Morgunblaðið - 13.03.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu óhræddur við að viðra skoðanir
þínar og láttu menntasnobb annarra ekki
hafa nokkur áhrif á þig. Vertu bjartsýnn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér finnst öll spjót standa á þér og
langar mest að draga þig í hlé. Reyndu að
vinna bak við tjöldin til að skapa rými fyrir
þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekki rétti tíminn núna til að
vænta stöðuhækkunar. Aðrir ætlast til að þú
skapir eftir pöntunum. En kröfur þeirra skaltu
láta sem vind um eyru þjóta.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur lofað svo upp í ermina á þér
að þú verður að sætta þig við að komast
hvorki lönd né strönd fyrr en allt er frá.
Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Efasemdir um vin læðast að þér. En
gætið þess að ganga ekki of langt því hver er
sinnar gæfu smiður. Gerðu eitthvað til að
gera heimili þitt meira aðlaðandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú stendur allt og fellur með því að þú
sért þolinmóður og berir þig með reisn.
Veittu tilfinningunni athygli og forðastu gildr-
ur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vogin hefur velt því fyrir sér upp á síð-
kastið hvernig hún á að fara að því að vinna
skynsamlegar, í stað þess að vinna sífellt
meira. Reyndu að vera hugrakkur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Í samstarfi hefst ekkert án mála-
miðlana. Eins og stendur hefurðu meiri trú á
innsæi þínu en rökhugsun. Búðu þig undir
samkeppni sem þú átt að geta sigrast á.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samskipti við vini munu leiða til
nýrrar reynslu sem gefur þér betri innsýn í
umheiminn. Kannski er ástæðan sú að þú
hefur framkvæmt í stað þess að hafa áhyggj-
ur upp á síðkastið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ekki slæmt að þarfnast
pínulítið meiri ástar en vanalega. Margt er
sagt í öfund og afbrýðisemi en þú skalt láta
vera að detta niður á það plan.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert eitthvað orkulaus í dag og
því er hætt við að þú búir ekki yfir nægilegu
sjálfstrausti til að verja hagsmuni þína. Líttu
á atburði dagsins sem vísbendingu um það
sem koma skal.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Flest virðist ganga þér í haginn en
gættu þess að ganga ekki á rétt annarra því
þá getur margt farið úrskeiðis. Hlýja þín er
hjálp hinna ráðalausu.
Hjálmar Freysteinsson bregður áleik í limru:
Þegar Friðþjófur flaug með SAS
fékk hann sér ærlega í glas,
fyrst greip hann kæti,
svo flugdólgslæti,
seinast fór hann að bíta gras.
Friðrik Steingrímsson prjónar við
limruna:
Í ölæði gáskinn þá greip’ann
og gargand’í farþega kleip’ann
sem nóg af því fengu
og fram í því gengu.
að tak’ann úr umferð og teip’ann.
Á dögunum birtist í Vísnahorninu
slitra eftir Elías Mar um Jósep
Thorlacius frá því um 1946. Árni
Björnsson skrifar í framhaldi af því:
„Ég man eftir annarri sem hlýtur að
vera mun eldri, en ég veit ekki
hversu gömul né eftir hvern hún er.
Ég heyrði Einar Magnússon
menntaskólakennara fara með hana
og hún er líklega úr rímum um her-
hlaup Alexanders mikla í Austur-
lönd nær:
Archipela- yfir gus
öðling sigla náði.
Fjöllum Káka- fram í sus
fólkorrustu háði.
Fyrir þá sem ekki muna hvað
Archipelagos er, þá mun það vera
latneskt heiti á gríska Eyjahafinu.“
Jóhann Gunnarsson bendir á að í
Vísnasafni Skagfirðinga sé slitran
eignuð Andrési Björnssyni frá
Brekku. Hann rifjar upp að Valdi-
mar Briem hafi gert á henni bragar-
bót, ekki fundist hún nógu dýrt
kveðin, og vitnar þar í Lesbók Morg-
unblaðsins 18. desember árið 1995:
Arki- sjáinn yfir -pela-
öðling frá eg sigla-gus.
Hann við Gága- harða -mela
hosti-máir líf af -bus.
