Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þær kvaðir eru lagðar á olíufélögin og aðra sem selja eldsneyti, í stjórn- arfrumvarpi, að séð verði til þess að á árinu 2015 verði 3,5% af heildar- orkugildi eldsneytis í vökva- eða gas- formi sem selt er vegna samgangna af endurnýjanlegum uppruna og hlutfallið verði komið í 5% 2016. Um er að ræða innleiðingu á til- skipun Evrópuþingsins og -ráðsins og er markmiðið að auka hlut end- urnýjanlegs eldsneytis í samgöngum og draga úr losun gróðuhúsaloft- tegunda. Til lengri tíma litið er að því stefnt að skipt hafi verið út 10% af orku í samgöngum með endurnýj- anlegri orku árið 2020. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyr- ir að ríkissjóður verði af tekjum sem nema tveimur milljörðum kr. á ár- unum 2015 og 2016 verði frumvarpið lögfest. Breytingarnar sem væntanleg löggjöf felur í sér eru umtalsverðar en flestir sem sent hafa Alþingi um- sagnir við frumvarpið taka undir markmið þess. Olíufélagið N1 og Samtök verslunar og þjónustu vilja þó að þessi skref verði tekin í lengri áföngum þannig að 5% markinu verði náð 1. janúar 2017. Þeir sem selja eldsneyti gætu þurft að yfir- stíga ákveðna tæknilega þröskulda til að þessu takmarki verði náð. Carbon Recycling International ehf. er því þó ósammála í umsögn og segir erfitt að halda því fram að tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að dreifingar- og söluaðilar geti blandað endurnýjanlegu elds- neyti við jarðefnaeldsneyti. Tækni sé þegar til staðar til þess að blanda því við bensín og dísil hér á landi. Þá hafi a.m.k. tvö olíufélaganna þegar hafið innflutning á lífeldsneyti. Í umsögn atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins sem barst í gær er því haldið fram að lágmarks- viðmiðið sé auðvelt viðureignar fyrir söluaðila eldsneytis hér á landi. Tveggja ára aðlögunarfrestur sé nægilega langur. Kippur myndi færast í fram- leiðslu innlends eldsneytis Lagðar eru í frumvarpinu þær kvaðir á þá sem selja eldsneyti að þeir sýni fram á að eldsneytið sé unnið úr endurnýjanlegum orkugjöf- um og þeir leggi fram upprunavott- orð. Er Orkustofnun falið umtals- vert eftirlitshlutverk og getur stofnunin lagt sekt á söluaðila sem uppfylla ekki skilyrðin. Sú leið varð fyrir valinu við smíði frumvarpsins að útfærslan á hvernig markmiðunum verður náð er í hönd- um fyrirtækjanna sjálfra. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins segja í umsögn að mikill áhugi sé á framleiðslu innlends eldsneytis og vænta megi að lögin verði til þess að kippur færist í þá starfsemi. Í frumvarpinu er opnuð leið fyrir söluaðila eldsneytis til þess að selja óblandað endurnýjanlegt elds- neyti, svo sem metangas eða vetni en þeir geta einnig valið úr marg- víslegum tegundum endurnýjanlegs eldsneytis, s.s. lífdísilolíu fyrir dísil- olíublöndur og etanól, metanól o.fl. fyrir bensínblöndur. Olíuverslun Íslands uppfyllir nú þegar kröfur frumvarpsins varðandi hlut endurnýjanlegra orkugjafa í dísilolíu en fyrirtækið blandar hátt í 10% af endurnýjanlegu eldsneyti í allan dísil sem dreift er frá höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einar Benediktsson, forstjóri félagsins, segir að jafnvel verði einfaldara að leysa þetta hvað bensínið varðar, því þar sé enn meira val á milli efna fyrir bensínblöndur. ,,Það er af okkar hálfu ekkert því til fyrirstöðu að gera þetta eins og kveðið er á um. Þetta er gott skref í grænu áttina og það er auðvelt að uppfylla þessi lágmarksskilyrði.“ „Þetta er gott skref í grænu áttina“  Félögin fá tveggja ára aðlögunarfrest  Orkustofnun falið eftirlit og sektarvald Morgunblaðið/Ómar Umferð Markmið væntanlegra laga er að auka hlut endurnýjanlegra orku- gjafa í bifreiðum og öðrum samgöngutækjum. Olíufélögin tryggi að 2015 séu 3,5% af heildarorku eldsneytis af endurnýjanlegum uppruna og 5% 2016 Lögfesting frum- varpsins um end- urnýjanlegt elds- neyti mun hafa mikil áhrif á skatttekjur ríkis- sjóðs að mati fjármálaráðu- neytisins. Endur- nýjanlegt elds- neyti ber ekki opinber gjöld s.s. bensíngjald og olíugjald. „Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af vöru- og kolefnisgjöldum auk virðisaukaskatts geti dregist saman um 760 [milljónir kr.] á árinu 2015 og um 1.150 [milljónir kr.] á árinu 2016,“ segir í umsögn fjárlagaskrif- stofunnar. „Ekki er gert ráð fyrir þessu tekjutapi ríkissjóðs í áætlun ríkis- stjórnarinnar um jöfnuð í ríkis- fjármálum. Lögfesting frumvarps- ins mun því að óbreyttu skerða afkomu ríkissjóðs og þyngja í sama mæli róðurinn að settu markmiði um afgang á ríkisrekstrinum og að