Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
✝ Guðrún Ágústs-dóttir fæddist í
Hróarsholti í Flóa
29. janúar 1916.
Hún lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum,
laugardaginn 30.
mars sl.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Kristín
Bjarnadóttir, f.
1877, d. 1963, og Ágúst Bjarna-
son, bóndi í Hróarsholti, f. 1878,
d. 1928. Systkini Guðrúnar voru
Halldór, f. 1912, stúlka, f. 1914,
Bjarni, f. 1914, Guðmundur, f.
1917, Guðfinna, f. 1919, og
Bjarney, f. 1920. Öll eru þau lát-
in. Guðrún ólst upp í Hróarsholti
við öll venjuleg sveitastörf, hún
naut þeirrar tíðar skólagöngu til
sveita, sem var nokkurra vetra
farskóli. Hún giftist Bergi Elíasi
Guðjónssyni, útgerðarmanni frá
Eyjum, 1937 í Hraungerðiskirkju
í Flóa. Bergur hafði komið
kaupamaður í Hróarsholt. Þau
fluttu til Eyja og byrjuðu búskap
á Dyrhólum á heimili tengdafor-
eldra hennar. Síðar á Skólavegi
10 og bjuggu þar fram að gosi
1973. Börn Guðrúnar og Bergs
Elíasar eða Ella Bergs eins og
f. 1976, gift Sigurjóni Eðvarðs-
syni, eiga þau 3 börn.
Guðrún og Elli Bergur bjuggu
í Þorlákshöfn í rúmt ár eftir gos-
ið, þá var aftur haldið út í Eyjar
og þau byggðu sér hús á Dverg-
hamrinum, þar sem þau áttu
yndisleg ár. Bergur Elías lést 7.
júní 2003. Guðrún flutti í Eyja-
hraun, íbúð fyrir aldraða 19.
sept. 2009 og síðan í júní 2011 á
Hraunbúðir, þar sem hún lést.
Guðrún lærði saumaskap og það
sem honum fylgdi, að búa til snið
o.þ.h. Saumaði hún allt á sína
fjölskyldu og fyrir aðra. Einnig
prjónaði hún fatnað á prjónavél.
Hannyrðir stundaði hún af kappi
alla ævi. Hún vann í Ísfélagi
Vestmannaeyja í á 4. áratug.
Starfaði í Kvenfélaginu Líkn í
rúmlega 30 ár, sat í nefndum og
sá um úrklippubók Líknar nán-
ast fram í andlátið. Einnig var
hún í Kvenfélagi Landakirkju.
Guðrún kom að stofnun Félags
eldri borgara í Vm., sat þar í
stjórn í nokkur ár og söng í kór
félagsins fram á síðasta dag. Hún
hafði mikið yndi af starfi þessa
félags og þar kom félagslyndi
hennar vel í ljós.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Landakirkju í dag 13. apríl
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
hann var ávallt kall-
aður eru: 1. Ágúst,
f. 1937, kvæntur
Stefaníu Guð-
mundsdóttur,
f.,1941. Börn þeirra
eru: a. Drengur, f.
1961, d. 1961, b.
Bergur Elías, f.
1963, í sambúð með
Bryndísi Sigurð-
ardóttur, þau eiga 6
börn og 2 barna-
börn. c. Sigurbjörg, f. 1969, gift-
ist Sveini Sigurðssyni sem lést
2004. Síðari eiginmaður hennar
er Hafþór Hafsteinsson, eiga þau
3 syni.
2. Margrét Klara, f. 1941, d.
2011. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Birgir Símonarson, f.
1940. Börn þeirra eru: a. Elva
Björk, f. 1963, hún á tvo syni frá
fyrra hjónabandi, b. Jóhanna, f.
1968, í sambúð með Friðriki Sæ-
björnssyni og eiga þau 6 börn. c.
Rúnar Þór f. 1970, giftur Írisi
Pálsdóttur, eiga þau 2 börn. 3.
Kristín f. 1945, gift Kristmanni
Karlssyni, f. 1945. Börn þeirra
eru: a. Guðrún, f. 1964, gift Hall-
dóri Hallgrímssyni, þau eiga 3
dætur og tvö barnabörn. b.
