Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Auknum fjölda ferða- manna á þessum tíma árs fylgir að sjálfsögðu meiri átroðningur á við- kvæm svæði, eins og gerð hefur verið grein fyrir hér í Morg- unblaðinu að und- anförnu. Þegar ekki er frost í jörðu eru göngu- stígar fljótir að vaðast upp eins og að und- anförnu t.d. á Þingvöll- um, við Seljalandsfoss og í Skaftafelli á leiðinni upp að Svartafossi. Þegar svo staðarhöldurum og öðrum við- komandi á svæðunum er bent á þetta er svarið gjarnan að það séu hvorki til peningar, tæki né efni til að bregðast við. Þetta eru svör sem við leið- sögumenn erum farnir að kannast við á ferðum okkar um landið. Í framhaldi af góðum fréttaflutn- ingi Morgunblaðsins að undanförnu, og reyndar oft áður, af gangi mála í ferðageiranum verður manni hugsað til þess hvernig öllum þessum málum varðandi umgengni á vinsælum ferðamannastöðum verði best fyrir komið, kemur nafn Vegagerðarinnar æ oftar uppi í mínum huga. En til að byrja á byrjuninni er athyglisvert það sem Albína Thordarson, arkitekt og formaður stjórnar Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða, segir í viðtali í Morgunblaðinu 4. apríl, um að mikið vanti á undirbúning fyrir umbætur á vinsælum ferðamannastöðum og framkvæmdir strandi á skipulagi. Undanskilur hún ekki opinbera aðila í þeim efnum. Staðreyndin er sú að oft vísar hver á annan þegar um er að ræða hvað eigi að gera á ákveðnum stöðum og þá ekki síst hver eigi að borga brúsann og hvaðan fjármunir til framkvæmda eigi að koma. Fram- kvæmdasjóður ferðamannastaða er tiltölulega nýtilkominn, og þangað geta allir sótt um gegn 50% mótfram- lagi. Ferðamálastofa hefur haft með að gera úthlutun fjármuna til ferða- mannastaða, þá hafa sveitarfélög að sjálfsögðu lagt sitt af mörkum í þess- um efnum, Vegagerðin hefur unnið stórvirki með gerð áningarstaða og upplýsinga- og vegalengdaskilta víða um land og þá hafa ein- staklingar líka lagt sitt af mörkum í þessum efnum, auk ýmissa ann- arra samtaka svo sem Skógræktarinnar og skógræktarfélaga. Ein er sú stofnun sem líka hefur þessi mál á sinni könnu en það er Um- hverfisstofnun, sem kemur að ferða- mannastöðum á marg- an hátt. Það verður hinsvegar að segjast eins og er að stundum umhverfast menn í ferða- geiranum þegar nafn þeirrar stofn- unar ber á góma. Það er slæmt að þurfa að segja þetta en svona er það nú samt. Að þessu sögðu tel ég að farsælast væri að fela Vegagerðinni fleiri verk- efni á þessum vettvangi og tryggja henni fjármuni til verksins. Þar á bæ er fyrirliggjandi bæði þekking og kunnátta varðandi ýmis mál um framkvæmdir á ferðamannastöðum, Vegagerðin er með starfsstöðvar um land allt, og þar eru tæki tól og mann- skapur með kunnáttu til að bregðast við eins og vel sannaðist fyrir nokkru varðandi veginn inn að Sólheimajökli – ef veg skyldi kalla. Þar hafði bilað ræsi, svo erfitt var fyrir stóra rútu- bíla að komast þar um, en góðir bíl- stjórar sýndu þar snilli sína. Það var talað um þetta á kaffistofum hjá rútu- fyrirtækjum og á ferðamannastöðum og eftir símtal við Vegagerðina í Vík var daginn eftir kominn flokkur manna með tæki og tól til að gera við. Slóðinn inn að jöklinum er svo um- ræðuefni út af fyrir sig, að ekki sé tal- að um slæmt farsímasamband á þess- um fjölsótta ferðamannastað. Vegagerðin sjái um ferðamannastaði Eftir Kára Jónasson Höfundur er starfandi leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður. Kári Jónasson » Að þessu sögðu tel ég farsælast að fela Vegagerðinni fleiri verkefni