Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Tvíburum synjað um dvöl
2. Bræðurnir fengu gleðifréttir
3. Slasaðist í dvergakasti
4. Fjallað um mál Davíðs erlendis
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Katrín Sigurðardóttur myndlistar-
kona, sem verður fulltrúi Íslands á
hinum umfangsmikla Feneyjatvíær-
ingi í sumar, mun setja þar upp stóra
innsetningu við Zenobio-höllina.
Katrín hefur hannað stóran, upp-
hækkaðan flöt, um 90 fm að stærð,
með skreyttu yfirborði í anda barokk-
tímabilsins. Er hann bæði utan við og
innan í hliðarbyggingu við höllina og
geta gestir skoðað hann úr tveimur
stigum. „Ég er í þessu verki að fást
við teikningu, handverk og þátttöku
áhorfandans,“ segir Katrín en verk
hennar, sem eru gjarnan smækkaðar
endurgerðir af raunverulegum stöð-
um, hafa vakið umtalsverða athygli á
undanförnum árum. Verkið verður
síðar sýnt í Listasafni Reykjavíkur og
SculptureCenter í New York.
Upplýst um Feneyja-
verk Katrínar
Elínrós Líndal, stofnandi tísku-
fyrirtækisins ELLU, er í hópi ungra
stjórnenda frá sjötíu löndum sem
hafa verið valdir vegna árangurs sem
þeir hafa náð og áhuga á samfélags-
málum til að skipa hið alþjóðlega
þing „Forum of Young Global Lead-
ers“. Þeim er ætlað hafa áhrif á stöðu
heimsmála og vinna markvisst að því
að skapa betri framtíð. Í hópnum eru
meðal annars Chelsea
Clinton, blaðamaður-
inn og Nóbels-
verðlaunahafinn
Tawakkol Karman
og Ida Auken, um-
hverfisráðherra
Danmerkur.
»19
Elínrós Líndal
í hópi ungra leiðtoga
Á fimmtudag Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma með köflum eða
él. Styttir að mestu upp þegar líður á kvöldið, fyrst norðantil.
Á föstudag og laugardag Fremur hæg norðlæg átt og stöku él N-
og A-til, en annars bjartviðri. Talsvert frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og
víða snjókoma með köflum eða él. Hiti 0 til 7 stig.
VEÐUR
Sundkonan Jóhanna Gerða
Gústafsdóttir úr Ægi hefur
synt vel fyrir skólalið sitt
Florida International í
Bandaríkjunum í vetur og
verður á meðal keppenda í
lokamóti NCAA annað árið í
röð. Þjálfari skólaliðsins
hvetur Jóhönnu eindregið
til þess að setja stefnuna á
Ólympíuleikana í Ríó árið
2016 og er tilbúinn til þess
að hjálpa henni að vinna sig
inn á leikana. »4
Jóhanna setur
stefnuna á HM
Edda Garðarsdóttir er komin í fá-
mennan hóp Íslendinga sem leikið
hafa 100 A-landsleiki í knattspyrnu
og er hún sú þriðja sem nær þeim
áfanga. Edda segir augnablikið þegar
Ísland fagnaði sæti í lokakeppni EM í
fyrsta skipti haustið 2008 vera
eftirminnilegast á landsliðsferlinum.
Hún man auk þess mjög vel eftir
fyrsta lands-
leiknum en það
kemur kannski
ekki til af góðu.
»3
Merkilegur áfangi hjá
Eddu Garðarsdóttur
Grótta setti strik í reikning Víkings
í toppbaráttu 1. deildar karla í
handknattleik í gærkvöldi þegar
Seltirningar lögðu Víkinga, 29:25, á
heimavelli. Víkingur er þar með
áfram í öðru sæti deildarinnar,
tveimur stigum á eftir ÍBV sem á
auk þess einn leik til góða. Efsta lið
fyrstu deildar tryggir sér sæti í úr-
valsdeild á næstu leiktíð. »2
Víkingi mistókst að
komast upp að hlið ÍBV
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta var frábært, meiriháttar,“
segir Sunna Gunnlaugsdóttir
djasspíanisti um tónleikana sem Tríó
Sunnu Gunnlaugs hélt á norrænu
listahátíðinni Nordic Cool í menning-
armiðstöðinni Kennedy Center í
Washington-borg um helgina.
