Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA SVEFNBREIDD 140X200 CM BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI, ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA, SVEFNBREIDD 120X200 CM RECAST UNFURL KR. 119.900 TILBOÐ KR. 129.900 SVEFNSÓFAR BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 Öll helztu stjórnmálaöfl landsins þurfa að hugsasinn gang að kosningum loknum verði niður-staða þeirra sú, sem skoðanakannanir bendatil. Flest bendir til að kjósendur ætli að gefa Framsóknar- flokknum tækifæri til að standa við stóru orðin og finna viðunandi lausn á skuldavanda heimilanna. Takist fram- sóknarmönnum það er ekki hægt að útiloka að brautin verði bein og breið fyrir þá að komast í sömu stöðu og Venstre í Danmörku, sem hefur orðið forystuflokkur borgaralegra afla þar í landi. Standi Framsóknarflokkurinn ekki undir þeim vænt- ingum sem kjósendur bera í brjósti til hans í þeim efnum má ganga út frá því að fylgið hrynji af honum í þingkosn- ingum þar á eftir. Reyndar er ljóst að hann þarf að hafa sýnt verulegan árangur fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2014 til þess að það fylgishrun hefjist ekki þá þegar. Fjórum árum eftir myndun fyrstu ómenguðu vinstri stjórnarinnar er sú sameiningarþróun vinstri manna sem hófst með tilkomu Reykjavíkurlistans á tíunda áratug síð- ustu aldar og leiddi svo til stofnunar Samfylkingarinnar í rúst. Samfylkingin hefur klofnað í þrennt. Björt framtíð og Lýðræð- isvaktin eru augljóslega klofnings- brot úr Samfylkingunni. Vinstri grænir hafa líka klofnað í þrennt. Bæði Alþýðufylkingin og Regn- boginn eru klofningsbrot úr VG. Fyrir stofnun Samfylkingarinnar voru vinstri menn í fjórum hópum, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Þjóðvaka og Kvennalista. Nú eru þeir í sex hópum. Alvarlegasta staðan er þó hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvað er sá flokkur? Hann hefur frá stofnun sinni fyrst og fremst verið breitt bandalag borgaralegra afla. Þegar horft er til stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum nú má velta því fyrir sér, hvort verið geti að spennan inn- an þessa bandalags borgaralegra afla og ólíkra hags- munahópa og sjónarmiða sem hafa fundið sér sameig- inlegan farveg þar sé orðin svo mikil, að ekki sé lengur mögulegt að halda því bandalagi saman. Sennilega hefur kalda stríðið átt meiri þátt í því að halda Sjálfstæðisflokknum saman en flokksmenn al- mennt hafa gert sér grein fyrir. Gamall og góður vinur minn sagði við mig á dögunum: Kalda stríðið var límið sem hélt Sjálfstæðisflokknum saman. Það er mikið til í því. Þótt ágreiningur væri um önnur mál innan Sjálfstæð- isflokksins var samstaða um að öllu skipti að vinna sigur í kalda stríðinu. Ísland var einn af vígvöllum þess. Svo kom hrunið. Það kom ekki á einni nóttu. Það átti sér ákveðinn aðdraganda. Um þann aðdraganda hef ég fjallað á öðrum vettvangi (Umsátrið-Fall Íslands og end- urreisn.Veröld 2009) og mun ekki endurtaka þau sjón- armið hér. En mín skoðun er sú, að ein meginástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki endurheimt traust kjósenda eftir hrunið sé sú, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi ekki gert upp sinn þátt í þeim atburðum og þá er ég að tala um málefni en ekki persónur. Fáir hafa tekið undir þau sjónarmið en það er af og frá að hin erfiða staða Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönn- unum nú sé einum manni, Bjarna Benediktssyni, for- manni flokksins, að kenna. Það er yfirborðsleg skýring en ekki nýtt að einhverjir leiti slíkra skýringa. Það er rétt að Bjarna Benediktssyni urðu á alvarleg pólitísk mistök í Icesave-málinu en hann er ekki eini formaður flokksins, sem gert hefur alvarleg mistök og hér kemur fleira til. Flokkurinn getur skipt um formann ár eftir ár næstu árin en horfist hann ekki í augu við sjálfan sig og eigin mistök á undanförnum árum munu formannsskipti engu skila. Þjóðin sér í gegnum slíkar andlitssnyrtingar. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn endurheimta stöðu sína sem forystuafl í íslenzkum stjórn- málum verður flokkurinn að laga sig að breyttum aðsæðum, nýjum tíðaranda og endurspegla skoð- anir, hugmyndir og hugsjónir fólks sem spannar skoðanasviðið frá hægri yfir á miðju og verða á ný sú þjóðarhreyfing fólksins í landinu sem hann var og getur haldið áfram að verða með því að setja hags- munahópana innan flokksins á sinn stað en verða í þess stað málsvari hins almenna borgara til sjávar og sveita. Það er ekkert nýtt að átök séu innan Sjálfstæðisflokks- ins á milli hópa og einstaklinga. Þau átök hafa á stundum verið mjög hatrömm og alltaf miskunnarlaus. En það má spyrja hvort þau hafi nokkru sinni gengið eins langt og nú þegar efnt er til skoðankönnunar rúmum tveimur vikum fyrir kosningar um stöðu formanns og varaformanns á sama tíma og flokkurinn stendur höllum fæti og í brúnni stendur formaður sem tók við Sjálfstæðisflokknum í rúst- um hrunsins. Hverjum og einum er frjálst að efna til kannana en í þessu tilviki er tilgangurinn augljós. Framtíð Sjálfstæðisflokksins ræðst af viðbrögðum flokksmanna og stuðningsmanna flokksins á næstu vik- um og mánuðum, bæði fram að kosningum og í kjölfar þeirra. Ég hef á síðustu árum sótt nokkra fundi sjálfstæðis- manna víðs vegar um landið. Á fundi á Hvolsvelli fann ég mikinn samhljóm með hugmyndum sem ég reifaði þar um beint lýðræði. Á fundi á Akureyri í desembermánuði sl. spurði ég fundarmenn hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið stofnaður til að standa vörð um stórfyrirtæki og fann mikinn stuðning við það svar mitt við þeirri spurn- ingu að svo væri ekki. Með því að leggja framtíð þessa merka stjórn- málaflokks í hendur fólksins í flokknum verður framtíð hans tryggð. Vandi Sjálfstæðisflokksins er ekki sök eins manns Sjálfstæðisflokkurinn er bandalag borgaralegra afla. Er sú breiðfylking að bresta? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Margrét Thatcher, forsætisráð-herra Breta 1979-1990, verður jarðsungin miðvikudaginn 17. apríl 2013. Hún var hugrökk eins og ljón og kæn eins og refur, en svo lýsir Machiavelli öflugum stjórnmála- manni. Með festu sinni og bar- áttugleði vakti hún blendnar tilfinn- ingar í hópi starfsbræðra sinna í Evrópu, hinna gráklæddu, virðulegu, miðaldra manna með hálsbindi, sem komu öðru hvoru saman og töluðu í nafni Evrópu. „Frú Thatcher! Hún hefur augun úr Caligúlu og varirnar frá Marilyn Monroe,“ mælti forseti Frakklands, François Mitterrand, eitt við ráðherra Evrópumála í stjórn sinni, Roland Dumas. Thatcher sagði mér hins vegar eitt sinn í kvöldverði: „Gallinn við stjórn- málamennina á meginlandinu er að þeir hafa aldrei skilið hina eng- ilsaxnesku hugmynd um frelsi innan marka laganna.“ Allt frá því að Jó- hann landlausi neyddist til að skrifa undir Magna Carta 1215, var í Eng- landi reynt að takmarka vald kon- ungs við það sem hóflegt gæti talist og breytti engu þegar þing kom í stað konungs. Lögin setja jafnt valds- mönnum og einstaklingum skorður. Napóleon sagði af nokkurri lítils- virðingu að Englendingar væru kramaraþjóð. En í heimsstyrjöldinni síðari bjargaði þessi kramaraþjóð öðrum Evrópuþjóðum undan sjálfum sér. Og þótt stjórnmálamennirnir á meginlandinu skildu illa frelsi innan marka laganna, ekki síst atvinnu- frelsi, var Jón Sigurðsson sömu skoð- unar og Thatcher: „Margir hinir vitr- ustu menn, sem ritað hafa um stjórnaraðferð á Englandi og rann- sakað hana nákvæmlega, hafa álitið félagsfrelsið aðalstofn allrar fram- farar þar á landi,“ sagði Jón í Nýjum félagsritum 1844. Með félagsfrelsi átti hann vitaskuld við atvinnufrelsi. Það var hins vegar Rauða stjarn- an, málgagn Rauða hersins rúss- neska, sem kallaði Thatcher fyrst „járnfrúna“, og festist það við hana. Það var dæmigert um Thatcher að hún tók nafnið sjálf upp. Hún sagði í ræðu í kjördæmi sínu, Finchley, 31. janúar 1976: „Járnfrú Vesturlanda. Ég? Kaldastríðskona? Já, einmitt — ef þeir vilja leggja þann skilning í málsvörn mína fyrir þeim verðmæt- um og réttindum, sem okkur þykja ómissandi.