á þessum vett- vangi og tryggja henni fjármuni til verksins. Opið bréf til allra frambjóðenda til þings: Stjórnmálamenn ræða nú vanda heim- ilanna hver sem betur má. Ekki er vanþörf á því en helst er þar rætt um fjárhagsvand- ann og þá gleymist annar vandi, sem er ótrúlega mikill og fer ört vaxandi. Sífellt fleiri unglingar ljúka grunnskólanámi án þess að sjá fram á að þeir muni ljúka neinu námi af viti á næstu árum eða jafnvel ævinni allri. Ástæður eru þessar helstar: Námið undir lok grunnskólans höfð- aði ekki til þeirra og því urðu ein- kunnir í lægri kantinum. Margt framhaldsnám er einnig orðið fárán- lega langt og það þarf ekki mikil gáfnaljós til að sjá að margir lepja dauðann úr skel að loknu löngu námi. Með námslánin hangandi á bakinu og skammarlega lág laun miðað við allt háskólanámið þá er framtíðin ekki björt. En hvað verður svo um þetta unga fólk sem lýkur grunnskóla og síðan ekki söguna meir? Margt af því fær enga vinnu og missir allan takt við daglegt líf. Það húkir heima yfir tölv- unni og fer ekki á fætur fyrr en um miðjan dag. Vinnumálastofnun reynir að koma til móts við þetta unga fólk og býður því upp á eitt og eitt námskeið. Það bjargar þó litlu fyrir ungan mann eða unga konu að vakna einn morgun í viku klukkan 8 en sofa til hádegis alla aðra daga. Útkoman verður leiði og ennþá meiri leiði ásamt skorti á sjálfsvirðingu. Þingmenn virðast sjá þá leið helsta að lengja framhaldsnámið sem er í raun það alvitlausasta sem hægt er að gera í stöðunni. Nú er svo komið að kjósir þú t.d. að fá rétt- indi til að kenna sex ára barni að lesa þá bíður þín níu ára nám að loknum grunnskóla. Það eru fyrst fjögur ár í stúdentinn og svo fimm ár í viðbót við ritgerðasmíð og eitthvað fleira sem ég kann ekki skil á. Fyrir það fólk sem ég er að tala um er þetta nám ókleifur veggur. Ég hef leyft mér að halda því fram að nú verði að finna nýja leið. Ekki Ný hugsun – nýr skóli Eftir Val Óskarsson Valur Óskarsson Það er engin til- viljun að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur átt samleið með þjóðinni í meira en 80 ár. Þau borgaralegu gildi sem stefna flokksins stend- ur fyrir eru samofin íslenskri þjóðarsál, hafa í senn mótað hana og verið mótuð af henni. Átök um grundvallarmál hafa átt sér stað á langri leið, átök sem ævinlega hef- ur linnt með því að hin borg- aralegu gildi um frelsi ein- staklingsins til athafna og atvinnufrelsis hafa orðið ofan á. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins hefur staðist tímans tönn og á henni hafa ekki verið gerðar breyt- ingar í yfir 80 ára sögu flokksins. Þróun og stefna annarra stjórn- málaflokka stenst engan samjöfnuð að þessu leyti við stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Á þessum grunni hefur íslenskt samfélag byggst upp með ótrúleg- um árangri. Þjóðin hefur brotist úr örbirgð til bjargálna, til samfélags sem stendur í fremstu röð á Vesturlöndum hvað varðar lífsgæði og frelsi. Á árum áður byggðist af- koma þjóðarinnar svo til eingöngu á fiskveiðum og fiskvinnslu. Á því sviði hefur orðið bylting og nýjar atvinnugreinar hafa haslað sér völl. Ákvörðunin um að hefja orkufreka iðnaðarframleiðslu skipti sköpum. En sú ákvörðun var ekki átaka- laus, en með grunngildum sjálf- stæðisstefnunnar tókst að hrinda henni í framkvæmd og treysta með því undirstöður samfélagsins. Bylt- ing hefur orðið í fjölbreytni at- vinnulífs á Íslandi á undanförnum áratugum. Pólitískir andstæðingar flokksins tala gjarnan um íhaldið og reyna með því að villa