Morgunblaðið - 11.04.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 11.04.2013, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 MultiMaster fjölnotavél slípar - sagar - skefur raspar - brýnir - o.fl. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Á því kjörtímabili sem senn er á enda hef- ur gríðarlegur fjöldi breytinga verið gerður á skattkerfi okkar. Kerfið, sem að upplagi var býsna einfalt og markvisst, hefur verið flækt að óþörfu, ekki hlustað á álit sérfræð- inga, flóknar og tor- skildar breytingar gerðar og ómarkviss vinnubrögð ver- ið einkennandi. Algjört afturhvarf til fortíðar, sem flestir voru sammála um að hefði runnið sitt skeið, hefur átt sér stað. Mál er að linni og að tekin verði upp vitræn vinnubrögð að nýju. Gott er að huga að fortíð þá framtíð skal byggja. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var komið á árið 1988 voru allir sammála um, „að nýja skattkerfið okkar ætti að vera einfalt, auðskilj- anlegt og aðgengilegt. Ákveðið var að nota eina skattprósentu með háum persónuafslætti sem ætlað var að koma í stað fjölmargra sérgreindra frádráttarliða“. (Skúli Eggert Þórð- arson í Tíund, riti RSK 2. tbl. 1998.) Að þessu áliti stóðu ASÍ og VSÍ auk stórs hóps sérfræðinga sameiginlega, enda runnu þessar breytingar greið- lega í gegnum Alþingi og urðu að lög- um í mars 1987. Ólíklegt verður að telja að hliðstæð sjónarmið eigi ekki við í dag. Það sem síðan hefur gerst með skattkerfið er með hreinum ólík- indum. Tekjuskattslögin, sem að upp- lagi eru frá árinu 1978, eru í dag 124 greinar. Á flestum þeirra hafa verið gerðar mismunandi margar breyt- ingar. Bráðabirgðaákvæði við lögin eru hins vegar hvorki fleiri né færri en 51! Stór hluti þeirra er löngu orðinn úreltur þar sem um tímabundin ákvæði var að ræða en enn eru í gildi nokkur ákvæði sem ekki hafa lokið sínu hlutverki. Þessi ómarkvissa fram- setning á lagabálknum gerir það síðan að verk- um, að öll yfirsýn yfir hann verður miklum vandkvæðum bundin og framkvæmd laganna erfið. Til að átta sig bet- ur á því, hvers konar „óskapnaður“ lögin eru orðin, er gagnlegt að fara inn á Alþingisvefinn og fletta upp á lögum nr. 90/2003 – sjón er sögu rík- ari. Að mati undirritaðs er eina skyn- samlega leiðin út úr þessum ógöngum að skrifa tekjuskattslögin upp á nýtt frá grunni og haga vinnubrögðum þannig, að heildstæð hugsun og upp- bygging ráði för. Ekki er hægt að leiða hjá sér að minnast einnig á virðisaukaskattinn og nauðsyn þess, að þar sé flækjustigi haldið í lágmarki. Í grein Indriða H. Þorlákssonar, skattaráðgjafa núver- andi ríkisstjórnar en þá skrif- stofustjóra fjármálaráðuneytisins, sem birtist í Áliti, tímariti FLE, 2. tbl. 1993, segir hann m.a. um virð- isaukaskatt og breytingar á honum sem þá voru í aðsigi: „Stærsti óvissu- þáttur breytinganna er það að inn- leiða tveggja þrepa skattkerfi. Um ókosti slíks kerfis í samanburði við kerfi með einu þrepi þarf ekki að fjöl- yrða. Sú reynsla sem fengin er hér með einföldu kerfi undirstrikar þá kosti mjög glöggt. Stór hætta er á því að það fordæmi sem gefið hefur verið muni opna leiðir fyrir fleiri og fleiri undanþágur frá almenna hlutfallinu.“ Lýkur hér tilvitnun. Ég eftirlæt les- endum að leggja mat á, hvernig ofan- greint stemmir við raunveruleikann í þessum málum í dag. Sú árátta stjórnmálamanna og „ráðgjafa“ þeirra undanfarin ár, að finna sífellt upp nýjar tegundir skatta án þess að hugað sé að kostnaði við umrædda tekjuöflun, hefur leitt til ómældra vandræða og útgjalda. Nefna mætti mörg dæmi um slíkt þar sem „utanumhald“ umræddra skatta hefur slagað hátt upp í og jafnvel orð- ið hærri en tekjurnar en yfirleitt hef- ur ekki þótt henta að reikna kostnað einstaklinga, atvinnulífsins og hins