Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 2
Þessir hressu krakkar í Smáíbúðahverfinu nýttu sér góða veðrið í kvöldsólinni í gær og skelltu sér út í boltaleik. Ekki eru nema tvær vikur í sumardaginn fyrsta og 1. maí lengist leyfilegur útivistartími barna og unglinga. Morgunblaðið/Golli Í boltaleik í kvöldsólinni Krakkarnir í Smáíbúðahverfinu kætast yfir lengri sólargangi 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Það geta allir notað golfkortið Til eru tvær gerðir af golfkortinu, einstaklingskort og fjölskyldukort. Einstaklingskort kostar kr. 9.000 Fjölskyldukort kostar kr. 14.000 og gildir fyrir tvo fullorðna og tvö börn 16 ára og yngri. 30 Golfvellir 1 kort Golfkortið veitir fría spilun á 28 golfvelli víðsvegar um landið. Að auki gildir kortið 2 fyrir 1 á nokkra velli. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.golfkortid.is www.golfkortid.is www.golfkortid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ákveðið hefur verið að setja upp vindkljúf í tilraunaskyni í Hafnar- hyrnu í Siglufirði. Er hann settur upp til að kanna möguleika á að stýra snjósöfnun í fjallshlíðunum of- an við bæinn og draga þannig úr um- fangi stoðvirkja. Áformað er að koma upp miklum snjógrindum í fjallshlíðunum ofan við byggðina í Siglufirði og var byrj- að á því verki fyrir nokkrum árum. Fyrir áratug var talið að kostnaður yrði um tveir milljarðar króna. Áformað er að halda áfram við þetta verk í sumar og verður byrjað á lagningu bráðabirgðavegar. „Við treystum því að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki ekki síðar en 2015. Fleiri áfangar eru eftir,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæj- arstjóri Fjallabyggðar. Stoðvirkin eru reist á upptaka- svæðum snjóflóða, til að draga úr líkum á að þau falli. Þá hafa snjó- flóðavarnagarðar verið byggðir ofan við efstu hús á Siglufirði. Eðlilegt að kanna möguleika Bæjarráð samþykkti tillögur Framkvæmdasýslu ríkisins að til- raunavindkljúf í Hafnarhyrnu. Sig- urður Valur segir að stoðvirkin séu dýr framkvæmd og eðlilegt að Of- anflóðasjóður geri tilraunir með að stýra snjósöfnuninni til að athuga möguleika á að draga úr umfangi stoðvirkja. Vindkljúfurinn kostar rúmar 2 milljónir og greiðir Fjalla- byggð 10% kostnaðar. helgi@mbl.is Vindkljúfur verður reistur í Hafnarhyrnu við Siglufjörð Snjógrind Stoðvirki eru byggð til að draga úr líkum á snjóflóðum.  Reynt að stýra snjósöfnun Ofanflóðasjóður » Ofanflóðasjóður greiðir allt að 90% kostnaðar við gerð varnarvirkja vegna snjóflóða en viðkomandi sveitarfélag greiðir 10% á móti. » Í sjóðinn rennur gjald sem lagt er á allar fasteignir í land- inu og innheimt með iðgjaldi brunatrygginga. Pólskur ríkisborgari, 36 ára að aldri, hefur verið dæmdur í 12 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir að flytja inn tæplega eitt kíló af amfetamíni. Efnið flutti mað- urinn inn í tveimur niðursuðudósum sem hann faldi í farangri sínum þegar hann kom með flugi til lands- ins í lok janúar. Maðurinn var ákærður „fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot“. Úr fíkniefnunum hefði verið unnt að framleiða um 5,8 kg af efni, miðað við 5,8% styrkleika. Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum eins og því er lýst í ákæru. Mað- urinn hefur ekki gerst sekur um refsiverða hegðun hér á landi, en samkvæmt gögnum málsins virðist hann tvívegis hafa sætt refsingu í Póllandi, þ.e. á árinu 1994 og 2011. