Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skattamál hafa fallið nær alveg í skuggann af umræðum um skulda- vanda heimila það sem af er kosn- ingabaráttunnar fyrir alþing- iskosningarnar. Framsóknar- flokkurinn og nýju framboðin hafa sérstaklega lagt áherslu á leiðrétt- ingar á lánum frekar en breyt- ingar á sköttum. Það er aðeins Sjálfstæðisflokk- urinn sem leggur megináherslu á skattamál fyrir þessar kosningar en annars eru loforð um breyt- ingar á sköttum og opinberum gjöldum ekki fyrirferðarmikil í stefnuskrám og ályktunum stjórn- málaflokkanna. Vilja einfalda kerfið Skattar og önnur gjöld hafa hækkað á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka, ef til vill óhjákvæmi- lega í kjölfar þeirrar stöðu sem ríkissjóður og efnahagur landsins var í þegar kjörtímabilið hófst vor- ið 2009. Viðskiptaráð og fleiri hafa bent á að alls hafi á annað hundr- að breytinga á sköttum verið gerð- ar á kjörtímabilinu. Stærsta breytingin var sú þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók upp þrepaskipt tekjuskattkerfi með þremur stig- hækkandi skattþrepum eftir hærri tekjum við upphaf tímabilsins. Svo virðist hins vegar sem flestir flokkanna vilji nú einfalda það kerfi að öllu eða einhverju leyti. VG og Dögun eru einu flokk- arnir sem lýsa því beinlínis yfir að þeir vilji óbreytt þrepaskipt skatt- kerfi áfram en flestir aðrir flokkar tala um einföldun á kerfinu og skattalækkanir. Þar með talin eru Samfylkingin og Björt framtíð sem vilja endurskoða skattkerfið með einföldun og gagnsæi að markmiði. Hvorugur fráfarandi ríkisstjórn- arflokkarnir vill frekari skatta- hækkanir eða nýja skatta. Sjálfstæðisflokkurinn og Hægri grænir vilja ganga lengst í því að breyta skattkerfinu. Sjálfstæðis- menn vilja afnema þrepaskipt- inguna og lækka tekjuskattinn auk þess að lækka ýmis gjöld á neyslu- vörur. Hægri grænir ganga enn lengra í sinni stefnuskrá en þeir stefna að flötum skatti sem lækki í áföngum á kjörtímabilinu. Hann verði 20% í lok þess. Auðlindirnar skili meiru Lýðræðisvaktin, Dögun og Vinstri græn leggja áherslu á að ríkissjóður fái auknar tekjur af náttúruauðlindum landsins. Þannig Þróun skatta og gjalda á kjörtímabilinu 2009-2013 Almenna þrepið hækkað úr 24,5% í 25,5% Nýir skattar og gjöld: Kolefnisgjald á fljótandi jarðefnaeldsneyti Auðlegðarskattur 1,25% lögfestur árið 2009 á eignir yfir 90 milljónum króna. Átti að vera tímabundinn til þriggja ára en var framlengdur til ársloka 2014 og hækkaður í 1,5%. Aftur tekið upp vörugjaldskerfi á matvæli og óáfengar drykkjarvörur Sérstakir skattar á launagreiðslur og hagnað fjármálafyrirtækja teknir upp Veiðigjöld hækkuð Tekjuskattur á einstaklinga: Fjármagnstekjuskattur: Tekjuskattur hluta- og einkahlutafél.: Tekið upp þrepaskipt skattkerfi með þremur skattþrepum og tenging persónuafsláttar við vísitölu neysluverð afnumin Staðgreiðsla árið 2008 35,72% Staðgreiðsluþrep árið 2013 37,32% 40,22% 46,22% 10% 15% 18% 20% Úr 10% í 15% 1. júlí 2009 Úr 15% í 18% 1. janúar 2010 Úr 18% í 20% 1. janúar 2011 15% 20%Hækkaður úr15% í 20% í áföngum Tryggingagjald:Virðisaukaskattur: Aðrar breytingar á gjöldum: 5,34% 8,65% 7,79% 7,69% Hækkaði úr 5,34% í 8,65% árið 2010 Lækkaði í 7,79% árið 2012 Lækkaði í 7,69% við sl. áramót 24,5% 25,5% Olíugjald var hækkað um 1,65 krónur á lítrann Bensíngjald var hækkað um 2,5 krónur á lítrann Lítið fer fyrir um- ræðum um skatta  Flestir vilja einfalda skattkerfið og lækka skatta  Tekjur ríkisins komi í auknum mæli af auðlindunum Morgunblaðið/Kristinn Skattur Tekin voru upp vörugjöld á matvæli og óáfenga drykki á kjör- tímabilinu sem senn lýkur. Yfir 100 skattabreytingar voru gerðar á því. 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Það er leikur að læra í Múmíndal! Á fimm litríkum opnum í þessari stóru og sterku bók leynast fjölmargir flipar sem gaman er að gægjast undir. Börnin læra um liti, tölur og gagnleg orð á fjölbreyttan og skemmtileganmáta. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu allra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.