Morgunblaðið - 11.04.2013, Page 18
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Litlir sem engir fjármunir hafa verið
lagðir í að rannsaka áhrif ferða-
manna á náttúru Íslands. „Hingað til
hefur aðaláherslan verið lögð á að
byggja upp ferða-
þjónustuna, en í
þessari hröðu
uppbyggingu
gleymist að ferða-
mennska hefur
mikil áhrif, bæði
jákvæð og nei-
kvæð. En það hef-
ur ekki verið vin-
sælt að ræða
neikvæðu áhrif-
in,“ segir Rann-
veig Ólafsdóttir, dósent í ferða-
málafræði við Háskóla Íslands.
Afleiðingin er meðal annars sú að
þegar framkvæmdir á og við ferða-
mannastaði eru skipulagðar eru ekki
til rannsóknir til að styðjast við.
Framkvæmdirnar geta því orðið
ómarkvissar og afleiðingarnar
óvæntar. Þessu verði að breyta. „Við
megum ekki vakna einn góðan veð-
urdag og spyrja: Bíddu, af hverju er
þetta orðið svona?“ segir Rannveig.
Lengi hafi verið bent á rannsaka
þurfi áhrif ferðamanna á náttúru og
vistkerfi landsins. Hingað til hafi lítill
áhugi verið á því en þeim mun meiri á
hvernig ferðamennska geti skapað
störf, styrkt byggðirnar og skilað
gjaldeyristekjum.
Rannveig bendir á að þetta verði
að haldast í hendur ætli þjóðin að
njóta tekna af ferðamennsku til langs
tíma. Umræða um skipulag ferða-
mannastaða og uppbyggingu innviða
virðist að miklu leyti snúast um það
hvernig hægt sé að fá fleiri ferða-
menn á staðinn, en ekki um sjálfbæra
nýtingu náttúruauðlindanna fyrir
ferðamennsku. „Við eigum að geta
tekið á móti að minnsta kosti tveimur
milljónum ferðamanna, léttilega, ef
við stöndum rétt að verki. En við
stöndum ekki rétt að verki,“ segir
hún.
Erfitt að snúa til baka
Rætt sé um að bæta innviði ferða-
þjónustu en lítið um hvað það þýði.
Að sjálfsögðu þurfi að vera til staðir
sem geti tekið á móti mörgum ferða-
mönnum og þeir séu til s.s. Þingvellir,
Gullfoss, Geysir, Dettifoss og Goða-
foss. Mikilvægt sé að byggja upp
góða aðstöðu við ákveðna ferða-
mannastaði sem geti þá tekið við
fjöldaferðamennskunni, en það verði
að vera sátt um hvaða staðir það séu.
Uppbygging innviða breytir að öllu
jöfnu ferðamennsku svæðis, og erfitt
er að fara til baka þegar uppbygging
er einu sinni hafin. Þar sem bætt sé
við bílastæðum fjölgi gestum og sú
fjölgun kalli á fleiri salerni, öflugri
göngustíga og síðan á enn fleiri bíla-
stæði. Mikið sé ætt um gjaldtöku en
ferðamönnum sé hægt að stýra á
ýmsan annan hátt en með gjaldtöku,
s.s. með því að takmarka umferð eða
ákveða að bæta ekki aðgengi að til-
teknum stöðum. „Við verðum að
skipuleggja hvar við byggjum upp.
Annars verða allir fallegir og vinsælir
staðir að fjöldaferðamennskustöð-
um,“ segir Rannveig. Slík þróun þurfi
ekki endilega að þýða að ferðamönn-
um myndi fækka en hópurinn myndi
breytast. Það væri heldur ekki víst að
heimamenn yrðu allir ánægðir með
útkomuna. „Landið okkar er al-
gjörlega einstakt. Hvað nátt-
úruferðamennsku varðar stöndum
við mjög sterk gagnvart keppinaut-
um okkar. En við verðum að passa
vel upp á þetta aðdráttarafl sem nátt-
úra landsins er fyrir ferðamennsku,
því ef það spillist fara ferðamenn ein-
faldlega eitthvað annað,“ segir hún.
