Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 „Við fengum sitt símtalið hvor við bræðurnir. Búið er að fara yfir málið og lyfjagjöf hefst í lok apríl,“ segir Guð- mundur Skúli Halldórsson, ungur Borgnesingur, en hann og Samúel bróðir hans eru báðir með sjaldgæfan efna- skiptasjúkdóm, Fabry-sjúkdóminn, og hafa ítrekað farið fram á að fá lyf við honum. Þeim bárust fregnir þess efnis á mánudag að Sjúkra- tryggingar Íslands hefðu heimilað lyfjagjöf. Þrír hafa fengið lyfið Hingað til hafa þrír Íslendingar fengið þetta tiltekna lyf og hefur það gefið góða raun að sögn Guðmundar Skúla. Ekki er langt síðan bræðurnir greindust með sjúkdóminn, en móðir þeirra lést af völdum hans í lok síðasta árs. Þeir höfðu verið veikir og heilsulausir árum saman, án þess að fá rétta greiningu. Eftir að hún lá fyrir sóttu bræðurnir um að fá lyfið. Í kjölfarið setti Landspítalinn saman teymi þess fag- fólks sem hefur mesta þekkingu á Fabry-sjúkdómnum og voru erlendir sérfræðingar fengnir til að meta hvort þessi tilteknu lyf gætu gagnast bræðrunum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, sagði við mbl.is að þegar svona langvinnir og alvarlegir sjúkdómar greind- ust væri farið í gegnum tiltekið ferli. Teymið yrði að ganga úr skugga um að lyfið væri það rétta fyrir þá Guðmund og Samúel. „Fólk á vegum lyfjafyrirtækisins mun koma og fræða okkur og þjálfa starfsfólk sjúkrahússins. Við vitum ekki hvort við munum þurfa að fara á sjúkrahúsið og fá lyfið, en við vitum að víða erlendis, þegar komin er góð reynsla hjá fólki og ef það sýnir engin ofnæmisviðbrögð, þá sprautar það sig sjálft heima hjá sér,“ segir Guðmundur Skúli. Tveir frændur þeirra bræðra hafa líka verið greindir með Fabry-sjúkdóminn, en að sögn Guðmundar Skúla hafa þeir enn ekki fengið svör um hvort þeir muni líka fá lyfið. „Ég bjóst við því, þegar við greindumst, að við fengjum lyfið strax. Ég er ekki búinn að átta mig almennilega á þessu, það eru ennþá sex vikur í að við fáum lyfin. Þetta tók þrjú ár fyrir þá sem ruddu brautina, við þurfum að bíða fimm mánuði og vonandi þurfa þeir sem eiga eftir að greinast, ef einhverjir verða, ekki að bíða jafn lengi.“ annalilja@mbl.is Bræðurnir fá lyf við Fabry-sjúkdómnum Bræðurnir Samúel og Guðmundur Skúli Halldórssynir.  Lyfjagjöf hefst í apríl  Þrír aðrir hafa greinst Fabry-sjúkdómur » Fabry sjúkdómurinn er arfgeng efnaskiptatrufl- un sem stafar af stökkbreytingu í geni og leiðir til skorts á svokölluðu lýsósómal-ensími. » Þessi uppsöfnun leiðir til skemmda á ýmsum líf- færum. » Helstu einkenni eru taugaverkjaköst í útlimum, ýmis einkenni frá þörmum, ógleði og uppköst. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða 22 ára gamalli stúlku 4.250.434 krónur í bætur vegna slyss sem hún varð fyr- ir þegar hún stundaði nám í Verk- menntaskóla Austurlands vorið 2008. Haldin var íþróttahátíð fram- haldsskólanna á Austurlandi í febr- úar 2008 og var ein keppnisgreina nefnd dvergakast. Fór hún þannig fram að tveir nemendur köstuðu hinum þriðja yfir slá og var mark- miðið að kasta „dvergnum“ sem lengst. Allir nemendur áttu að taka þátt í að minnsta kosti einni íþróttagrein. Bar konan, að einn kennarinn hefði sagt henni að hún ætti að vera „dvergurinn“ í dvergakastinu. Ekki hafi viljað betur til en svo að þegar konunni var kastað lenti hún á gólfinu fyrir framan slána og slas- aðist. Samkvæmt mati lækna hlaut hún 8% örorku. Dómurinn segir í niðurstöðu sinni, að telja verði að skólastjórnendur hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi með því að leyfa slíkt atriði á leikunum, einkum þegar litið sé til þess að at- riðið var framkvæmt án alls und- irbúnings, leiðbeininga eða þjálfun- ar af hálfu skólans. Því beri ríkið bótaábyrgð á slysinu sem konan lenti