Því fylgir ákveðin virðing að fá að
koma fram í Kennedy Center. Það er
svona svipaður áfangi og að vera
kallaður fram í Carnegie Hall í New
York. Segir Sunna.
Tímamót og stolt
„Þetta er rós í hnappagatið og lít-
ur vel út í ferilskránni,“ segir Sunna.
Hún hefur áður spilað í Washington
en fékk nú tækifæri í Kennedy Cent-
er í fyrsta sinn, með félögum sínum,
eiginmanninum Scott McLemore
trommuleikara og Þorgrími Jóns-
syni kontrabassaleikara.
„Tengdaforeldrar mínir keyrðu í
fimm klukkutíma til að koma að sjá
okkur, þeir voru svo stoltir af því að
við værum að spila þarna. Þeim
finnst þetta vera toppurinn.“ En er
það ekki toppurinn? „Jú, jú.“
Það er ekki auðvelt að komast að í
Kennedy Center. Skipuleggjendur
Nordic Cool sáu alfarið um að velja
listafólkið á hátíðina, yfir 750 manns,
en starfsfólk íslenska sendiráðsins í
Washington hefur unnið með skipu-
leggjendum í tengslum við þátttöku
Íslendinga allan tímann.
Sunna fór í nám til Bandaríkjanna
fyrir um 20 árum, lauk því 1996 og
hefur síðan verið á ferð og flugi, ver-
ið með tónleika víða um heim. Hún
segir að vel hafi
verið hugsað um
þau í Washington.
„Það var fag-
mannlega að öllu
staðið,“ segir hún.
„Það er mjög
skemmtilegt að
koma fram við svona góðar aðstæður
þar sem allt er eins og það á að
vera.“
Uppselt og stemning
Uppselt var á fyrri tónleikana og
þétt setinn bekkurinn á þeim seinni.
„Þetta var sett upp eins og klúbbur,
hringlaga borð og sæti, mikil stemn-
ing og mjög gaman,“ segir Sunna, en
þau héldu tónleika í Virginíu áður en
þau komu heim og fengu þar ekki
síðri móttökur en í Washington.
Sunna segir að ýmsar dyr hafi opn-
ast og eftir tónleikana hafi til dæmis
tveir skipuleggjendur tónleika
vestra rætt við þau „Við erum að
fara að taka upp nýjan disk og reyn-
um svo að fylgja þessu eftir,“ segir
Sunna Gunnlaugs.
Kennedy Center toppurinn
Tríó Sunnu
Gunnlaugs fylgir
Nordic Cool eftir
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Tríó Sunnu Gunnlaugs Scott McLemore, Sunna Gunnlaugsdóttir og Þorgrímur Jónsson.
Íslenskir listamenn hafa verið
áberandi í höfuðborg Bandaríkj-
anna í tengslum við norrænu
listahátíðina Nordic Cool, sem
hófst í Washington 19. febrúar sl.
og lýkur nk. sunnu-
dag, 17. mars. Haft
hefur verið á orði að
tónlist íslenskra
sveita eins og Of
Monsters and Men
hljómi reglulega á
útvarpsstöðvum og í verslunum
borgarinnar og hinir ýmsu tón-
leikar hafa fengið góða dóma í fjöl-
miðlum. Á meðal þeirra sem hafa
komið fram og vakið mikla athygli,
meðal annars fengið standandi
lófaklapp, eru Tríó Sunnu Gunn-
laugs, FM Belfast, Retro Stefson,
Sóley Stefánsdóttir, Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, Íslenski dans-
flokkurinn, Víkingur Heiðar Ólafs-
son og leikhópur Vesturports.
Íslensk lög hljóma víða
MARGIR ÍSLENDINGAR Á LISTAHÁTÍÐINNI NORDIC COOL