Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 32

Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 ✝ Ásgerður Jóns-dóttir fæddist á Gautlöndum í Mývatnssveit 29. maí 1919. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 18. febrúar 2013. Foreldrar: Anna Jakobsdóttir frá Narfastöðum í Reykjadal, f. 11.12. 1891, d. 10.2. 1934 og Jón Gauti Pétursson, bóndi á Gautlöndum, f. 17.12.1889, d. 27.9. 1972. Systkini Ásgerðar voru: 1) Sig- ríður kennari, f. 1922, d. 1993. Giftist Ragnari H. Ragnar, skólastjóra Tónlistarskóla Ísa- fjarðar. Þeirra börn: Anna Ás- laug, Sigríður, Hjálmar Helgi. 2) Böðvar, bóndi á Gautlöndum, f. 1925, d. 2009. Kvæntur Hildi Guðnýju Ásvaldsdóttur. Þeirra synir: Ásgeir, Jóhann, Jón Gauti, Sigurður Guðni og Björn. 3) Ragnhildur skrif- stofumaður, f. 1926, d. 2011. Giftist Jóni Sigurgeirssyni frá Helluvaði og bjuggu þau allan hún próf upp í 3. bekk Kenn- araskóla Íslands og hóf þar nám. Ásgerður lauk kenn- araprófi vorið 1961 og kenndi alla tíð síðan. Fyrstu árin kenndi hún í Kvennaskólanum, Hagaskóla og víðar, en haustið 1967 var hún ráðin til Varm- árskóla í Mosfellssveit þar sem hún kenndi í 22 ár eða þar til hún lét af störfum vegna ald- urs. Þá kenndi Ásgerður við Námsflokka Reykjavíkur um árabil og löngu eftir að hún var komin á eftirlaun. Ásgerður tók virkan þátt í félagsstörfum á fjölmörgum sviðum. Hún gegndi m.a. trún- aðarstörfum fyrir Ungmenna- félagið Mývetning, kennara- samtökin, Samtök herstöðva- andstæðinga og Menningar- og friðarsamtök kvenna, enda mik- ill jafnréttis- , friðar- og nátt- úruverndarsinni. Greinaskrif Ásgerðar um hin aðskiljanleg- ustu málefni eru mörgum minn- isstæð. Hún lét sér fátt mann- legt óviðkomandi, hvort sem um var að ræða íslenskt mál, menntun, menningu, pólitík eða náttúruvernd. Minningarathöfn um Ásgerði verður í Neskirkju í dag, 28. febrúar 2013 kl. 13, en útför hennar verður gerð frá Skútu- staðakirkju í Mývatnssveit föstudaginn 1. mars kl. 14. sinn búskap á Ak- ureyri. Þeirra börn: Jón Gauti, Geirfinnur, Sólveig Anna og Herdís Anna. Fóstra systk- inanna eftir ótíma- bært lát Önnu móð- ur þeirra var Jó- hanna Illugadóttir, f. 1891, d. 1990. Ásgerður gekk á farskóla í Mývatns- sveit, en lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1939. Næstu árin bjó Ásgerður – með stuttum fjarvistum – á Gautlöndum með föður sínum og bróður, stýrði heimilinu ásamt Jóhönnu og gekk til allra starfa sem til féllu á bænum, jafnt úti- sem inni- verka. Einnig kenndi hún við Barnaskólann á Skútustöðum. Ásgerður flutti alfarin til Reykjavíkur árið 1957 en eyddi sumrunum á Gautlöndum. Í Reykjavík vann hún við af- greiðslu- og skrifstofustörf, m.a. hjá Landsbanka Íslands, en eftir nær 20 ára námshlé tók Brakandi úrklippur úr Þjóð- viljanum á víð og dreif, stafli af útkrotuðum Morgunblaðsgrein- um og Íslenzk málfræði eftir Björn Guðfinnsson ofan á öllu saman. Svona man ég heimili Ás- gerðar frænku. Raunar kæmi til greina að tala um ömmu því þótt ömmurnar væru hefðinni sam- kvæmt tvær þá hljóp Ásgerður frænka gjarna í skarðið þegar svo bar undir. En að kalla hana ömmu gekk augljóslega ekki upp; „Ásgerður