Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 22

Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Komdu með í gott form Frír prufurtími Opnir tímar: Cross bells þriðjudaga og fimmtudaga, kl 12.00 og 17.15 laugardaga, kl. 10.00 Styrkir alla vöðva líkamans. Spinning mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl 12.00 og 17.15 Mikill hraði og brennsla. Sjá sölustaði á istex.is LOPI 32 Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Öldurót hefur oft leikið um Páfa- garð á undanförnum árum,“ sagði Benedikt páfi XVI. á Péturstorginu í Róm í gær þar sem síðasta, vikuleg áheyrn hans fór fram, að þessu sinni undir berum himni vegna þess hve mannfjöldinn var mikill. En páfi minntist einnig gleðistunda á átta ára embættisferli sínum. Hann lætur af embætti í dag en liðlega sjö aldir eru síðan páfi hætti síðast sjálfvilj- ugur. Það var Selestínus V. Um 150.000 manns voru á torg- inu, meðal þeirra margir frá Þýska- landi, ættjörð Benedikts. Margir tárfelldu á þessari sögulegu en við- kvæmu stund. Sjónarvottar sögðu páfa þó hafa verið brosmildan og mannfjöldinn hyllti hann ákaft. Benedikt mun áfram verða ávarpaður Yðar heilagleiki en verður nú kallaður páfi með viðbótinni em- eritus, eins og tíðkast um prófessora sem hætta. Páfi hefur í embættistíð sinni þurft að takast á við fjölda hneyksla vegna barnaníðs klerka sem upplýst hafa verið. Langflest málanna eru áratuga gömul en þau hafa skekið kirkjuna, ekki síst vegna þess að ljóst er að oft hefur verið reynt að þagga þau niður. Einnig hafa fjölmiðlar komist yfir gögn sem sýna að flokkadrættir og spilling hafa grafið undan innra starfi Páfa- garðs í tíð hans og banki ríkisins var staðinn að þátttöku í peningaþvætti. Páfi minnti á söguna af því er frelsarinn lægði öldur á Galíleuvatni er hann er þar á fiskibáti með læri- sveinunum, þ. á m. fyrsta páfanum, Pétri. „Ég vissi alltaf að guð var í bátnum. Ég vissi alltaf að bátur kirkjunnar er ekki minn, hann er ekki okkar, heldur hans. Hann mun ekki láta hann sökkva,“ sagði páfi. Minntist ölduróts en einnig gleðistunda  Söguleg stund á Péturstorginu í Rómaborg þegar Bene- dikt XVI. páfi kvaddi söfnuðinn eftir átta ár í embætti AFP Kveðjustund Benedikt XVI. páfi, andlegur leiðtogi um 1.200 milljóna kaþólskra karla og kvenna um allan heim, veifar til mannfjöldans á leið sinni á Péturstorgið þar sem síðasta, vikuleg áheyrn hans fór fram. Benedikt páfi XVI. sagði að sú ákvörðun hans að segja af sér páfa- dómi hefði verið sér þungbær en hann hefði tekið hana með hagsmuni kaþólsku kirkjunnar í huga. Hann er orðinn 85 ára og segist vera orðinn of veikburða til að gegna embættinu. Mjög er deilt um það hver eft- irmæli Benedikts páfa muni verða þótt fáir dragi í efa að hann sé af- burða fræðimaður á sviði guðfræði. Meira er efast um stjórnunarhæfi- leika hans. Hann er einkum gagn- rýndur fyrir að hafa ekki þegar í stað eftir embættistökuna 2005 tekið á barnaníðsmálunum sem honum hafi verið fullkunnugt um enda bú- inn að vera einn af æðstu embætt- ismönnum Páfagarðs um árabil. Hann lagði þess í stað áherslu á baráttu gegn veraldar- og afstæðis- hyggju. En honum til varnar er nefnt að páfi varaði mjög við trúar- ofstæki, sem oft leiddi til ofbeldis, og andúð á skynsemi. Guð væri í eðli sínu skynsamur, sjálft sköpunar- verkið væri bæði rökrétt og skyn- samlegt og þess vegna væri engin mótsögn milli sannrar trúar og skynsemi. Þess má geta að á páskum 2005, nokkrum dögum fyrir andlát Jó- hannesar Páls II., minntist Bene- dikt, þá Joseph Ratzinger kardínáli, á „óþverrann“ sem flekkað hefði nafn kirkjunnar. Veltu margir vöng- um yfir því hvað hann ætti aðallega við en nú er löngu orðið ljóst að hann átti við barnaníð og kynlífshneyksli. Ljóst þykir að áhrifamikil öfl innan kirkjunnar hafi víða haldið hlífiskildi yfir brotamönnum. Biskupar voru hræddir við opinbera umfjöllun og völdu oft þá leið að færa menn frek- ar til í starfi en láta þá svara til saka. En bent er á að röggsamari páfi hefði ef til vill strax mokað fjósið. kjon@mbl.is Óvíst hver eftirmæli Benedikts verða  Ásakanir um hik og lélega stjórnun Örfáir glæpamenn » Um 500.000 prestar og biskupar þjóna í kaþólsku kirkjunni um allan heim. » Þar af hafa nokkur hundruð með vissu reynst sek um barnaníð síðustu áratugina. » Margra alda hefð er fyrir því í kirkjunni að hún leysi innri vandamál sín sjálf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.