Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 ✝ Jóhann E.Ólafsson fædd- ist í Keflavík 7. desember 1944. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 26. mars 2013. Foreldrar hans voru Marta Eiríks- dóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1992, og Ólafur Ingibers- son, flutningabílstjóri í Kefla- vík, f. 1913, d. 1987. Þau hjón eignuðust tíu börn og var Jó- hann sá sjötti í röðinni. Systkini Jóhanns eru: Ingi- ber Marinó, f. 5.7. 1934, d. 11.9. 2007. Eiríkur Gunnar, f. 15.1. 1936. Stefán, f. 29.1. 1937. Arnar Leifsson og eiga þau tvö börn. Jóhann ólst upp í stórum systkinahópi í Keflavík. Á ung- lingsárum fór hann sem skipti- nemi til Bandaríkjanna. Fljót- lega eftir heimkomuna hóf hann nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Jóhann starfaði í fjölda ára hjá heildversluninni Kristjánsson hf. en hóf síðan störf hjá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði undir lok síðustu aldar. Hann tók við starfi for- stöðumanns Heilbrigðisstofn- unar Suðausturlands árið 2000 og starfaði þar til ársins 2004, er hann sneri aftur til starfa á St. Jósefsspítala. Síðustu árin var hann verkefnastjóri á fjár- málasviði Landspítalans, þar sem hann starfaði á inn- kaupadeild. Útför Jóhanns hefur farið fram í kyrrþey. Sverrir, f. 15.5. 1938. Hulda, f. 28.4. 1942. Albert, f. 22.9. 1946. Reyn- ir Jens, f. 23.10. 1947. Hjördís, f. 5.6. 1949. Ólafur Már, f. 27.8. 1951. Jóhann kvæntist hinn 24. september 1966 Guðrúnu Þ. Einarsdóttur og eignuðust þau þrjú börn: 1) Einar Þór, f. 5.11. 1970. Maki hans er Bryndís Einarsdóttir og eiga þau fjórar dætur. 2) Þorbjörg, f. 13.2. 1973. Maki hennar er Ólafur Andri Stefánsson og eiga þau tvö börn. 3) Gunnhildur Hekla, f. 30.9. 1974. Maki hennar er Mig langar til að minnast hans Jóhanns, eða „Jóa“ eins og hann var kallaður. Þegar ég hugsa til baka vakna góðar minningar um Jóa og fjölskyldu og fyllist ég þakklæti fyrir að hafa fengið að upplifa þær. Ég og Gunnhildur, dóttir Jóa, ól- umst upp saman í Þjóttuselinu og vorum eins og samlokur frá fyrstu kynnum. Jói kallaði mig oftast „heimilisköttinn“ eða „mjása“ svo mikið var ég á heimili þeirra hjóna. Jói kynnti mig því oft sem sjötta meðlim fjölskyldunnar. Við vinkonurn- ar eyddum miklum tíma saman bæði heima hjá Jóa og fjöl- skyldu og í fyrirtækinu þeirra þar sem við vorum ávallt í skrifstofuleik. Jói var vinnu- samur maður og í kringum hann var mikið af reiknivélum, kvittunum og eyðublöðum. Við vinkonurnar fengum stjörnur í augun þegar við sáum vinnu- dótið hans en hann leyfði okkur oft að leika með það og þá gátu klukkustundirnar liðið án þess að maður vissi af, svo gaman var þetta. Þegar maður hugsar til baka og er sjálfur orðinn foreldri sér maður hvað Jói var þolinmóður og duglegur að halda ró sinni þrátt fyrir að við værum ávallt að þvælast fyrir. Jói var mikill hestamaður og reyndi sitt besta til að kynna hestamennskuna fyrir okkur Gunnhildi. Eitt sinn fórum við í reiðtúr og í miðjum túrnum fældist hesturinn minn þannig að ég datt af baki. Jói var fyrsti maður á staðinn til að aðstoða mig og athuga hvort það væri ekki allt í lagi með mig. Ég slapp með skrekkinn og Jói krafðist þess að ég færi aftur á bak svo ég yrði ekki hrædd í framtíðinni, eins og sönnum hestamanni ber. Jói passaði því ávallt vel upp á mann og maður vissi að maður væri í öruggum höndum í návist hans. Ég hef sjaldan kynnst jafn samrýndum hjónum og Gunnu og Jóa. Hamingjan skein af þeim og það sást hversu miklir félagar þau voru. Þau tóku manni ávallt opnum örmum og buðu mann velkominn inn á heimili sitt hvort sem það var eld- snemma að morgni eða seint að kveldi. Þau tóku t.d. ekki annað í mál þegar við hjónin vorum á leið með Norrænu að flytja til Danmerkur en að við kæmum við hjá þeim á Höfn í Horna- firði. Alltaf fékk maður góðar móttökur hjá þeim. Þegar ég