frænka amma“ hljómar kjánalega. Ásgerði var fátt óviðkomandi, hún mótmælti hernaðinum gegn hálendi Íslands og lét sig mann- réttindi varða – ekki síst málefni Palestínu. En fræðsla og menn- ing voru hennar ær og kýr. Ás- gerður var sannfærð um að of fá börn heimsæktu Þjóðminjasafn- ið, til að bæta fyrir skaðann heimsótti hún það þeim mun oft- ar með undirrituðum. Og fátt var mikilvægara í vitsmunalífi en ís- lenskan og málfræðin. Hún lét sér ekki nægja að leiðrétta barnaskarann sem umvafði hana heldur vandaði um við þá sem eldri voru og víst höfðu margir krakkarnir gaman af því að sjá kirfilega stungið upp í foreldr- ana. „Rétt er að segja í gærkvöld en ekki í gærkvöldi.“ Stríðnis- púkar í fjölskyldunni notuðu gjarna „hæ“, „ókei“ og „bæ“ þeg- ar Ásgerður var nærri, en hún glotti, heilsaði á móti „komdu sæll“ og lét sér fátt um finnast, enda ljóst að henni hafði heppn- ast að fá ungviðið til að hugleiða orðanotkun. Já, þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem hafa ritað heilsíðugreinar í Morgun- blaðið um lýsingarhátt þátíðar. Frá Ásgerði streymdi kær- leikur og manngæska. Á síð- kvöldum las hún fyrir börnin í stórfjölskyldunni, á daginn las hún í sjónvarpi söguna af Smjör- bita fyrir hin börnin í landinu. Tíðar heimsóknir Ásgerðar á æskuheimili mitt voru hressandi, heimilisfastir útveguðu sængur- föt og tau til straujunar og dugði ekkert minna en 90 kílóa strau- pressa til. Þegar gufubólstrum létti og allt var slétt og fellt tók við ilmur af bráðinni tólg. Klein- urnar hennar Ásgerðar byggðust á uppsöfnuðum fróðleik, þrot- lausri rannsóknarvinnu og voru útfærðar af sjaldgæfu verksviti. Sem barni fannst manni sér- kennilegt að fólk sylti í Eþíópíu á meðan á norðurhjara væri hægt að steikja þessi undur veraldar, hvers vegna fer Ásgerður frænka ekki til Afríku að steikja kleinur? Samvistunum fylgdu efnismiklar samræður. Yfirburðir íslenzku sauðkindarinnar og afurða henn- ar voru alla tíð óþrjótandi upp- spretta háværra orðaskipta en í uppáhaldi hjá prakkaralegum stráksa var að fá Ásgerði til að lýsa í hreinskilni skaðsemi nets- ins. Og Ásgerði leiddist ekki skarkalinn. Á síðari árum lét hún dapa heyrn ekki aftra sér frá þátttöku í samræðum heldur hækkaði hún róminn og var stutt í húmorinn: „Ég las Gerplu“ – Á: „Hvað varstu að segja?“ – „Ég var að segja að ég hefði lesið Gerplu!“ – Á: „Hvaða hvaða, óþarfi að æpa! Ég heyri ágæt- lega!“ Orðinu „kvenskörungur“ er í orðabók lýst þannig: „sköruleg og dugandi kona“. Dugandi fer ekki langt í hóflausri orðræðu samfélagsmiðla. Í orðabók ætti auðvitað að standa „Ásgerður frænka“ því sannarlega var hún kvenskörungur. Og svo talaði hún svo frábæra íslenzku. Nú er Ásgerður öll. Hún skilur eftir sig djúp spor í hjörtum okkar sem nutum návista við hana, snilld- arlegrar orðræðunnar og mann- legrar hlýju. Vertu sæl, kæra frænka. Ragnar Torfi. Ég man fyrst eftir Ásgerði Jónsdóttur frá Gautlöndum þeg- ar við sátum saman léttklæddar á litlu handklæði úti í garði hjá afa mínum á Kærstrupsvegi í Kaupmannahöfn. Það var heitt og sólin skein og það var þytur í laufunum fyrir ofan okkur. Hún var að lesa upphátt fyrir mig