Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Maður veit ekki hvar á að byrja þegar maður er að kveðja bróður sinn. Minningarnar eru margar. Minningin um þegar hann gaf mér fyrsta hjólið sem ég eignaðist eða eru það ferðirnar í bílnum hans upp í Vogatungu í Leirársveit þar sem hann var í sveit? Í Vogatungu bjó systir móður okkar, hún Helga, og mað- urinn hennar, hann Hafsteinn. Alltaf var tekið á móti okkur bræðrunum með bros á vör og bakkelsi sett á borð. Þegar ég var búinn með gagn- fræðaskóla vissi ég ekki hvert skyldi halda. Þá kom Pálmi bróð- ir og spurði hvort ég vildi ekki læra einhverja iðngrein. Í Kefla- vík í þá daga var bara einn fram- haldsskóli og það var Iðnskóli Suðurnesja, flestir fóru í hann. Pálmi var orðinn rafvirkjameist- ari og hugur minn horfði þangað, en Pálma fannst sniðugra að læra einhverja aðra iðngrein, t.d. pípu- lagnir. Á þessum árum hugsa ungir menn ekki mjög langt og Jón Pálmi Skarphéðinsson ✝ Jón PálmiSkarphéð- insson fæddist í Keflavík 20. októ- ber 1945. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 21. mars 2013. Útför Jóns fór fram frá Keflavík- urkirkju 3. apríl 2013. fannst mér þetta bráðsniðugt án þess að vita nokkuð um pípulagnir. Áður en ég vissi var Pálmi búinn að tala við pípulagningameist- ara í Keflavík og biðja hann að taka mig á samning. Pálmi sagði að ef ég ætlaði að læra þessa grein skyldi ég læra hjá þeim sem hann taldi vera með betri fagmönnum í greininni. Og þar hafði hann rétt fyrir sér eins og oft áður. Þegar námi var lokið og ég var búinn að öðlast meistararéttindi kom bróðir aftur til skjalanna og hvatti mig til að hefja sjálfstæðan rekstur, sem ég gerði. Ekki stóð það á honum að hjálpa mér að út- vega verkefni. Stóri bróðir var sjálfur með sjálfstæðan rekstur í rafvirkjun, þannig að leiðir okkar lágu oft saman í ýmsum verkum. Allt var hann til staðar til að hvetja mig áfram. Þegar árin liðu venti hann kvæði sínu í kross og hóf starf við kennslu og settist á skólabekk við Kennaraháskóla Íslands og kenndi við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, síðan flutti hann sig um set og hóf kennslu við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þeg- ar mér var boðið kennarastarf við Iðnskólann í Hafnarfirði leitaði ég strax ráða hjá Pálma bróður og það var ekki að spyrja að því að sú hvatning sem hann gaf mér hjálpaði mér mikið að taka ákvörðun. Þegar maður er á tímamótum sem þessum, og er að kveðja bróður sinn sem var manni svo mikið, get ég ekki neitað því að hans lífsstarf og mitt er ekki mjög ólíkt, get ég sagt það með stolti að hafa átt slíkan bróður. Mæja mín, Skarphéðinn og Einar, við Dagbjört færum ykk- ur okkar innilegustu samúð á þessum sorgartíma. Þinn bróðir, Skarphéðinn. Jón Pálmi Skarphéðinsson, rafvirkjameistari og kennari, lést á hjartadeild Landspítala eftir skamma en harða baráttu við hjartasjúkdóm. Jón Pálmi starfaði síðustu ára- tugi sem kennari, fyrst við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og síðar við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Hann starfaði einnig sem sjálfstæður verktaki við hönnun og framkvæmdir er tengdust raf- lögnum. Jón Pálmi var maður fé- lagslyndur. Hann stundaði golf- íþróttina með sérstakri eljusemi, oftast í félagsskap Maríu eigin- konu sinnar. Hann var kosinn til ýmissa trúnaðarstarfa innan golfíþróttarinar og gegndi starfi formanns Golfklúbbs Suðurnesja um skeið. Jón Pálmi var félagi í íslensku Frímúrahreyfingunni og gegndi þar ýmsum ábyrgðar- störfum. Ákveðni, einbeitni, elja og ein- stakur dugnaður einkenndu öll störf Pálma. Honum féll aldrei verk úr hendi. Hann kunni ótrú- lega vel til verka, hvort sem um var að ræða trésmíði, múrverk eða aðrar iðngreinar. Í starfi sínu sem kennari og sem rafhönnuður var hann fljótur að tileinka sér bestu tölvutækni og aðferðir hverju sinni. Eftirlifandi eiginkona Jóns