Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 11
F E R Ð A S K R I F S T O F A A L L R A L A N D S M A N N A Fararstjóri Þóra Valsteinsdóttir Sumar 6 Franskar Alpaperlur Fegurð landsins fjalla leikur um okkur í þessari töfrandi ferð um frönsku Alpana með stórbrotinni og óviðjafnanlegri náttúrufegurð. Verð: 199.300 kr. á mann í tvíbýli – Mikið innifalið! Pantaðu núna í síma 570 2790 eða bókaðu á baendaferdir.is Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Opið kl. 8.30 - 16.00 virka daga 14. - 21. júní Afmæli Krakkarnir klikka ekki á að halda upp á afmæli ef einhver í hópnum á slíkt meðan á dvöl stendur. Þorpið Zafra segir Margrét að hafi allt það sem unglingar vilja, en þó ekki það sem mömmur og pabbar vilja ekki. „Þarna er ekki stórborgar- bragur með dópi eða öðru veseni, sem foreldrar óttast auðvitað mest að krakkarnir komist í tæri við í út- löndum. Unglingarnir búa heima hjá fjölskyldum þar sem spænskur ung- lingur á svipuðu reki á heima. Vin- kona mín, sem er aðstoðarskólastjóri í menntaskóla í þorpinu, sér um að velja fjölskyldurnar. Það skiptir máli að hafa manneskju í því sem þekkir vel til. Það besta er að þessar fjöl- skyldur fá ekki borgað fyrir að hýsa íslensku unglingana, heldur er spænsku unglingunum á heimilunum í staðinn boðið á enskunámskeið og leiðtoganámskeið hjá okkur. Fjöl- skylduþátturinn er afar öruggur og ég er allan tímann yfir og allt um kring og get fyrir vikið passað vel upp á hvern og einn. Unglingarnir þurfa líka að undirrita að þeir muni ekki koma nálægt vímugjöfum með- an á dvölinni stendur.“ Læra að forgangsraða Leiðtoganámskeiðið í sumar- búðunum styður ekki aðeins við tungumálanámið, heldur styrkir það krakkana líka sem manneskjur á við- kvæmu skeiði í lífi þeirra, segir Mar- grét. „Ég fer með þau í gegnum pró- gramm sem heitir „Hinar sjö venjur harðduglegra unglinga“, eftir Sean Covey. Það fjallar m.a um að hafa stjórn á sjálfum sér og láta hlutina ganga upp í því sem tengist okkur sjálfum. Þau læra að hafa frum- kvæði, setja sér markmið fram í tím- ann og forgangsraða. Allri þessari leiðtogaþjálfun blanda ég inn á milli spænskutímanna,“ segir Margrét sem sér sjálf um kennsluna á leið- toganámskeiðinu en spænskukennsl- an er í annarra höndum, þó svo að hún hafi kennt spænsku í tuttugu ár. „En ég fylgist með þeim og tek þau í aukatíma sem þess þurfa,“ segir Margrét og bætir við að sumarbúð- irnar séu líka í boði fyrir íslenska unglinga sem eru búsettir erlendis. Flamengó, íþróttir og fleira Sumarbúðirnar eru bæði fyrir þá sem eru byrjendur í spænsku en líka fyrir þá sem eru lengra komnir. „Við skiptum þeim upp í hópa eftir getu og þau geta bjargað sér ótrú- lega mikið á spænskunni eftir þessar þrjár vikur. Dagskráin er þannig að á morgnana eru þau í spænskuskól- anum og á leiðtoganámskeiðinu, en síðdegis fara þau ýmist í sund eða gera ýmislegt í höndunum hjá dóttur vinkonu minnar sem er í lista- háskólanum, því það er gott mótvægi við bóknámið. Svo er boðið upp á fla- mengódans, íþróttir og fleira. Það er líka gaman að rölta um bæinn á kvöldin. Við förum jafnframt með þau í menntandi ferðir til Sevilla og Mérida, þar sem ég fræði þau um rómverska byggingasögu, márana og gyðingana. Með því að blanda saman menntun og skemmtun, þá öðlast unglingarnir alþjóðlega sýn sem er öllu fólki nauðsynleg.“ Sumarbúðirnar eru á vegum fyrirtækis Margrétar sem heitir MUNDO – alþjóðleg ráðgjöf. Þeir sem áhuga hafa á að kom- ast í sumarbúðirnar geta sent Margréti póst á netfangið: margret@mundo.is www.mundo.is/sumarbudir DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Yggdrasill, leikfélag Verkmenntaskól- ans á Akureyri, sýnir leikritið Tjaldið, eftir Hallgrím Helgason. Leikritið er sett upp vegna þátttöku í Þjóðleik, sem er leiklistarhátíð ungs fólks, haldin annað hvert ár á landsbyggð- inni. Þekkt íslensk leikskáld eru feng- in til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Auk þess verður leikritið sýnt utan Þjóðleiks. Tjaldið höfðar fyrst og fremst til ungs fólks en hæfir þó fólki á öllum aldri. Tjaldið fjallar um unglinga sem fara á útihátíð um verslunarmannahelgina. Þar er vinahópur sem stendur frammi fyrir því að stúlku úr hópnum hefur verið nauðgað á útihátíðinni. Vinkon- urnar vilja hjálpa henni en þolandinn stendur frammi fyrir því að vilja ekki segja frá, í það minnsta í fyrstu. Auk þess er vinur gerandans í mikilli klípu að eigin mati, þar sem hann varð vitni að atburðinum. Leikritið dregur fram ýmsar hliðar mannfólksins. Spilling, græðgi, völd, rasismi, kvenfyrirlitning, kúgun og meðvirkni eru birtingarmyndir í kring- um atburðinn. Leikstjórar eru Pétur Guðjónsson og Jóhanna G. Birnudóttir. Tjaldið var frumsýnt í Rósenborg, sl fimmtudag. Aðrar sýningar eru sem hér segir og allar í Rósenberg: Önnur sýning í dag, laugardag, kl. 16 (á Þjóðleik leiklistarhátíð). Þriðja sýning á morgun, sunnudag, kl. 16 (á Þjóðleik leiklistarhátíð). Fjórða sýning næsta miðvikudag, 17. apríl kl. 20.30. Fimmta sýning fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.30. Miðapantanir í síma 863-1778 milli kl. 16 og 19. Leikfélag VMA sýnir Tjaldið eftir Hallgrím Helgason Átök Eru þó nokkur í verkinu, enda umfjöllunarefnið þess eðlis. Spilling, græðgi, völd, rasismi, kvenfyrirlitning og kúgun NORÐURKRILL Fæst flestum apótekum, heilsubúðumog heilsuhillum stórmarkaðanna. P R E N T U N .IS NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum. Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið. Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eðamagaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum. Nánari upplýsingar áwww.gengurvel.is Betri einbeiting og betri líðan Þegarmaður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn, þá skiptir öllumáli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir fjórummánuðumog fann nánast straxmun ámér. Einbeitingin varð betri auk þess sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega. Það skiptir migmiklumáli aðOmega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að hafa prufað þó nokkuðmargar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt aðNorðurkrill er bestaOmgea 3 olía semég hef notað. Éghvetallaþásemvilja skerpaáminniogeinbeitinguaðtaka innNorðurkrill. Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta. Jóhanna S. Hannesdóttir, þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.