Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 læknisfræðinnar, heilaskurð- lækningum. Hann ávann sér virðingu og ævilanga vináttu prófessora sinna og samstarfs- manna í hinu stranga framhalds- námi í Bandaríkjunum og heim- sóttu þeir hann oft til Íslands eftir að hann hafði með sam- starfsmönnum sínum komið á fót heilaskurðlækningadeild við Borgarspítalann. Starf Bjarna við þá deild varð sannkallað ævi- starf hans. Mikið og gott orðspor fór af snilld hans við hinar erf- iðustu aðgerðir og fjöldi fólks náði undraverðum bata undir hans handleiðslu. Meðfædd nær- gætni hans og hlýleg framkoma við sjúklinga sína færði honum fádæma vinsældir meðal þeirra og snart þakklæti þeirra hann djúpt. Bjarni naut heilsuhreysti alla sína starfsævi og missti aldrei úr dag í langri þjónustu á Borgar- spítalanum. Hann stundaði heilsubótar- göngur ásamt því að stunda sigl- ingar og skíðamennsku sér til af- þreyingar frá gríðarlega erfiðum störfum. Við hjónin eigum falleg- ar minningar um skíðaferðir til Austurríkis og Ítalíu og einstak- lega minnisverða skútusiglingu við Grikkland þar sem Bjarni stýrði skútunni öruggri hendi. Á íþróttaferli sínum var Bjarni afreksmaður eins og í störfum sínum og varð Íslands- meistari bæði í körfubolta og síð- ar siglingakeppni margsinnis. Hann hafði mikinn áhuga á fé- lagsmálum og var valinn til for- ystu bæði á háskólaárunum og einnig síðar bæði á sviði lækn- isfræðinnar og einnig í félögum er tengdust áhugamálum hans. Í einkalífi sínu var Bjarni mik- ill gæfumaður, en hann gekk ungur að eiga skólasystur okkar, Þorbjörgu Þóroddsdóttur, og eiga þau þrjú börn og tíu barna- börn. Bjarni og Þorbjörg voru ákaflega samrýnd og gjarnan nefnd bæði ef geta átti annars þeirra. Vináttubönd knýtt á unglings- árum reynast gjarnan endingar- góð. Nánasti vinahópur okkar Bjarna hafði einmitt þekkst frá unglingsárum og því er sérstak- lega sárt þegar kvarnast úr hópnum. Við leiðarlok vil ég þakka fyrir vináttuna, hlýjuna og tryggðina sem aldrei brást. Fjölskylda mín sendir Þor- björgu og afkomendum þeirra Bjarna okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Benedikt Sveinsson. Fallinn er frá góður vinur og samstarfsmaður. Bjarni Hannesson læknir er látinn eftir stutt veikindi. Bjarni var frumkvöðull í heila- og tauga- skurðlækningum á Íslandi. Kynni mín af Bjarna hófust er ég sem læknakandidat byrjaði feril minn á Borgarspítalanum 1974, hann var fús að kenna ungum kandidötum og leiða þá í gegnum byrjunarspor læknisfræðinnar. Þegar við fjórir læknar stofnuð- um síðan Læknastofur í Álfta- mýri 1997 hóf Bjarni störf hjá okkur fljótlega eftir það og rak þar læknastofu. Hann flutti síðan með okkur í Orkuhúsið fyrir rétt- um 10 árum og hefur starfað þar síðan þar til fyrir rúmum mánuði að hann lét af störfum sökum veikinda. Bjarni var hvers manns hugljúfi og var ávallt gott að leita til hans með vandamál sem upp komu og snertu sérgrein hans. Við samstarfsfólk hans á læknastöðinni í Orkuhúsinu söknum góðs vinar og samstarfs- manns. Við sendum eiginkonu hans og ættingjum okkar hug- heilustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Læknastöðvarinnar Orkuhúsinu, Stefán Carlsson.  Fleiri minningargreinar um Bjarna Hannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Andri MárÞórðarson fæddist í Reykjavík 16. apríl 1987. Hann lést af slys- förum í Flórída 23. mars 2013. For- eldrar hans eru Alda Kolbrún Har- aldsdóttir, f. 31.1. 1960, og Þórður Hreinn Krist- jánsson, f. 27.5. 1956. Systkini hans sammæðra eru Jóhann Geir, f. 6.4. 1981, sambýliskona hans er Stefanía Gunnarsdóttir, Birgir Örn, f. 9.11. 