Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 42

Morgunblaðið - 28.02.2013, Side 42
VIÐTAL Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Á morgun verður frumsýnd hér á landi kvikmyndin Þetta reddast! sem Börkur Gunnarsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, leikstýrði. – Segðu mér aðeins frá aðferðinni við gerð þessarar myndar? „Þú gerir bara mynd í þeim að- stæðum sem þú ert í. Ef þú ert ekki með einhverjar 200 milljónir, þá þýð- ir ekkert að fara í búningadrama. Í sögu úr samtímanum þá er aldrei neitt klikk í mynd. Svo reynirðu að notast við og semur sögu út frá því hvar þú færð frítt að borða og býrð til karaktera í kringum þá leikara sem þú ert með. Þú passar að eitt- hvað af fataskápnum þeirra passi við þá. Þá ertu búinn að spara svakalega mikinn pening, án þess að það sjáist neitt á gæðum myndarinnar. Ef þú semur í samtímanum, þá er eitthvað sem myndi kosta svaka pening að búa til í forgrunni, þegar til staðar.“ Byggist ekki á einum manni – Nú hefur þú gert kvikmynd í Tékklandi líka. Er mikill munur á því að gera kvikmynd þar og hér? „Nei, það er ekki mikill munur í raun og veru. Ég gerði þetta ná- kvæmlega eins og síðast, nema það er meira leikaraval úti í tíu milljóna manna þjóð. En þeir eru góðir þessir fáu leikarar sem hér eru. Það er al- veg karakteraval hér líka.“ Myndin fjallar um ungan blaða- mann sem kominn er af beinu braut- inni í lífinu vegna ofdrykkju. Hann er á síðasta séns í vinnunni og ástar- sambandið í uppnámi. – Byggist þessi karakter á ein- hverjum tilteknum úr stéttinni? „Nei, nei – en það eru margir úr stéttinni sem hafa átt við svona vandamál að glíma, eins og fólk úr öllum stéttum samfélagsins.“ – Endurspeglar þetta að ein- hverju leyti hinn dæmigerða blaða- mann? „Eins og rifið út úr raunveruleikanum“  Þetta reddast! frumsýnd í bíó- húsum á morgun Morgunblaðið/Árni Sæberg Reddast það? Myndin er um ungan blaðamann sem kominn er af beinu brautinni í lífinu. Hann tekur kærustuna með í „rómantíska“ vinnuferð í Búrfellsvirkjun til að bjarga hvoru tveggja – vinnunni og ástarsambandinu. „Nei, ekki lengur. Hann er til samt sem áður á öllum fjölmiðlum – einhver sem er í vandræðum með þetta. En þetta er ekki sá týpíski. Týpíski íslenski blaðamaðurinn í samtímanum er samviskusamur, vinnusamur, í crossfit og borðar hrá- fæði – frekar heldur en þessi klisja um fulla blaðamanninn með sígarett- una sem gagnrýnir með viskírödd allt og alla í kringum sig.“ Börkur lærði leikstjórn í Tékk- landi og kom heim aftur til Íslands árið 2005 með kvikmynd sína Sterkt kaffi í farteskinu. – Hverjar voru helstu áherslurnar í náminu í Tékklandi? „Ég var á leikstjórnarbraut. Þannig að ég var mikið með leikara á sviði og vann mikið með þeim. Mikil áhersla var á leikaraleikstjórn í náminu. Það hentar vel í „low bud- get“ myndir. Þá ertu mikið með „close up“ á leikarana og tryggir að leikurinn sé góður því þú hefur ekk- ert mikinn pening til að búa til eitt- hvert rosa „show“ með kvikmynda- vélina. En ef þú ert með góða leikara í höndunum, þá skiptir það ekki máli í framleiðsluferlinu. Þá vinnur þú bara vel með leikurunum.