Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Héraðsdómur Austurlands hefur
dæmt karlmann í 18 mánaða fang-
elsi fyrir að hafa brotið kynferðis-
lega gegn barnabarni sínu. Þá var
manninum gert að greiða barninu
800 þúsund krónur í miskabætur
auk einnar milljónar króna í sakar-
kostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa brotið þrívegis á stúlkubarni á
tímabilinu 2009-2011, tvisvar á
heimili sínu og einu sinni í tjaldi á
tjaldsvæði. Upp komst um málið
þegar stúlkan upplýsti umsjónar-
kennara sinn, í kjölfar umræðna í
bekknum um kynferðislegt ofbeldi,
að hún hefði orðið fyrir kynferð-
islegu ofbeldi af hendi afa síns á
heimili hans.
Maðurinn neitaði sök og sagðist
ekki minnast þess að hafa snert
stúlkuna með þeim hætti sem
greindi í ákæru. Í yfirheyrslum bar
maðurinn, að hann hafi á umræddu
tímabili verið ofdrykkjumaður,
drukkið daglega og iðulega misst
minnið vegna drykkju.
Ákæran byggðist á framburði
sem stúlkan gaf við rannsókn máls-
ins. Fram kemur í dómnum, að
framburður hennar hafi verið skýr
og skilmerkilegur miðað við aldur
hennar og jafnframt stöðugur og í
innbyrðis samræmi, þrátt fyrir að
við skýrslutökuna væri farið nokk-
uð fram og til baka milli atburða.
Braut gegn
barnabarni
Dæmdur í 18
mánaða fangelsi
Dómur Héraðsdómur Austurlands.
„Það segir manni bara eitt, að ráð-
herrann hafi haft þann eina ásetning
að stoppa rannsókn íslensku lögregl-
unnar á þessu máli, allavega grípa
inn í,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, í umræðum á Alþingi í
gær um þá ákvörðun Ögmundar
Jónassonar innanríkisráðherra að
stöðva samstarf íslenskra lögreglu-
yfirvalda við bandarísku alríkislög-
regluna FBI sumarið 2011.
Vísaði hún til fundar allsherjar-
og menntamálanefndar Alþingis í
gær. Eftir þann fund sagði Björgvin
G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar og formaður nefndarinn-
ar, við mbl.is að atburðarásin hefði
verið rakin en ekkert nýtt í sjálfu
sér komið fram. Fundurinn hafi
staðfest þá skoðun hans, að ráðu-
neytið hafi farið fram með eðlilegum
hætti.
Þorgerður Katrín sagði hins veg-
ar að á fundinum í gær hefði komið
ótvírætt fram að ráðherra hefði enga
heimild haft eða forsendur til að
trufla rannsókn íslensku lögreglunn-
ar á máli sem m.a. leiddi til rann-
sóknar í Bandaríkjunum.
„Þetta er mál sem má ekki sofna
því við erum orðin uppvís að því að
hið pólitíska framkvæmdavald, póli-
tískur ráðherra, hefur með ásetningi
gripið inn í sjálfstætt ákæruvald.
Málið er grafalvarlegt,“ sagði hún.
Mál sem ekki má sofna
Morgunblaðið/Ómar
Á þingi Alþingismenn hlýða á umræður í þinghúsinu.
Þingmenn ósammála um hvort afskipti ráðherra af rann-
sókn FBI hér á landi hafi verið eðlileg eða ekki
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði
á mánudagskvöld ökumann sem
grunaður var um akstur undir
áhrifum fíkniefna.
Að sögn lögreglu var maðurinn
færður á lögreglustöð, þar sem
sýnatökur staðfestu neyslu hans á
amfetamíni. Hann var með átta
grömm af amfetamíni á sér og við
leit á heimili hans fannst lítilræði af
amfetamíni til viðbótar.
Lögreglan á Suðurnesjum hand-
tók nýverið sama mann vegna akst-
urs undir áhrifum amfetamíns.
Hann játaði þá, auk fíkniefnaakst-
ursins, að hafa selt fíkniefni. Við
húsleit heima hjá honum í það
skipti fundu lögreglumenn 100
grömm af amfetamíni, sem hann
hafði að stærstum hluta komið fyrir
í frysti. Að auki fannst lítilræði af
kannabisefnum.
Ók ítrekað
undir áhrifum
Það tekur stutta stund að gefa blóð.
Atvinnurekendur! Auðveldum starfsfólki að
gefa blóð og bjarga mannslífum.
Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel hf.
BRETTUM UPP ERMAR
GEFUM BLÓÐ