Hafmeyjuna litlu eftir H.C. And- ersen. Ég var bara fimm ára, en ég man þetta svo vel; hvað ég var hrifin af litlu hafmeyjunni sem var svo fögur og söng svo fallega og dreymdi um konungssoninn. En þessi friðsæla stund okkar endaði með ósköpum. Þegar á söguna leið og grimmdin varð meiri og meiri, og fórn prinsess- unnar varð stærri og stærri, þá varð barnið ráðvilltara og ráð- villtara. Þegar svo hafmeyjan breyttist í sjávarfroðu í sjálfsfórn sinni, þá reif ég bókina af Ásgerði og lamdi hana hágrátandi með henni. Mér fannst óréttlætið í sögunni algjört. Upp frá þessu varð Ásgerður minn verndari og uppfræðari. Hún ákvað að hafa trú á þessum ákveðna krakka með þessa miklu réttlætiskennd. Hún tók mig borgarbarnið með sér í sveitina sína. Hún reif mig jafnvel úr skóla fyrir vorpróf svo við gætum náð sauðburðinum, því ég átti að kynnast fæðingunni til að skilja betur náttúruna og samhengi lífsins. Hún kenndi mér sveita- störf, að moka flór og þurrka mó og skenkti mér ómælt af visku- brunni sínum okkur báðum til gleði. Ásgerður var gáfuð, drífandi og dugleg. Hún trúði á gildi menntunar og var sjálf sífellt að bæta við sig. Þegar hún á miðjum aldri vék fyrir mágkonu sinni sem húsmóðir á Gautlöndum, fór hún í kennaraskólann og gerðist barnakennari upp frá því. Voru þau börn öfundsverð sem höfðu hana sem kennara, því hún hafði trú á unga fólkinu og framtíðinni. Ásgerður var vinkona mömmu. Ég veit í raun ekki hvernig þær kynntust, en þær voru góðar saman þó uppruni og bakgrunnur þeirra væri ólíkur. Ásgerður alin upp í virðulegum torfbæ fyrir norðan en mamma, sem var nokkuð yngri, alin upp í múrsteinshúsi í Kaupmannahöfn. Þær gátu malað endalaust. Sér- staklega þegar líkamleg átök fylgdu með, eins og þegar þær voru að fletja út laufabrauðskök- ur úr deigpulsunum sem Ásgerð- ur handlék eins og gullstangir. Og umræðuefnin voru ekki af verri endanum: bókmenntir, ís- lenskt mál og sögur úr Mývatns- sveitinni, en ekki sjaldnar hug- myndir um kvenréttindi og náttúruvernd. Lokin á sögunni um litlu haf- meyjuna fékk ég ekki fyrr en eft- ir dauða Ásgerðar. Þá loks las ég söguna til enda. Auðvitað varð hafmeyjan ekki að froðu á öldum sjávarins þegar hún dó, sagan er of mikil rómantík til þess. En það skrítna er að litla haf- meyjan minnir mig um margt á Ásgerði sjálfa, hvernig hún lifði fyrir aðra og þá fórnfýsi sem hún sýndi þeim sem hún bar fyrir brjósti. Hún eignaðist sjálf aldrei neitt konungsríki og ekki fékk hún konungssoninn sem hana dreymdi um, en hún samgladdist þeim sem fundu sinn eins og haf- meyjan í sögunni. Ólöf Nordal. Ásgerður, Sigga, Böðvar og Ragnhildur, systkinin á Gaut- löndum, falleg, mannvænleg, gáf- uð og ekki síst skemmtileg. Ég sé þau fyrir mér við eldhúsborðið á Gautlöndum, kát og hlæjandi, glettin og gamansöm, en þó full alvöru og ábyrgðar. Hildur, Jón og pabbi eru ekki langt undan, taka fullan þátt í samræðunum og fjörinu. Allir tala mikið, hratt og hátt um allt milli himins og jarðar og allir hafa sterkar og oft andstæðar skoðanir hvert sem umræðuefnið er, en aldrei bitnar það á heilli og sannri vináttu systkinanna og maka þeirra. Ég tel mig vera afar