Pálma er María Jónsdóttir. Þau áttu tvo syni og mannvæn barna- börn sem syrgja afa sinn. Pálmi var mágur minn og María kona hans var yngsta barnið í fjöl- skyldu okkar. Þegar hún og Pálmi felldu hugi saman leist for- eldrum okkar vel á væntanlegan eiginmann en þau höfðu miklar áhyggjur af því að hún myndi lík- lega flytja alla leið til Keflavíkur og þau myndu sjaldan sjá hana eftir það. Pálmi og María hófu búskap í Keflavík og búa þar enn en þau voru tíðir gestir hjá for- eldrum okkar Maríu meðan þau voru á lífi og einnig hafa þau hugsað um grafreit foreldra hennar af mikilli umhyggju eftir andlát þeirra. Við Berta, eiginkona mín, minnumst margra góðra stunda með þeim hjónum, á heimilum okkar, í ferðalögum og á ýmsum fagnaðarstundum. Við eru þakk- lát fyrir að hafa átt Jón Pálma að einlægum vini. Við vottum Maríu, sonum þeirra hjóna, öldruðum foreldr- um Pálma, barnabörnum og öðr- um skyldmennum þeirra okkar innilegustu samúð. Við þökkum fyrir margar yndislegar sam- verustundir með þeim hjónum. Blessuð sé minning Jóns Pálma Skarphéðinssonar. Guðni og Berta. Það var haustið ’91 sem leiðir okkar Jóns Pálma lágu saman við rafmagnsdeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jón Pálmi hafði rek- ið rafverktakafyrirtækið Rafbæ í Keflavík og þekkti nær allar húsaraflagnir á svæðinu. Það varð strax góð samvinna með okkur Jóni Pálma. Hann var góð- ur kennari og lagði sig fram við að miðla af þekkingu sinni. Hann var samviskusamur fram í fing- urgóma og duglegur. Bar hag nemenda sinna fyrir brjósti. Hann rak teiknistofu samhliða kennslunni og var ætíð með púls- inn á því sem var að gerast í greininni. Þekkti alla rafverk- taka á svæðinu og þá sem seldu raflagnaefni. Jón Pálmi ferðaðist mikið bæði til þess að kynna sér hvað væri það nýjasta í greininni og hvernig aðrar þjóðir stæðu að kennslu í rafmagnsgreinum. Hann var góður félagi á gleðistund, hafði gaman af söng og kunni margar vísur sem hann leyfði okkur að heyra. Það var á heimleið úr Reykja- vík eftir innkaupaferð fyrir skól- ann að Jón Pálmi kynnir mig fyr- ir Sindra. Hann hafði starfað þar í mörg ár. Ég hafði eitthvað verið búinn að stríða honum á þessum félagskap en nú var hann tilbúinn að mæla með mér. Saman höfum við átt margar góðar stundir í Sindra sem hefur fóstrað okkur að utan sem innan. Sameiginlegt áhugamál okkar Jóns Pálma var sumarbústaðalíf- ið í Hallkelshólum. Jón Pálmi reisti sér veglegt sumarhús sem hann naut þess að dvelja í. Þar tók hann á móti vinum sínum og alltaf var gott að koma í heim- sókn. Gott var að leita til Jóns Pálma þegar eitthvert verkfæri vantaði. Ekki stóð á greiðvikinni hjá honum. Jón Pálmi var mikill fjöl- skyldumaður og bar hag hennar fyrir brjósti. Með söknuði kveð ég vin minn Jón Pálma sem reyndist mér vel. Ég sendi Maríu og fjölskyldu kveðju. Ólafur Baldvin Sigurðsson. Við unnum saman síðustu tíu árin. Það voru góð ár. Jón Pálmi var sá, umfram aðra, sem leiddi mig inn í kennarastarfið í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Hann tók alltaf sérstaklega vel á móti nýjum samstarfsmönnum. Lét þá hafa verkefnaheftin sín og sagði svo: Síðan kennir hver kennari eftir sínum eigin aðferð- um. Hann hafði miklar skoðanir á því hvernig og hvað ætti að kenna til að búa til rafvirkja í gegnum skóla. Enda var hann mikill fag- maður, vandvirkur og metnaðar- fullur. Það fengu allir að heyra skoðanir hans, við, aðrir rafiðna- kennarar, og þeir sem koma að endurmenntun og sveinsprófum. Ef hann var ekki sáttur þá bara fór hann í að leysa það verkefni. Sagði skoðun sína og lagði fram nýtt efni úr eigin eigu til að nota. En hann nennti heldur ekki að vera að sóa tímanum í að karpa við þá sem voru honum hvort sem er ósveigjanlega ósammála. Við áttum samt margar góðar sam- ræður um stjórnmál og bara hvernig samfélagið ætti að vera. Það er ekkert úr því dregið að segja að Jón