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði játaði brot sitt og var það virt honum til refsimild- unar. Á hinn bóginn var litið til þess að ákærði flutti til landsins talsvert magn af hættulegum fíkni- efnum. Til frádráttar refsingunni kom gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins frá 30. janúar 2013. Flutti inn kíló af amfetamíni í dósum  Pólskur ríkisborgari í árs fangelsi Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, hefur óskað eftir aðstoð Interpol við leit að Íslendingi á fimmtugs- aldri sem dvalið hefur í Suður- Ameríku, ekkert hefur spurst til hans um skeið. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV og var staðfest þar af Björgvini Björgvinssyni lög- reglumanni. Ekki fengust upplýs- ingar um hvort hann hefði gerst sekur um glæpsamlegt athæfi. Leitað í Paragvæ Jón Pétur Jónsson Egill Ólafsson „Við lítum á þetta sem mistök. Við lítum ekki á þetta sem brot í starfi; hann hefur ekki brotið nein lög,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um að- komu Sighvats Karlssonar, sókn- arprests á Húsa- vík, í máli Guð- nýjar Jónu Kristjánsdóttur. Guðný sagði sögu sína í Kast- ljósi í vikunni, en henni var nauðg- að á Húsavík árið 1999. Dómur féll í málinu árið eftir. Sama ár birtu 113 Húsvíkingar yfirlýsingu opinberlega þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við nauðgarann. „Sighvatur er búinn að hringja í Guðnýju Jónu til Noregs og biðja hana afsökunar á þessum mistökum sem hann gerði,“ segir Solveig Lára í samtali við mbl.is. Hún bætir við að Guðný Jóna hafi fyrirgefið Sighvati. „Þetta eru mistök sem hann lærir af og vonandi fleiri í leiðinni. Nú munum við biskupar skerpa á þess- um verkferlum í sálgæslunni,“ segir Solveig Lára, en hún fundaði með Sighvati og sóknarnefndinni á Húsa- vík í gær. Rætt á næstu prestastefnu Aðspurð segir Solveig að þar sem Sighvatur hafi ekki gerst brotlegur í starfi, þá muni kirkjan ekki aðhafast frekar í málinu. Hins vegar verði lögð áhersla á að skerpa á verkferl- um sem varði það hvernig bregðast eigi við í ofbeldismálum sem komi inn á borð presta. Það verði gert á prestastefnu sem hefjist í næstu viku. Spurð hvort samstaða hafi verið í sóknarnefndinni um málið, segir Sol- veig Lára: „Þau bera traust til prestsins.“ Þá vonist nefndin til þess að sátt náist í samfélaginu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, fól Solveigu Láru að ræða við prestinn og sóknarnefndina í tengslum við mál Guðnýjar. Mistök ekki brot í starfi  Mistök sem vonandi fleiri læra af  Sóknarnefndin ber traust til prestsins Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Vígslubiskup fundaði með sóknarnefnd og presti í gær. Solveig Lára Guðmundsdóttir „Ég hef haft samband við Guðnýju Jónu og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki mætt henni með þeim stuðn- ingi sem hún þurfti í kjölfar nauðgunar. Hugur minn stóð aldrei til þess að fá hana til að draga kæru sína til baka. Mér er nú ljóst mikilvægi þess að tala mjög skýrt í málum sem þessum. Í kjölfar þessa alvarlega atburð- ar fór af stað erfið umræða innan samfélagsins á Húsavík. Ég gerði það sem í mínu valdi stóð til að koma í veg fyrir að undirskriftalisti til stuðnings gerandanum yrði birtur í Skránni,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu sem Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, sendi frá sér í gær. Bað Guðnýju afsökunar YFIRLÝSING SR. SIGHVATS Sighvatur Karlsson Harður þriggja bíla árekstur varð í Öxnadal rétt norðan við Bakkasel síðdegis í gær. Ökumenn voru allir einir í bifreiðunum og voru þeir fluttir á slysadeild á Akureyri til skoðunar. Þeir slösuðust ekki al- varlega. Tveir bílar eru ónýtir og sá þriðji er mikið skemmdur. Lögreglan á Akureyri segir að hálka hafi verið á veginum og skafrenningur en þrátt fyrir það var skyggni ágætt. Harður þriggja bíla árekstur í Öxnadal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.