Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 39
ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Gerður fæddist að Tröllanesi íNorðfirði 11.4. 1928, dóttirHelga Pálssonar, kaupfélags- stjóra og tónskálds, og Sigríðar Er- lendsdóttur. Hún ólst þar upp til níu ára aldurs er fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Gerður stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann 1945-47 en aðalkennarar hennar þar voru Kurt Zier og Kjartan Guðjónsson. Hún fékk einnig tilsögn um meðferð áhalda við höggmyndagerð hjá Sig- urjóni Ólafssyni myndhöggvara, stundaði nám við Acccademia di Belle arte í Flórens í tvö ár, og við Académic de la Grande-Chaumiére í París 1949-50, en aðalkennari hennar þar var Ossip Zadkine sem var rúss- neskur myndhöggvari. Þá stundaði hún nám við einkaskóla Ossip Zadk- ine veturinn 1950-51. Gerður hélt einkasýningu í Lista- mannaskálanum 1951, sýningu í Bogasalnum með André Enard 1956, og aðra sýningu í Bogasalnum, ásamt eiginmanni sínum, Jean Leduc, árið 1962. Meðal þekktra verka hennar eru steindir gluggar í Hallgríms- kirkju í Saurbæ; steindir gluggar í Kópavogskirkju; steindir gluggar í Skálholtskirkju; mósaíkmynd á Toll- stöðvarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík; bronsmynd í Landsbank- anum við Strandgötuna í Hafnarfirði; bronsmynd í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Myndir á húsinu í Dugguvog 2; skúlptúr á hringtorgi við Náttúrufræðistofu Kópavogs; steindir gluggar í Ólafsvíkurkirkju, og steindir gluggar í Neskirkju í Reykjavík. Gerður var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1974. Elín Pálmadóttir, blaðamaður, rit- höfundur og góð vinkona Gerðar, skrifaði bókina Gerður – Ævisaga myndhöggvara. Bókin varð met- sölubók 1985, var síðan endurútgefin og átti stóran þátt í því að opna augu manna fyrir mikilvægi Gerðar í ís- lenskri myndlist. Þá gaf Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, sem kennt er við Gerði, út bókina Gerður. Meistari glers og málma. Gerður lést 17. maí 1975. Merkir Íslendingar Gerður Helgadóttir 104 ára Hlíf Böðvarsdóttir 90 ára Björg Þórðardóttir Fjóla Eggertsdóttir Gerða Jónsdóttir Þorbjörg Guðjónsdóttir 85 ára Birgir Einarsson Guðrún Þengilsdóttir Knútur Reynir Magnússon Ragna G. Ágústsdóttir Sigrún Bjarnadóttir Stefán Valdimarsson 80 ára Álfhildur Steinbjörnsdóttir Guðrún Bergsdóttir 75 ára Guðrún Sveinbjörnsdóttir Hjalti Einarsson 70 ára Elín Margrét Höskuldsdóttir Hjörtína Vagnsdóttir Margrét Kristín Finnbogadóttir Ragnar Jónsson Sólrún Steindórsdóttir 60 ára Auður Hallgrímsdóttir Álfheiður Bjarnadóttir Björg Jónsdóttir Guðmundur Þorkell Bjarnason Halla Guðbjörg Torfadóttir Halla Ósk Óskarsdóttir Ingibjörg Rósa Hallgrímsdóttir Jón Guðmar Hauksson Sigurgeir Bjarni Árnason Stefán Hjaltason Þórður Kristjánsson Þórhildur Ólafsdóttir 50 ára Gissur Elfar Gissurarson Gunnhildur Mekkinósson Gunnlaugur Melsted Jóhann Hjörtur Emilsson Jón Diðrik Jónsson Ragnar Kristinn Gunnarsson Rúnar Már Bjarnason Teresa Roszko Valgerður Erlingsdóttir 40 ára Bergþóra Eiðsdóttir Bjarki Þór Magnússon Elínborg