Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nýtt félag hefur yfirtekið rekstur
skógræktarstöðvarinnar Barra hf.
á Fljótsdalshéraði. Í gær var gengið
frá samningum um kaup Gróðrar-
stöðvarinnar Barra ehf. á lausa-
fjármunum og birgðum af þrotabúi
Barra og leigusamningi við
Byggðastofnun um fasteignirnar á
Valgerðarstöðum í Fellum. Félagið
mun ekki halda áfram rekstri
gróðrarstöðvar á Tumastöðum.
Fyrrverandi starfsmenn Barra
beittu sér fyrir stofnun nýja fyrir-
tækisins. Skúli Björnsson fram-
kvæmdastjóri segir að tekist hafi
að safna bindandi hlutafjárlof-
orðum fyrir 18,5 milljónir kr. og
meira sé eftir að bætast við. Skóg-
arbændur og skógareigendur eru
stærsti hluthafahópur nýja félags-
ins ásamt sveitarfélögunum og
starfsmönnum.
Hlutafjárframlag sveitarfélag-
anna miðast einkum við að halda
áfram þróun nýrra verkefna til að
skjóta styrkari stoðum undir rekst-
urinn. Þar er einkum um að ræða
stofnræktun á jarðarberjaplöntum
og fleiri berjaplöntum fyrir íslensk-
an markað. Skúli bendir á að 30-50
þúsund jarðarberjaplöntur séu
fluttar inn með mold og öllu til-
heyrandi. Töluverður markaður sé
því fyrir framleiðsluna.
Sala á skógarplöntum hefur
dregist mikið saman í landinu auk
þess sem Barri hefur tapað mark-
aðshlutdeild. Skúli segir að fyrir-
tækið hafi fáa fasta samninga og
því ekki útlit fyrir aukningu í skóg-
arplöntuframleiðslu fyrstu árin.
Fyrirtækið er með tvö stór gróð-
urhús á Valgerðarstöðum. Annað
húsið verður tekið undir aðra rækt-
un, væntanlega matjurtaræktun
fyrir heimamarkað.
Barri rekur gróðrarstöð á Tuma-
stöðum í Fljótshlíð og hefur eign-
irnar á leigu hjá Skógrækt ríkisins.
Skúli sér ekki grundvöll fyrir
áframhaldandi rekstri þar en von-
ast til að einhverjir heimamenn
verði tilbúnir að taka við honum.
Nýtt fyrirtæki
tekur við rekstri
stöðvar Barra
Áhersla á stofnræktun jarðarberja-
plantna og matjurtarækt
Skipti Barri rak gróðrarstöð á Val-
gerðarstöðum á Fljótsdalshéraði.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Vafasamt er að sameining rannsóknarnefnda sjó-,
flug- og umferðarslysa í eina leiði af sér sparnað
eins og lagt er upp með í nýjum lögum um rann-
sóknir á samgönguslysum. Þetta segir Ingi
Tryggvason, formaður rannsóknarnefndar sjó-
slysa.
Ný rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur til
starfa þann 1. júní en hún mun hér eftir rannsaka
þau slys sem gömlu nefndirnar þrjár rannsökuðu
áður. Í athugasemdum með frumvarpinu að lög-
unum segir að með sameiningunni verði unnt að
koma þekkingu og starfskröftum úr öllum nefnd-
unum í eina sterkari sameinaða nefnd. Þannig sé
unnt að efla og samnýta fagþekkinguna. Þá segir
þar að rekstrarleg hagræðing felist í sameining-
unni. Til dæmis muni nefndarmönnum fækka úr
þrettán í heildina eins og nú er niður í sjö.
„Við höfum gert athugasemdir við þetta frá upp-
hafi og talið óheppilegt að sameina nefndirnar en
þetta er búið að standa til í 4-5 ár,“ segir Ingi.
Í lagi sé að sameina nefndirnar undir einni
stofnun og samnýta húsnæði og starfsfólk en erfitt
sé að sameina sérfræðiþekkinguna úr þremur
nefndum í sjö mönnum.
„Núna eru nefndirnar skipaðar sérfræðingum
en það er ekki hægt að spanna eins vítt svið með
sjö mönnum,“ segir hann og telur einsýnt að rann-
sóknum á minniháttar málum verði hætt þegar
sameinuð nefnd taki til starfa. Slík mál geti þó
skipt verulegu máli.
Þá telur Ingi að kostnaður vegna sérfræðiað-
stoðar eigi eftir að vaxa eftir sameininguna.