1982, sambýliskona hans er Tinna Valbjörns- dóttir og þau eiga soninn Adrían, f. 27. 7. 2011, Liv Gunnhildur, f. 9.1. 1990, og Eydís, f. 21. 5. 1993, sam- býlismaður hennar er Björn Ingi Ósk- arsson. Samfeðra er Egill Örn, f. 4.3. 1993. Andri már var nemandi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Útför Andra Más fer fram frá Fella- og Hólakirkju hinn 11. apríl 2013 kl. 13. Elsku hjartans engillinn minn. Þegar þú fæddist runnu mörg gleðitár en núna renna bara sorg- artár; ef tárin gætu byggt stiga til himins væri ég komin að taka ut- an um þig og segja þér hversu mikið ég sakna þín og elska þig engillinn minn. Þegar þú komst í faðm minn fyrst fannst mér þú brosa svo undurfallega og það bros fór aldrei af þér. Ég ætla ekki að skrifa þínar æviminning- ar hér, það væri efni í heila bók elsku kallinn minn. Ég elska þig svo óendanlega mikið elsku barn- ið mitt. Það tekur svo á mig að þurfa að kveðja þig og engin móð- ir ætti að ganga í gegnum slíkt. Minn ástkæri sonur, minn hugur til þín leitar, og mikið ég vildi, þú gætir verið mér hjá. Mitt hjarta og hugur stundum því neitar þitt hamingjubros, ég fái ei lengur að sjá. En minningar margar á ég um þig, þær megnar enginn frá mér að taka. Þær gleðja mitt hjarta og hugga mig, þó heldur ég vildi fá þig til baka. Elsku sonur við söknum þín og sorgin hjörtu oss lamar. En Guð þá góðu kallar til sín, til göfugri verka og frama. Ný heimkynni þú kominn ert í hjá Kristi í himnanna höll. Andri Már, þú trúa mátt því, þig við elskum og söknum þín öll. Ég mun alltaf elska þig og mun sakna brossins þíns og hlátursins. Eins og þú sagðir alltaf við mig: „Hafðu það gott í bili og eigðu góðan dag.“ Þangað til við hittumst aftur engillinn minn. Þín mamma. Kæri Andri Már. Ég sakna þín elsku bróðir. Þú varst svo ynd- islegur og með hjarta úr gulli. Þú hjálpaðir mér alltaf þegar ég þurfti þess með, sama hvort það var með heimanám eða að kenna mér eitthvað nýtt, ég er ekki að segja að þú hafir ekki oft látið mig kenna á því að vera yngst í fjöl- skyldunni. Við erum stór fjöl- skylda en þú vissir alveg hvernig þú áttir að standa upp úr og fá at- hyglina. Þú kenndir mér að sama hversu stór vandamálin væru þá stæði maður alltaf sterkari eftir þegar þau væru að baki. Ég man eftir brosinu þínu, hin- um stóra persónuleika þínum sem alltaf stóð upp úr þó svo að fullt væri af fólki í herberginu, og ekki má gleyma hlátri þínum sem var alveg einstakur. Þú varst með ævintýra- mennskuna í blóðinu, þú kenndir mér að vera ekki hrædd við það að fara út í lífið og gera það sem mig langar að gera og að láta ekk- ert stoppa mig. Ég trúi ekki á guð eins og þú en ég veit að þú ert á góðum stað að hlæja að okkur sem þú skildir eftir. Ég brosi við að hugsa um það að eftir að þú fórst frá okkur erum við fjöl- skyldan búin að standa saman. Þótt við ýtum hvert í annað er það bara vegna þess að við erum öll hræðilega þrjósk. Takk fyrir að snerta líf okkar þó það væri í svona stuttan tíma, við munum aldrei gleyma þér Andri. Þín systir, Eydís Eyþórsdóttir. Elsku fallegi Andri okkar, ég get ekki beðið um betri bróður en þig. Alltaf til í að gera allt fyrir alla, alltaf brosandi og stutt í húmorinn, já já. Með þitt fallega bros og þegar maður spáir í það varstu alltaf brosandi. Maður trú- ir því ekki að þú sért farinn frá okkur, þetta er svo óraunverulegt allt. Við eigum aldrei eftir að gleyma þér og það er stórt ör í hjörtum okkar sem verður erfitt að lifa með. Ég hef aldrei séð þig eins sáttan með lífið og þú varst síðustu mánuði. Ég er allavega stoltur af að vera bróðir þinn og að við höfðum valið þig sem guð- föður sonar okkar, Adríans, sem elskaði að fá Andra frænda í