Rannveig líkir viðbrögðum við
ágangi af völdum fjölgunar ferða-
manna við skyndihjálp. Ekki sé grip-
ið til aðgerða fyrr en landið sé farið
„Bíddu, af hverju
er þetta svona?“
Ljósmynd/Rannveig Ólafsdóttir
Tréstigar Rannveig segir að í sjálfu sér sé ekkert að stiganum í Snorraríki
sem slíkum, en hann gjörbreyti landslaginu og upplifun af staðnum.
Rannveig
Ólafsdóttir
Áhersla á fjölgun ferðamanna Rannsaka þarf áhrifin
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
Að ósk stjórnar Minningarsjóðs
Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur hef-
ur sýslumaðurinn á Sauðárkróki
ákveðið að sjóðurinn verði lagður
niður. Sjóðinn stofnuðu hjónin Ólöf
Karvelsdóttir og Páll Pálsson frá
Hnífsdal árið 1986 til minningar um
Guðlaugu dóttur sína. Hún fórst af
slysförum í Vindaskál í Tunguhorni
í Bolungarvík 31 árs að aldri. Guð-
laug var menntaður sjúkraþjálfari
frá Noregi og starfaði sem slík í
Bolungarvík þegar hún lést. Styrk-
ir minningarsjóðsins til Kórs Lang-
holtskirkju á þessum tíma nema um
fimm milljónum króna. Styrkir til
ungs tónlistarfólks til náms nema
einnig fimm milljónum króna og
voru það fjórtán einstaklingar sem
nutu þeirra. Þá renna 1,7 milljónir
króna til Félags íslenskra sjúkra-
þjálfara. Síðasta styrkveiting sjóðs-
ins var til Jónu G. Kolbrúnardóttur
söngkonu, kr. 400.000, og afhenti
Kristján Pálsson styrkinn.
12 milljónir veittar
úr minningarsjóði
Föstudaginn 12. apríl frá kl. 15-18
fer fram háskólakynningin „Col-
lege Day Scandinavia – Reykjavík“
í Verslunarskóla Íslands. Fulltrúar
17 bandarískra háskóla verða á
staðnum til að kynna skólana og
svara spurningum sem snúa að vali
á erlendum háskólum, inntökuskil-
yrðum og mögulegri fjáhagsaðstoð.
Kynningin er bæði ætluð fram-
haldsskólanemum sem vilja kynna
sér grunnháskólanám en einnig
þeim sem farnir eru að huga að
meistara- eða doktorsnámi. Að-
gangur er ókeypis en nauðsynlegt
er að skrá þátttöku fyrirfram.
Skráningin fer fram á heimasíðu
College Day Scandinavia 2013.
Kynna nám í banda-
rískum háskólum
Stofnfundur POWERtalk-
deildarinnar Kletts verður haldinn
í Stúkuhúsinu á Patreksfirði sunnu-
daginn 14. apríl kl. 11. POWERtalk
eru samtök sem þjálfa fólk í að
koma fram og koma fyrir sig orði
og býðst íbúum á Vestfjörðum nú
tækifæri til að hefja markvissa
þjálfun í ræðumennsku, framkomu
og fundarstjórn. Jafnframt verða
haldin ræðunámskeið um helgina
og má finna upplýsingar um þau á
www.powertalk.is. Frambjóð-
endum í Norðvesturkjöræmi hefur
verið boðið á námskeiðin.
Ræðumennska
kennd á Patreksfirði
STUTT
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni
og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði,
Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi
Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri
Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn
í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum
Skóbúðin, Keflavík
Vissir þú að margskipt gler geta verið mismunandi að gerð og gæðum?
Við bjóðum eingöngu upp á gler með "free form" tækni og er
sjónsviðið því breiðara en almennt gerist.
Hægt er að ráða hraða skiptingar og sérsníða glerin
eftir þörfum hvers og eins.
Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins
Álfabakka 14a s. 527 1515
Frí sjónmæling og sérfræðiráðgjöf í glerjavali.
Glerjadagar
30% afsláttur af öllum sjónglerjum
Ný verslun í göngugötu gleraugnabudin@gleraugnabudin.is