Björnsdóttir Elísabet Íris Þórisdóttir Erla Linda Bjarnadóttir Guðný Ásta Snorradóttir Helgi Valur Ármannsson Hulda Bjarnadóttir Ingólfur Már Ingólfsson Pavlina Gunnlaugsson Fricova Regin Freyr Mogensen Sonja Björk Blomsterberg Zbigniew Dubaj 30 ára Arna Eyjólfsdóttir Ágúst Ibsen Snorrason Birna Eyjólfsdóttir Dröfn Svanbjörnsdóttir Erna Dís Schweitz Eriksdóttir Marcin Michnowicz Ragnar Egilsson Sigmar Svanhólm Magnússon Urszula Maria Baranowska Þorvaldur Skúli Björnsson Til hamingju með daginn 30 ára Hróbjartur ólst upp í Efri-Rauðalæk í Holta- og Landsveit, stundar nám í húsasmíði og starfar á kranabíl hjá Loftorku. Maki: Sandra Rós Jón- asdóttir, f. 1986, nemi við HR. Dóttir: Unnur, f. 2008. Foreldrar: Unnur Hró- bjartsdóttir, f. 1946, hús- freyja, og Helgi Haralds- son, f. 1949, verkstjóri hjá Jarðborunum. Hróbjartur Ævar Helgason 40 ára Vigdís ólst upp á Hellu og í Reykjavík, lauk ML-prófi í lögfræði frá Bif- röst og er lögfræði hjá Út- tektarnefnd Reykjavík- urborgar. Systkini: Þórdís Sigfús- dóttir, f. 1964; Nanna Sig- fúsdóttir, f. 1967; Sveinn Albert, f. 1968, og Hrann- ar Sigfússon, f. 1989, (hálfbróðir). Foreldrar: Hrafnhildur Þórarinsdóttir, f. 1943, og Sigfús Sveinsson, f. 1941. Vigdís Þóra Sigfúsdóttir 30 ára Gunnar ólst upp í Hafnarfirði, er nú búsett- ur í Reykjavík og stundar nám í hagfræði við HÍ. Maki: Agnes Ösp Magn- úsdóttir, f. 1985, í MS- námi í jarðfræði. Dóttir: Kristín Emma Gunnarsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Guðmundur Einar Jónsson, f. 1960, viðskiptafræðingur í Keflavík, og Sesselja Gunnarsdóttir, f. 1963, kennari í Mosfellsbæ. Gunnar Snorri Guðmundsson og Draumasmiðjunni. Hann hefur einnig leikið í nokkrum bíómynd- um, t.d. burðarhlutverk í Maríu, Hvíta dauða og Faðmi hafsins, og sjónvarpsmyndum. Er á bak við tökuvélina núna Hinrik hefur síðustu ár starfað sem framleiðandi, handritahöf- undur og leikstjóri með Profilm, í heimildarmyndagerð. „Þar hef ég mest unnið með Önnu Dís Ólafs- dóttur og Jóhanni Sigfússyni. Við gerðum m.a. myndina Icelandic Volcanos fyrir National Geograp- hic sem við fengum Emmy- tilnefningu fyrir. Svo gerðum við Elephant Whisperer í Taílandi en hún var tilefnd til breskra heimild- armyndaverðlauna. Þar vorum við keppa við þá allra bestu, menn á borð við David Attenborough.“ Hinrik hefur einnig starfað fyrir t.d. BBC, National Geographic, Animal Planet, Discovery, NBC, ZDF sem framleiðandi á Íslandi og unnið með fólki á borð við haf- rannsóknarmanninn Robert Ball- ard sem fann Titanic og Kate Humble sem Hinrik vann með að þáttunumVolcano Life fyrir BBC, en þeir fjölluðu um helstu eld- fjallasvæði heimsins. Svo tók Hinrik þátt í dönskum raunveruleikaþætti fyrir TV2 sem hét Helt til hest. „Hann var um sjö konur sem margar hverjar höfðu ekki dýft hendi í kalt vatn, en ferð- uðust um á hestum. Ég var mað- urinn sem leiddi þær um allt og skipaði fyrir. Þessir þættir nutu geysilegra vinsælda. Ég fékk ekki frið fyrir dönskum fjölmiðlum í tvö ár, og dönsku konurnar spurðu hvort ég væri síðasti víkingurinn.