Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
Mikið óskaplega geta fjöl-skyldur verið flókinfyrirbæri. Leyndarmálog lygar, óheiðarleiki
og undirferli, en undirliggjandi er
væntumþykja og bönd sem erfitt
getur reynst að slíta. Hanne-Vibeke
Holst tekur á öllu þessu og meira til
í nýjustu bók sinni sem hefur hlotið
nafnið Iðrun á íslensku og er sjötíu
ára ættarsaga Tholstrup-fjölskyld-
unnar.
Holst er geysi-
vinsæl í heima-
landi sínu og víða
á Norðurlönd-
unum. Rithöfund-
arferill hennar
hófst upp úr tví-
tugu og síðan þá
hefur hún skrifað
fjölda bóka þar
sem konur eru oft
í aðalhlutverki.
Sem dæmi má nefna Theresu-
þríleikinn, þar sem fjallað er um
fréttakonu á framabraut, stór-
skemmtilegar bækur sem því miður
hafa ekki komið út á íslensku. Að
auki hafa sjónvarpsþættir verið
byggðir á bókum hennar, einhverjir
þeirra hafa verið sýndir hér á landi
við miklar vinsældir, en þar var
fjallað um siðblinda og spillta stjórn-
málamenn.
Iðrun er um margt öðruvísi en
sumar aðrar bækur Holst. Til dæmis
eru karlmenn hér í aðalhlutverkum;
predikarinn og andspyrnuhetjan
Thorvald sem ekki er allur þar sem
hann er séður og synir hans, tvíbur-
arnir heillandi Leif og Leo, en marg-
slungið samband þeirra og baráttan
um glæsikvendið Ninni er ein af
þungamiðjum bókarinnar. Dóttir
Leos, Helena og dóttir hennar Sop-
hie þurfa svo að vissu leyti að takast
á við syndir feðranna og taka
ákvörðun um hvernig þessi ætt-
arsaga muni halda áfram.
Þetta eru sem sagt fjórar kyn-
slóðir, þrjár þær fyrstu gera sömu
mistökin í tilteknum athöfnum og
samskiptum, það mætti halda að
þetta væri eins konar ættarbölvun
(nú má ekki segja of mikið) en eftir
magnað uppgjör á milli mæðgnanna,
þeirra Helenu og Sophiu, virðist sem
bjartari tíð sé framundan hjá Tholst-
rup-fjölskyldunni.
Hanne-Vibeke Holst lætur óskap-
lega vel að skrifa um fólk og hvers
vegna það hegðar sér eins og það
gerir. Sumar persónur hennar haga
sér reyndar á býsna undarlegan
hátt, en það er ekkert erfitt að átta
sig á því af hverju þær gera það, því
svona er fólk nú bara og það er þessi
óútreiknanleiki sem gerir persónur
Holst svo lifandi og skemmtilegar.
Það er kannski ekkert alltaf verið
að kafa neitt sérlega langt undir yf-
irborðið í þessari bók, en það er ekk-
ert alltaf þörf á því. Undirrituð hefur
lesið flestar bækur sem Holst hefur
skrifað, misgóðar eru þær, en allar
skemmtilegar og halda manni við
efnið og sú bók sem hér um ræðir er
ein sú allra besta.
Annars hefur Holst verið gjörn á
að skrifa framhald bóka sinna og
vonandi verður þannig með Iðrun.
Samskipti mæðgnanna eru nefnilega
meira en lítið áhugaverð og gaman
væri að lesa meira um þau.
Morgunblaðið/Kristinn
Fær Hanne-Vibeke Holst lætur óskaplega vel að skrifa um fólk og hvers vegna
það hegðar sér eins og það gerir, segir m.a. í gagnrýni um skáldsöguna Iðrun.
Skáldsaga
Iðrun mn
Eftir: Hanne-Vibeke Holst.
Vaka-Helgafell, 2013, 496 blaðsíður.
ANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR
Fyrsta flokks fjölskyldusaga
Árni Páll Jóhannsson opnar kl. 20 í
kvöld sýningu í Skúrnum að Greni-
mel 7-9 í Reykjavík og ber hún yf-
irskriftina A Slower Speed of Light.
