Morgunblaðið - 28.02.2013, Síða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
Sólarglenna Það hefur verið heldur þungbúið í höfuðborginni síðustu daga
en af og til brýst sólin fram og þá láta sumir hendur standa fram úr ermum.
Golli
Þekkt er að í
rekstri staðnaðra fyr-
irtækja og stofnana
leggja vanhæfir leið-
togar mikið upp úr að
safna að sér hjörð
svokallaðra „já-
manna“. Jámaðurinn
hefur þá eiginleika að
geta umborið hvers-
kyns vanhæfni leið-
toga síns. Einhver
sérstæðustu „hagsmunasamtök“
sem hér starfa er fyrirbærið „Já
Ísland“ sem er vettvangur já-
manna Evrópusambandsins. Sam-
tökin gáfu nýlega út einblöðung
þar sem kostir þess að Ísland segi
ekkert nema „já“ við kröfum ESB
eru tíundaðir. Á vefnum eru ótal
rök tínd til fyrir aðild en ekkert
minnst á s.k. samningsmarkmið
eða yfirhöfuð eitthvað sem segja
eigi nei við.
Nú þarf ekki að fara mörgum
orðum um staðfestu eða lagaþekk-
ingu þess fólks sem aðhyllist
ESB-aðlögunarferlið því sama
fólki þótti þjóðargjaldþrot, með
hinum lagalausu Icesave-kröfum,
hreint smámál í aðlögunarferlinu.
Í kynningarbæklingnum kennir
ýmissa grasa en grunntónninn er
að þjóðinni sé óhætt að afsala sér
eigin fullveldi því að við munum
nánast örugglega fá sjálfsákvörð-
unarrétt í einhverjum málum eins
og stjórnun fiskveiða aftur. Undir
liðnum „Ríki stjórni sjálf veiðum á
sínum hafsvæðum“ segir að „Lík-
legt er að nýju reglurnar auðveldi
samningamönnum Íslands að ná
ásættanlegri niðurstöðu. Þau at-
riði sem einkum standa út af eru
þá fjárfestingar útlendinga í
greininni og það að Ísland verði
sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði.“
Það sem landsmenn ættu að ótt-
ast mest er það sem ekki sést fyr-
ir, svo sem eins og miklar breyt-
ingar í lífríki sjávar sambærilegt
við hina skyndilegu aukningu
makríls hér við land. Nú er álitið
að makríll hrygni hér og þyngist
um 900.000 tonn innan íslenskrar
fiskveiðilögsögu. Ljóst er að nýir
„flökkustofnar“ muni taka hér ból-
festu og aðrir láta undan síga.
ESB telur sig hins-
vegar ekki geta litið á
málið öðru vísi en að
um flökkustofn sé
ræða, hvar við höfum
enga veiðireynslu. Í
samræmi við það álit,
býður ESB okkur 2%
af þeirri verðmæta-
aukningu sem verður
í okkar eigin lögsögu.
Það undarlega er
að margir í hópi
þeirra sem styðja að
ESB taki yfir stjórn
fiskveiða hér við land, hafa jan-
fnramt barist gegn íslenskri út-
gerð undir þeim formerkjum að
arðurinn af auðlindinni eigi að
renna til þjóðarinnar. Gagnrýn-
endur aðlögunarferilsins hafa bent
á að afrakstur aðlögunarferilsins
sé enginn og ekkert sem skipti
máli hafi klárast. Þetta er vita-
skuld ekki rétt því af spjalli við
fólk kemur berlega í ljós að áróð-
ursherferð ESB hefur skilað þeim
árangri að stór hluti þjóðarinnar
trúir því að verið sé að semja um
e.k. „pakka“ sem verði svo opn-
aður í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í ní-
unda lið umrædds bæklings segir
að með inngöngu muni verða
veittur „Stuðningur við strand-
veiðar smábáta“. Nú liggur fyrir
að smábátaútgerð er ekki jafn
hagkvæm og önnur útgerð og skil-
ar einfaldlega minna aflaverðmæti
til þjóðarbúsins. Íslendingar ættu
að hafa hugfast að með orðinu
„stuðningur“ er átt við að al-
mannafé eigi að verja í að nið-
urgreiða óhagkvæma starfsemi í
útgerð. Í framhaldinu kemur svo
undarleg þversögn þess efnis að
ESB muni tryggja að útgerð verði
„alvöru atvinnugrein en ekki rík-
isstyrkt félagsmálastofnun“. Hér
er ESB eflaust að vísa til eigin
sjávarútvegs sem er undirmáls-
atvinnugrein og háð styrkjum frá
skattgreiðendum.
