Morgunblaðið - 13.03.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.03.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn 21. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6, 108 Reykjavík DAGSKRÁ: » Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin Aðalfundur Ferðafélags Íslands 2013 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Ég var svona tveggja ára þegar ég kom hingað síðast og mig langaði að koma aftur, hitta fjölskyldu mína og læra aðeins um mínar íslensku ræt- ur,“ segir Reynir Authunsson, annar hálfíslenski tvíburabróðurinn sem fær ekki dvalarleyfi hér á landi sam- kvæmt nýlegri ákvörðun Útlend- ingastofnunar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. Reynir og tvíburabróðir hans Brynjar Rory ætla að kæra málið til innanríkisráðuneytisins. Þeir hafa óskað eftir leyfi til að dvelja hér meðan málið er til meðferðar en enn er óljóst hvort það leyfi fæst. „Við erum íslenskir“ Tvíburarnir komu hingað í fyrra- vor og Reynir kveðst hafa notið dval- arinnar mjög. Hann vonast til að fá vinnu í fiskvinnslunni Vísi á Djúpa- vogi þar sem bróðir hans er rekstr- arstjóri. „Ég skil ekki af hverju við fáum neitun. Við erum íslenskir og eigum fjölskyldu hér,“ segir Reynir. Tvíburarnir eiga föður hér á landi, Auðun Baldursson, ömmu, afa og fleiri ættingja og tvo eldri albræður. Annar þeirra, Hannes Auðunsson, hefur séð um að reka mál tvíbura- bræðranna fyrir stjórnvöldum. Sá elsti, Matthías, flutti hingað þegar hann var 11 ára og Hannes kom þeg- ar hann var 17 ára. Eitthvað togar í „Mér hefur alltaf liðið miklu betur á Íslandi, ég veit ekki út af hverju. Kannski eru það rjómakökurnar hjá ömmu eða veiðiferðirnar með afa,“ segir Hannes um ástæður þess að hann ákvað að flytja hingað. „En tví- burarnir vildu bara koma hingað og prófa að vera hér í eitt, tvö eða þrjú ár og ákveða svo hvað þeir vilja gera.“ Aðspurður segir hann að sam- skiptin við móður þeirra og móður- fjölskyldu séu með besta móti, flutn- ingurinn sé alls ekki tengdur einhverju ósætti, síður en svo. Hannes kveðst ekki eiga orð yfir ákvörðun Útlendingastofnunar. Stundum hljóti að mega taka tillit til aðstæðna. Í starfi sínu sem rekstrar- stjóri fiskvinnslu hafi hann kynnst því að það taki ekki nema tvær vik- ur fyrir útlendinga af EES-svæðinu, sem enga tengingu hafi við landið, að fá dvalarleyfi og kennitölu. „Ég held að kerfið hér sé að- eins of flókið miðað við mannfjölda,“ segir hann. Erum íslenskir og eigum fjölskyldu hér  Hálfíslenskir tvíburar ætla að kæra synjun á dvalarleyfi „Við höfum reynt að fá skýringar á því af hverju hann er settur inn fyrir það sem virðast léttvægar sakir, þótt vissulega liggi nokkur refsing við því í Tyrklandi, eins og hér á landi, að flytja fornmuni úr landi,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um mál Davíðs Arnar Bjarnasonar sem handtekinn var í Tyrklandi vegna gruns um tilraun til að smygla fornmun úr landi. Utanríkisráðuneytið hefur unnið að málinu með aðstoð aðalræðis- manns Íslands í Ankara. Ákveðið var í gær að senda starfsmann úr sendi- ráði Íslands í Kaupmannahöfn til Tyrklands en sendiherrann þar er jafnframt sendiherra fyrir Tyrkland. Össur vonast til að það hjálpi Davíð að fá að ræða við Íslending en hlut- verk sendimannsins er einnig að grafast fyrir um stöðu málsins og sjá til þess að réttur hans verði virtur. „Ræðismaðurinn segir okkur að góðar vonir séu til þess að Íslending- urinn verði leystur úr haldi, eftir að hann kemur fyrir dómara, og verði frjáls ferða sinna þangað til málið fer til dómstóla. Ekki er hægt að slá því föstu að svo verði en við berjumst fyr- ir því,“ segir Össur. Utanríkisráðherra segir að þar sem Ísland sé ekki með sendiráð í Tyrklandi hafi verið haft samband við sendiráð norrænu ríkjanna sem þar eru. Þau hafi oft verið Íslendingum notadrjúg. „Við höfðum einnig sam- band við sendiherra Tyrklands gagn- vart Íslandi en hann hefur aðsetur í Ósló. Hann mun tjá yfirvöldum áhyggjur okkar af Íslendingnum og að honum skuli haldið í fangelsi fyrir það sem virðast léttvægar sakir,“ segir Össur. Hann lýsir einnig von- brigðum sínum með að Davíð skuli ekki hafa verið leyft að hringja til sambýliskonu sinnar og fjölskyldu, eins og lofað hafi verið. helgi@mbl.is Fulltrúi úr sendiráði fylgir málum eftir í Tyrklandi Össur Skarphéðinsson Davíð Örn Bjarnason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki verða gerðar tillögur um flug- völl á Hólmsheiði í nýju aðalskipu- lagi fyrir Reykjavíkurborg sem nú er verið að undirbúa. Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs, segir þó lagt til að ekki verði heimilaðar aðrar framkvæmdir sem útiloki flug- vallargerð. Ákvarðanir í flugvallar- málum bíða heildarendurskoðunar svæðisskipulags höfuðborgarsvæð- isins sem unnið er að. Framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri hefur lengi verið í óvissu, ekki síst vegna afstöðu borgaryfir- valda. Samráðsnefnd samgöngu- ráðuneytis og Reykjavíkurborgar lagði til 2007 að mögulegt flugvall- arstæði fyrir innanlandsflugið á Hólmsheiði yrði rannsakað til hlítar. Í niðurstöðum Veðurstofu Íslands kemur fram að ýmsir veðurfarsþætt- ir eru óhagstæðari fyrir flugið á Hólmsheiði, miðað við Reykjavíkur- flugvöll, og flugvöllur þar myndi ekki nýtast eins vel. Dagur segir að niðurstöðurnar útiloki ekki flutning innanlands- flugsins á Hólmsheiði. Því geti verið skynsamlegt að halda áfram nauð- synlegum athugunum en allar stórar ákvarðanir bíði framtíðarinnar. Leyndarhyggja að leiðarljósi Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarstjórnarmeirihluti Samfylk- ingar og Besta flokksins hafi unnið að þessu stóra skipulagsmáli með leyndarhyggju að leiðarljósi. Hann segir að einhverjir borgarfulltrúar meirihlutans hafi gögn um veður- farsathuganir á Hólmsheiði undir höndum og hafi fjallað um þau á fundum og jafnvel kynnt í öðrum sveitarfélögum. Borgarfulltrúar minnihlutans hafi enn ekki fengið þau afhent þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þá hafi ekkert samráð verið haft við íbúa í þeim hverfum sem liggja að Hólmsheiði, til dæmis í Grafarholti, Grafarvogi, Norðlinga- holti og Árbæ. „Sá grunur vaknar óneitanlega að verið sé að undirbúa einhverja sér- staka framsetningu á þessum gögn- um svo að þau þjóni best þeirri stefnu vinstriflokkanna að koma flugstarfsemi úr Vatnsmýri 2016 og upp á Hólmsheiði,“ segir Kjartan. Dagur segir að gögn um veður- farsathuganir verði kynnt í umhverf- is- og skipulagsráði í dag og í borg- arráði á morgun. Minnisblað um þær hafi þegar verið kynnt í borgarráði, með öðrum gögnum varðandi aðal- skipulag. Í núverandi aðalskipulagi Reykja- víkur er sú stefna mörkuð að flug- völlurinn verði ekki í Vatnsmýri. Gert er ráð fyrir að önnur flugbraut- in verið aflögð eftir 2016 og flugvöll- urinn í heild 2024. Dagur segir að engin stefnubreyting hafi orðið í því. Kjartan Magnússon segir að þeirri spurningu sé ósvarað hvernig eigi að fjármagna gerð nýs flugvallar sem áætlað hafi verið að kostaði 20- 30 milljarða. Slík fjárhæð liggi ekki á lausu hjá ríkinu og muni ekki heldur gera á næsta kjörtímabili. Þess má geta að Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra hefur sagt að óraunhæft sé að leggja nýjan innan- landsflugvöll á Hólmsheiði og það yrði ekki gert fengi hann að ráða. Land tekið frá undir flugvöll á Hólmsheiði  Veðurfar óhagstæðara fyrir innan- landsflug en á Reykjavíkurflugvelli Dagur B. Eggertsson Kjartan Magnússon Hólmsheiði » Hiti er að meðaltali einni gráðu lægri á Hólmsheiði en á Reykjavíkurflugvelli. » Rakastig lofts er 4% hærra sem bendir til þess að oftar sé súld og þoka. » Vindur og úrkoma er meiri og skyggni oftar verra. » Nothæfisstuðull er 98,2 á Hólmsheiði en 99,6% í Vatns- mýri. Bræðurnir fjórir ólust allir upp hjá móður sinni á Nýja-Sjálandi en eldri bræðurnir tveir, Hannes og Matthías, fluttu til Íslands áður en þeir urðu 18 ára og fengu dvalarleyfi hér á grund- velli fjölskyldusameiningar, að sögn Hannesar. Tvíburarnir voru 17 ára gamlir þegar þeir komu hingað sl. vor. Þeir sendu Út- lendingastofnun umsókn um dvalarleyfi 24. maí, 16 dögum áður en þeir urðu 18 ára. Í ákvörðun Útlendingastofn- unar segir að það séu fortaks- laus ákvæði í reglugerð um út- lendinga frá 2003 að ekki sé hægt að óska eftir um- sókn um fjölskyldusam- einingu skömmu fyrir 18 ára afmæli en senda inn nauðsynleg fylgiskjöl eftir að 18 ára aldri er náð. Aldursmörk vegna fjölskyldusameiningar eru 18 ár. Sóttu aðeins of seint um KOMU VORIÐ 2012 Feðgar Á Djúpavogi rekur Auðunn Baldursson, faðir bræðranna, steinasafn. Þar er myndin tekin. F.v. Hannes Auð- unsson, Reynir Authunsson, Auðunn, Brynjar Authunsson og Matthías Auðunsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.