heimsókn því þá vissi hann nefni- lega að það yrði svaka fjör. Við söknum þín svo mikið, þú verður alltaf í hjörtum og huga okkar alla ævi. Við elskum þig svo mik- ið. Birgir, Tinna og Adrían. Elsku Andri minn. Aldrei bjóst ég við því að þú færir svona fljótt frá okkur. En guð ætlaði þér ann- að og mikilvægt verkefni. Ljósið sem umvafði þig alla þína ævi hlýjaði okkur hinum sem fengum að njóta þín hér á okkar jörðu. Nú verður tómlegt að fá þig ekki lengur í heimsókn og mat, það var svo gaman að gefa þér að borða. Þú varst ánægður með allt sem ég bar á borð fyrir þig. Elsku vinurinn minn, þakka þér fyrir allt og að vera svo ynd- islegur drengur. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga kæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Þín amma, Ásta Fjeldsted. Ég vil kveðja minn glaðværa og ljúfa systurson, Andra, sem tekinn var frá okkur langt um aldur fram í skelfilegu slysi. Þú fékkst þennan brennandi áhuga fyrir fallhlífarstökki, þér fannst þú vera sterkur og sannur Íslend- ingur við það að horfast í augu við óttann, eins og þú sagðir sjálfur. Síðustu minningarnar um þig vekja hjá mér gleði, þegar við dönsuðum salsa í brúðkaupi syst- urdóttur minnar, svo kátur og glaður. Við spjölluðum saman langt fram á nótt. Louise mín og hennar fjölskylda í Frakklandi, Karim og Kristín biðja fyrir kveðjur. Ég veit það verður vel tekið á móti þér af mömmu Sísí, Dadda, ömmu Stefaníu og Jóhanni frá Valbjarnarvöllum. Hvíl í friði, fal- legi drengurinn minn. Steinunn Stefanía. Laugardaginn 23. mars, að kvöldi til var hringt til mín og mér sagt að þú værir týndur eftir fall- hlífarstökk í Flórída. Strax vissi ég að þú kæmir ekki til baka. En ég hélt í vonina. Fór að hugsa með mér að þú værir kannski fastur uppi í tré eða hefðir ekki lent á áætluðum stað af einhverri ástæðu og værir á leiðinni til baka. En þú komst ekki til baka, heldur fórst áfram. Þú hélst göngu þinni áfram inn í ljósið. Bros. Alltaf varstu brosandi. Hreint bros og hreint hjarta var svo sannarlega auðkennið þitt. Allir sem kynntust þér segja það sama, „hann var alltaf brosandi og hann var svo góður“. Hlátur þinn smitaði vel út frá sér og það var ósjaldan sem við enduðum öll hlæjandi að asnalegustu hlutun- um sem voru ekki einu sinni fyndnir. En svona varst þú, þú geislaðir og aðrir beisluðu geisla þína sem breyttust í hlýja tilfinn- ingu í hjartanu. Já, þú hittir hvern mann í hjartastað. Þú varst fyrsti litli nákomni frændi minn sem ég eignaðist. Og maður lifandi, ég varð strax svo hrifin af þér. Mér fannst þú vera litli bróðir minn á vissan hátt. Þú bræddir mig með fallegu augun- um þínum og brosi og mér fannst þú fallegastur allra barna. Ég man eftir því að þú varst heima hjá mér, fyrir eins árs aldur. Ég var að leika við þig og þú fékkst hláturskast, það endaði með því að ég fékk það líka og tímunum saman sátum við hlæjandi að því sama. Sem endaði á því að við vissum ekki að hverju við vorum að hlæja. Einnig man ég vel þegar þú komst heim með bók með tákn- máli, ég las hana spjaldanna á milli og lagði allt á minnið. Ég lærði orðin með þér, þú kenndir mér. Ég fór stolt í skólann og var að kenna öðrum það sem ég kunni. Já, þú kenndir manni fljótt nytsamlega hluti. En þú varst heppinn að styðjast ekki við tákn- málið lengi. Ég fluttist í sveitina og þú varst í bænum. En þú komst í sveitina og varst hjá okkur um tíma. Það var yndislegt. Ég var gelgja og var ekkert of hrifin af því að eyða tíma mínum í að passa gríslinga. En sá tími var yndisleg- ur. Þú varst uppátækjasamur, góður, stríðinn og yndislegur. Þegar ég skammaði þig eftir eitt- hvert uppátækið þá sagðir þú: „allt í