Menn geta svo velt fyrir sér
hversu raunhæft það er að Íslend-
ingar geti tryggt að útlendingar
fái ekki að fjárfesta í íslenskum
sjávarútvegi, og hvernig slíkt að
vera réttlætanlegt án fordæm-
isgildis innan sambandsins í krafti
tveggja atkvæða af 732! Í bækl-
ingnum er einnig vikið að land-
búnaðarmálum og ekki annað að
skilja en að halda eigi áfram óarð-
bærum búskap í íslenskum land-
búnaði. Hingað til hafa stuðnings-
menn ESB-aðildar haldið því fram
að með aðild sé fyrst hægt að ná
fram hagræðingu í landbúnaði hér
á landi. Þvert á móti kemur fram
að „Aðalatriðið sé að viðhalda
byggð …“ en ekkert minnst á hag-
kvæman samkeppnisrekstur með
hagsmuni neytenda í huga. „Land-
búnaðarstefna ESB stuðlar ekki
að verksmiðjubúskap heldur bein-
ist að því að efla fjölbreytt hlut-
verk landbúnaðar, fjölga atvinnu-
tækifærum til sveita, bæta lífskjör
og efla félagslíf í dreifðum byggð-
um …“ Ennfremur er athyglisvert
að mati jámanna að „… ákvarðanir
þurfum við að taka byggðar á
staðreyndum, þekkingu og reynslu
fremur en tilfinningasemi.“ Lík-
lega er þar verið að vísa í ákvarð-
anir ESB um bann við hvalveiðum
og bann við selveiðum!
Fátt er Evrópusambandinu
óviðkomandi, allt frá stöðlun ban-
ana yfir í ljósaperur og skal eitt
yfir alla ganga. Nú hafa umhverf-
isvænar glóperur verið bannaðar
hér á landi í stað kvikasilf-
ursfylltra sparpera sem eru ESB
þóknanlegar í nafni umhverf-
isverndar. Glórulaus endurvinnsla
t.d. eins og á glerumbúðum, skal
nú stunduð að viðlögðum sektum
og gildir þá einu þó svo að meiri
orku þurfi í að endurvinna gler
heldur en að búa til nýtt. Evrópu-
sambandið er þó ekki alslæmt þar
sem það hefur lengst af barist
gegn tollum milli aðildarríkja og
hindrunum á flæði vinnuafls, al-
menningi til hagsbóta. Til að ná
augljósum almannahagsmunum
fram þurfum við hinsvegar ekki að
afsala sjálfstæði þjóðarinnar.
Eftir Arnar
Sigurðsson » Fátt er Evrópu-
sambandinu
óviðkomandi, allt frá
stöðlun banana yfir
í ljósaperur og skal
eitt yfir alla ganga.
Arnar Sigurðsson
Höfundur starfar á fjármálamarkaði.
Jámenn
Samtök atvinnulífsins héldu
á dögunum áhugaverðan fund
um atvinnumál undir yfirskrift-
inni „Fleiri störf – betri störf“.
Eftir fundinn sat að ógrynni
tækifæra eru til staðar fyrir ís-
lenskt atvinnulíf. Það á ekki
síst við ef skattkerfið yrði ein-
faldað og gert skilvirkara, skýr
gjaldmiðlastefna mótuð og efl-
ing menntunar, rannsókna og
nýsköpunar sett í forgang. Allt
eru þetta gömul sannindi og ný
sem vert er að ræða.
Hér mun ég fara stuttlega yfir síðasta at-
riðið en þar er af mörgu að taka. Rétt er að
draga fram að ekki alls fyrir löngu skilaði
starfshópur um samþættingu atvinnuvega-
og menntastefnu á vegum forsætisráðherra
af sér niðurstöðu. Hún var skýr. Efla þarf
iðn- og verknám og stytta námstíma til
stúdentsprófs. Niðurstaða sem svo sann-
arlega er hægt að taka undir en einhverra
hluta vegna var eins og ég væri að upplifa
svonefndan „Groundhog day“, svo vitnað sé
í kvikmyndasöguna.
Að vinna gegn brottfalli, efla iðn-
og starfsnám og auka sveigjanleika
Á árunum 2004-2008 voru skipaðir sér-
stakir starfshópar sem fengu nákvæmlega
þetta verkefni. Þeirra niðurstaða og ann-
arra starfshópa um skólalöggjöf varð til
þess að árið 2008 var samþykkt heildstæð
skólalöggjöf um öll skólastigin. Eftir mikið
samráð voru gerðar nýjar kröf-
ur til kennarastarfsins og var
sérstaklega litið til Finnlands
sem fyrirmyndar í þeim efnum.
Mikilvægt skref þó það sé hins
vegar umhugsunarefni hvernig
það skref hefur verið útfært.
