Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
✝ Rannveig Þor-gerður
Jónsdóttir fæddist í
Bolungarvík 24.
ágúst 1927. Hún
lést á Hrafnistu í
Boðaþingi 27. febr-
úar 2013.
Faðir Jón Leví
Friðriksson, sjó-
maður, f. 1. sept-
ember 1886, d. 31.
október 1970. For-
eldrar Jóns voru Friðrik Jóns-
son, pósts og bóndi Svalbarða,
Álftanesi, og Guðrún Jónsdóttir.
Móðir Guðrún Jónsdóttir, f. 23.
maí 1885, d. 30. mars 1967, Mið-
dal í Bolungarvík. Foreldrar
Guðrúnar voru Jón Örnólfsson,
bóndi Miðdal í Bolungarvík, og
Rannveig Engilbertsdóttir frá
Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi.
Systkin: Ásdís Guðrún Pálína
Jónsdóttir, f. 30.4. 1919, d. 16.1.
1946, Friðrik Guðmundur Albert
Jónsson, f. 1.1. 1921, d. 20.5.
2007, Halldór Sófus Jónsson, f.
26.2. 1923, d. 24.1. 1982, Jón Örn-
ólfs Jónsson, f. 20.3. 1926, d. 9.2.
1946, Hrefna Levi Jónsdóttir, f.
1990, Jón Daníel Jóhann, f. 15.
febrúar 1995, Örnólf Ágúst, f. 5.
janúar 1998, og Ágústu Mar-
gréti, f. 15. nóvember 1999. 3)
Magni Gunnar, arkitekt, Frakk-
landi, f. 24. apríl 1967. Maki Mar-
ie-Ange Roms Steindórsson,
Frakklandi. Magni Gunnar og
Marie-Ange eiga þrjá syni. Max-
imilien Magni, f. 1. maí 1993, Jó-
hann Nicolas, f. 19. apríl 1995, og
Florian Pierre, f. 29. janúar
1999.
Rannveig útskrifaðist sem
ljósmóðir með ljósmæðrapróf
LMSÍ 1. október 1950. Hún starf-
aði sem ljósmóðir, fyrst í Reyk-
hóla- og Geiradalshreppi 1951-
30. desember 1952; tók síðan á
móti nokkrum börnum í Kópa-
vogi 1954-1966. Þá fór hún að
vinna sem hjúkrunarstarfs-
maður á Elliheimilinu Grund,
Reykjavík 1. júní 1976-6. nóv-
ember 1977; einnig á Kópavogs-
hæli 9. október 1978-30. júní
1979; þá fór hún í sumarafleys-
ingar hjá Heilsuverndarstöð
Kópavogs, mæðradeild, 1979.
Síðast starfaði hún við aðhlynn-
ingu á Hrafnistu, Reykjavík -
nóvember 1997. Rannveig var
mjög virk í starfi fyrir Íþrótta-
félag Kópavogs og Kirkjufélag
Digranessóknar.
Útför Rannveigar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 13. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
26.10. 1929, d. 21.6.
1991. Samfeðra:
Kristinn Jón Leví
Jónsson, f. 29.9.
1916, d. 26.11. 2005.
Rannveig Þor-
gerður ólst upp frá
tveggja ára aldri
hjá móðurforeldr-
um og Margréti Sal-
ome móðursystur
sinni, Ytri-Búðum í
Bolungarvík.
Rannveig giftist 17. apríl 1954
Steindóri Daníelssyni, múrara
Kópavogi, f. 10. september 1923,
d. 13. mars 2002, Guttormshaga,
Holtum, Rangárvallarsýslu. Syn-
ir þeirra eru: 1) Rafn Hagan, f.
27. ágúst 1956. Maki Sigrún Guð-
jónsdóttir, Hvolsvelli. Rafn á
einn son, Emanúel Rafnsson, f. 6.
ágúst 1981. Emanúel á tvær dæt-
ur. 2) Jón Örnólfur, múr-
arameistari Kópavogi, f. 13.
október 1961. Maki Ágústa
Magnea Jónsdóttir ritari,
Reykjavík. Jón Örnólfur og
Ágústa eiga fimm börn, tví-
burana Magneu Hildi og Guð-
rúnu Þorgerði, f. 15. janúar
Sofðu vært hinn síðsta blund,
uns hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(Vald. Briem)
Mikil vinkona mín hefur nú
kvatt þetta líf eftir langan
vinnudag. Þessi vinkona mín
fylgdist með mér frá fæðingu
og var meira að segja viðstödd
hana. Ef til vill fannst henni
eins og hún ætti dálítinn hlut í
mér fyrir bragðið. Mig langar í
örfáum orðum til þess að minn-
ast Rannveigar Þorgerðar
Jónsdóttur, sem lést að Hrafn-
istu við Boðaþing þann 27.
febrúar 2013, á 86. aldursári.