lagi, Sigrún mín“, og þú brostir. Ég sá blikið í augunum á þér og hvað var annað hægt en að bráðna. Maður gat ekki verið reiður við þig. Andri minn, þú varst yndisleg- ur á allan hátt. Þú varst svo ein- lægur og máttir ekkert aumt sjá. Jafn hjartahlýjan og góðan mann er erfitt að finna. Þú varst góður við alla sem urðu á vegi þínum, það ber öllum saman um. Um jólin síðustu varstu að segja okkur frá stóru Flórída- ferðinni þinni. Ég var svo hissa, því ég vissi ekki að þú hefðir farið í fallhlífarstökk. Ég spurði þig: „Guð minn góður, hvernig þor- irðu þetta?“ Þú sagðir: „Þetta er bara svo æðislegt, ég myndi ekki vilja að ég þyrði þetta ekki.“ Og það gerðir þú. Þú stökkst inn í ei- lífðina. Elsku Andri minn. Takk fyrir að kenna mér að líta björtum aug- um á lífið. Takk fyrir að kenna mér að brosa með hjartanu. Um- fram allt, takk fyrir að vera þú, al- veg nákvæmlega eins og þú varst. Þín frænka, Sigrún Ósk. Elsku vinur, margt fer í gegn- um hugann þegar ég hugsa til þín. Allar fallegu og skemmtilegu minningarnar um alls kyns æv- intýri sem við áttum saman. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar þar sem þú varst, hress og skemmtilegur og gast fengið alla til að brosa og hlæja. Jákvætt hugarfar þitt smitaði frá sér. Það var sérstaklega gaman þegar við félagarnir hittumst í marsbyrjun og þú hafðir frá svo miklu að segja og lífið lék við þig. Þú varst frábær vinur með hjarta úr gulli. En lífið er ekki alltaf sanngjarnt, minning þín mun aldrei gleymast, elsku Andri. Hvíldu í friði elsku vinur og vonandi hittumst við aftur þegar minn tími er liðinn. Þinn vinur, Gauti Fannar. Elsku vinur … nú ertu farinn, ég sem hélt að við myndum eiga eftir að eyða mörgum gleðistund- um saman. Það er mér sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að heyra frá þér meir, þú varst góð- ur og tryggur vinur sem mér þótti alltaf svo vænt um. Margt brölluðum við sem litlir drengir, unnum saman úti á landi, svo hjá föður mínum og bræðrum sem þótti öllum svo vænt um þig, get nú ekki sagt annað en að við ætt- um margar góðar og gleðilegar stundir saman, sem munu aldrei gleymast. Þú varst gull af manni með gullhjarta og hvert sem þú komst var vel tekið á móti þér. Ég veit að þú ert í góðum höndum núna hjá hinum englunum. Ég vil þakka þér fyrir allt saman, það er búið að vera algjör heiður að fá að þekkja þig öll þessi ár, elsku Andri minn. Þinn vinur, Stefán B. Stefánsson. Kæri Andri, það var alltaf hægt að hafa gaman með þér, þú varst einn af þeim sem þótti vænt um góða og sterka vináttu. Við elskum þig og söknum svo rosa- lega mikið. Við brosum bara við það að hugsa um allar góðu stundirnar með þér, þú varst með hreint hjarta úr gulli. Þegar þú tókst þér eitthvað fyrir hendur gerðir þú það vel og stundum of vel, þú varst einn af fáum sem kunnu að fara með peninga. Þú varst blómstrandi í lífi þínu þegar þú fórst. Jói sagði að þegar þú þú fórst til Flórída hefði hann hugs- að í eigingirni að þrjár vikur til útlanda væri alltof langt, of langt til að gera eitthvað skemmtilegt með okkur strákunum. Við töld- um dagana þar til þú kæmir aftur en nú verðum við að sætta okkur við að hætta að telja. Maður gat alltaf talað við þig þegar eitthvað var að og þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa, við gátum alltaf treyst þér fyrir öllu. Það var alltaf gam- an að keppa við þig, þú varst með svo mikið keppnisskap en það var hundleiðinlegt að tapa fyrir þér, því þá komu alltaf þessi brjálæð- islegu fagnaðarlæti frá þér, sem var líka gaman. Þú hafðir besta hlátur sem við vitum um, þegar þú hlóst hlógu allir með þér. Þú varst svo góðhjartaður og elskað- ir