opinbera við slíka innheimtu. Dæmi um þetta er innheimta útvarpsgjalds af lögaðilum, einkum félögum sem ekki eru starfandi, en slíkt kallar á gríðarlega fjölgun gjaldenda með til- heyrandi innheimtufyrirhöfn. Þar að auki er innheimta slíks gjalds af þess- um aðilum siðferðilega óverjandi og jaðrar við að geta kallast þjófnaður byggður á lögum. Nú skal tekið skýrt fram, að með því sem hér að framan hefur verið sagt er ekki lagt mat á, hver skatt- byrðin á að vera og hvað er sann- gjarnt og réttlátt í þeim efnum í heild. Ákvörðun skattastefnu er pólitískt viðfangsefni en hér er einungis verið að benda á nauðsyn þess, að tekin verði upp vitræn vinnubrögð í mótun hennar og að þungavigtarspurningin verði ávallt: Hvað kostar þessi tekju- öflun og er hún sanngjörn og skyn- samleg? Að mínu mati hefur þessi grundvallarspurning sjaldnast verið með í för við skattabreytingar síðustu ára og miklu fremur virðist sem markmiðið hafi verið að auka flækju- stigið með tilheyrandi kostnaði fyrir atvinnulífið og einstaklinga. Þeir sem þekkja til búskapar vita hvað gerist þegar belja kemst í ómældan fóð- urbæti. Hún étur sér til óbóta og síð- an verður að stinga á maganum til að bjarga lífi hennar. Hleypa þrýst- ingnum út. Eitthvað ekki ósvipað þessu virðist oft á tíðum hafa gerst á undanförnum árum þegar hug- myndaríkir „ráðgjafar“ ríkisstjórn- arinnar hafa fengið óheft frelsi til að „leika sér“ og kostnaðinn af slíkum „leik“ sitjum við skattgreiðendur landsins uppi með. Óskandi er að þeir, sem við stjórn landsins taka í kjölfar komandi kosn- inga, beri gæfu til að snúa þessum málum í betri farveg, þjóðinni til heilla. Ný skattalög – brýn nauðsyn Eftir Guðmund Jóelsson Guðmundur Jóelsson »… að þungavigtar- spurningin verði ávallt: Hvað kostar þessi tekjuöflun og er hún sann- gjörn og skynsamleg? Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Bréf til blaðsins Sá gleðilegi atburður gerðist á laugardegi fyrir páskadag að ný Lightner-diskalyfta, 700 metra löng, sem liggur upp á topp Stafdalsfells, var formlega vígð og tekin í notkun. Hún tekur við og kemur ofan við 900 metra diskalyftu af Dobbelmayer- gerð sem var sett upp í Fellinu 1989 og síðan lengd 1994. Glampandi sól og stilla var í Fellinu þegar sr. Jó- hanna Sigmarsdóttir blessaði mann- virkið og skíðasvæðið að viðstöddu miklu fjölmenni skíðafólks og gesta og fulltrúum frá bæjarstjórnum Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðfirðinga, þakkaði f.h. bæjar- stjórnanna skíðafélaginu í Stafdal fyrir framtakið og dugnaðinn við að koma mannvirkinu upp. Þorvaldur Jóhannsson, f.h. eldri skíðamanna, klippti ásamt ungri stúlku á borðann. Sagði hann af því tilefni að nú hefði ræst 43 ára draumur skíðafólks á Seyðisfirði. Þegar skíðastarfsemin var flutt úr kaupstaðnum í Hjallana hér á móti sunnan Fjarðarár og Efristafs vet- urinn 1970 horfðu menn strax löng- unaraugum hingað til Stafdalsfells sem var í minningunni alltaf baðað sól og blíðu eins og hér í dag. Við lét- um okkur þá dreyma um að þeir tímar kæmu að traust nútímalyftu- mannvirki mundu færa skíðafólkið okkar upp á topp Stafdalsfellsins. Nú er sú stund runnin upp 43 árum síðar. Fyrir það þökkum við og bjóð- um austfirskt skíðafólk velkomið í Stafdalinn að njóta með okkur. Mik- ill fjöldi fólks hefur verið á skíðum í blíðviðrinu um páskana og skemmti sér vel í Stafdalnum sem nú getur státað ef einu besta og fjölbreyttasta skíðasvæði landsins. Þegar mest var voru þar um 800 manns einn daginn. ÞORVALDUR JÓHANNSSON, formaður Sf-alp og ellilífeyrisþegi. Skíðaparadísin í Stafdal – Seyðfirsku alparnir Frá Þorvaldi Jóhannssyni Greinarhöfundur klippir á borðann með aðstoð ungrar stúlku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.