS IN IDEM“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.