Betsý, f. 1967, gift Ingólfi Arn-
arssyni, eiga þau 4 börn. c. Elísa,
Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að ganga lífsins veg í
nánu sambandi við tengdamóður
mína sem við kveðjum í dag. Ég
var sextán ára þegar ég kom heim
á Skólaveg með Kristínu kærustu
minni og fékk að hitta Guðrúnu og
Ella Berg. Þessi heimsókn er mér
mjög minnisstæð þar sem það
kviknaði einhver neisti á milli
okkar sem ég hef varðveitt síðan.
Þessi rúmlega 50 ár sem síðan eru
liðin eru búin að vera sælutími
fyrir mig sem hefur borið mikinn
og góðan ávöxt.
Við Kristín hófum búskap ’64,
eftir að hafa eignast Guðrúnu,
nöfnu hennar og búið hjá þeim á
Skólavegi 10. Það hefur alltaf ver-
ið yndislegt í öllu samstarfi og
samveru hjá okkur og stórfjöl-
skyldu þeirra Guðrúnar og Ella
Bergs sem nú telur orðið á sjötta
tug með mökum og sambýlingum.
Þessu fólki öllu hefur Guðrún vilj-
að fylgjast með, munað alla af-
mælisdaga og aðra merkisdaga
sem fólkið hennar hefur upplifað.
Ferðalög voru nú ekki mörg á
seinni hluta síðustu aldar, fyrir
utan að heimsækja átthagana,
Flóann þar sem ræturnar voru og
stóðu tengdamömmu alltaf nærri
og jókst þegar á ævina leið. Gam-
an var að hlusta á sögur úr sveit-
inni, Hróarsholtsbæirnir, ná-
grannar og Hróarsholtsklettarnir
standa manni ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum og fannst mér ég
hafa komið þar áður, þegar ég leit
þá í fyrsta sinni. Að fá að lifa í 97
ár, hress og kát, er þakkarvert.
Hún var sátt við sitt lífshlaup,
mjög stolt af börnum sínum og af-
komendum. Hún var ekkert í
vandræðum með að láta fólkið sitt
heyra álit sitt og hvað hún væri
ánægð með okkur og lífið sitt.
Hún var búin að vera stúlka í
sveit, flutti ung til Vestmannaeyja
þar sem hún stofnaði heimili með
manni sínum. Í gosinu bjuggu þau
tvö ár í Þorlákshöfn. Eftir gos
fluttu þau til Eyja í nýbyggt hús
við Dverghamar sem var heimili
þeirra þar til Elli lést. Þá flutti
Guðrún að Eyjahrauni þar til hún
fékk vistun að Hraunbúðum. Það
var sama hvar tengdamamma
bjó, hún var alls staðar sátt og
ánægð. „Mikið er fólkið gott og
maturinn og allur viðurgjörning-
ur góður“ þreyttist hún ekki á að
tjá sig um.
Það var gaman fyrir okkur
hjónin á ferðalögum um landið
okkar og erlendis með Guðrúnu.
Minnisstætt er þegar Elli Bergur
bað um að fá að vera heima, hann
ætti ekkert erindi, en sagði jafn-
framt: „En fyrir alla muni farið
þið með hana Gunnu.“ Samvera
með öðru fólki átti vel við hana
alla tíð, vinnufélagar í Ísfélagi
Vestmannaeyja á fjórða áratug,
félagskonur í Kvenfélaginu Líkn
og Kvenfélagi Landakirkju. Sam-
ferðafólk og félagar í Félagi eldri
borgara í Vestmannaeyjum. Kór-
starf, leikfimi, sund, púttið, spila-
kvöld og ýmislegt annað átti mjög
vel við hana. Við fjölskyldan
þökkum fyrir lífshlaup og ævi-
starf góðrar konu. Það voru for-
réttindi að fá að lifa með henni,
læra af henni og fá að standa allt-
af jafnfætis henni og hennar fólki.
Ekki get ég lokið þessum fá-
tæklegu orðum án þess að minn-
ast á frábært vinarþel á milli
mömmu minnar Betsýjar Gíslínu
Ágústsdóttur og elsku tengda-
mömmu.
Takk fyrir árin sem ég fékk
með þér. Góður Guð varðveiti þig
og allt þitt fólk.
