Morgunblaðið - 13.03.2013, Page 22

Morgunblaðið - 13.03.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heitið „hinnsjúkimaður Evrópu“ er gam- alkunnugt, en hef- ur í daglegu tali upp á síðkastið fallið á Grikkland. En þótt Grikkland fengi ekki þá dap- urlegu einkunnagjöf sem í þessu viðhengi felst yrði eng- inn skortur á kostum. Spánn, Portúgal og Írland eru skammt undan og mörgum er órótt vegna Ítalíu. En þrátt fyrir afleita stöðu efnahags- lífs þessara landa og raunar fleiri evrulanda þykir Grikk- land enn skera sig úr. Þar hefur kreppan verið viðvar- andi í sex ár og fer því fjarri að sjái fyrir endann á henni. Fréttamiðlarinn CNN bendir á að nú hafi ástandið í Grikklandi tekið á sig nýja mynd og enn dapurlegri en áður. Landið sé komið í al- varleg vanskil við alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Þar er ekki um neinar smátölur að tefla. Vanskilin eru þegar talin nema um tveimur milljörðum evra sem svara til um þrjú- hundruð og tuttugu milljarða króna. Þrátt fyrir að viðskipti með lyf lúti ekki að öllu leyti hin- um hörðu lögmálum við- skiptalífsins eru afleiðingar þessarar afmörkuðu skulda- kreppu smám saman orðnar mjög alvarlegar. Þeir sem háðir eru dýrustu lyfjum, svo sem krabbameinssjúklingar, standa frammi fyrir mikilli ógn. Þeir fá ekki þau lyf sem gætu framlengt líf þeirra og jafnvel veitt góða von um varanlega lækningu. En þetta eru ekki aðeins hinar erfiðu undantekningar, því mjög er þrengt að sjúk- lingum almennt, bæði þeim sem eru innan sjúkrahúsa og utan. Fyrir fáeinum vikum til- kynnti Össur Skarphéðinsson þau gleðitíðindi í sérstakri grein að evruvandinn í ESB hefði nú verið farsællega leystur. Þessi miklu tíðindi virðast ekki hafa borist sjúk- lingum suður í Grikklandi eða atvinnulausu æskufólki á Spáni, en atvinnuleysi þess hóps er nú komið í 54%. Ekki einu sinni forseti Evrópu- þingsins, Martin Schulz, sem hefur verið einn harðsnúnasti talsmaður „Evrópuhugsjón- arinnar“, virðist hafa frétt af yfirlýsingu hins efnahagslega undraverks í íslenska utan- ríkisráðuneytinu. Schulz er svartsýnn á ástandið og segir að nær öll „hjálp“ til Grikk- lands hafi gengið beint til banka í vandræð- um, en aðeins smábrot hennar til fólksins sem þau vandræði bitna á með dag- vaxandi hörm- ungum. Tekur hann undir orð fyrrverandi formanns þýskra jafnaðarmanna, Oscars Lafontaine, sama efnis. Skömmu áður hafði for- sætis- og fjármálaráðherra Lúxemborgar lýst sínum áhyggjum í Der Spiegel. Ráðherrann sagði að um sig færi ónotahrollur þegar hann hugsaði til þess hve ástand- inu í Evrópu svipaði nú til þess sem var fyrir nákvæm- lega eitthundrað árum, árið 1913. Það var síðasta heila árið fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Í bullukolla-umfjöllun í Spegli „RÚV“ var sagt fyrir nokkru að Sjálfstæðisflokk- urinn á Íslandi og Íhalds- flokkurinn breski hefðu þá sérstöðu að vera klofnir í afstöðunni til ESB. Slíkum klofningi væri ekki fyrir að fara á meginlandinu. Þá var væntanlega verið að vísa til þess að 7% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hafa sagst vera hlynnt aðild að ESB! Staðreyndin er hins vegar sú að í sjálfu höfuðríki evrunnar, Þýskalandi, fór aldrei fram þjóðaratkvæði um að taka hana upp og skoðanakannanir hafa iðu- lega sýnt að meira en helm- ingur Þjóðverja vildi fremur þýskt mark en evru. Það er hins vegar bæði satt og rétt að hin stjórnmálalega elíta landsins hefur ekkert gert með þessi sjónarmið almenn- ings, sem hlýtur að vera mikið umhugsunarefni. En á dögunum var tilkynnt um ný stjórnmálasamtök í Þýskalandi sem hagfræð- ingar, lögspekingar og fyrr- verandi liðsmenn Kristilegra demókrata í þýsku atvinnulífi leiða og ætla að berjast fyrir því að Þýskaland gefi evruna endanlega upp á bátinn. Reyndustu fréttaskýrendur