hugsa um Jóa get ég ekki ann- að en hugsað um Þorra, hund- inn þeirra. Jói og Þorri voru miklir og nánir félagar og nutu samverunnar í kringum hest- ana. Nú eru þeir félagar sam- einaðir á ný og sé ég þá fyrir mér í löngum göngutúrum og reiðtúrum að njóta samverunn- ar. Á seinni árum minnkuðu samskiptin við Jóa en ávallt hélst sérstakt samband okkar á milli. Jói var mikill barnakarl og ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að hitta hann í barnaaf- mælum hjá Gunnhildi vinkonu. Þá sá maður hvernig andlitið á Jóa lifnaði við þegar barna- börnin voru nálægt. Hann sýndi mínum börnum áhuga og spurði ávallt frétta af foreldr- um mínum. Þannig maður var Jói, bar ávallt umhyggju fyrir öðrum. Elsku Gunna, Gunnhild- ur, Þorbjörg, Einar Þór og aðr- ir aðstandendur, ég samhrygg- ist ykkur innilega og bið þess að Guð gefi ykkur styrk. Minn- ing um yndislegan mann og frábæran eiginmann, föður og afa mun ávallt lifa í hjarta mínu. Halldóra Elín Ólafsdóttir og fjölskylda. Kveðja frá bekkjarsystk- inum Á komandi hausti eru liðin 50 ár síðan hópur ungmenna safnaðist saman á gömlu BSÍ við Kalkofnsveginn og tók rútu til að hefja nám við Samvinnu- skólann á Bifröst. Þá tók ferðin upp í Norðurárdal á fjórða tíma en þar sem hópurinn þekktist lítt eða ekkert var lítið um samskipti á leiðinni en sjá mátti í fasi unga fólksins vonir og framtíðardrauma. Ferðin markaði upphaf tveggja vetra samveru á Bif- röst. Samfélagið á Bifröst var lítið og gerði kröfu til nemenda um nána samvinnu í leik og starfi. Enn í dag er það ein- kenni skólans að efla einstak- linginn til sjálfstæðis með skap- andi námsefni og verkefnavinnslu. Einn þessara nemenda sem settust á skóla- bekk þetta haust var Jóhann Ellert sem eins og aðrir í hópn- um átti sér þann draum að afla sér í skólanum haldgóðrar framhaldsmenntunar eins og hún bauðst á þeim tíma. Hóp- urinn kynntist fljótt og við tók nám sem gerði kröfu um árang- ur jafnt á bókina sem og í fé- lagsstarfi. Jói E., eins og við kölluðum hann til aðgreiningar frá nafna hans Jóa G., kynnti sig strax sem ákaflega fé- lagslyndan mann, prúðan og góðan félaga. Þeir nafnarnir voru úr Keflavík og Njarðvík- inni og voru herbergisfélagar. Áhrif Bítlanna voru að koma til sögunnar og við lögðum okkur fram um að ná strax vinsælustu Bítlalögunum enda var það þarna sem Jói G. steig sín fyrstu spor í tónlistarbransan- um. Við nokkrir ásamt nöfn- unum „Jóunum“ urðum svo frægir að flytja ásamt hljóm- sveit skólans „Love, love me do“ sem skemmtiatriði í spurn- ingakeppni útvarpsins og sumir telja sér það enn til frægðar. Þessi árin voru meðal nemenda fjölhæfir hljóðfæraleikarar svo hljómsveit skólans vakti athygli út fyrir veggi skólans. Aðferðin við að ná nýjustu Bítlalögunum var að hlusta á Radio Lux- embourg á stuttbylgju og þá helst að næturlagi því þá voru skilyrðin betri í Norðurárdaln- um. Fyrir lok fyrra ársins var það samdóma álit bekkjarins að kjósa Jóa Ellert formann nem- endafélagsins og gegndi hann því starfi með miklum sóma. Gott var að eiga hann að sem traustan vin og félaga. Þessir vetur liðu fljótt í gleði og sam- hug og í lok skólans höfðum við lært að meta hvert annað að verðleikum. Á þessum mótun- arárum er jafnan bundin sú vinátta og tengsl sem endist út ævina. Að vori fórum við hvert sína leið. Valkostir um atvinnu voru á þessum tíma fleiri fyrir ungt fólk en á síðustu árum þótt menntunarstigið sé annað og meira í dag. Við fylgdumst með Jóa úr fjarlægð en leiðir okkar lágu of sjaldan saman nema allra fyrstu árin. Síðustu miss- eri hafa verið honum erfið í baráttu við illvígan sjúkdóm sem hafði betur þótt hann sýndi mikinn kraft og baráttu til síðasta dags. Við vottum Guðrúnu og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Viðar Þorsteinsson. Jóhann E. Ólafsson ✝ Rut Sigurð-ardóttir fædd- ist 13. september 1930 í Eyþórsbæ, sem