„Laun nefndarmanna eru í raun hlægilega lág
og það má segja að menn líti á þetta sem áhuga-
mál. Þau fáu skipti sem við höfum þurft að leita til
sérfræðinga utan nefndarinnar fara mánaðar-
laun nefndarmanna í nokkurra klukkustunda
vinnu sérfræðinganna. Við teljum mjög
vafasamt að þetta muni leiða af sér sparnað.“
Efast um gagn sameiningar
Rannsóknarnefndir sjó-, flug- og umferðarslysa sameinaðar í eina nefnd Ný
rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur til starfa 1. júní Á að skila sparnaði
Samkvæmt lögunum verða for-
stöðumönnum gömlu nefnd-
anna boðin störf rannsóknar-
stjóra hjá þeirri nýju þar til
skipunartíma þeirra lýkur.
Tveir starfsmenn rann-
sóknarnefndar sjóslysa hafa
verið í Stykkishólmi.
Óvíst er hvort störf
þeirra flytjast til
Reykjavíkur.
Nefndirnar funda
með ráðuneytinu um
framhaldið í dag.
Tveir í
Stykkishólmi
FUNDAÐ Í DAG
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Norsk olíufyrirtæki hafa nú meiri
áhuga á að leita að olíu í suðaustan-
verðu Barentshafi og við Lofoten,
Vesterålen og
Senja við norð-
vesturströnd Nor-
egs en á Jan Ma-
yen-svæðinu, að
mati Rogers Ped-
ersens, yfirmanns
upplýsingamála
hjá Norsk olje &
gass. Það eru
hagsmunasamtök
olíufélaga sem
tengjast leit og
nýtingu olíu og gass á norska land-
grunninu. Pedersen var einn fyrirles-
ara á námsstefnu Norræna blaða-
mannaklúbbsins í Norður-Noregi í
síðustu viku. Hann var spurður hver
hann teldi að yrðu næstu skref á
norska landgrunninu við Jan Mayen.
Fremur lítill áhugi hingað til
Pedersen sagði búist við því að
norsk stjórnvöld muni opna fyrir
starfsemi á Jan Mayen-svæðinu fyrir
næsta sumar.
„Hingað til hefur áhugi fyrirtækja
sem starfa á norska landgrunninu
ekki verið sérlega mikill á þessu
svæði,“ sagði Pedersen. Ástæðurnar
eru m.a. þær að svæðið er mjög langt
frá Noregi og að mörgu leyti óþekkt.
Það verði því mjög krefjandi verkefni
að nýta svæðið frá Noregi. Hann
sagði að olíufyrirtækin hefðu meiri
áhuga á svæðum sem lægju nær
landi. Nú eru fjarlægustu olíuvinnslu-
svæðin á norska landgrunninu um 200
km frá landi en Jan Mayen er tæpa
1.000 km frá Noregsströndum.
Pedersen sagði að Norska olíu-
stofnunin (Oljedirektorated) bindi
vissulega miklar vonir við Jan Ma-
yen-svæðið og niðurstöður hljóð-
bylgjumælinga þar lofi góðu. Óvissan
þar sé þó enn mikil og olíufyrirtæki
sem starfi á norska landgrunninu hafi
sýnt svæðinu lítinn áhuga. Hann vildi
engu spá um tilraunaboranir við Jan
Mayen.
Möguleg aðstaða á Íslandi
Pedersen bendir á að norska ríkis-
olíufélagið Petoro eigi aðild að báðum
sérleyfunum sem Íslendingar gáfu út
varðandi oíuleit á íslenska hluta
Drekasvæðisins. Fá önnur norsk fé-
lög hefðu enn sem komið er lýst op-
inberlega yfir áhuga á svæðinu, þótt
þau kunni að hafa hann.
Pedersen sagði og að hefji Íslend-
ingar einhvers konar starfsemi
tengda olíuvinnslu á svæðinu megi vel
hugsa sér að einnig verði hafist handa
á norska landgrunninu með aðstöðu á
Íslandi.
Norska landgrunnið og olían
Heimild: Norsk olje & gass
Opið fyrir olíustarfsemi
Ekki opið fyrir olíustarfsemi
Engin olíustarfsemi, né
sérstakar áætlanir
Opnunarferli er hafið
Svæði tilbúin til úthlutunar
Norsku landgrunnsmörkin
Eldri mörk sem gert var
tilkall til
Áætluð ystu mörk setlaga
sem gætu geymt olíu
Jan Mayen
Svalbarði
Norður-Íshaf
Norður-Barentshaf
Suður-Barentshaf
Ísland
Noregshaf
Rússland
Finnland
Svíþjóð
Hjaltland
Noregur
Norðursjór
Önnur svæði eru
á undan Jan Mayen
Meiri áhugi er í Noregi á olíuvinnslusvæðum nær landi
Roger
Pedersen.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Langt í burtu Sigurður Ásgeirsson hjá Landhelgisgæslunni mælir vega-
lengdina frá Jan Mayen til Íslands. Myndin er úr safni.
Sími 555 2992 og 698 7999
VERIÐ VIÐBÚIN
VETRINUM
Hóstastillandi
og mýkjandi
hóstasaft frá
Ölpunum
NÁTTÚRUAFURÐ
úr selgraslaufum