Meginmarkmið skólalöggjaf-
arinnar var að minnka brottfall,
efla iðn- og starfsnám og auka
sveigjanleika bæði innan skóla
og á milli skólastiga. Það þýddi
m.a. fjölbreyttari stúdentspróf
en einnig var markvisst stefnt
að fjölgun þeirra sem verðu
skemmri námstíma til stúdents-
prófs. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks og síðan Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar studdu þessar um-
bætur, sem allir flokkar samþykktu síðan á
Alþingi.
Því er ekki að leyna að ágreiningur var
um málið í upphafi við Kennarasamband Ís-
lands. Við vinnslu málsins náðist svonefnt
10 skrefa samkomulag sem fól í sér heild-
stæða nálgun á skólakerfinu og uppbygg-
ingu þess. Þótt samstarfið við Kenn-
arasambandið hafi á stundum verið erfitt
var það bæði lærdómsríkt og ánægjulegt
enda prýðilegt fólk í forsvari. Formaður Fé-
lags framhaldsskólakennara fór þó ekki í
grafgötur með að ekki mætti hrófla við
námstíma til stúdentsprófs.
Með því að taka heildstætt á skólalöggjöf-
inni og á menntun kennara var reynt að
koma til móts við ýmis sjónarmið af hálfu
hagsmunasamtaka kennara en einnig for-
eldra, skólastjórnenda og atvinnulífs. Ljóst
var í mínum huga að óbreytt ástand var
ekki í boði. Ísland hafði lengi búið við mikið
brottfall en einnig hafði verið kallað eftir
aukinni virðingu og eflingu iðn- og verk-
náms. Jafnframt var ekki hægt að líta fram
hjá því að íslensk ungmenni eyða lang-
mestum tíma til stúdentsprófs, ekki bara
innan Norðurlandanna heldur meðal allra
OECD-ríkjanna. Þetta hefur áhrif m.a. á
brottfall en einnig samkeppnisstöðu lands-
ins til lengri og skemmri tíma litið.
Vannýtt tæki
Lögin um leik-, grunn- og framhaldsskóla,
sem innihéldu þessi mikilvægu markmið,
áttu að taka gildi árið 2009 ásamt lögum um
kennaramenntun. Fyrsta ákvörðun vinstri
stjórnarinnar var að fresta þeim hluta fram-
haldsskólalaganna sem hefði eflt iðn- og
starfsnám hvað mest, hefði stuðlað að
minna brottfalli og ýtt undir styttri náms-
tíma til stúdentsprófs. Einum mikilvægasta
hluta menntastefnunnar var því frestað til
ársins 2015. Það er svona eins og að pissa í
skóinn sinn enda undirstrikar niðurstaða
fyrrnefnds starfshóps forsætisráðherra
hversu mikil mistök það voru að fresta
gildistöku laganna. Það er skrýtið ef for-
gangsraða á í þágu menntunar að fyrsta
verk ríkisstjórnar er að gelda þau tæki sem
menn hafa komið sér saman um að efli ís-
lenskt menntakerfi.
Þegar formaður Félags framhaldsskóla-
kennara skrifar síðan grein um mennta-
stefnu sem inniheldur í grundvallaratriðum
varðstöðu um núverandi fyrirkomulag er
líklegast að ætla að vinstri flokkarnir hafi
látið undan þrýstingi frá því félagi. Dag-
skrárvaldið virðist því hafa flust úr ráðu-
neyti menntamála yfir til launþegasamtak-
anna.
Annað hvort er mönnum alvara í því að
vilja sporna við brottfalli, efla iðn- og starfs-
nám og auka sveigjanleika í skólastarfi líkt
og löggjafinn samþykkti eða menn velja
undanlátssemi, enda átakaminnst að halda
bara í horfinu. Er þetta reyndar í takti við
það sem er að gerast á mörgum öðrum svið-
um samfélagsins í dag þar sem langtíma-
hugsun er ýtt út af borðinu af ótta við
óvægna og oft á tíðum öfgakennda umræðu
hinna íslensku orðháka. Slíkt mun hins veg-
ar verða afar kostnaðarsamt fyrir íslenskt
samfélag þegar fram í sækir.
Eftir stendur, sem fyrr, mikilvægi mennt-
unar fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag.
Efling menntunar þýðir aukinn hagvöxt til
lengri tíma. Fundur SA um atvinnumál var
hvatning til að gera betur, meðal annars á
sviði menntunar. Það er hægt, möguleik-
arnir eru til staðar, tækin og tólin líka. Þau
þarf að nýta. Við höfum einfaldlega ekki
efni á öðru.
Eftir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur »… var reynt að koma
til móts við sjónarmið
af hálfu kennara, foreldra,
skólastjórnenda og atvinnulífs.
Í mínum huga var óbreytt
ástand ekki í boði.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Frestun menntastefnu
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.