gæfu- sama að hafa fengið að vera sam- ferða þessu dásamlega fólki um ævina. Nú hafa þau öll kvatt okk- ur og við göngum í dag síðasta spölinn með Ásgerði, ástkærri móðursystur. Þegar ég lít til baka finnst mér líf Ásgerðar hafa verið í mörgum lögum – kannski eins og vínar- tertan sem hún hjálpaði mér stundum að baka fyrir jólin. Ung og tápmikil stúlka, missti móður sína á viðkvæmasta aldri og tók ábyrgð á föður og yngri systk- inum. Sveitastelpa, uppáfinn- ingasöm og djörf í leik og starfi og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Skarpur afburðanem- andi í Menntaskólanum á Akur- eyri, draumurinn var að verða læknir. Stjórnsöm dóttir á Gaut- löndum, naut sín best í útiverk- um með karlmönnunum, en „lagðist út“ ef leikfélagið í sveit- inni kallaði eftir því. Flott banka- dama í Reykjavík, snögg að til- einka sér menninguna og mannlífið í borginni, alltaf tilbúin að opna heimili sitt fyrir góðum og fjörugum selskap. Töff sam- býliskona, gaf manni sígó og í glas er ég leigði hjá henni á menntaskólaárunum, lét rauða hárið flaksa óstýrilátt ef hún var þá ekki með barðastóran hatt. Kjarkmikil hugsjónakona, drakk ung í sig hugsjónir ungmenna- félaganna og sósíalismans, ávallt reiðubúin að berjast fyrir þeim í orði og verki og stóð vaktina í bókstaflegri merkingu í þágu friðar-, jafnréttis- og náttúru- verndarhugsjóna allt fram undir nírætt. Kennari með stórum staf, „reiðubúin að leggja sál sína að veði fyrir gengi starfsins“ (orð Ásgerðar) með hag nemandans fyrst og síðast fyrir brjósti, stóð engu að síður ótrauð vörð um hagsmuni kennarastéttarinnar. Ástríðufullur menningarunnandi, elskaði tónlist og leikhús, opin fyrir nýbreytni og framúrstefnu. Hjartkær systir, hjúkraði móður minni á dánarbeði af ótrúlegri elju þó komin væri hátt á áttræð- isaldur. Góða frænka barnanna minna, kom vestur á Ísafjörð, setti upp skóla í borðstofunni heima í Smiðjugötu fyrir krakk- ana og vini þeirra og sigraði hjörtu allra er kynntust henni þar. Sönn vinkona, sem alltaf var hægt að leita til er á bjátaði, full skilnings og gersamlega laus við dómhörku í garð allra manna. Já, Ásgerður var mikill töffari og þannig er gaman að muna hana um leið og ég þakka henni fyrir óendanlegan kærleik, um- hyggju og ástúð í garð míns fólks. Ég kveð Ásgerði mína minnug orða Byrons lávarðar „… að hlut- skipti allra manna er að missa, mest um vert er þó að hafa átt“. Sigríður Ragnarsdóttir. Ásgerður Jónsdóttir er látin í hárri elli. Hún var stórfrænka tengdafjölskyldu minnar og þar af leiðandi mín frá fyrstu kynn- um. Ásgerður var margbrotin hugsjóna- og baráttukona, unn- andi lista og menningar, engri annarri lík. Hún hló hjartanlega, hafði húmor, var jákvæð og víð- sýn með þetta góða og stóra skap og sterka nærveru. Hún gat orð- ið reið á svipstundu ef réttlæt- iskenndin og pólitískar skoðanir buðu. Hún bar virðingu fyrir skoðunum annarra en þoldi ekki óheilindi eða lýðskrum og sveiaði þeim sem hlut áttu þegar mikið lá við. Þessi rauðhærða, lágvaxna en hnarreista, örugga, kvika kona var elskuleg í alla staði. Lífsglöð, vandvirk með mikla ábyrgðartilfinningu, hjálpsöm, vakin og sofin í sínum