Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 101. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Draumafríið breyttist í martröð 2. Kona fannst látin í íbúð 3. Eignast barn á sjötugsaldri 4. 7 ástæður til að nota smjör »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur ver- ið ráðin nýr rektor Listaháskóla Ís- lands og tekur við embættinu af Hjálmari H. Ragnarssyni 1. ágúst nk. Fimmtán sóttu um stöðuna og rann umsóknarfrestur út í byrjun janúar á þessu ári. Fríða Björk er með MA- gráðu frá University of East Anglia í Norwich í 19. og 20. aldar skáld- sagnagerð. Fríða Björk hefur starfað sem bók- mennta- og menningarrýnir, rithöf- undur, blaðamaður og þýðandi. Hún starfaði hjá Morgunblaðinu í tæp tíu ár og gegndi þar stöðu ritstjórnar- fulltrúa menningar um árabil auk þess að vera einn af leiðarahöf- undum blaðsins, pistla- og greinahöf- undur. Af öðrum störfum Fríðu Bjark- ar má nefna að hún er stjórnar- formaður Gljúfrasteins, á sæti í ráðgjafarnefnd um heiðurslaun Al- þingis og var stjórnarformaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar frá 2006 til 2009. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss Fríða Björk ráðin í stöðu rektors LHÍ  Jeff Dunham, einn vinsælasti grín- isti Bandaríkjanna, fer með gam- anmál í Laugardalshöll 20. sept- ember nk. Dunham er búktalari og einn áhrifamesti skemmtikraftur Vesturlanda, að mati tímaritsins Forbes. Stefnt er að því að fá þekkta íslenska grínista til að hita upp fyrir Dunham. Sýning Dunhams hér á landi er hluti af heimsferð hans Disorderly Conduct. Jeff Dunham skemmtir á Íslandi Á föstudag Norðan og norðaustan 5-13 m/s og víða él, en austan 10-18 sunnanlands og snjókoma. Frost 0 til 12 stig, kaldast í inn- sveitum norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s. Víða él, en yfirleitt þurrt og bjart á Suðvesturlandi. Hiti kringum frostmark syðra yfir daginn, annars frost á bilinu 1-10 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. VEÐUR Það fór eins og flestir höfðu spáð. Barcelona og Bayern München náðu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi og þau verða í pottinum ásamt Real Madrid og Dortmund þegar dregið verður til undanúrslitanna á föstu- daginn. Bæjarar unnu öruggan sigur á Ítalíu en Barcelona dugði jafntefli. »2 Fór eins og flestir reiknuðu með Golfáhugamenn úti um víða veröld eiga í vændum skemmtilega daga því í dag hefst fyrsta risamót ársins. Um er að ræða US Masters sem fram fer á hinum glæsilega Augusta National-velli. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods en hann er tal- inn sigur- strangleg- ur á mótinu. »4 Vinnur Tiger Woods fyrsta risamót ársins? Knútur G. Hauksson, formaður Handknattleikssambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á þingi sam- bandsins sem fram fer á síðasta degi þessa mánaðar. Knútur hefur verið formaður síðustu fjögur ár. „Þetta er bara orðið gott hjá mér og tími kominn til að afhenda öðr- um keflið,“ sagði Knútur í gær. »1 Formannsskipti framundan hjá HSÍ ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Andrúmsloftið í skynörvunarher- bergjum dagþjónustu Skálatúns í Mosfellsbæ var að vanda afslappað í gær. „Við finnum vel hvernig fólkið upplifir vellíðanina,“ segir Helga Rut Sigurðardóttir yfirþroskaþjálfi um leið og hún nuddar fingur Unnar Óskar Leósdóttur þar sem þær sitja í hvíta herberginu við súlu sem er full af vatni á hreyfingu. Skálatún rekur búsetu- og dag- þjónustu/vinnu fyrir fatlað fólk. Dagþjónustuna sækja 43 ein- staklingar, sem ýmist eru búsettir í Skálatúni eða annars staðar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þjónustan fer fram á vinnustofum og í Skjóli. Í Skjóli er meðal annars lagt upp úr að fólk upplifi vellíðan og slökun. Sérútbúin herbergi Ekki er langt síðan skynörvunar- herbergin, tónlistarherbergi og svo eitt hvítt herbergi og annað svart, voru tekin í notkun. Þau byggjast á hugmyndafræði Snoezelen, sem gengur út á að skynjunin geti fært fólki ánægjulegar upplifanir og til- finningar. Takmarkið er að örva frumskynjunina – sjón, heyrn, snert- ingu og lykt – í afslappandi og öruggu umhverfi. „Þetta er mikil breyting,“ segir Helgi Hróðmars- son, framkvæmdastjóri Skála- túnsheimilisins, og bætir við að starfsfólkið finni það vel á bættri líð- an fólksins. Öll herbergin eru sérútbúin og boðið er upp á áreiti sem örvar eða róar. Í þeim er breytileg lýsing, þægilegir stólar og bekkir, ilmefni og aðrir tilfallandi skynörvandi hlut- ir. Í tónlistarherberginu er sérstakt tónlistarrúm með bassaboxi undir dýnunni. Það gefur frá sér þrýst- ingsbylgjur sem einstaklingurinn skynjar. Í rúminu er 6 kg boltasæng sem veitir einstaklingnum öryggi. Sams konar „sæng“ er í hægindastól í svarta herberginu og fer ekki á milli mála að Svandís Sverrisdóttir finnur fyrir miklu öryggi undir henni. „Hér fer vel um alla,“ segir Helga Rut. Það er óneitanlega afslappandi að sitja í herbergjunum, en hver ein- staklingur er þar með starfsmanni í um 20 til 30 mínútur í senn. Helga Rut segir að allir láti sér líða vel í slökunarrýminu og nái algjörri slök- un. „Nálægðin skiptir miklu máli,“ segir hún og ávinningurinn leynir sér ekki í slökun Unnar Óskar Leós- dóttur og brosi hennar. „Það er allt- af starfsmaður með einstaklingi hérna inni og þessi samvera hefur góð og jákvæð áhrif á okkur öll,“ segir Helga Rut Sigurðardóttir. Slegið á streitu í Skálatúni  Skynörvunar- herbergi koma sér vel í Skjóli Morgunblaðið/Ómar Hvíta herbergið Helga Rut Sigurðardóttir yfirþroskaþjálfi í slökun með Guðbjörgu Sigurðardóttur. Svarta herbergið Svandís Sverrisdóttir lætur sér líða vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.