“ Mynd sem einblínir á fólk Spurður að því hvort hann fylgi einhverri sérstakri stefnu í handrita- gerð segist Börkur hafa tileinkað sér margt af því sem hann hefur lært af öðrum handritshöfundum. – Eiga áhorfendur von á einhverju nýju í kvikmyndagerð og upplifun sem þeir hafa ekki séð áður? „Sérhver mynd er náttúrlega ný í sjálfu sér. Ég held að menn fái þarna flott drama frá gamansömu og já- kvæðu sjónarhorni, þar sem hlegið er að breyskleikum mannanna. Það er nýtt fyrir suma en aðra ekki. Þetta er mynd sem einblínir á fólk og leikarana. Einblínir á karaktera sem allir ættu að þekkja. Dramað er ekki hástemmt, heldur lítið og sætt. Þetta er eitthvað sem flestir ættu að kannast við úr eigin lífi. Fólkið á tjaldinu er eins og rifið út úr raun- veruleika flestra og hent á tjaldið. Sumir ættu jafnvel að kannast við sjálfa sig þarna.“ Undir áhrifum frá Mike Leigh – Aðhyllist þú eina tegund kvik- myndagerðar umfram aðra? „Nei, en þessi er náttúrlega undir einhverjum áhrifum frá Mike Leigh og eitthvað er frá mér sjálfum og reynslu af fyrri mynd sem gekk mjög vel í Tékklandi. Þótt það hafi gengið vel í Tékklandi langaði mig heim og að tala við íslenska áhorf- endur. Ég finn að það er mér mik- ilvægara að tala við mitt fólk en að tala við tíu sinnum fleiri Tékka. Þótt Tékkar séu yndisleg þjóð og hafi reynst mér vel þá er ég og verð Ís- lendingur og það skiptir mig máli að vera hér.“ – Engin hræðsla við að frumsýna myndina hér á landi? „Nei, og ég hlakka mjög mikið til.“ Leikstjórinn Þetta reddast! er önnur kvikmyndin sem Börkur Gunnarsson leikstýrir. Hann leikstýrði og skrifaði einnig handritið að kvikmyndinni Sterkt kaffi – sem hlaut menningarverðlaun DV árið 2005 sem besta mynd ársins. 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 FERMINGAR : –– Meira fyrir lesendur Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 8. mars. PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 4. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Sýning á stórum ljósmyndum Ragnars Axelssonar, RAX, úr verkefninu „Veiðimenn norðursins“ var opnuð í vikunni í Pierre et Marie Curie-háskólanum í París, í tengslum við ráðstefnu um málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem er heimsókn í París í boði franskra stjórnvalda, flutti erindi á þinginu, rétt eins og Michel Rochard, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands, og virtir vísindamenn. Hér skoða Ólafur Ragnar og fleiri gestir sýninguna sem er í sýn- ingarými í súlnagöngunum við háskólabygginguna. Sýningar á þessum verkum Ragnars, þar sem sjónum er beint að lífi veiðimanna og þorpsbúa á Grænlandi og í inúítabyggðum Kanada, hafa verið settar upp víða á und- anförnum misserum og fengið afar góðar viðtökur. Þessi sýning var síðast á Bretagne-skaga í Frakklandi og önn- ur útgáfa og stærri var sett upp í Svíþjóð. Þá hefur heim- ildarkvikmyndin „Andlit norðursins“, um verk og feril Ragnars, þar sem meðal annars er fylgst með honum ljósmynda á Grænlandi, verið sýnd víða um heim í sjón- varpi og á kvikmyndahátíðum. Ljósmyndir RAX í París Kvikmyndin Þetta reddast! fjallar um ungan blaðamann sem er kom- inn út af sporinu vegna óhóflegrar drykkju. Hann er í góðu starfi en kominn á síðasta séns og ástar- sambandið í molum. Hann skipu- leggur rómantíska ferð á Snæfells- nes í von um að bjarga samband- inu en ritstjórinn krefst af honum að fara í vinnuferð í Búrfells- virkjun. Góð ráð eru dýr og hann ákveður að slá tvær flugur í einu höggi. Býður kærustunni með í vinnuferðina til að bjarga vinnunni og sambandinu. Við Búrfell taka þó hlutirnir óvænta stefnu. Háspenna var kannski ekki það sem sam- bandið þurfti á að halda. Leikarar í aðalhlutverki eru: Björn Thors, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Guðrún María Bjarnadóttir. Ráðagóður á raunastund? ÞETTA REDDAST!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.