samtíma, passaði hún upp á sitt fólk, systk- inabörnin og fjölskyldur þeirra, án þess að biðja um nokkuð í staðinn. Hún hélt utan um hóp- inn, bauð í mat, matreiddi kjöt í karríi eða kjötsúpu með alúð og bjó til bestu fiskibollurnar eins og Þórleif frænka kenndi henni. Ein af fyrstu minningunum af Ásgerði er á Gautlöndum þaðan sem hún var, þar sem enginn mátti láta sitt eftir liggja við bú- skapinn. Stjórnsöm var hún, að gera allt brjálað, þvílíkur var krafturinn í hjálpseminni. Allt þurfti að gerast strax og í einu, kleinur steiktar, marmelaði soð- ið, matur búinn til, silungsnet hreinsuð, taði hreykt á hlaðinu, var ekki kominn tími til að hýsa kýrnar og bjarga heyi í hlöðu? Að gefast upp var ekki til í fari Ásgerðar, „ég gef mér það ekki eftir“ sagði hún um göngutúrana sem hún fór á hverjum degi í Vesturbænum til að halda heils- unni sem lengst. Oft var hún í mótmælastöðu, hvort sem það var til að berjast fyrir jafnrétti kvenna, að mótmæla virkjunar- áformum stjórnvalda eða til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu rétt fyrir hrun. Síðast tók hún þátt í Búsáhaldabyltingunni, mætti með frændfólki á Austur- völl. Það var alltaf gott að koma til Ásgerðar, á Grund, þegar kvöld- sett var orðið og hún smátt og smátt tilbúin að kveðja þennan heim, áður í Drápuhlíðina og á Hringbrautina. Ég man hlýjuna, kaffið sterka sem hún helti upp á með sínu lagi, umræðurnar við eldhúsborðið oft um kennslu og nemendur hennar sem hún virti svo mikils. „Ekki það ég ætli að skipta mér af“ sagði hún oft áður en hún gaf góð ráð. Það var líka gott að fá hana í heimsókn hvort sem það var til Amsterdam eða Húsavíkur. Hún var kennari af lífi og sál, útbjó verkefni og fylgdist með námi barnanna okkar og vina þeirra líka, var annt um að þau kynnu málfræðina enda var hún ís- lenskukona og málfarsráðunaut- ur fram í fingurgóma. Samvera um jól er minnisstæð, dansinn í kringum jólatréð, leikirnir og upplesturinn úr bókum. Við skemmtum okkur saman og þátt- ur Ásgerðar í umönnun og upp- eldi barna okkar Ásgeirs er ómetanlegur. Ég tek undir með nöfnu henn- ar sem við dánarbeðinn þakkaði henni fyrir allt sem hún gaf. Undir söngnum og ljóðinu um sveitina blessuðu og fjalladrottn- inguna fer Ásgerður norður á heimaslóðir til hinstu hvílu. Af heilum hug þakka ég kynnin. Hvíl í friði. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Við kveðjum Ásgerði frænku með söknuði. Hún var okkur systkinunum góður kennari, amma og vinkona. Ásgerður dekraði okkur. Ofarlega í huga eru stundirnar í kjallaranum á Drápuhlíðinni þar sem hún kenndi okkur málfræði, stærð- fræði, að teygja þvott og hvaða hattar færu okkar höfuðlagi. Eft- ir dágóðan tíma af kennslu feng- um við verðlaun. Ef Hildur fékk að ráða þá varð skyrsúpa fyrir valinu, en fiskibollur í karríi ef röðin var komin að Óla. Eftir há- degismat hvíldum við okkur og fengum að heyra sögu áður en áfram var haldið með lærdóminn. Einstaka sinnum gistum við í Drápuhlíðinni og söng Ásgerður okkur í svefn með Tótu litlu tin- dilfættu, eftir að hafa gefið okkur heitt súkkulaði með tvíbökum. Þegar við fluttum til Hollands kom Ásgerður og dvaldi hjá