Rannveig var Bolvíkingur og
A-Húnvetningur að ætt og upp-
runa og var ljósmóðir lungann
úr starfsævi sinni, en starfaði
einnig á Hrafnistu í Reykjavík
um tíma. Hún var gift Steindóri
Daníelssyni, múrarameistara
frá Guttormshaga í Holtum í
Rangárþingi. Fluttu þau hjónin
til Kópavogs árið 1956 og voru
á meðal frumbyggja hins unga
kaupstaðar. Bjuggu þau þar
síðan, á meðan bæði lifðu.
Eignuðust þau þrjá syni sem
allir lifa foreldra sína og hafa
eignast afkomendur. Steindór
var sérlega glaðsinna maður og
mun tístandi og smitandi hlátur
hans mér aldrei úr minni líða.
Nokkur kaflaskil urðu í lífi
hennar við andlát Steindórs í
mars árið 2002 og í framhaldi
af því auðnaðist mér að kynn-
ast henni enn betur. Rannveig
var yndisleg kona sem naut
þess að gefa af sér, bráðskýr
og minnug. Mér þótti alltaf gott
að koma til hennar í dagsins
önn, spjalla við hana um lífið og
tilveruna og einatt enduðu
heimsóknirnar á því að við átt-
um ljúfar bænastundir, enda
var hún trúuð kona. Oft hringdi
hún til mín og bauð mér í heim-
sókn. Hún fylgdi mér einnig
stundum til guðsþjónustu eða
messu þegar mér bauðst að
prédika og nokkrum sinnum
fórum við saman til Bolvíkinga-
guðsþjónustu og í kaffi í Bú-
staðakirkju, sem þar er jafnan
fyrri hluta októbermánaðar ár
hvert. Fyrir tveimur árum bauð
hún mér einnig á þorrablót Bol-
víkingafélagsins og lét hún sig
ekki muna um að koma upp á
efstu hæð Turnsins í Kópavogi,
komin nokkuð á níræðisaldur.
Einnig var gaman að ræða við
hana um stjórnmálaástandið og
oft skellti hún sér á lær þegar
það bar á góma.
Já, þær eru margar, minn-
ingarnar sem leita á hugann
þegar Rannveig Þorgerður
Jónsdóttir er kvödd í hinsta
sinn. Auðmjúkur þakka ég fyrir
samfylgdina og góð kynni. Guð
blessi minninguna um þau
hjónin og megi hið eilífa ljós
lýsa þeim í ríki hins hæsta.
Hvíli þau í friði. Aðstandendum
þeirra öllum votta ég mína
dýpstu samúð.
Þorgils Hlynur
Þorbergsson.
Hún Rannveig ljósa mín er
dáin. Ég heimsótti hana á
Landakotsspítala fyrir nokkr-
um vikum og það var í síðasta
skiptið sem ég sá hana. Við
spjölluðum saman í góða stund
og höfðum bæði gaman af því.
Undir lokin dvaldi hún á hjúkr-
unarheimili Hrafnistu í Boða-
þingi, þar sem hún lést. Rann-
veig nýtti sér engin
öldrunarúrræði fyrr en í
lengstu lög. Hún var dugleg og
sjálfstæð kona og vildi búa ein í
stóra húsinu sínu eins lengi og
hún gat, í stað þess að fara inn
á stofnun.
Minningarnar um gamla
góða tíma í brekkunni á Digra-
nesveginum koma upp í hug-
ann, þar á meðal leikur okkar
krakkanna á grasfletinum á
lóðinni hjá Steindóri og Rann-
veigu. Mjólkursopi og kökur við
eldhúsborðið hjá Rannveigu og
skemmtilegar stundir fyrir
framan sjónvarpið í stofunni
hjá þeim hjónum. Það var
nefnilega ekki almennilegt
sjónvarp á öllum heimilum á
þessum árum.
Það var mikill vinskapur á
milli foreldra minna og þeirra
Rannveigar og Steindórs. Þetta
fólk kom allt úr sveit og hafði
hjálpast að í upphafi búskap-
arins í Digranesbrekkunni, al-
veg eins og sönnum frumbyggj-
um sæmir. Sá vinskapur sem
þarna myndaðist varði alla æv-
ina og bar aldrei skugga á
hann. Faðir minn og Steindór
höfðu kynnst, þá ungir sveita-
piltar nýfluttir til Reykjavíkur í
atvinnuleit. Sá vinskapur leiddi
þá í ferðalag til Danmerkur þar
sem þeir gerðust vinnumenn á
sveitabæjum. Eftir að foreldrar
mínir fluttu inn í nýbyggt hús
sitt í Digranesbrekkunni
bjuggu Rannveig og Steindór
hjá þeim meðan þau kláruðu
sitt hús. Það var bara ein lóð á
milli húsanna og mikil sam-
gangur á milli heimilanna.
