Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 40

Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu eitt fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum fer allt úr bönd- unum. Þú hefur góðan byr í seglin en þarft að gæta þess að kollsigla þig ekki. 20. apríl - 20. maí  Naut Menn halda að þér allskonar málefnum og vilja fá þig til fylgis við þau. Sumir óttast þau en það fellur í þinn hlut að afgreiða þau áður en þau valda erfiðleikum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tekjumöguleikar þínir eru góðir þessa dagana. Munið að góð vinátta er gulli betri og hún er ekki einstefna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það hefur verið mikið álag á þér að undanförnu svo þú hefðir gott af því að breyta um umhverfi um helgina. Varpaðu allri formfestu fyrir róða og láttu berast með straumnum í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er leikur í þér og því muntu njóta þess að leika þér við maka þinn, börn eða vini í dag. Sýndu undirmönnum þínum á vinnu- stað skilning. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til að leita til sér- fræðinga með þín mál. Haltu þínu fram af hógværð og þá verður tekið tillit til þín. Gerðu ferðaáætlun og fylgdu henni eftir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef hægt er að starfa á hámarkshraða og halda streitunni í lágmarki er vogin mann- eskjan sem finnur leiðina til þess. Varastu að láta það stíga þér til höfuðs. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Veittu beina aðstoð við verkefni heima fyrir og hafðu gaman af að end- urskapa minningar úr fortíðinni. Þú þarft að gera það upp við þig hvort þú ætlar að halda áfram í vinnunni eða ekki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni og verður að taka þig á áður en allt fer í hund og kött. Gerðu eitthvað eitt sem þú hefur lofað sjálfri/sjálfum þér upp á síðkast- ið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð oft góðar hugmyndir en týnir þeim jafnóðum niður. Nánustu sambönd þín eru hlýleg og gefandi núna. Njóttu lífsins og láttu allar áhyggjur lönd og leið á meðan. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt mæta í dag erfiðri þraut, sem reynir á alla þína hæfni – og það tekst. Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar náttúr- unnar með þínum nánustu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er það kappsmál að segja öðrum þína hlið á málunum. Notaðu tækifærið til að bæta sambandið við þá sem þér eru kærir. Helgi Seljan sendi Vísnahorninubréf í síðustu viku með „broti af leirburði síðustu daga“: Ekki vil ég af því raupa, þó allvel sé ég hress, en enginn lét mig apríl hlaupa: Ellin sá til þess. Enn um 1. apríl. Í fjölmiðlum aprílgabb reynt er víst enn og upplagt nú þótti að vera með bjór. Í Heiðrúnu þorstinn rak þó nokkra menn, en þar var allt lokað og vonbrigðin stór. Og um vígslu handboltamanna í nýjum liðum: Ef viltu í alvöru árangri ná á íþróttasviði, að mörgu er að gá. En allra bezt þykir að á megi sjá, að ærlegan rassskell þú hafir mátt fá. Þá um kosningabaráttuna: Margur við framboðafjöldann dokar, ferlegt er það að sjá. Allir flokkanna fýlupokar farnir eru á stjá. Sigurjón V. Jónsson á Selfossi sendir Vísnahorninu bréf: „Fram- sóknarflokkurinn hefur verið með stöðugt fylgi mörg undanfarin ár en svo stökkbreyttist fylgið (eins og húsnæðislánin): Af er það sem áður var öllum linnir þrautum núna fylgi Framsóknar fer með himinskautum.