Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sért þú, lesandi góður, einn hinna óheppnu sem ekki horfðu á leiksýn- inguna BLAM! í gærkvöldi, skora ég á þig að hringja í Hof strax í bítið og panta miða í kvöld! Þú sérð ekki eftir því – ef til er miði …    Ekki er ofsagt að (Akureyring- urinn) Kristján Ingimarsson og út- lendir félagar hans þrír fara hamför- um í sýningunni.    Metanstöð á vegum Norður- orku verður í sumar komið upp við Glerá, skammt frá Möl og sandi við Súluveg efst í bænum. Til þess að svo megi verða hyggst bæjarstjórn breyta aðalskipulagi svæðisins.    Tíu bæjarfulltrúar samþykktu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag að auglýsa skipulagsbreytinguna. Einn var á móti; Logi Már Einarsson arkitekt, sem situr í bæjarstjórn fyr- ir Samfylkinguna.    Logi Már segir athafnasvæði Malar og sands alltaf hafa stungið í augu, vill iðnaðinn burt og lýsti þeirri skoðun sinni að nota ætti tækifærið og gera þarna grænt svæði.    Til stendur að virkja Glerá ofar, eins og fram kom á þessum vett- vangi í síðustu viku, og gera fólk- vang í Glerárdal í tengslum við þá framkvæmd. Logi sagði tilvalið að útivistarperlan byrjaði þar sem steypustöðin er nú.    Oddur Helgi Halldórsson, vara- formaður bæjarráðs, segir hent- ugast að metanstöðin verði á þessum stað. Norðurorka mun vinna metan úr gömlu ruslahaugunum, hreinsi- stöð verði við hitaveitutank við Súlu- veg og afgreiðslan þarna neðar. Gas- ið verður flutt í pípu ofan að.    Við breytingar á skipulagi missir Möl og sandur spildu niðri við ána og þar verður „grænt svæði“. Þá mun fyrirtækið hafa lofað að snyrta mikið til á athafnasvæði sínu.    Svanbjörn Sigurðsson, fv. for- stöðumaður og fyrsti stjórnar- formaður Flugsafns Íslands, var heiðraður í samsæti á safninu um síðustu helgi. Var þar m.a. afhjúpað málverk af Svanbirni sem Kristinn G. Jóhannsson málaði.    Portrettin á safninu eru þar með tvö; áður hafði Kristinn G. málað Halldór Blöndal, sem var samgöngu- ráðherra þegar safnið var stofnað. Þeir munu því báðir fylgjast með starfsemi safnsins ofan af vegg um ókomna framtíð!    „Stóra afrek Svanbjörns á þess- um árum var að koma Flugsafninu frá því að vera sýning í að vera fylli- lega viðurkennt safn með söfnunar- og sýningarstefnu þannig að hægt væri að sækja í sjóði og uppfylla skilyrði Þjóðminjaráðs um fullgilt safn,“ sagði Hörður Geirsson, einn stjórnarmanna, í ávarpi    Tónleikar til heiðurs Leonard Cohen verða á Græna hattinum ann- að kvöld. Hljómsveitin The Saints of Boogie Street hefur sérhæft sig í lögum Kanadamannsins frábæra og gaf út disk með tónlist hans í fyrra. Meistari Cohen setti sig í samband við hljómsveitina stuttu eftir útgáfu disksins, skv. tilkynningu frá sveit- inni, og lýsti yfir dálæti sínu á fal- legum útsetningum. Hann lýsti jafn- fram yfir áhuga sínum á að sækja landið heim aftur sem fyrst og kom- ast á tónleika með The Saints of Boogie Street!    KK og Maggi Eiríks spila á hatt- inum á laugardagskvöldið.    Um 120 ungmenni taka þátt í Leiklistarhátíð Þjóðleiks á Norður- landi í Rósenborg á Akureyri um helgina. Leiksýningar verða á klukkutíma fresti frá kl. 13 til 18 og á sunnudag kl. 10 til 16.    