Kristmann Karlsson.
Nú hefur hún kvatt hún amma
mín, Guðrún Ágústsdóttir. Þakk-
læti og aftur þakklæti er mér efst
í huga þegar ég hugsa til baka,
þakklæti fyrir það að hafa fengið
að hafa ömmu svona hressa með
okkur svona lengi. Að lifa í 97 ár
og vera svona heilsuhraust eins
og amma var, er þakkarvert. Allt-
af til í að mæta í afmæli, matarboð
eða hverskonar hitting, svo gam-
an að vera saman, eins og í tjald-
inu á þjóðhátíðinni eða á jólunum.
Amma var líka alveg ótrúlega
dugleg þegar hún rúmlega sextug
tók bílpróf og keyrði svo í 30 ár,
þá ákvað hún að hætta að keyra
90 ára gömul. Einnig var amma
langt á undan sinni samtíð hvað
varðar líkamsrækt, hún gerði
leikfimisæfingar með útvarpinu
og fór í göngur, lærði svo að
synda þegar hún var um sextugt
og stundaði svo sundið mikið.
Elsku amma mín, minningarn-
ar eru margar þegar ég hugsa til
baka. Þegar ég var hjá ykkur afa
á Dverghamrinum í pössun þegar
mamma og pabbi fóru til útlanda,
þá var sko ýmislegt brallað, í eld-
húsinu eða við saumavélina með
þér eða úti í bílskúr með afa, þetta
voru yndislegir dagar. Ég lærði
svo margt hjá þér, um alls konar
handavinnu og við saumavélina
fannst mér þú eins og töframaður,
þegar ég var búin að snúa efninu í
margar hringi, þegar ég var að
reyna að sauma kraga á jakka
sem ég var að sauma, kom ég til
þín og þú sagðir „þetta, þetta er
bara svona“ og svo bara saumaðir
þú þetta svo flott, ekki málið hjá
henni ömmu. Aldrei kom ég að
tómum kofunum hjá ömmu ef ein-
hverja hjálp vantaði varðandi
handavinnu.
Nú hefur þú fengið hvíldina,
elsku amma mín, ég trúi því að afi
og Klara hafi verið í fremst í mót-
tökunefndinni þarna hinum meg-
in. Það verður skrítið á næstu jól-
um að hafa þig ekki með okkur
eins og alltaf, en minningin um
frábæra ömmu verður alltaf í
hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku
amma.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf.)
Þín,
Betsý Kristmannsdóttir.
Elsku amma mín lést hinn 30.
mars sl. og ég var svo langt í
burtu. Þegar ég kvaddi hana áður
en ég fór hvíslaði ég í eyra hennar
og bað hana að vera enn hérna
þegar ég kæmi til baka vitandi að
það væri sjálfselska í mér að biðja
um slíkt. En ég hef verið svo
heppin að eiga hana að í 37 ár og
hér eftir mun ég eiga og ylja mér
við góðar minningar um yndis-
lega konu. Konu sem leyfði mér
alltaf að koma með heim eftir að
hún hafði verið í morgunkaffi hjá
mömmu eftir sundferðir þegar ég
var lítil stelpa. Konu sem sýndi
ótrúlega biðlund og þolinmæði
þegar hún kenndi mér á sauma-
vélina sína og leyfði mér að sauma
alls konar dótarí. Konu sem lét
ægilega margt eftir litlu dúllunni
sinni.
Ég er svo heppin að hafa verið
síðust í barnabarnaröðinni og eig-
inlega langsíðust. Þá hafði ég
ömmu og afa nánast alveg út af
fyrir mig. Ég naut þess svo sann-
arlega og trúi því að það hafi þau
gert líka.
Á svona stundum leita á mann
minningar og í hjarta mínu sakna
ég margs og minnist margs en
efst í huga mér er þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa fengið að
hafa hana ömmu svona lengi hjá
mér og þakklæti fyrir allar stund-
irnar sem við höfum átt saman.
Því kveð ég hana með bros og
hlýju í hjarta og finn að nú er hún
á góðum stað og komin aftur við
hlið Klöru og afa.
Elsku amma, takk fyrir allt og
allt.