greiða niður skuldabagga ríkis- sjóðs. Ríkisstarfsemin hefur verið rekin með greiðsluhalla og ef þessi lagasetning á ekki að verða til þess að auka á lánsfjárþörf ríkissjóðs hlýtur að verða að mæta því annað- hvort með samdrætti í útgjöldum annarra málaflokka eða með nýrri tekjuöflun,“ segir þar ennfremur. Lýst er áhyggjum af þessu í um- sögn Samtaka verslunar og þjón- ustu sem segja að liggja verði skýrt fyrir hvaða stefnu ríkissjóður hyggst taka varðandi skattlagn- ingu á eldsneyti. „Þetta er mjög brýnt af þeirri ástæðu að verði frumvarp þetta að lögum er fyrir- sjáanlegt að tekjur ríkissjóðs af vöru- og kolefnisgjaldi af eldsneyti, auk virðisaukaskatts mun dragast umtalsvert saman.“ Að mati fjármálaráðuneytis gæti þurft að endurskoða skatta af sam- göngum í samræmi við aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa ef skattlagningin á áfram að vera sú tekjuöflun sem hún hefur verið, m.a. til vegakerfisins. Mikil áhrif á skatt- tekjur ríkisins af eldsneytisnotkun Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarútgjöld til heilbrigðismála voru 145 milljarðar króna á seinasta ári eða 8,5% af landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 116 millj- arðar króna en hlutur heimila um 29 milljarðar eða 21%. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri Hagstofunnar á fjármálum hins opinbera. Útgjöld hins opinbera til heilbrigð- ismála árið 2012 námu nánar tiltekið 115,5 milljörðum eða 6,8% af lands- framleiðslu. Þau drógust saman um rúmlega 3 milljarða eða um 0,5 pró- sentustig af landsframleiðslu milli ára. Fram kemur í riti Hagstofunnar að á þennan mælikvarða hafa þau ekki mælst lægri í hálfan annan áratug. Yfirlit yfir einstök viðfangsefni heil- brigðisþjónustunnar sýnir að útgjöld hins opinbera sem hlutfall af lands- framleiðslu hafa einkum dregist sam- an í sjúkrahúsaþjónustu, en hlutur þeirra útgjalda var 4,4% af landsfram- leiðslu í fyrra en 5,13% á árinu 2006 svo dæmi séu tekin. Í fyrra var um 75 milljörðum ráð- stafað til sjúkrahúsaþjónustu og nam lækkunin milli ára 3,8 milljörðum. ,,Að raungildi á mann drógust útgjöld til sjúkrahúsaþjónustu saman um 10,3%, vegna lyfja- og hjálpartækjakaupa um 6,9% og um 2,6% vegna þjónustu við ferlisjúklinga,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. Hlutur sjúklinga að hækka Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, gagnrýnir þessa þróun eins og hún birtist í tölum Hagstofunnar í frétt á vefsíðu bandalagsins í gær. „Það verður að endurskoða gjaldtöku fyrir ýmsa þætti heilbrigðisþjónust- unnar til að jafna aðgengi fólks að þjónustunni. Við sjáum að hlutur sjúklinga af heildarkostnaði innan heilbrigðiskerfisins er að hækka og þeirri þróun verðum við að snúa við,“ segir Elín Björg. Fram kemur í útreikningum Hag- stofunnar að í fyrra borguðu heimilin 20,6% af heildarútgjöldum til heil- brigðismála í landinu og hefur hlut- fallið ekki verið hærra á því 15 ára tímabili sem sýnt er í samanburðin- um. 360 þúsund kr. á mann Á árabilinu 1999 og til 2009 sveifl- aðist hlutdeild fjárútgjalda heimil- anna í heildarútgjöldum til heilbrigð- ismála á hverju ári frá 17,4% til 19%. Útgjöld hins opinbera til heilbrigð- ismála voru ríflega 360 þúsund krónur á mann 2012 og lækkuðu um 32 þús- und krónur milli ára en frá árinu 2008 hafa þau lækkað um 56 þúsund krón- ur á mann á verðlagi 2012 eða um 13,5%. Á árunum 2002 til 2008 voru þau aftur á móti svipuð á föstu verði eða á bilinu 427-439 þúsund krónur á verðlagi 2012. Lægstu heilbrigðisútgjöld hins opinbera í 15 ár Morgunblaðið/Golli Landspítali Útgjöld til sjúkrahúsaþjónustu minnkuðu um 4,9% 2011-2012. Örráðstefna fimmtudaginn 14. mars kl. 16:30-18:00 16:30-16:35 Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar setur ráðstefnuna. 16:35-16:55 Hver er heimilislæknirinn þinn? Þórarinn Ingólfsson heilsugæslulæknir. 16:55-17:15 Karlaheilsa - vandinn að eiga blöðruhálskirtil. Guðjón Haraldsson skurðlæknir. 17:15-17:35 Þær stjórna lífi okkar - sjálfshjálparörnám- skeið. Michael Clausen sérfræðilæknir. 17:35-17:55 Hvað skilur að drengi og menn? Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. 17:55-18:00 Ráðstefnu slitið - boðið upp á ávexti og safa. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Bergur Ebbi Benediktsson, uppistandari. Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, sími 540 1900, www.krabb.is Ég er karlmaður ég get veikst ég get grátið Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins, Framför, Góðir hálsar og Krabbameinsfélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.