Pálmi Skarphéðins- son eigi mestan heiður af því hvernig við kennum verklega raf- virkjun í dag í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti þar sem rúmur helmingur allra rafvirkja er menntaður í dag. Aðdáunarverð þrautseigja í því að útvega góðan búnað frá framleiðendum og inn- flytjendum til að nota við kennsl- una og gerð verkefna í samræmi við það. Nemendur heyrði ég aldrei tala illa um hann, sem er sérstakt með kennara. Þvert á móti virt- ust þeir bera virðingu fyrir fag- mennskunni og umburðarlynd- inu sem einkenndi hann. Fyrst og fremst var hann þó góður og traustur félagi þar sem alltaf var stutt í hláturinn. Þann- ig minnist ég hans. Baldvin Björgvinsson, rafiðnakennari í FB. Fregnin af andláti Jóns Pálma snart okkur samstarfsfólk hans mjög. Við höfðum haldið í veika von undanfarna daga um að hann héldi lífi eftir skyndileg veikindi sem hann varð fyrir. Enginn má sköpum renna. Jón Pálmi var stórbrotinn maður, skarpgreindur og harð- duglegur. Við samstarfsmenn hans lítum það sem ákveðin for- réttindi að hafa fengið að kynnast og vinna með honum. Í hópi fé- laganna var hann hrókur alls fagnaðar, það var nokkurn veg- inn sama hvað bar á góma s.s. pólitísk dægurmál, þjóðþrifamál eða nánast hvað sem var, alltaf lýsti hann skoðun sinni á svo skeleggan hátt að eftir var tekið og oftar enn ekki hitti hann nagl- ann á höfuðið. Jón Pálmi hafði alltaf eitthvað fyrir stafni hvort heldur í leik eða starfi. Í seinni tíð var það golfið, hænsnarækt og smíði sumarbú- staðar sem bar hæst og í starfi raflagnahönnun og kennslu. Meðfram kennslunni vann hann óþrjótandi að námskrár- og námsgagnagerð og nú stuttu fyr- ir veikindin sýndi hann okkur það nýjasta í þeim efnum. Eftir hann liggur mikið af dýrmætu kennsluefni fyrir kennslu í raf- virkjun, þá eru ótalin þau áhrif sem hann hefur haft á uppbygg- ingu og skipulag náms í rafvirkj- un í gegnum tíðina. Í kennslu lagði hann höfuð- áherslu á að innleiða fagmennsku meðal nemenda sinna, snyrti- mennsku og varúð í umgengni við rafmagn. Í þessum efnum var hann að öllum öðrum ólöstuðum fremstur í flokki. Við samstarfsmenn Jóns Pálma á rafiðnabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti viljum votta þér María og fjölskyldu þinni dýpstu samúð vegna and- láts hans. Guð blessi minningu Jóns Pálma. Fyrir hönd samkennara á raf- iðnabraut FB, Víðir Stefánsson. Kær vinur til margra ára er fallinn frá eftir stutta en hetju- lega baráttu við hjartasjúkdóm. Eftir sitja hnípnir vinir og erfiðar spurningar leita á hugann. Þótt sorgin sé mikil erum við þakklát fyrir að hafa átt Jón Pálma að vini og yljum okkur við góðar minningar. Jón Pálmi var fagmaður í húð og hár og stoltur af því sem hann tók sér fyrir hendur, sama hvort það var að leggja rafstrengi, smíða úr timbri eða teikna og hanna mannvirki. Allt lék í hönd- unum á honum. Þá er ekki síður gott að minnast ótal góðra stunda í sælureit þeirra hjóna í Hallkels- hólum í Grímsnesi, þar sem handbragð Jóns Pálma bar vott um útsjónarsemi og vandvirkni sem honum einum var lagið. Hann var frábær liðsmaður í sumarhúsafélaginu, bæði félagið og félagsmenn nutu hjálpsemi hans. Jón Pálmi naut mikillar gæfu í einkalífi sínu með Maríu sinni og fjölskyldu, samrýmd og samheld- in um alla hluti. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Maríu og fjöl- skyldunnar allrar. Blessuð sé minning heiðursmannsins Jóns Pálma Skarphéðinssonar. Vilhjálmur Ragnarsson og Ólöf Marteinsdóttir. Þú, hún Maja þín og við örk- uðum í síðsumarshúminu á leið okkar úr Drekagili í Dyngjufell. Jónsskarðið var að baki og þó að farið væri að halla undan fæti gerði þreytan vart við sig eftir langan og strangan dag en hugs- anir um ljúffengan miðnætur- verð með styrktarkakói undir svefninn kölluðu fram sælutil- finningu sem lúnir göngumenn þekkja. Þarna í auðninni brast þú á með fyrirlestri um náttúru- vernd