Rannveig var lærð ljósmóðir
og tók á móti mér í stofunni
heima. Ég kallaði hana alltaf
„ljósu mína“ fyrir vikið. Við átt-
um smávegis hvort í öðru ég og
ljósa mín, því ég var jú fyrsta
barnið sem hún tók á móti í
Kópavogi.
Rannveig var mjög trúuð og
kirkjurækin og sótti messur í
Digraneskirkju, eftir að kirkjan
var tekin í notkun í Kópavogs-
dalnum. Hún tók líka virkan
þátt í safnaðarstarfinu. Eftir að
Steindór féll frá bjó hún ein í
sínu stóra húsi. Ég hugsa að
hún hafi verið mjög einmana.
En hún átti gamlar og góðar
vinkonur og nágranna sem
kíktu inn hjá henni eftir atvik-
um. Þannig fékk ég fréttir af
Rannveigu í gegnum móður
mína, sem var í reglulegu sam-
bandi við hana.
Rannveig og Steindór eign-
uðust þrjá syni. Rafn Hagan er
búsettur á Hvolsvelli, Jón Örn-
ólfur er búsettur í Kópavogi og
Magni Gunnar býr í Frakk-
landi.
Eftir að ég stofnaði fjöl-
skyldu passaði Rannveig dyggi-
lega upp á að senda mér og
mínu fólki jólakort sem alltaf
báru trúfesti hennar og hjarta-
hlýju skýr merki. Okkur fannst
reyndar engin jól vera komin
fyrr en kortið frá „ljósu minni“
datt inn um lúguna. Hún hafði
líka oftast samband við mig á
afmælisdaginn minn og mér
þótti vænt um það.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Rannveigu fyrir gamlar og góð-
ar stundir og hlýhug til mín og
minna og bið Guð um að blessa
minningu hennar.
Elsku Rabbi, Nonni og
Magni, við sendum ykkur og
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Arnór Heiðar Arn-
órsson og fjölskylda.
Elskuleg vinkona mín og ná-
grannakona, Rannveig Þor-
gerður Jónsdóttir ljósmóðir, er
látin. Okkar leiðir lágu saman
fyrir nærri sextíu árum. Eig-
inmenn okkar, Arnór minn
maður og Steindór maður
Rannveigar, voru góðir vinir,
en þeir kynntust í Reykjavík,
þá ungir sveitastrákar nýfluttir
á mölina. Vinskapur þeirra stóð
alla ævi, en þeir eru báðir falln-
ir frá.
Málin þróuðust þannig að
báðar fjölskyldurnar ákváðu að
byggja sér hús í Kópavogi. Það
var ein lóð á milli okkar. Ég og
Arnór eiginmaður minn, feng-
um lóð í Digranesbrekkunni í
júní árið 1953 og fluttum inn í
mars 1954. Þá um vorið fluttu
Rannveig og Steindór inn til
okkar og byrjuðu að byggja sitt
hús. Þau bjuggu hjá okkur
meðan þau gerðu húsið sitt
íbúðarhæft. Þetta var skemmti-
legur tími og sambúðin hjá
okkur gekk mjög vel.
Rannveig var lærð ljósmóðir.
Hún tók á móti mínu fyrsta
barni, sem var drengur og
fæddist í stofunni heima hjá
okkur 28. júlí árið 1954. Þetta
var jafnframt fyrsta barnið sem
Rannveig tók á móti í Kópa-
vogi, en hún tók á móti fleiri
börnum í bænum næstu árin.
Fæðingar í heimahúsum voru
mjög algengar á þessum árum
og Rannveig þótti góð og nær-
gætin ljósmóðir og vann starf
sitt af mikilli samviskusemi.
Það voru ýmsar skrítnar til-
viljanir í lífi okkar Rannveigar.
Til dæmis vildi svo til að við
giftum okkur sama daginn en
hvorug vissi um það fyrr en eft-
ir á. Í þau rúmlega 50 ár, sem
við Rannveig vorum nágrannar
í Digranesbrekkunni, var mikill
samgangur á milli okkar. Eftir
að menn okkar létust héldum
við sambandi okkar áfram og
hittumst nokkuð reglulega, þó
að ég hefði fært mig um set
innan bæjarmarkanna. Þegar
ég hitti Rannveigu síðast var
hún flutt í Boðaþing. Heilsunni
hafði hrakað mikið og hún var
orðin rúmliggjandi.