“ Hinrik hefur einnig verið töku- staðastjóri fyrir erlendar bíómynd- ir. Á síðasta ári vann hann fyrir Ben Stiller við gerð myndarinnar The Secret Life of Walter Mitty. Hinrik útskrifaðist sem leiðsögu- maður frá Leiðsögumannskóla Ís- lands árið 2001 og hefur stundað ráðgjöf í ferðaþjónustu og leiðsögn um Ísland og Grænland fyrir fjölda innlendra og erlendra ferðaskrifstofa. „Þetta er til að eiga salt í grautinn. Ég vinn miklu meira með útlendingum en Íslend- ingum. Ég er eiginlega gestur í eigin landi, þarf að skoða allt út frá gestsauganu til að geta þjón- ustað þá sem best.“ Um þessar mundir er Hinrik að vinna að handriti og leikstjórn með kollegum sínum í Profilm um ís- lenska æðarfuglinn fyrir erlenda sjónvarpsstöð. Fjölskylda Foreldrar Hinriks eru Ólafur Ásmundsson Egilsson, f. 20.6. 1924, d. l4.3. 2012, sjómaður og múrari í Reykjavík, og fyrri kona hans, Margrét Erla Guðmunds- dóttir, f. 7.7. 1932, fyrrv. kaup- kona. Systkini Hinriks eru Egill Ólafsson, f. 9.2. 1953, tónlist- armaður og leikari, og Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 26.6. 1957, versl- unarmaður í Reykjavík. Eiginkona Hinriks er Drífa Harðardóttir, f. 24.9. 1969, sölu- stjóri. Börn þeirra eru Ísak, f. 10.11. 1997 og Blær, f. 24.12. 2001. Sonur Hinriks og Guðlaugar Gísla- dóttur menntaskólakennara er Arnar Gísli, f. 26.4. 1989. Úr frændgarði Hinriks Ólafssonar Hinrik Ólafsson Ingibjörg Rögnvaldsdóttir systurdóttir Guðrúnar, ömmu Vilhjálms, skálds frá Skáholti Guðmundur Jóhannsson vélstj. á Eyrarbakka Bríet Ólafsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Margrét Erla Guðmundsdóttir fyrrv. kaupkona í Rvík Ólafur Þorvarðarson b. á Króki á Álftanesi, systursonur Halldórs, afa Halldórs Kiljans Laxness Guðbjörg Guðmundsdóttir af Reykjakotsætt Elín Þorsteinsdóttir frá Ytri-Njarðvík Ólafur Jafetsson útvegsb. í Njarðvík Egill Ólafsson skipstj. í Rvík Ragnheiður Stefánsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Á. Egilsson sjóm. og síðar múrari í Rvík Stefán Filippusson b. í Varmadal Ólína Ólafsdóttir húsfr. á Akranesi Guðmundur Elíasson sjóm. í Rvík, fórst með togaranum Júlí 1959 Gunnlaugur Guðmundsson stjörnu- spekingur Guðmundur Egilsson upphafsm.Minjasafns Orkuveitunnar Guðni Jónsson verkstj. í Keflavík Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Varmadal af Víkingslækjarætt, systurdóttir Runólfs, langafa Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar Margrét Guðnadóttir húsfr. í Keflavík Eggert G. Þorsteinsson ráðherra Jóhann Gíslason smiður á Eyrarbakka Eggert Gíslason b. í Kothúsum í Garði Guðrún Eggertsdóttir húsfr. í Kothúsum Þorsteinn Eggertsson skipstjóri Gísli Eggertsson skipstj. Eggert Jónsson pípulagningam. í Keflavík Þorsteinn Eggertsson textahöfundur EggertG.Þorsteinsson ráðherra Þorsteinn Gíslason fyrrv. fiskimálastj. TRAU ST OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í 16 Á R HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Verið velkomin MIKIÐ ÚRVAL. SJÓNMÆLINGAR Á STAÐNUM. FRÁBÆRT TILBOÐ Á LES-,TÖLVU- OG FJAR- LÆGÐARGLERAUGUM. VERÐ FRÁ 18.900, UMGJÖRÐ OG GLER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.