fólki sýn á sjálfstæðisstefnuna. Í raun er „íhaldið“ rétt skýring þegar litið er til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn er íhaldssamur þegar kemur að varð- veislu þjóðskipulags- ins með eignarétti, einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi sem frjálslyndir menn vilja hafa sem grunn sam- félagsins. Frá þeirri stefnu hefur aldrei verið hvikað og verð- ur ekki. Komandi kosningar snúast um grundvallarstefnu. Á liðnu kjör- tímabili höfum við orðið vitni að ótrúlegum tilraunum stjórnvalda til að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Þetta birtist okkur t.a.m. skýrt í skattastefnu stjórn- valda. Sjálfstæðisflokkurinn vill virða og efla sjálfstæði einstakling- anna, hvetja þá til að beita kröft- um sínum sér og sínum til fram- dráttar. Þessi stefna ber í senn traust og von um að framhald verði á bættum lífskjörum þjóð- arinnar. Sjálfstæðisstefnan byggist á því að þjóðfélagið sé til fyrir ein- staklingana en ekki einstakling- arnir fyrir það. Þannig verður til von, trú og þakklæti borgaranna sem birtist í gleði í lífsbaráttunni en kæfir ekki eða lamar sjálfs- bjargarhvöt okkar. Um þessi mál snúast næstu kosningar og að því leyti eru þær þjóðinni þær mikilvægustu í lang- an tíma. Þetta kemur berlega í ljós þegar rýnt er í stefnuskrár flokk- anna. Stefna Sjálfstæðisflokksins sker sig úr hvað varðar þau grundvallaratriði sem ég hef hér lýst. Sjálfstæðisflokkurinn er lýð- ræðislegastur allra flokka. Hátt í 30.000 manns tóku þátt í að raða á framboðslista flokksins um land allt og landsfundur flokksins, þar sem um 1.700 manns hafa seturétt, markar stefnu hans og kýs for- ystu. Í öllu því umróti sem einkennt hefur íslenskt samfélag frá því efnahagshruni sem hér átti sér stað er eðlilegt að almenningur sé leitandi. Leitandi eftir forystu og lausnum. Það er því mikilvægt að niðurstaða komandi kosninga leiði til þess að fylgt verði stefnu sem gefur einstaklingunum von og trú á auknum ávinningi fyrir sig og sína. Stefnu sem leysir úr læðingi þann aflgjafa sem felst í trausti til einstaklinga og atvinnulífs, stefnu Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar verða að nálgast þessar kosningar af yfirvegun. Mikilvægt er að greina á milli rómantíkur og raunveruleika. Að- stæður okkar eru erfiðar og það bíður þeirra sem taka við stjórn- artaumunum erfitt hlutverk. Við megum ekki líta svo á að lífsgæði okkar séu sjálfsögð, það er á um- brotatímum sem nú sem reynir á staðfestu stjórnmálaflokka og ein- staklinga. Forysta Sjálfstæð- isflokksins hefur lagt fram stefnu sem er í senn skýr, raunhæf og framkvæmanleg. Hún er sett fram af þeirri ábyrgð sem einkennir for- ystu flokksins. Formaður hans tók við flokknum á einhverjum erf- iðustu tímum sem við þekkjum í sögu hans. Hann hefur sýnt þol- gæði gagnvart óprúttnum og for- dæmislausum persónulegum árás- um. En hann hefur hvergi hvikað og verið sjálfstæðisstefnunni og flokksmönnum trúr og aldrei hall- mælt neinum manni. Það er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Flokksmenn verða nú að greina hismið frá kjarnanum og finna sjálfstæð- ismanninn í sjálfum sér. Hann býr innra með okkur öllum og aldrei hefur verið mikilvægara en nú að virkja hann. Vera trúr sinni hug- sjón og lífsskoðun. Sjálfstæðisflokkurinn Eftir Jón Gunnarsson » Á liðnu kjörtímabili höfum við orðið vitni að ótrúlegum tilraunum stjórnvalda til að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Jón Gunnarsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.