stóð við Berg- staðastræti 48 í Reykjavík. Hún lést í Brák- arhlíð í Borgarnesi 18. mars 2013. Rut var dóttir hjónanna Guðrúnar Oddsdóttur og Sig- urðar Guðmundssonar. Þriggja ára að aldri fór hún í fóstur í Borgarnes til hjónanna Bjarn- laugar Helgadóttur og Sigurðar Guð- mundssonar og ólst þar upp ásamt fóst- ursystur sinni Hrefnu Sigurð- ardóttur. Rut bjó og starfaði í Borg- arnesi. Útför hennar hefur farið fram. Elsku vinkona, nú ert þú far- in í þitt síðasta ferðalag. Það koma upp margar og ljúfar minningar. Þau voru mörg ferðalögin sem við fórum og allt- af gaman að hlusta á þig segja brandara og ýmsar skemmtisög- ur. Þú varst alltaf jákvæð og tilbúin ef eitthvað skemmtilegt átti að gerast, aldrei neitt vesen. Ég ætla ekki að fara að fjölyrða um það sem við gerðum en alltaf var glatt á hjalla. Þær minn- ingar geymum við í hjarta okk- ar. Elsku Rut, takk fyrir allt. Gangi þér vel á nýjum stað. Hjartans kveðjur, Ragnheiður, Þórunn og ferðafélagarnir. Elsku nafna. Að hugsa til þín kveikir bros á vör þótt sökn- uðurinn sé ekki langt undan. Alltaf var gaman hjá okkur þeg- ar þú komst í heimsóknir, eða við fórum í sumarbústað með mömmu og pabba og öllum hin- um. Og þegar við fengum þig til að búa til grjónagraut var hátíð hjá okkur, þinn var sá besti í heimi. Ekki má gleyma því þeg- ar ég var í Borgarnesi og fór á reiðnámskeið, þá sást þú um nestið sem ég þurfti. Alltaf rúg- brauð með kæfu eða samloka með hangikjöti og ítölsku salati. Algjört sælgæti. Við yljum okk- ur við minningarnar um það hvað þú varst alltaf yndislega góð við okkur og verðum þér ei- líflega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Þú varst alltaf svo þolinmóð við okkur krakkana og góð. Sam- veran með ykkur ömmu og afa í Hlíðartúni er fjársjóður sem ég á og geymi alla tíð. Það verður frekar tómlegt hjá okkur að hafa þig ekki með þegar eitt- hvað stendur til, en þú verður nú samt örugglega ekki langt undan, þú gladdist alltaf með okkur af öllu hjarta. Kveðja okkar til þín er falin í þessum ljóðlínum Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi: Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. Guð veri með þér alla tíð. Hildur Rut, Nói og Íris Mjöll. Elsku Rut. Þegar ég hugsa um þig kemur upp í hugann heimsins besti grjónagrautur, pönnukökur og smurt brauð. Og hvað ég varð alltaf glöð þegar ég opnaði nestisboxið á reiðnám- skeiðunum og þú hafðir gert ítalskt salat handa mér á sam- lokuna. Svo má ekki gleyma því þegar þú tókst fram kirkjuhatt- inn og komst með okkur í reið- túr, alltaf líf og fjör í kringum þig. En umfram allt minnist ég þess hvað þú varst endalaust góð og þolinmóð og húmorinn þinn skemmtilegur. Þolinmæðin þín hlýtur að hafa verið enda- laus því að ég man aldrei eftir því að þú hafir skammast, orðið reið eða ekki verið í góðu skapi. Ég dvaldi nú flestar helgar og sumur hjá ömmu, afa og þér í Hlíðartúni enda vildi ég helst hvergi annars staðar vera. Þú varst alltaf tilbúin að snúast í kringum okkur öll, það var eins og þú þyrftir aldrei tíma fyrir sjálfa þig, þú hugsaðir alltaf fyrst og fremst um aðra. Þegar við Maggi fórum síðan að búa og eignast börn voru þau líka um- vafin þinni einstöku hlýju og ástúð. Þótt við söknum þess að fá þig ekki aftur í heimsókn til okkar í Grindavík eru minning- arnar um þig perlur sem við munum geyma alla tíð. Þar sem þú ert nú aftur komin í fé- lagsskap ömmu og afa get ég al- veg ímyndað mér að þið hafið tekið upp allar ykkar ógleym- anlega gáfulegu samræður á ný. Söknuðurinn okkar er svo sár, því glitra tregatár um vorar brár En minning þín er líkt og ferskur blær. Og alla tíð þú verður okkur kær. Guð geymi þig. Við söknum þín alla tíð. Jóhanna, Magnús og krakkarnir. Rut Sigurðardóttir Elskuleg vinkona mín, Vigdís Finnbogadóttir frá Litlu-Eyri, Bíldudal er fallin frá eftir langa og vinnusama ævi. Hjá