Rannveig var stolt af vest-
firskum uppruna sínum, en hún
var líka einn af frumbyggjum
Kópavogs. Mér finnst því vel
við hæfi að kveðja vinkonu
mína með fyrsta erindinu úr
ljóðinu Kópavogsbær eftir Þor-
stein Valdimarsson.
Vagga börnum og blómum,
borgin hjá vogunum tveimur.
Risin einn árdag úr eyði –
heill undrunar heimur;
og blikið í bernskum augum
er bros gegnum tár
sögunnar, sem oss fæddi
og signir oss þurrar brár.
Rannveig mín, bestu þakkir
fyrir góðan vinskap í gegnum
árin. Guð blessi minninguna um
þig.
Elsku Rafn Hagan, Jón Örn-
ólfur og Magni, við Guðbjörn
Bjarni og Þuríður sendum ykk-
ur og fjölskyldum ykkar sam-
úðarkveðjur okkar.
Svanfríður Ingunn
Arnkelsdóttir.
Rannveig Þorgerð-
ur Jónsdóttir
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HULDU MARGRÉTAR FRIÐRIKSDÓTTUR.
Einstakar þakkir færum við starfsfólki á
dvalarheimilinu Hlíð fyrir frábæra umönnun.
Fanney Rósa Jónasdóttir, Jónas Jose Mellado,
Ásta Hrönn Jónasdóttir, Aðalsteinn Baldursson,
Heiðrún Hulda Jónasdóttir, Sigurmar Gíslason,
Lilja Margrét Jónasdóttir,
Erna Guðný Jónasdóttir, Þröstur Magnússon,
Jenný Edda Jónasdóttir, Jón Benóný Hermannsson,
Sandra Friðriks Jónasdóttir, Eiríkur Ellertsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður Grandavegi 47,
er látin.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Matthildur Björnsdóttir, Malcolm Shephard,
Anna Sigríður Björnsdóttir, Einar Bergmann Gústafsson,
Inga Dóra Björnsdóttir, Björn Birnir,
Helga Birna Björnsdóttir, Kristinn Hallgrímsson,
Sigrún Björnsdóttir, Magnús Stephensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR ÓLAFSSON,
fv. útibússtjóri,
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn
15. mars. Athöfnin hefst kl. 13.00.
Erla Björgvinsdóttir,
Hildur Halldórsdóttir, Jónas Kristjánsson,
Ólafur Brynjar Halldórsson,
Halldór Jónasson, Helga Jónasdóttir.
✝
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
TRYGGVI ÓLAFSSON,
Skeiðflöt í Mýrdal,
lést á Hjallatúni, dvalarheimili aldraðra í Vík,
þriðjudaginn 5. mars.
Útför hans verður gerð frá Skeiðflatarkirkju
laugardaginn 16. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vildu minnast
hins látna láti Skeiðflatarkirkju njóta þess, reikningsnr.
0317-13-300261, kt. 590269-0699.
Eyþór Ólafsson, Sæunn Sigurlaugsdóttir,
Sigurður Ó. Eyþórsson, Svafa K. Pétursdóttir,
Halldór I. Eyþórsson, Sigríður E. Sigurðardóttir,
Reynir Örn Eyþórsson,
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Jón Þór Grímsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
RÓSINBERG GÍSLASON,
Nesvegi 44,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 7. mars.
Útför hans fer fram frá Neskirkju mánudaginn
18. mars kl. 13.00.
Leifur Rósinbergsson, Kristín Pálsdóttir,
Kristín Rósinbergsdóttir,
Guðrún Rósinbergsdóttir, Páll Hólm
Hrefna Rósinbergsdóttir, Guðjón Elí Sturluson,
Steinunn Steinþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra
EGILS GR. THORARENSEN,
Bólstaðarhlíð 50,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu
á Mörk fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Ásdís Matthíasdóttir,
Grímur Thorarensen, Lilja Andrésdóttir,
Egill Thorarensen,
Darri Már Grímsson,
Kristín Thorarensen, Örn Vigfússon,
Guðríður Thorarensen, Þórður Ásgeirsson,
Guðlaugur Thorarensen, Gloría Thorarensen,
Daníel Thorarensen,
Sigurður Thorarensen, Áslaug Guðmundsdóttir.
✝
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar og sonur,
STEFÁN JÖKULL JÓNSSON,
Miðhúsum,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 11. mars.
Viktoría Sigrún Böðvarsdóttir,
Herdís Ósk og Ásrún Fjóla Stefánsdætur,
Jón St. Gíslason, Sigríður Garðarsdóttir
og aðstandendur.