álfunnar segja Merkel þýska- landskanslara hafa miklar áhyggjur af þessu framboði. Ekki skal hér lagður dómur á það, hvort kanslarinn hafi ástæðu til þess. En sé svo, þá væri kannski ráð að fá grein Össurar þýdda og senda hana uppreisnarmönnum. Eina sem þarf að passa er að blaðamennirnir sem voru á fundinum fræga með íslenska ráðherranum frétti ekki af því. Á þann hóp verður ekki meira lagt, en þá var gert. Ummæli evrópskra stjórnmálaforingja upp á síðkastið eru mjög á eina lund} Horfur harðna Þ að er kunnara en frá þurfi að segja að áhugi á hvers konar hönnun hefur aukist gífurlega á undan- förnum árum. Ekki einasta er al- menningur í auknum mæli farinn að þjálfa huga og hönd með það fyrir augum að skapa eitthvað sem gagnast, gleður eða hvort- tveggja, heldur gefur fólk í auknum mæli gaum að þeirri hönnun sem liggur að baki öllu því sem við sjáum, snertum og borðum frá degi til dags. Þetta á ekki síst við um grafíska hönnun en sá áhugi sem árleg verðlaunaafhending Fé- lags íslenskra teiknara (FÍT) vekur núorðið sýnir að uppskeruhátíð þess fagfélags trekkir að langt út fyrir félagatalið. Það má sumpart skrifa þennan aukna áhuga á blessað hrunið sem hér varð fyrir hálfu fimmta ári. Má ekki leiða líkum að því að ein hinna dýrmætu lexía – sem mörlandanum lærðist við hið almenna verðfall sem varð þá á veraldlegum hlutum – hafi verið að læra í auknum mæli að meta það fallega og vel gerða sem við umgöngumst frá degi til dags? Eflaust ligg- ur þar stór hluti ástæðunnar en um leið ber að þakka starfsfólki Hönnunarmiðstöðvar sem hefur með ötulu starfi unnið innlendri hönnun brautargengi, ekki síst með skipulagningu hins árlega HönnunarMars sem er rétt að bresta á. Það var líka tímabært að gefa hinum skapandi greinum smá athygli og virðingu því þeim er hreint ekki alls varnað. Vissir þú, lesandi góður, að fyrsti íslenski graf- íski hönnuðurinn var kona? Það var Ágústa Snæland, einn stofnenda FÍT og hönnuður merkis Listahá- tíðar. Hversu mörg fagfélög hérlendis státa af því að fyrsti einstaklingurinn innan félaga- talsins hafi verið kona? Það er því vissara að huga að því sem fangar augað frá degi til dags, bæði til að hrósa þeim sem ber eftir því sem við á, en líka til að standa vörð um það fallega í umhverfinu ef vá steðjar að því. Hver man ekki eftir áformum sem uppi voru fyrir nokkrum árum um að breyta OPAL-pakkanum sem Atli Már hannaði í kringum 1945? Það hefði verið meiriháttar stórslys og gekk góðu heilli ekki eftir. Að sama skapi veit ég til þess að margir vildu gefa fúlg- ur fjár fyrir eintak af hátíðarútgáfu ljóðabók- arinnar Fagra veröld eftir Tómas Guðmunds- son sem gefin var út 1968 af Almenna bókafélaginu, gullfallega myndskreytt af hin- um sama Atla Má, vel að merkja. Undirritaður var svo lán- samur að fá eina slíka í stúdentsgjöf á sínum tíma og hefur þegar neitað nokkrum kauptilboðum í eintakið enda skal dýrgripurinn sá aldrei látinn af hendi. Svo leiðum hugann að því hvað er vel gert í umhverfinu, hverju skyldi alls ekki breyta; og hvaða munir sem við tökum sem sjálfsögðum í dag hafa burði til að verða ígildi téðrar útgáfu af Fögru veröld eftir fáein ár? Við eigum fullt af hæfileikafólki í öll- um mögulegum skapandi greinum og á hverju ári verða til hlutir sem víst má telja að standist tímans tönn. Gefum góðri hönnun gaum í dag svo við þurfum ekki að iðrast andvaraleysisins á morgun. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Hönnun í bráð og lengd STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Samkvæmt niðurstöðumskýrslu sem fulltrúarLandsvirkjunar kynntubæjarstjórn Fljótsdalshér- aðs í síðustu viku hefur Kárahnjúka- virkjun haft verulegar og neikvæðar afleiðingar á lífríkið í Lagarfljóti. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega. Þetta bætist ofan á „töluvert eða mikið“ landbrot sem orðið hefur á 24% bakka Lagarfljóts samkvæmt skýrslu Landsvirkjunar, sem unnin var af Landgræðslu ríksinins og kom út í desember á síðasta ári. Álfheiður Ingadóttir, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kallaði í gær eftir að um- hverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði um málið sem fyrst. „Áður en framkvæmdir hófust við Kárahnjúka var farið í mjög ítar- legar rannsóknir á umhverfisáhrif- um. Niðurstöður þeirra rannsókna voru að umhverfisáhrif gætu orðið gríðarlega mikil. Engu að síður töldu þáverandi stjórnvöld að fórnarkostnaðurinn af umhverfinu væri þess virði. Ákvörðun var tekin um að hefja framkvæmdir, en rann- saka afleiðingar virkjunarinnar eftir á, frekar en að reyna að spá hverjar þær yrðu fyrirfram. Við eigum svo enn eftir að sjá hvaða afleiðingar þetta mun allt saman hafa á Héraðs- flóa,“ segir Álfheiður. Engar einfaldar lausnir Gunnar Jónsson, forseti bæjar- stjórnar Fljótsdalshéraðs, segir málið alvarlegt og þörf á að finna leið til að reisa við og viðhalda lífrík- inu í Lagarfljóti. „Bæjarráðið mun taka þetta mál til umfjöllunar á fundi sínum í dag. Niðurstöðurnar sem voru kynntar bæjarstjórn í síðustu viku eru þær að lífríkið í fljótinu er orðið mjög dapurlegt og á þráðbeinni nið- urleið að sögn fulltrúa Landsvirkj- unar,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort Gunnar telji að raskið á lífríki sé umfram það sem talið var áður en framkvæmdir hóf- ust segist hann ekki muna í smáat- riðum hvað hefði verið gefið út í þeim efnum, en rask á lífríki hefði verið fyrirséð. „Það er svo mikill svifaur í þessu vatni að fljótið verður miklu dekkra en verið hefur. Ljósið kemst ekki í gegnum vatnið þannig að þörungarnir deyja. Það hefur síð- an afleiðingar upp alla fæðukeðjuna. Lómurinn, einkennisfugl Lagar- fljóts, er fiskæta og hann kemur ólíklega ef það er enginn fiskur.“ Gunnar bætti við að raskið ein- skorðaðist ekki við Lagarfljót. „Mestallur fiskur sem gengur upp þverár fljótsins kemur eðli málsins samkvæmt úr því. Þver- árnar munu því líða verulega fyrir allar neikvæðar breytingar í Lagar- fljóti,“ segir Gunnar. „Landsvirkjun hefur ekki kom- ið með neinar aðgerðir til að bæta úr þeim skaða sem orðið hefur. Þeir sjá engar auðveldar leiðir í því og stungu upp á að sleppa seiðum í þverárnar. Það breytir því ekki að lífríkið í Lagarfljóti er allt í upp- námi. Allar umræður um að hleypa vatni úr Lagarfljótinu með öðrum leiðum, eins og með því að grafa fljótið út við brúna milli Fellabæjar og Egilsstaða, hafa mætt andstöðu og runnið út í sandinn. Á því svæði er mikil tregða í vatnsrennslinu, en þáverandi umhverfisráðherra heim- ilaði ekki þá framkvæmd þar sem raskið á svæðinu var talið verða of mikið,“ segir Gunnar. Landbrot og dauði lífríkis í Lagarfljóti Landbrot við Lagarfljót Ekkert eða mjög lítið landbrot Lítilsháttar landbrot Töluvert landbrot Mikið landbrot Vegir Hallormsstaður Egilsstaðir Fellabær La ga rfl jót Loftmyndir ehf. „Við kynntum ýmsar niður- stöður fyrir sveitarstjórnar- mönnum í Fljótsdalshéraði í síð- ustu viku. Það sem helst hefur verið í deiglunni eru áhrif virkj- unarinnar á lífríkið. Það er alveg ljóst að hún hefur haft neikvæð áhrif á fæðuframboð í Lagar- fljóti eins og kom skýrt fram í umhverfismati sem gert var í tengslum við framkvæmdina. Lagarfljót var hins vegar mjög gruggugt áður þannig að fæðu- framboð var ekki mikið fyrir. Á móti kemur að lífríki í Jökulsá á Dal hefur aukist verulega, hún er núna orðið laxveiðiá en var mjög gruggug áður. Þessi áhrif voru hins vegar þekkt fyrir- fram,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj- unar. Minna líf í Lagarfljóti NEIKVÆÐ ÁHRIF KÁRA- HNJÚKAVIRKJUNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.