Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Mývatn og Laxá verða í fyrsta sinn sett á rauðan
lista Umhverfisstofnunar vegna ársins 2012 en á
rauða listanum eru svæði sem eru undir miklu
álagi sem strax þarf að bregðast við. Svæðið var á
appelsínugulum lista árin 2010 og 2011.
Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverf-
isstofnun, segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að
svæðið fari á rauða listann. Ein er yfirvofandi
virkjun í Bjarnarflagi og óvissa um hvaða áhrif
hún muni hafa á vistkerfi Mývatns. Þá sé kúlu-
skítur á miklu undanhaldi í vatninu en kúluskítur
er friðlýst tegund og finnst hvergi annars staðar á
landinu og óvíða í heimunum. Ólafur segir að
rannsóknir hafi sýnt að aðeins séu um 2% eftir af
upprunalegum stofni. Þá hafi Umhverfisstofnun
áhyggjur af því að frárennsli frá íbúðabyggð og
hótelum við vatnið kunni að spilla vatnsgæðum en
unnið sé að úrbótum. Einnig hafi ferðamanna-
straumur aukist mjög mikið, ekki síst að vetri.
Verið sé að undirbúa deiliskipulag og fram-
kvæmdir, meðal annars við Hverfjall og í Skútu-
staðagígum, til að bregðast við fjölgun ferða-
manna..
Ólafur segir að ein af mögulegum skýringum
á hnignun kúluskíts sé flutningur sets á botni
vatnsins og minna gegnsæi sem valdi því að ljós
berist í minna magni niður á botninn. „Hann er
mjög laslegur og slappur þessi kúluskítur.“
Mývatn úr appelsínugulu yfir í rautt
Bjarnaflagsvirkjun, hnignun kúluskíts, frárennsli og fjölgun ferðamanna valda áhyggjum
Gera deiliskipulag og framkvæma við Hverfjall og í Skútustaðagígum Laslegur og slappur
Morgunblaðið/RAX
Í hættu Umhverfisstofnun mun setja Mývatn og Laxá á rauðan lista í fyrsta sinn.
Rautt og appelsínugult
» Umhverfisstofnun flokk-
aði náttúruverndarsvæði á
rauðan lista og appelsínugulan
í fyrsta skipti árið 2010.
» Á rauða listanum voru
svæði í hættu en á þeim app-
elsínugula svæði sem þurfti að
fylgjast vel með.
» Meðal svæða sem hafa
verið tekin af rauða listanum
síðan þá eru Dyrhólaey, Surtar-
brandsgil, Grábrókargígar og
Hveravellir.
» Geysissvæðið, Friðland að
Fjallabaki og Reykjanesfólk-
vangur eru meðal svæða sem
enn eru á rauða listanum,
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Orkuveita Reykjavíkur hefur leigt
út eina hæð í austurálmu höfuð-
stöðva sinna við Bæjarháls. Um er
að ræða 400 fm rými sem hugbún-
aðarfyrirtækið Tölvumiðlun hefur
þegar flutt inn í.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Orkuveitunnar, segir að við-
ræður við annan aðila um leigu á
tveimur hæðum til viðbótar séu vel
á veg komnar. Fleiri hafi sýnt
áhuga á að leigja rými í húsinu án
þess að samið hafi verið um útleigu.
Sumir þeirra hafi leigt annars stað-
ar en aðrir eru að skoða markaðinn.
Hluti húsnæðis Orkuveitunnar
var auglýstur til sölu eða leigu fyrir
réttu ári. Um er að ræða skrifstofu-
húsnæði í austurálmu hússins auk
hluta hæðar í vesturálmunni. Var
það liður í framvindu „Plansins“, að-
gerðaráætlunar Orkuveitunnar og
eigenda sem hefur það markmið að
tryggja fjármögnun og rekstarhæfi
fyrirtækisins.
Austurhúsið staðið autt
Samkvæmt upplýsingum frá Ei-
ríki hafa samtals 1.800 fermetrar
verið boðnir til leigu. Um er að
ræða fjórar hæðir í austurálmunni,
hver hæð er 400 fermetrar auk þess
eru tæpir 200 fm í boði í vesturálmu
hússins. Áður en Tölvumiðlun flutti
inn fyrir skömmu hafði austurálman
staðið auð í nokkur misseri. Í vest-
urálmunni er starfsemi OR til húsa
auk starfsemi Gagnaveitu Reykja-
víkur.
Þess má geta að stjórn OR sam-
þykkti í lok janúar að selja hús-
næðið. Tilboði að jafnvirði 5,1 millj-
arða kr. var tekið en Straumur
fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir
hönd óstofnaðs félags, talið er að
þar séu á ferðinni lífeyris- og verð-
bréfasjóðir. Borgarstjórn Reykja-
víkur samþykkti að taka tilboðinu í
febrúar en samanlagt er um að
ræða byggingar upp á 22. þús fer-
metra að gólffleti.
Ein hæð í útleigu í austurhúsi OR
Viðræður um útleigu á tveimur hæðum til viðbótar ganga vel 1.400 fm skrifstofuhúsnæðis standa
áhugasömum leigjendum til boða Líf í austurálmunni sem hefur að mestu staðið auð um tíma
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda,
tekur hér við Útflutningsverðlaunum forseta Ís-
lands af Ólafi Ragnari Grímssyni, sem veitt voru
á Bessastöðum í gær. Jóhann Sigurðsson fékk
sérstaka heiðursviðurkenningu. „HB Grandi er í
fararbroddi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og
eru fyrirtækinu veitt verðlaunin fyrir leiðandi
starf,“ sagði Friðrik Pálsson, formaður úthlut-
unarnefndar, m.a. í ræðu við athöfnina.
Morgunblaðið/Kristinn
Í fararbroddi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja
HB Grandi hlaut í gær Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Kona á sjö-
tugsaldri
fannst látin í
íbúð sinni í
austurborg
Reykjavíkur
í fyrrinótt.
Nágrannar
hennar höfðu
samband við
lögreglu því
ekkert hafði
spurst til
konunnar lengi og voru þeir farnir
að óttast um hana. Andlátið bar ekki
að með saknæmum hætti en talið er
að konan hafi látist fyrir nokkrum
dögum.
Björgvin Björgvinsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn á höfuðborgar-
svæðinu, staðfesti þetta í samtali við
mbl.is í gær.
Hann sagði að lögregla og sjúkra-
lið hefðu verið kölluð út um mið-
nætti. Hann tók fram að andlát kon-
unnar hefði ekki borið að með
saknæmum hætti og að það ætti sér
eðlilegar skýringar. Ljóst væri að
konan hefði látist í íbúðinni fyrir
nokkrum dögum. Björgvin sagði
ennfremur að konan hefði átt fáa að
og flestir ættingjar hennar væru bú-
settir erlendis.
Fannst látin
í íbúð sinni
í Reykjavík
Bar ekki að með
saknæmum hætti
Enn á eftir að skrifa undir samninga
um sölu á höfuðstöðvum OR. Í sam-
þykkt stjórnar felst að OR mun
leigja húseignirnar til 20 ára og
hafa rétt til að kaupa þær aftur eft-
ir 10 ár. Fram hefur komið að OR
muni greiða 330 milljónir á ári í
leigu eða 27,5 milljónir á mánuði.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins í
borgarstjórn. Í bókun segjast þeir hlynntir sölunni en vilja flytja starf-
semina í ódýrara húsnæði.
Dýr leiga
Orkuveitan Byggingarkostnaður húss-
ins fór töluvert fram úr áætlunum.
LEIGJA HÚSNÆÐI ORKUVEITUNNAR TIL 20 ÁRA