og öfgar öfgafyllstu nátt- úrusinna. Þér var mikið niðri fyr- ir og ruddir úr þér ýmsum dæmum máli þínu til stuðnings svo við samferðungar þínir gát- um vart gengið fyrir hlátri. Margar góðar og skemmtilegar minningar eru tengdar göngu- ferðum okkar að sumri og vetri. Í slíkum ferðum kynnumst við kostum og göllum samferða- manna í nábýli og þegar þreyta og erfiðleikar sækja á. Jafnaðar- geðið og glaðlyndið yfirgaf þig sjaldan. Þú fórst á fætur á undan fuglunum og varst búinn að hella upp á og dunda við hitt og þetta áður en við vöknuðum við bram- boltið í þér. Ofvirknin var eitt að- aleinkenni þitt en einnig fjöl- hæfni og vandvirkni. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og ef til þín var leitað var svarið „ekkert mál“ og skipti þá engu hvort það var á sérsviði þínu, í flísalögnum, smíðum eða öðru. Heimili ykkar hjóna og sumarbú- staður bera þess vitni að þar hef- ur verið á ferð eljusamur hag- leiksmaður. Kynni okkar hófust þegar þú réðir þig til kennslu í rafmagninu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) eftir að hafa starfað í þinni iðngrein á hinum frjálsa markaði um áratuga skeið. Þú náðir strax góðum tökum á kennslunni og hvernig átti að tækla strákana. Nú kom ofvirknin sér vel því ef ekki var til kennsluefni þá samdir þú það og ef tæki og tól vantaði notaðir þú gömlu samböndin til að fá ýmislegt fyrir lítið eða fékkst að hirða gamalt drasl sem þið í rafmagninu gerðuð upp. Þú hafðir gjarnan á orði þegar þú sýndir stofuna að þetta væri að- allega „kanagóss og haugamat- ur“. Kennsluréttindin tókstu með rúmlega fullu starfi þrátt fyrir að hafa ekki setið á skólabekk í ára- tugi. Þó að þú værir dagfarsprúð- ur léstu ekki hlut þinn ef stigið var á skottið á þér. Þú sagðir meiningu þína á kjarnyrtri ís- lensku og varst þá oft bæði þrjóskur og þver. Því fór svo að FS varð fyrir því tjóni að missa þig en FB var svo heppinn að fá þig. Margar ánægjustundir átt- um við hjónin með ykkur Maju tveimur eða í góðra vina hópi. Þar varst þú í essinu þínu og sagðir sögur og fórst með vísur. Og þegar við vorum komin með slatta í tána fóru eigin vísur að fljúga og þá gjarnan þessi sem byrjar svona og kallar fram í hugskoti okkar mynd af þér bros- mildum: Það má segja um þessa karla þó komnir séu á aldurinn … Jón Pálmi, nú skilur leiðir um stund því að þú ert farinn í þá göngu sem við eigum öll eftir að þreyja en við treystum því að þú bíðir okkar að leiðarlokum með styrktarkakóið. Við söknum góðs drengs og vinar en getum yljað okkur við ljúfar endurminningar. Maju, Skarphéðni, Einari, for- eldrum og stórfjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ægir og Alma. ✝ Elsku demanturinn okkar, LOVÍSA HRUND SVAVARSDÓTTIR, Einigrund 14, Akranesi, sem lést laugardaginn 6. apríl, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum. Rnr. 0101-15-371020, kt. 581201-2140. Svavar S. Guðmundsson, Hrönn Ásgeirsdóttir, Ásgeir Sævarsson, Karen Lind Ólafsdóttir, Heiður Sævarsdóttir, Ryan J. Karazija, Engilbert Svavarsson, Ólafur Ingi, Almar Kári, Úlfur Esra, Eva Hrönn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför GUÐMUNDAR TÓMASAR MAGNÚSSONAR læknis, Strikinu 2, Garðabæ. Alfa Eyrún Ragnarsdóttir, Jón Tómas Guðmundsson, Linghao Yi, Magnús Ragnar Guðmundsson, Kristjana Kristinsdóttir, Halldór Elías Guðmundsson, Jenný Brynjarsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Þórir Benediktsson, Eva Magnúsdóttir, Tinna Magnúsdóttir, Guðmundur Tómas Magnússon, Jón Baldvin Magnússon, Anna Laufey Halldórsdóttir, Tómas Ingi Halldórsson, Benedikt Þórisson, Bjartur Þórisson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KNÚTS BJARNASONAR bónda, Kirkjubóli, Dýrafirði. Bjarni Guðmundsson, Ásdís B. Geirdal, Gunnar Guðmundsson, Gíslína Lóa Kristinsdóttir, Guðmundur Gr. Guðmundsson, Hildur Inga Rúnarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.