„En af vísunni sem Árni fer með
er til önnur útgáfa, einnig sótt í Les-
bók Morgunblaðsins, 50. tölublað,
desember 1939, bls. 398. Doktor pró-
fessor Magnús Jónsson frá Hvammi
segir þar Þorstein bróður sinn vera
höfund að eftirfarandi:
Arkipela- yfir gus
öðling sigla náði.
svo á omni- einum - bus
ók á Persaláði.“
Björgvin R. Leifsson þakkar slitr-
urnar:
U vil kveða eina slitr,
af því hefi gaman.
Á af huga a ég glitr
alveg hreint að framan.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af flugdólgslátum, limr-
um, fólkorrustu og slitrum
Í klípu
„ÞETTA ER EKKI MÉR AÐ KENNA, OKKUR
VAR GEFIÐ GOTT ÁN ÞESS AÐ VIÐ
YNNUM FYRIR ÞVÍ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG Á ÉG AÐ GETA DREGIÐ TÖNNINA
ÚR ÁN ÞESS AÐ SNERTA HANA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... töfrum líkust.
EI
NK
UN
NI
R
ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ
VERÐ ÉG AÐ FÁ AÐ SJÁ RÁN- OG
GRIPDEILDARLEYFIÐ YKKAR.
HÆTTU AÐ
RISTA BRAUÐ!
NÚ? ÁTTI
ÉG EKKI
FÁ MÉR
ÁHUGAMÁL?
Um miðja liðna viku lamaði blind-bylur umferð á höfuðborgar-
svæðinu og mælt var með því að fólk
héldi kyrru fyrir. Mitt í óveðrinu ók
Víkverji eftir Hringbrautinni og sá
þá hvar maður kom á hjóli út úr hríð-
armuggunni eins og ekkert hefði
ískorist. Á sama tíma sátu menn fast-
ir út um allar trissur. Um helgina var
síðan skollið á blíðskaparveður að
nýju, sól skein í heiði, fuglar sungu
og hiti vel yfir frostmarki. Svei Vík-
verja ef ekki var vorblær í lofti. Í það
minnsta minnti ekkert á óveðrið, sem
allt setti á annan endann nokkrum
dögum áður og gerði höfuðborgar-
búa ugglaust nokkuð hlægilega í aug-
um þeirra landsmanna, sem búið
hafa við fannfergi í allan vetur.
x x x
Víkverji skilur ekki alltaf hvað ræð-ur verðlagi. Sérstaklega finnst
honum furðulegt hversu oft dýrara
er að kaupa vörur í stórum pakkn-
ingum en litlum. Nýverið var hann í
verslun og reiknaðist til að einfaldur
pakki af Kókópöffsi, sem snúið hefur
aftur í amerískri útgáfu, var hlut-
fallslega ódýrari en tvöfaldur pakki.
Sama átti við um ávaxtasafa, eins
lítra brúsi var hlutfallslega ódýrari
en tveggja lítra.
x x x
Víkverji hélt að fídusinn á bak viðstórar pakkningar væri að höfða
til sparnaðarvitundar neytandans og
lokka hann til að kaupa meira gegn
því að hann borgaði minna. Kannski
er þessi lógík svo innprentuð í neyt-
andann að hann kaupir ósjálfrátt
stóru pakkninguna án þess að athuga
hvort það sé yfirhöfuð hagstæðara –
gerir bara ráð fyrir að svo sé.
x x x
Víkverji er reyndar vís til þess aðhegða sér með þessum hætti –
hann er einn af þeim neytendum sem
eins gætu verið með bundið fyrir
augun – og hrein tilviljun að hann
skoðaði verðið. Fyrir vikið keypti
hann minni pakkningarnar og tóku
nýlenduvörurnar því minna pláss í
skápunum þegar heim var komið en
ella og buddan var aðeins þyngri,
þótt ekki væri hún beinlínis sligandi.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld
því að frá honum kemur von mín.
Hann einn er klettur minn og hjálp-
ræði, vígi mitt, mér skrikar ekki fótur.
(Sálmarnir 62:6-7)
Vandaðir og vottaðir ofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
10 - 50%
LAGERSALA Á THOR
MIÐSTÖÐVAROFNUM
Allt að
afsláttur á völdum ofnum
*ATH. Lagersalan gildir út mars 2013
Eura L Eura C