Þórarinn Hjartarson bregður sér í líki Páls Ólafssonar í Ketilhús- inu á sunnudag, les mörg ljóða Páls og syngur 23 lög. Stutt frásögn á milli ljóða. Í fyrra flutti hann dag- skrána oft í Landnámssetrinu en að- eins ein sýning er nú. Aðgangur 2.000, ekki tekið við greiðslukortum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gleði Svanbjörn Sigurðsson og Reina Margrét Sigurðsson með barnabörnunum við portrettið af afanum. Við hlið ömmu er Oddný Gunnarsdóttir en fyrir aftan, f.v.: Bríet Reine Geirsdóttir, Sóley Gunnarsdóttir og Karvel Geirsson. Svanbjörn ætíð á Flugsafninu Íþróttabandalag Reykjavíkur og Fjölbrautaskólinn við Ármúla hafa skrifað undir samstarfs- samning sem mun bæta umhverfi afreksíþróttamanna í Reykjavík til muna. Samningurinn felur í sér að ÍBR mun aðstoða Fjöl- brautaskólann við Ármúla við að byggja upp afreksíþróttalínu á stúdentsprófsbrautum. Meg- inmarkmiðið er að skólinn og ÍBR þrói námsframboð og skipu- lag sem mæti þörfum ungra og efnilegra afreksíþróttamanna. Ungt afreksíþróttafólk fær þann- ig tækifæri til að æfa sína íþrótt á skólatíma samhliða námi. Fyrsta íþróttafélagið sem verð- ur aðili að samstarfssamningnum er Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur en innan raða þess er ungt afreksíþróttafólk sem hyggur á nám í framhaldsskóla næsta haust. Fleiri félög í Reykjavík stefna að því að gera samskonar samning við FÁ. Afreksíþróttalína byggð upp hjá FÁ Undirskrift ÍBR og FÁ ætla að vinna að bættu umhverfi afreksíþróttafólks. Menntun og verðmætasköpun er heiti málþings á vegum Háskólans í Reykjavík sem verður haldið í dag, fimmtudaginn 11. apríl, kl. 12-13:30 í stofu M208. Erindi flytja dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Björgólfur Jóhannsson, formaður SA. Að erindunum loknum taka tólf manns úr stjórnmálum og atvinnu- lífi þátt í pallborðsumræðum. Þátt- takendur koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stuttu máli. Að því loknu er opnað fyrir umræður ásamt athugasemdum og spurn- ingum úr sal. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna er Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við laga- deild Háskólans í Reykjavík. Málþingið er öllum opið. Ræða um menntun og verðmætasköpun Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður til málþings um aðgengi að EFTA-dómstólnum föstudaginn 12. apríl kl. 12:00-13:30 í stofu M103. Aðalgestur málþingsins er for- seti EFTA-dómstólsins, Carl Baud- enbacher. Einnig flytja erindi Dóra Sif Tynes hdl., Stefán Geir Þórisson hrl. og dr. Philipp Speit- ler, fulltrúi forseta dómstólsins. Eitt helsta hlutverk EFTA- dómstólsins er að túlka samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Málþing um aðgengi að EFTA-dómstól STUTT Ertu búinn að kjósa? kjosa.betrireykjavik.is Íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur lýkur á miðnætti. Notaðu tækifærið og kjóstu í þínu hverfi. REDKEN hárgreiðslustofur: REDKEN Iceland á Dreifing: Hár ehf - s. 568 8305 har@har.is ÓTAKMARKAÐIR MÖGULEIKAR fyrir allar gerðir hárs með REDKEN mótunarvörum Þú færð það útlit sem þú vilt með Redken mótunarvörum, hvort sem þú vilt milt eða stíft hald, sveigjanleika og gljáa eða mýkt og hitavörn FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SLÉTT GLANS Glans- og sléttunarefnin draga úr ýfing í fíngerðu og grófu hári og gefa fallegan náttúrulegan glans. Hárlökkin gefa 24 tíma vörn gegn loftraka, 8 tíma stjórn og fallegan glans. Blástursvörurnar veita vörn gegn hitatækjum og læsa mýkt inni í hárinu. FORM HITAVERND HREYFING HALD Texture hármótunarvörurnar veita góða vernd gegn raka, flagna ekki úr við burstun og auðvelt að þvo þær Volume vörurnar gefa ótrúlega fyllingu frá rótum út í enda hársins. FYLLING LOFT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.