í. Fram kemur einnig í dómnum að lýsing á atburðum í lögregluskýrslu sé í engu samræmi við framburð konunnar og myndskeið sem sýni at- burðinn og var sýnt í réttarsalnum. Dómhús Í húsi Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg. Slasaðist í „dvergakasti“  Íslenska ríkið dæmt til að greiða stúlku 4,2 milljónir króna í bætur Morgunblaðið/Ómar Við lítum á þessa uppbyggingu í víðu samhengi, segir Eyþór Arnalds, for- maður bæjarráðs Árborgar. „Há- skólastarfsemi er samfélaginu nauð- syn og aðkoma sveitarfélagsins að þessa verkefni var aðkallandi, svo unnt væri að stíga þetta mikilvæga skref. Þegar við sameinuðum starf- semi Vallaskóla í eina byggingu opnuðust alveg nýir möguleikar. Því teljum við sterkan leik að háskólastarfsemi og símenntun fái inni í þessari byggingu sem er nánast í mið- bænum, en metn- aður okkar stendur til að efla svo styrkja megi stöðu Selfoss heild- stætt með góðu miðbæjarskipulagi.“ Grunnþættir í samfélagi Fjölheimar á Selfossi, mennta-, fræða- og upplýsingasetur, voru opnaðir fyrir skemmstu. Sandvík- ursetur heitir húsið, það er gamli barnaskólinn við Tryggvagarð sem er 2.220 fermetra bygging. Elsti hluti hennar byggður fyrir um sjötíu árum. Háskólafélag Suðurlands, Fræðslufélag Suðurlands og nokkrir fleiri hafa fengið inni í 2/3 hluta hússins. Er þess svo vænst að fleiri bætist í hópinn í næstu framtíð sem aftur mun skapa þar deiglu þekk- ingar og ólíkra fræðasviða. „Fyrir um þrjátíu árum var bar- áttumál hér í bæ að fá framhalds- skóla sem náðist í gegn með frum- kvæði sveitarfélaganna. Sveitarfélögin greiddu fyrir fjár- mögnun byggingar skólahúss Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Og nú var röðin komin að háskólamálunum, í dag eru kröfurnar orðnar meiri og símenntun og háskólastarf einfald- lega grunnþættir í hverju sam- félagi,“ segir Eyþór. Tvö ár eru síðan öll starfsemi Vallaskóla á Selfossi var í sparnað- arskyni sameinuð í einni byggingu. „Með tilfærslum í Vallaskóla rýmd- ist skólahúsið gamla og voru uppi ýmsar hugmyndir um framtíð- arhlutverk þess. Til umræðu var að selja húsið t.d. undir verslanir eða hótel en lendingin varð samt sú að leggja húsið inn sem fjárfestingu í menntun. Ég tel það hafa verið mjög sterkan leik og ávinningurinn er margþættur.“ Eyþór segir útlagðan kostnað sveitarfélagsins vegna breytinganna á húsinu vera um 100 millj. kr. í fyrsta áfanga og þeim kostnaði muni sveitarfélagið standa undir með húsaleigutekjum frá Háskólafélag- inu og Fræðsluneti Suðurlands. „Þetta er mjög stórt framlag í þágu fræðslumála á Suðurlandi. Áhugi á námi og fræðastarfi er mikill og vax- andi og við teljum líklegt að fljótlega hafi slík starfsemi allt húsið undir sig.“ sbs@mbl.is Háskólastarf í mið- bænum á Selfossi  Fjölheimar opnaðir  Barnaskóla breytt  100 milljóna kr. verkefni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Gamla gráa skólahúsið hefur fengið nýtt hlutverk. Eyþór Arnalds Fjármögnun heilbrigðisþjónustu Ráðstefnan verður haldin á Grand hótel fimmtudaginn 14. mars kl. 13:30 AÐGANGUR ÓKEYPIS DAGSKRÁ: HerraÓlafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ávarpar ráðstefnugesti Björn Zoega, forstjóri LSH Landspítali alltaf opinn og tekur við öllum Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ Löng leið sjúklingahóps frá útskúfun til viðurkenndrar þjónustu Harpa Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna Samræmast greiðslur til öldrunarþjónustu þeim kröfum sem gerðar eru til þjónustunnar? Pallborðsumræður: Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með frummælendum og einum fulltrúa hvers stjórnmálaflokks sem á fulltrúa á alþingi. Setning: Gísli Páll Pálsson, formaður SFV Fundarstjóri:María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.