Morgunblaðið - 28.02.2013, Page 21

Morgunblaðið - 28.02.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Borgartún • Fákafen • Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta HEILSUSPRENGJA Veldu gæði á góðu verði. Bættu heilsuna fyrir þig og þína. Allt Rapunzel með 20% afslætti Hágæða lífræn matvörulína með mjög breitt vöruúrval. 20% afsláttu r! Safaríkir safar Safarnir frá The Berry Company eru án allra aukaefna, án viðbætts sykurs, fullir af andoxunarefnum og vítamínum. 20% afsláttu r! Áttamismunanditegundir. Hátt í200vörutegundir. Ti lb o ð in gi ld a ti l7 .m ar s 20 13 Keppt verður í fimmgangi á þriðja móti Meistaradeildarinnar í hesta- íþróttum sem fram fer í Ölfushöll- inni á Ingólfshvoli í kvöld. Sigurvegarinn frá fimmgangs- keppninni í fyrra, John Kristinn Sigurjónsson, reynir að verja titil sinn á Konsert frá Korpu. Viðar Ingólfsson og Már frá Feti sem urðu í öðru sæti mæta einnig til leiks og Elvar Þormarsson á Skugga frá Strandarhjáleigu sem lenti í þriðja til fjórða sæti síðast. Guðmundur Björgvinsson ríður Sólbjarti frá Flekkudal sem varð í þriðja til fjórða sæti í fyrra undir stjórn Artemisiu Bertus. Staðan í stigakeppni einstaklinga á mótaröðinni er jöfn. Guðmundur Björgvinsson og Sigurður Sigurð- arson eru efstir og jafnir með 20 stig. Lið Lýsis leiðir stigakeppni lið- anna með 113 stig. Top Reitar / Ár- mót er með 105,5 stig. Mótið hefst klukkan 19. Hörð keppni í fimmgangi  Þriðja mót Meist- aradeildarinnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fylgst með Búist er við spennandi keppni í Ölfushöllinni í kvöld. „Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að vera glaður eða hryggur,“ segir Elv- ar Eyvindsson, bóndi á bænum Skíð- bakka 2 í Austur-Landeyjum. Túnin umhverfis bæinn eru orðin iðjagræn og gras farið að spretta. Síðastliðin ár hafa Elvar og fleiri bændur í sveitinni verið að prófa sig áfram með nýja grastegund, rýgresi. Það er jafnan grænna yfir veturinn en aðrar grastegundir. Þó er óvenju- legt að það sé farið að vaxa svona snemma. „Rýgresið gefur mikla og góða uppskeru og hefur gefist vel er- lendis,“ segir Elvar en í fyrrasumar náði hann fjórum sláttum. Elvar segir veturinn hafa verið vægast sagt undarlegan og á þar við hlýindin. Hann vonar að vetrar- sprettan komi ekki niður á uppsker- unni næsta sumar. „Ef það verða ekki miklar frost- hörkur ætti þetta að vera í lagi. Þessari grastegund er þó hættara við skemmdum en ýmsum öðrum,“ segir hann. Of snemmt að fagna vori Elvar segir fallegt um að litast í sveitinni og að tíðarfarið minni um margt á vorið. „Það er óneitanlega léttara yfir bændum þegar þeir finna vorið nálgast. Maður er samt svolítið óviss hvort það sé tímabært að fagna því strax,“ segir hann. arh31@hi.is Allt orðið iðjagrænt Allt orðið grænt Túnin í Austur-Landeyjum minna óneitanlega á vorið.  Tún í Austur-Landeyjum farin að grænka og gras tekið að spretta  Bóndi segir ástandið vægast sagt óvenjulegt Nýsköpun í orku- málum verður í brennidepli á ráð- stefnu sem sveit- arfélagið Horna- fjörður stendur fyrir á Hótel Höfn í dag, kl. 15. Á ráðstefnunni verður reynt að skyggnast inn í framtíðina og fjallað um hugsanlega nýja orku- gjafa á Íslandi, bætta orkunýtingu með sátt við umhverfið að leiðarljósi. Meðal annars verða kynntar nýj- ungar á sviði orkuöflunar, niður- stöður tilrauna með ræktun olíu- fræja, áætlun um uppbyggingu gagnavers, yfirstandandi jarð- hitaleit Rarik og tilraunir með varmadælur. Einnig verður fjallað um aðgerðir í loftslagsmálum og starfsemi landbúnaðarins í orku- málum. Nýsköpun í orkumálum í Hornafirði Nýjung Rætt er um nýja orkugjafa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.