“ Það átti síðan fyrir Thatcher að liggja í góðu samstarfi við Ronald Reagan að vinna kalda stríðið. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Margrét Thatcher Grein Bjarna Bene- diktssonar í Morg- unblaðinu á þriðjudag- inn voru orð í tíma töluð. Þar tók hann af öll tvímæli um það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að kalla til baka þá skerðingu á kjörum aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009 og átti að vera tímabundin. En við það hefur að sjálfsögðu ekki ver- ið staðið frekar en annað, sem snýr að öldruðu fólki og öryrkjum. Kjaraskerðingin 1. júlí 2009 var mjög tilfinnanleg og raunar sárari en flestir gera sér grein fyrir. Þá hafði verið lögfest, að lífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins skyldi hækka í takt við lægstu laun sem var mikil réttarbót fyrir aldraða. Nú var þessi viðmiðun afnumin og er það mat kjaranefndar LEB að skerðingin sé 20% eða fimmta hver króna. Bjarni Benediktsson hefur bent á, að ríkisstjórnin hefur dregið úr framlögum til málefna aldraðra um 13 milljarða króna á valdatíma sín- um. Það þýðir, að aldraðir hafa stað- ið undir 10% varanlegs niðurskurðar í ríkisrekstrinum. Þá hafa aldraðir eins og aðrir þjóðfélagshópar orðið fyrir barðinu á skattastefnu ríkis- stjórnarinnar og er þannig sótt að þeim úr tveim áttum. Erindi úr Grímnismálum kemur upp í hugann: Askur Yggdrasils drýgir erfiði meira en menn viti, hjörtur bítur ofan en á hliðu fúnar, skerðir Níðhöggur neðan. Nú eru það eðlileg viðbrögð hjá þeim, sem eiga erfitt með að láta enda ná saman, að reyna að afla sér viðbótartekna með vinnu sinni, eins og Bjarni rakti í grein sinni. En fá- tæktargildra vinstri stjórnarinnar leyfir það ekki. Hjá þeim sem engar tekjur hafa nema lífeyri almanna- trygginga tekur ríkið til sín krónu fyrir krónu lengi framan af, – af fyrstu 100 þús. kr. sem slíkur ein- staklingur í sambúð vinnur sér inn á hann einungis 15 þús. kr. eftir þegar upp er staðið. Ríkið tekur í sinn hlut 85 þús. kr. Og ekki lítur dæmið betur út hjá þeim, sem fær greiddar 100 þús. kr, úr lífeyrissjóði. Hann heldur eftir 4 þús. kr. en ríkið stingur í sína rauðu skjóðu 96 þús. kr., – eða er skjóð- an græn? Það er að sjálfsögðu frumskylda samfélagsins ekki síður nú en á dögum Arnórs kerling- arnefs og raunar miklu fremur, að sjá til þess að enginn sé settur út á gaddinn né þurfi að líða skort. Arn- ór var uppi á 10. öld og er þátturinn um hann í Flateyjarbók merkileg heimild um samkennd og baráttuna um að lifa af í harðindum á hans dögum. Hugsunin á bak við lífeyrissjóðina er sú, að einstaklingunum sé gert að leggja til hliðar nokkurn hluta af starfstekjum sínum, sem skuli ávaxtaðar og geymdar til elliáranna. Um leið er það krafa þjóðfélagsins, að öllum sé tryggður mannsæmandi lífeyrir – einnig þeim sem eiga eng- an eða lítinn rétt í lífeyrissjóði. Þessi tvö kerfi verða að vinna sam- an. Út á það gengur krafan um að draga til baka skerðingarnar frá 1. júlí 2009 og afnema í áföngum skerðingar tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni fyrir þá, sem hafa þrástagast á klisjunni um „hið norræna velferð- arkerfi“ að það var undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem aldraðir náðu þeim réttarbótum, sem ávallt er vitnað til. Og mér þykir vænt um, að Bjarni Benediktsson skuli vera arfdráttarlaus í skilaboðum sínum til aldraðra og öryrkja. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Eftir Halldór Blöndal Halldór Blöndal »Mér þykir vænt um að Bjarni Benediktsson skuli vera afdráttarlaus í skilaboðum sínum til aldraðra og öryrkja. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Köllum til baka kjara- skerðingu aldraðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.