Sýningin verður opin allan sólar-
hringinn en þar sem verkið er
myrkraverk eru bestu aðstæður til
að skoða það á meðan dimmt er,
eins og segir í tilkynningu. Árni hélt
sína fyrstu einkasýningu í Gallerí
Súm árið 1976, hefur haldið átta
einkasýningar og tekið þátt í á
þriðja tug samsýninga, hér á landi
sem erlendis.
Árni Páll sýnir í Skúrnum við Grenimel
Myrkraverk Verk Árna Páls í Skúrnum.
Í tilefni af 150 ára afmæli Þjóð-
minjasafns Íslands, sem haldið var
upp á á sunnudaginn var, stendur
Lýðháskólinn í Kaupmannahöfn
fyrir málþingi nú um helgina. Þing-
ið fer fram í Þjóðminjasafni Dana,
Ny Vestergade 10, 1.-3. mars 2013
frá kl. 12.15-16.00 alla dagana.
Ávörp flytja Per Kristian Mad-
sen, safnstjóri Þjóðminjasafns
Dana, og frú Vigdís Finnbogadótt-
ir. Fulltrúar frá Þjóðminjasafni Ís-
lands flytja erindi sem og danskir
sérfræðingar.
Málþing um þjóð-
minjar í Danmörku
Morgunblaðið/Eggert
Afmæli Frá hátíðardagskrá í Þjóðminja-
safninu á sunnudaginn var. Í Kaupmanna-
höfn verður rætt um safnið um helgina.
Fyrsta breiðskífa kvennasveit-
arinnar Grúska Babúska verður
gefin út í Bretlandi 1. apríl næst-
komandi af breska útgáfufyrirtæk-
inu Static Caravan. Platan verður
einnig gefin út á netinu 14. apríl af
íslensku útgáfunni Synthadelia Re-
cords. Grúska Babúska er fyrsta ís-
lenska hljómsveitin sem Static Ca-
ravan sér um útgáfu fyrir. Á
plötunni verða sex lög eftir hljóm-
sveitina auk myndbands eftir Krist-
ínu J. Þorsteinsdóttur. Grúska Ba-
búska heldur í tónleikaferðalag
vegna útgáfunnar og hefst það á Ís-
landi með útgáfutónleikum í KEX
Hosteli, 3. apríl nk. Viku síðar
halda stöllurnar til Lundúna og
halda þar þrenna tónleika 11.-14.
apríl.
Útgáfa Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu breiðskífu.
Fyrsta plata Grúsku Babúsku væntanleg
Ljósmynd/Úr myndasafni Grúsku Babúsku
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
BEAUTIFUL CREATURES KL. 5:20 - 8 - 10:40
BEAUTIFUL CREATURES VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40
FLIGHT KL. 5:30 - 8 - 10:10
WARM BODIES KL. 8 - 10:10
HANSEL AND GRETEL KL. 8:20 - 10:50
PARKER KL. 8 - 10:20
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50
ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTALKL. 6
KRINGLUNNI
BEAUTIFUL CREATURES KL. 8 - 10:40
THIS IS 40 KL. 5:10 - 8 - 10:45
THE IMPOSSIBLE KL. 8
BULLET TO THE HEAD KL. 10:20
FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
BEAUTIFULCREATURES KL.5:20-8-10:40
FLIGHT KL.5:20-8-10:10
ARGO KL.5:20-8-10:10
WARM BODIES KL. 5:50 - 8
PARKER KL. 10:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
BEAUTIFUL CREATURES KL. 8
FLIGHT KL. 10:40
THIS IS 40 KL. 8
BULLET TO THE HEAD KL. 10:20
AKUREYRI
BEAUTIFUL CREATURES KL. 8
FLIGHT KL. 10:20
BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:20
EMPIRE
EINFRUMLEGASTA
GAMANMYND
SEM GERÐ
HEFUR VERIÐ
FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA
TILNEFND TIL 2
ÓSKARSVERÐLAUNA
R.EBERT
ENTERTAINMENT WEEKLY
100/100
BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND
3ÓSKARSVERÐLAUNÞAR Á MEÐALBESTA MYNDIN
Alden
EHRENREICH
Alice
ENGLERT
Jeremy
IRONS
Viola
DAVIS
Emmy
ROSSUM
Thomas
MANN AND
Emma
THOMPSON
DARK SECRETS WILL COME TO LIGHT.