Þín
Elísa.
Amma Gunna átti langa ævi,
kveður okkur sem unnum henni
tæplega tíræð að aldri. Hún varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
hraust á sál og líkama, eignaðist
yndislegan lífsförunaut og þrjú
heilbrigð börn.
Það var margt í fari ömmu
minnar sem ég ber mikla virðingu
fyrir og reyni nú eftir fremsta
megni að lifa sjálf.
Hún amma var engin knú-
suamma en þú vissir alltaf hvar
þú hafðir hana og hún var alltaf til
staðar og hægt að treysta á hana
og afa. Hún lagði inn mikilvæg
gildi hjá börnunum sínum, þau
fengu að læra í uppvextinum að
þau hefðu mikilvægu hlutverki að
gegna og væru samfélagsstólpar.
Hún lagði ekki til neina léttúð
heldur lagði hún sig fram um að
sinna sínum hlutverkum og klára
allt sem henni var trúað fyrir.
Hún var mikil fyrirmynd, leiðandi
og verndandi fyrir okkur sem
fylgdum henni.
Amma Gunna var dugnaðar-
forkur. Hún tók þátt í uppbygg-
ingu Ísfélags Vestmannaeyja og
vann þar stóran hluta starfsævi
sinnar. Amma og mamma unnu
saman um tíma á borði í Ísfélag-
inu og ég gleymi því ekki hvað ég
var stolt þegar þær sögðu okkur
að þær hefðu verið með hæsta
bónusinn því þær afköstuðu svo
miklu í vinnslu á fisknum, s.s. að-
al-„bónuskerlingarnar“ eins og
það var orðað þá.
Snyrtimennska og reglusemi
einkenndi ömmu. Heimili þeirra
afa var alltaf óaðfinnanlegt og eitt
árið fengu þau til dæmis verðlaun
fyrir fallegasta garðinn í Vest-
mannaeyjum. Þau lögðu alúð í allt
sem þau tókust á við.
Þegar amma var á sjötugsaldri
ákvað hún að sækja sér bílpróf og
læra að synda. Það kallar á hug-
rekki að taka slíkar ákvarðanir
því á svipuðum tíma vorum við
barnabörnin líka að læra að synda
og á bíl.
Amma og afi héldu á ári hverju
nýársboð fyrir fjölskylduna. Þessi
boð voru haldin í tæpa hálfa öld.
Þau voru alltaf skemmtileg og í
dag skilur maður hversu dýrmætt
það er að búa til vettvang fyrir
stórfjölskylduna til þess að koma
saman. Okkur er það minnisstætt
að í einu af nýársboðum ömmu og
afa fór afi að kvarta undan barna-
leysi hjá okkur unga fólkinu. Það
segir kannski eitthvað um hvað
við bárum mikla virðingu fyrir
þeim því skömmu síðar það sama
ár í boði hjá föðursystur minni til-
kynntum við fjórar frænkurnar
að við ættum von á barni. Til-
kynningar um tvö til viðbótar
komu örstuttu síðar þannig að í
næsta nýársboð komu margir litl-
ir nýir erfingjar.
Ein af þeim stundum sem mér
eru hvað minnisstæðastar með
ömmu var þegar við foreldrarnir
skírðum elsta son okkar, Ágúst.
Amma kom með foreldrum mín-
um til Reykjavíkur til skírnarinn-
ar.
Enginn vissi hvað drengurinn
átti að heita en við foreldrarnir
vorum að skíra hann í höfuðið á
pabba mínum en við hugsuðum
ekki um að við værum líka að við-
halda Ágústs-nafninu í fjölskyld-
unni. Amma var jú Ágústsdóttir
og þegar ég svo sagði hvað dreng-
urinn átti að heita sýndi amma
þær mestu tilfinningar sem ég
man eftir að hafa séð hana sýnt.
Það gladdi mig mikið að hafa
heiðrað hana og glatt með nafn-
giftinni.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
ömmu sem kenndi okkur og inn-
rætti mikilvægustu gildin í lífi
góðrar manneskju.
Sigurbjörg.
Elsku Langa mín.