okk- ur. Hún var áhugasöm um hol- lenska námsefnið sem við þýdd- um með glöðu geði fyrir hana. Eftir á að hyggja hefur hún sjálf- sagt verið ágætlega að sér í námsefni fyrir 8-9 ára börn, hins vegar hækkuðu einkunnir okkar eftir allan lesturinn. Hún fylgdi okkur í skólann, í tónlistar- og danstíma. Ófáar ferðir voru farn- ar á söfn og verk Rembrandts og Van Gogh útskýrð. Árum síðar héldu ferðirnar áfram á söfn og listviðburði í Reykjavík. Þegar nafna hennar bættist við í systkinahópinn var Ásgerð- ur tíður gestur hjá okkur í Kópa- vogi og síðar Húsavík. Hún ók okkur öllum á fjölda tómstunda- æfinga og undirbjó okkur vel fyr- ir samræmdu prófin. Vinum okk- ar var ávallt boðið með í kennslu og kveðja margir vinir okkar hana með söknuði. Á stóra próf- deginum fengu allir pönnukökur í nesti. Þrátt fyrir áherslu á lærdóm tók hún af okkur loforð að láta ekki skóla eða vinnu ráða öllu líf- inu, heldur að hafa ávallt þrek til að taka þátt í félagsskap og skemmtun. Hún klippti út aug- lýsingar um spennandi ferðalög sem myndu henta okkur, eða hringdi í miðri viku: „Er ekki dansleikur um helgina sem þið viljið fara á, ég skal bjóða ykk- ur.“ Eftir miklar skemmtanir, svo sem um verslunarmanna- helgar, beið gjarnan kærkominn poki á hurðarhúninum við heim- komu, kjötbollur í sósu og kart- öflumús. Símtal fylgdi til að heyra sólarsöguna af skemmtun- inni. „Viltu svo vera svo væn, elskan mín, að henda ekki ílát- unum, ég er að laga kjötsúpu sem ég kem með á morgun. „Ef við reyndum að afþakka þessar góðu matargjafir, sökum tilrauna til að missa þyngd, kom hún næsta dag með blómvönd og poka af salati, heilsubrauði og ávöxtum. Hún studdi okkur, hvert sem leiðin lá. Á seinni árum þegar hún átti erfiðara með að keyra var gef- Ásgerður Jónsdóttir Amma mín. Þú hefur verið stór partur af mínu lífi og ég á endalausar minningar um þig. Þú hefur alltaf verið í lífi mínu. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú annaðist mig, kenndir mér og lékst við mig. Ég man eft- ir rúntunum okkar og sögum. Þú varst alltaf tilbúin að skutla mér og ná í mig hvenær sem er. Ég kom aldrei svangur heiman frá þér því þú eldaðir og bakaðir ofan í mig. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, sama hvernig á stóð þá gat ég alltaf komið og talað við þig og alltaf fékk maður hreinskilin svör. Ég hef alltaf þekkt þig sem Ásta Bjarnadóttir ✝ Ásta Bjarna-dóttir fæddist 13.11. 1934. Hún lést á heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja að morgni 13.2. 2013. Ásta var jarð- sungin frá Ytri- Njarðvíkukirkju 20. febrúar 2013. sterka, ákveðna, hrausta, skemmti- lega og góða ömmu. Þarsíðasta sumar leigðir þú húsbíl og komst norður með Lofti. Okkur þótti svo vænt um það. Það var eins og þú vissir að þetta yrði síðasta ferðin þín heim. Ég fékk að kveðja þig og segja þér hvernig mér liði. Ég mun alltaf sakna þín og á ekki til orð um hversu mikið mér þykir vænt um þig og elska. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og minning þín mun að ei- lífu lifa. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Þinn Björn Árna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.