börn, Ástrós gleymir því ekki þegar systkini Inga komu hvað þú varst góður við þau. Þú varst alltaf að tala við Tristan Andra nafna þinn í bumbunni og hlakk- aðir svo til að sjá hann, sem betur fer fékkstu allavega að sjá mynd af honum. Þú hefðir orðið Andri frændi og við vitum að Tristan hefði oft heimsótt Andra frænda sinn. Þínir vinir Jóhannes Leite, Sandra Björk, Ingibergur Gunnar og Ástrós Ósk. Elsku Andri okkar, við trúum þessu ekki enn, af hverju þú? Yndislegasti maður sem við höf- um kynnst og var alltaf fús til að hjálpa vinum sínum. Það var allt- af hægt að leita til þín með hvað sem var og við getum sagt að þú hafir kennt okkur margt. Það krauma í okkur tilfinning- ar, bæði reiði og sorg, að hafa misst þig því þú varst alveg ein- stakur á allan hátt, en fyrst og fremst ótrúlegt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við áttum góða tíma saman eftir að þú fluttir aftur til Reykjavíkur, komst oft til okkar og við elduð- um og horfðum á mynd saman og í eldhúsinu varstu flottur. Eitt skiptið varstu að gera béarn- aise-sósu og þú tókst heilt 500 g smjörstykki, skiptir því í tvennt; einn 100 g bita og hinn 400 g. Þór- ir setti þann minni í pottinn og þú, nautnaseggurinn, segir: „Nei, nei, það átti að vera hinn stærri,“ og vippaðir honum líka í sósuna og ekki nóg með það, þú settir líka heilan pela af rjóma! Thelma neitaði að fá sér sósu, sagði þig vera búinn að gera hana extra fit- andi þetta skiptið. Þú varst algjör barnakall, varst endalaust stoltur af Adrían, syni hans Bigga bróður þíns, og talaðir alltaf um að vera The Godfather. Svo alltaf þegar þú hittir stelpurnar okkar gafstu þér nægan tíma í að leika við þær og við þurftum stundum að stoppa ykkur út af látum. Sara, elsta dóttir okkar, á eftir að sakna þín sérstaklega. Þú varst svo sannarlega með hjartað á réttum stað, gull af manni. Hvíldu í friði, elsku vinur okk- ar, við trúum því að við munum hittast aftur seinna, Við elskum þig, kæri vinur, og munum aldrei hætta að sakna þín. Vildum af öllu hjarta geta haft þig lengur hjá okkur en herrann hefur kallað þig til þjónustu meðal engla. Ástarkveðja, Þórir Arnar og Thelma Gannt. Elsku Andri minn, það er ennþá svo óraunverulegt að þú sért farinn. Maður vill bara ekki trúa að heimurinn taki frá manni svona yndislegan mann í blóma lífsins á svipstundu. Á aldrei eftir að gleyma þér og þínum yndis- lega hlátri. Þegar Andri hló hlógu allir, skipti engu máli hverju var hlegið að. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig að, þú varst besti vinur sem hægt var að hugsa sér, því þú tókst öllum eins og þeir eru og dæmdir aldrei neinn. Andri átti enga óvini. Það var svo mikið sem maður fékk að læra af þér; lifa lífinu lifandi og með bros á vör og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Þú kenndir mér að ef mann langaði að gera eitthvað þýddi ekkert að hugsa of mikið um það heldur fara í málin og láta draumana rætast, það gerðir þú svo sann- arlega. Andri var þannig maður sem var alltaf til í að gera allt, það var alltaf hægt að treysta á hann í einu og öllu. Andri, þú varst gull af manni og ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst. Ég hef enga trú á öðru en við eigum eftir að hittast aftur einn góðan veðurdag á betri stað. Þinn vinur, Elvar Már. Andri Már Þórðarson HINSTA KVEÐJA Elsku vinur, ég er svo þakklátur fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Þú varst með svo góða og yndislega sál sem hleypti gleði og hlátri inn í líf okkar allra. Hvíldu í friði kæri vinur. Þín verður sárt saknað, elsku Andri minn. Þinn vinur, Alex Wheeler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.