Þú varst yndisleg kona. Þú
varst alltaf jákvæð og glöð og
kenndir mér svo margt í gegnum
árin. Það eru ekki margir sem
hafa fengið 28 ár með langömmu
sína sér við hlið og ekki mörg
börn eins heppin og mínir synir að
hafa átt langalangömmu. Þú
tengdist eldri syni mínum, Hall-
dóri Birni, um leið og hann fædd-
ist á alveg sérstakan hátt.
Þú talaðir alltaf svo fallega um
hann og sagðir öllum frá því hvað
hann væri yndislegur, alltaf glað-
ur og góður. Þegar hann fæddist
lást þú í fyrsta sinn á þinni löngu
ævi á spítala, þá 95 ára gömul.
Hann hefur líklega tengst þér
sömu böndum því hann segir
stundum við mig „kyssa löngu-
löng“, þá vill hann fara í heimsókn
til þín. Það er erfitt að útskýra
það fyrir tveggja ára barni að þú
sért farin frá okkur en ég reyni að
útskýra það með því að segja að
núna sért þú að lúlla hjá Guði og
við verðum bara að kyssa mynd-
ina af þér. Þá segir hann bara „ja-
aaááá“ alveg eins og hann skilji
þetta, kyssir myndina og fer svo
sáttur að leika sér.
Þú varst orðin 97 ára gömul og
hafðir upplifað margt á þinni
löngu ævi. Þú hafðir svo gaman af
því að tala við mig um sveitina
þína, það áhugamál áttum við
sameiginlegt, dýrin, sveitalífið og
allt sem því fylgir.
Ég gleymi því aldrei hvað var
alltaf notalegt að koma í heim-
sókn til ykkar Langa í Dvergham-
arinn þegar ég var krakki. Þar
var nú ýmislegt brallað. Þar fékk
ég að gera hluti sem ég fékk
hvergi annars staðar, eins og til
dæmis að saga spýtur, smíða og
brasa eitthvað í bílskúrnum. Einu
sinni setti ég niður kartöflur með
ykkur langafa og oft fékk maður
að vökva öll blómin í sólhúsinu,
setja niður fræ í potta og tína
rauðu tómatana, og aðeins þá
rauðu, af tómattrénu góða. Ekki
má svo gleyma að nefna allar ný-
ársveislurnar þínar sem okkur
var alltaf boðið í og voru alltaf svo
skemmtilegar.
Já, minningarnar eru margar
og þeirra gæti ég um ókomna tíð í
hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt
sem þú kenndir mér og allar þær
yndislegu stundir sem við höfum
átt saman í gegnum árin.
Hvíldu í friði, elsku Langa.
Hinsta kveðja,
Kristín Halldórsdóttir.
Guðrún Ágústsdóttir
Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur
Sími 551 3485,
svarað allan
sólarhringinn.
Vefsíða www.udo.is
✝
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir og amma,
SESSELJA SIGNÝ SVEINSDÓTTIR,
Sissa,
Vallargerði 37,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 5. apríl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 17. apríl
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Sveinn Baldursson,
Baldur Sveinsson, Anna Maria Halwa,
Valgeir Sveinsson,
Sigurður Sveinsson,
Sveinn Þorsteinsson, Guðrún Stefánsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA ÞORLÁKSDÓTTIR
frá Skálabrekku,
Þingvallasveit,
síðast til heimilis á Víðivangi 1,
Hafnarfirði,
lést umkringd ástvinum sínum mánudaginn 8. apríl
á Hrafnistu, Hafnarfirði.
Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn
18. apríl kl. 15.00.
Kristín Jóhanna Desmier, Glyn Albert Desmier,
Steinþór Björgvinsson, Bryndís Gestsdóttir,
Ægir Björgvinsson, Hrönn Sigurðardóttir,
Björn Þ. Björgvinsson, Anna Björg Sigurbjörnsdóttir,
Dóra Hrönn Björgvinsdóttir, Sigurður Einarsson,
Alda Björgvinsdóttir,
barnabörn og makar, langömmubörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
frá Raufarhöfn,
sem lést á Skjóli mánudaginn 8. apríl, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
18. apríl kl. 13.00.
Heiðar Bergur Jónsson, Þorbjörg Sandra Sveinsdóttir,
Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, Guðlaugur Vilberg Sigmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.