Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Páskamyndin 2013
Stórkostleg
ævintýramynd fyrir
alla fjölskylduna
Sýnd í 2D
og 3D
ÍSL TAL
Hún skemmtir sér,
Hann borgar
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í USA!
EIN FLOTTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS!
Stór og yfirdrifinn
teiknimyndahasar af betri gerðinni.
T.V. - Bíóvefurinn
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
L
12
12
G.I. JOE 2: RETALIATION 3D Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:30
THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5:50
I GIVE IT A YEAR Sýnd kl. 10:30
IDENTITY THIEF Sýnd kl. 10:20
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Sykur
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
100%
NÁTTÚRUL
EG
T
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar?
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
- V.J.V., SVARTHÖFÐI
EIN FLO
TTASTA
SPENN
UMYND
ÁRSINS
G.I. JOE RETALATION 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
G.I. JOE RETALATION 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
ADMISSION KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
I GIVE IT AYEAR KL. 8 - 10.15 12
SAFE HAVEN KL. 8 12
THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.45 L
21 AND OVER KL. 10.30 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L
GI JOE KL. 8 - 10.15 16
ADMISSION KL. 8 - 10.15 L
I GIVE IT AYEAR KL. 5.50 L
SAFE HAVEN KL. 5.50 12
ADMISSION KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
ON THE ROAD KL. 8 16
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
SAFE HAVEN KL. 8 - 10.30 12
SNITCH KL. 10.40 16
JAGTEN KL. 5.30 - 8 -10.30 12
FÓR BE
INT Á T
OPPINN
Í USA!
Það verður nóg um að vera næstu
þrjú kvöld á skemmtistaðnum Volta
við Tryggvagötu í Reykjavík. Í kvöld
stíga á svið rokksveitin Grísalappa-
lísa, rafpoppdúettinn Nolo og sveim-
rokkssveitin Oyama og skemmta
gestum og verður húsið opnað kl. 21.
Annað kvöld, föstudagskvöldið 12.
apríl, er svo komið að tónleikaveislu
Leaves, Stafræns Hákons og Mono-
town og hefst veislan kl. 21.
Á laugardaginn verður haldið sk.
Backstage-kvöld, Backstage 03.
Plötusnúðarnir Housekell, D’Or og
Gabriela munu þeyta skífum og
einnig mun Geir Helgi flytja lifandi
tóna. Gleðin hefst kl. 23.
Frekari fróðleik um tónleikastað-
inn Volta, dagskrá staðarins og tón-
listarmennina sem hana fylla má
nálgast á vefsíðu hans, volta-
reykjavik.is.
Þétt tónleikadagskrá á Volta
Morgunblaðið/Eggert
Sveimrokk Hljómsveitin Oyama á Menningarnótt í fyrra. Hún leikur á
Volta í kvöld ásamt hljómsveitunum Grísalappalísu og Nolo.
Uppselt er á fyrri tónleika Dúndur-
frétta í Eldborg, 20. apríl nk., sem
haldnir verða í tilefni af 40 ára af-
mæli plötu Pink Floyd, Dark Side
of the Moon og hefur aukatón-
leikum því verið bætt við. Fyrri tón-
leikarnir fara fram kl. 19.30 og þeir
seinni kl. 22.30.
Hljómsveitin Dúndurfréttir mun
á tónleikunum flytja plötuna í heild
sinni ásamt fleiri lögum Pink Floyd.
Þá verða einnig haldnir tónleikar í
Hofi á Akureyri hinn 24. apríl.
Dark Side of the Moon þykir ein
af merkari plötum rokksögunnar
og hefur hún selst í yfir 50 millj-
ónum eintaka. Þá náði platan þeim
stórmerka áfanga að vera á banda-
ríska Billboard-listanum yfir mest
seldu plöturnar þar í landi sam-
fleytt í 741 viku, eða yfir 14 ár, frá
árinu 1973 til 1988.
Uppselt á fyrri
Dark Side of the
Moon-tónleika
Sögufræg Fagurlega hönnuð plötu-
kápa Dark Side of the Moon er ein-
hver sú þekktasta í tónlistarsögunni.
Ólafur Gíslason listfræðingur
heldur fyrirlestur í dag um verk
Gretars Reynissonar, heiðurslista-
manns Sequences-sjónlistahátíð-
arinnar. Fyrirlesturinn ber yfir-
skriftina Hlið augnabliksins og
fer fram í Arionbanka, Borgar-
túni 19.
Ólafur þekkir vel til verka
Gretars, hefur fylgst með þeim í
fjölda ára og ritað texta um
nokkrar af sýningum hans, m.a. í
sýningarskrána Áratugur sem Út-
úrdúr gefur út vegna sýningar
Gretars í Nýlistasafninu og Ar-
tíma galleríi.
Á sýningum sínum á Sequences
sýnir Gretar afrakstur tíu ára
vinnu. Frá 1. janúar 2001 til 31.
desember 2010 safnaði hann, taldi
og skrásetti venjubundnar að-
gerðir hversdagsins, eins og segir
í tilkynningu. Upplýsingar um há-
tíðina má finna á sequences.is.
Fyrirlestur um verk
heiðurslistamanns
Morgunblaðið/Ómar
Tíu Afrakstur tíu ára vinnu Gretars er
sýndur á Sequences til 14. apríl.
Tónlistarmaðurinn Borko heldur
tónleika ásamt hljómsveit á Kex
hosteli í kvöld kl. 21 og eru þeir
hluti af tónleikaröð tónlistarveit-
unnar gogoyoko, gogoyoko wire-
less, og Reyka vodka. Borko gaf út
aðra breiðskífu sína í fyrra, Born
To Be Free, en fyrstu plötu sína,
Celebrating Life, gaf hann út árið
2008. Viðfangsefni Born to be Free
er hinn „hversdagslegi raunveru-
leiki en efnistökin ramba á barmi
hins óraunsæja og draumkennda og
eru hlaðin vísunum í ýmsar áttir
bæði í tónlist og textum“, eins og
því er lýst í tilkynningu. Borko
heldur brátt í tónleikaferðalag um
Evrópu.
Borko og hljómsveit á Kex hosteli
Frjáls Tónlistarmaðurinn Borko held-
ur brátt í tónleikaferðalag um Evrópu.