“ „Skemmtileg fyrirsögn í Mogg- anum“ hljóðaði svo: „Fossvogs- kirkjugarður áttræður – nærliggj- andi íbúum boðið í kaffi“. Sigurjón skrifar í tilefni því: „Spurning hvort þetta flokkist ekki undir að raska grafarró! Tertur miklar trufla frið en tala vel um staffið upp þeir risu í afmælið alltaf hressir kaffið.“ Þá heyrði hann af því að fjall- göngumenn notuðu viagra til að komast á toppinn: Hæsta tindi hljóta að ná hönd þó sýnist loppin fyrst þeir hafa fætur þrjá að fikra sig á toppinn. Valgeir Sigurðsson sendi þætt- inum vísu: Öll þín för var onímóti, innrætið á vísum stað. Lærðu nú af Lagarfljóti, en láttu engan frétta það. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kaffiboði í kirkjugarði og vígslu handboltamanna Í klípu „GUÐ MINN GÓÐUR, ÞÚ KASTAR EINS OG LÍTIL STELPA! VIÐ VILJUM ÞRUMUR OG LÆTI, EKKI VESÆLT VÆL!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG KEYPTI ÞETTA Á STAÐ SEM HEITIR GRIKKLAND.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ganga inn í líf einhvers. ÞÁ ER ÉG FARINN TIL ÍTALÍU OG MUN KOMA TIL BAKA MEÐ ÓMETANLEG VERÐMÆTI FRÁ HINNI FORNU RÓM! FYRST ÞÚ ERT AÐ FARA ... ... SÆKTU PÍTSU MEÐ PEPPERONI, LAUK OG AUKASVEPPUM FYRIR MIG. MJÓLK ... SUMIR SKOÐA SÍÐASTA SÖLUDAG ... EN AÐRIR EKKI.Þ essa dagana líður Víkverja dags- ins eins og barni í sælgætisbúð. Gottið er gómsætt og draumkennd tilfinning fer um Reykvíkinga sem nú gefst kostur á að láta í ljós skoðun sína á forgangsröðun framkvæmda í heimahverfum sínum. Og það er ekki neitt smáræði í boði. Þeir sem búa til dæmis í Grafarholtshverfi eiga svo sannarlega um margt gott að velja. Meðal þess sem borgin býður er að setja til dæmis upp örnefnaskilti, bæta leiksvæði í Ólafsgeisla, leggja stíga, gróðursetja á nokkrum stöð- um og setja upp bekki og hunda- gerði. Framkvæmdafé eyrnamerkt Grafarholti er 18,7 milljónir króna. Ekkert smáræði! x x x Að sjálfsögðu ákvað Víkverji aðsinna borgaralegri skyldu og tók þátt í atkvæðagreiðslu þessari. Var sérstaklega áfram um göngu- stíga og gróðursetningu. Væntir nú þess að verði hans vilji. Að gamni slepptu verður að segja að verkefnaval þetta er frekar mis- lukkað fyrirbæri. Auðvitað er hið besta mál að lagðir séu göngustígar og aðstaða til hreyfingar og samveru fjölskyldna sé bætt. Á allan mæli- kvarða er því ekki stórmál hvar göngustígar skuli vera eða gróður- sprotum stungið í jörð. Flest höfum við svipaðar væntingar um vistvænt umhverfi með möguleikum til úti- veru. Að leita sérstaklega álits borg- arbúa í atkvæðagreiðslu á til dæmis því hvort fyrr skuli marka brautir eða fegra trjálundi er satt að segja eins og leikhús fáránleikans. x x x En Víkverja þykir þó bæði rétt ogskylt að þakka fyrir frumkvæðið. Væntir að kosning þessi sé upphaf að öðru og meira. Upplagt hefði t.d. verið fyrir tveimur árum að leyfa íbúum að greiða atkvæði um samein- ingu skóla, sem meirihlutinn keyrði í gegn í miklum mótbyr og í andstöðu við foreldra. Þá var lýðræðið látið mæta afgangi. En við breytum ekki hinu liðna, næsta mál á dagskrá er væntanlega að fólki gefist kostur á að greiða atkvæði um hvort borgin greiði áfram hundruð milljóna með Hörpu, það er moki sandi í botnlausa tunnu. víkverji@mbl.is Víkverji En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. (Fyrra Korintubréf 13:13) Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.890 m2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.