Dísu, eins og hún var jafnan kölluð, átti ég alltaf mín önnur for- eldrahús. Þegar ég var barn og foreldrar mínir fóru til Reykja- víkur var ég alltaf hjá Dísu og Bjarna eiginmanni hennar og föðurbróður mínum, þar leið mér ætíð eins og heima hjá mér. Á heimili þeirra bjó líka amma mín og alnafna sem mér þótti einstaklega vænt um. Lengst af bjuggu þau á Litlu- Eyri og amma mín var alltaf heimilisföst hjá þeim, milli þeirra Dísu var gagnkvæm virðing og mikil vinátta. Dísa og Bjarni eignuðust tólf börn og eins og nærri má geta var mikið að gera og í mörg horn að líta frá fyrstu tíð. Óhætt er að segja að amma mín létti undir með Dísu í heimilisstörf- um eins og hún gat enda ekki lítið að eignast tólf börn á inn- an við tuttugu árum. Búið bar dugnaði þeirra og elju gott vitni enda hlutu þau viðurkenn- ingu fyrir snyrtimennsku og góða búskaparhætti. Heimili hennar og frænda míns var svo hlýlegt og fallegt og ekki tók það hana nema nokkrar mín- útur að dekka matar- eða kaffi- hlaðborð svo undan svignaði. Búrið hjá henni var ætíð fullt af góðgæti og ófáar voru þær uppskriftir sem hún deildi með mér og kenndi mér, í flestu tók ég hana mér til fyrirmyndar. Aldrei kastaði Dísa til hend- inni, allt sem hún gerði var vel gert og bar kunnáttu hennar, smekkvísi og þekkingu gott vitni. Hún var fagurkeri fram í Vigdís Guðrún Finnbogadóttir ✝ Vigdís GuðrúnFinnbogadóttir fæddist á Hóli í Bakkadal í Arn- arfirði 25. ágúst 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar sunnudaginn 13. janúar 2013. Útför Vigdísar fór fram frá Bíldu- dalskirkju 19.1. 2013. fingurgóma og þótti henni gaman að hafa fínt í kringum sig utan- húss sem innan enda bar heimili þeirra því glöggt vitni. Dísa var ein- stakt prúðmenni og hafði til að bera jafnaðargeð sem hefur eflaust hjálp- að henni á erfiðum stundum í lífinu. Ekki man ég Dísu nema káta og brosandi, ætíð svo létta í lund og af henn- ar fundi fór maður alltaf betri manneskja. Það lýsir kannski dugnaði Dísu einna best að ekki gafst hún upp og hætti bú- skap þegar hún missti manninn sinn langt um aldur fram, held- ur hélt hún ótrauð áfram með hjálp barna sinna. Einnig man ég þegar amma mín fór sína hinstu för frá Bíldudal til Reykjavíkur fárveik, þá fylgdi Dísa henni í lítilli flugvél með Birni Pálssyni flugmanni og var henni til halds og trausts þar til yfir lauk. Hún lét það ekki á sig fá þótt komið væri fram í nóv- ember og allra veðra von, þá voru samgöngur ekki eins góð- ar og traustar og þær eru í dag. Allir gátu reitt sig á Dísu þegar á reyndi. Ég get ekki lát- ið hjá líða að minnast á hve Finnbjörn sonur Dísu hugsaði alltaf sérstaklega vel um mömmu sína og var henni ætíð stoð og stytta seinustu árin. Það er ómetanlegt og ber að þakka. Öll börnin hennar voru líka ætíð til taks ef á þurfti að halda. Elsku Dísa mín, ég kveð þig með miklum söknuði og þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu. Þegar ég hugsa til baka finnst mér svo vænt um þegar þið Bjarni sögðuð að ég væri elsta stelpan ykkar. Stóru fjölskyld- unni þinni, sem þú varst eðli- lega svo hreykin af, sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira: mbl.is/minningar Sigríður Stephensen Pálsdóttir (Diddý). ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORVARÐAR G. HARALDSSONAR dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Grenilundi 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans og Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Einnig fær samstarfsfólk Svönu í Íslandsbanka þakkir fyrir góðan stuðning. Svanhildur Árnadóttir, Arnar Smári Þorvarðarson, Kristín H. Thorarensen, Sævar Freyr Þorvarðarson, Guðríður Ingunn Kristjánsd., Elínbjörg Katrín Þorvarðardóttir, Hinrik R. Haraldsson, S. Kristín Þorvarðardóttir, H. Árni Þorvarðarson, Harpa Dögg Vífilsdóttir og barnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.