Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA BURTWONDERSTONE KL.1:30-3:40-5:50-8-10:10 BURTWONDERSTONE VIP KL.1:30-3:40-5:50-8-10:10 G.I. JOE:RETALIATION3D KL.1-3:20-5:40-8-10:20 G.I. JOE:RETALIATION2D KL.1:20-3:40 SIDEEFFECTS KL.3:20-5:40-8-10:20 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.6-8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8 DEADMANDOWN KL.10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.2-5:20 ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.1:30 KRINGLUNNI OBLIVION KL. 2:50 - 5:20 - 8 - 10:40 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:10 SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.2:50 WRECK-ITRALPH ÍSLTAL KL.3:40 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:20 G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 8 -10:30 SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.3:40-5:50 JACKTHEGIANTSLAYER KL.3D:1-5:302D:3:20 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.1 THECROODS ÍSLTAL KL.3D:1-3:102D:1:10-3:20 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OBLIVION KL. 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL.8-10:10 G.I.JOE:RETALIATION KL.1:30-3:40 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50 THECROODS ÍSLTAL KL.3D:5:50 2D:1:30 FLÓTTINNFRÁJÖRÐU ÍSLTAL KL.3:40 AKUREYRI BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANT-SLAYER KL. 5:50 SIDEEFFECTS KL. 10:10 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.3:30 ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.4 MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ  H.S. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS THE NEW YORK TIMES LOS ANGELES TIME WALL STREET JOURNAL TIME NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH T.V. - BÍÓVEFURINN   VJV, SVARTHÖFÐI MÖGNUÐ GRÍNMYND STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS STEVE CARELL JIM CARREY Brassbylta nefnist dagskrá fyrir alla málmblásara sem haldin verður í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í dag. Dagskráin hefst með upphitun kl. 9 og í framhaldinu fer fram mast- erklass undir stjórn portúgalska túbuleikarans Sergio Carolino. Málmblásturskennarar af höf- uðborgarsvæðinu leika á hádeg- istónleikum kl. 12.30, en aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Að þeim loknum fer fram æfing hjá Þjóðkór básúnu- og túbuleikara. Klukkan 14.45 hefst síðan opið hús með fjöl- breyttri dagskrá þar sem gestum og gangandi gefst m.a. tækifæri til að prófa ýmis málmblásturshjóðfæri í boði Tónastöðvarinnar. Dagskránni lýkur með hátíðartónleikum kl. 16 þar sem Sergio Carolino leikur með píanóleikaranum Telmo Marques og meðlimum SÍ auk þess sem fyrr- greindur Þjóðkór frumflytur þrjú verk eftir Völu Yates, Gunnar Karel Másson og Finn Karlsson sem samin voru fyrir tónleikana. Dúó Telmo Marques og Sergio Carolino. Brassbylta haldin í Hafnarfirði í dag Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi á Norðurlandi dagana 13.-15. apríl. Kórinn heldur tónleika í Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag kl. 17. Á morgun syngur kórinn við messu kl. 14 í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og sama kvöld kl. 20 verða almennir tónleikar í fé- lagsheimilinu Skjólbrekku. Á mánudag heldur kórinn þrenna skólatónleika, fyrir Reykjahlíð- arskóla í Mývatnssveit, Fram- haldsskólann á Laugum í Reykja- dal ásamt Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla, Ljósavatns- skarði. Á efnisskrá kórsins verða ís- lensk og erlend tónverk, m.a. eftir Bach, Mozart, Grieg, Pál Ísólfs- son, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirs- son, Atla Heimi Sveinsson og Þor- kel Sigurbjörnsson. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Gleði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur fimm tónleika á næstu þremur dögum. Tónleikaferð á Norðurlandi hefst í dag Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég var beðin að svara því í verkinu hvað ópera væri fyrir mér. Óperu- heimurinn er mjög lokaður í dag og minnir að því leyti á ballettheiminn þar sem allt snýst um tækni og form- festan er ríkjandi. Dansarinn í verk- inu mínu er hold- gervingur óperunnar og túlkar fram- andleika óp- erunnar við um- hverfið og tónlistina sem samtvinnuð er verkinu,“ segir Margrét Sara Guðjónsdóttir, dansari og dans- höfundur, um verkið (S)Tragedies sem frumsýnt var í gær og endurflutt verður í dag á listahátíðinni Opera Showroom 2013 sem haldin er í Þjóð- aróperunni í Stokkhólmi. Um er að ræða tveggja daga listahátíð þar sem unnið er með óp- eruformið á skapandi hátt og ákveðið þema er í fyrirrúmi. Í fyrra, þegar hátíðin var haldin fyrst, fólst lyk- ilspurningin í því hvað fælist í óp- eruflutningi en í ár var áherslan á mörk listgreina. „Það má segja að há- tíðin endurspegli tilraun forsvars- manna þessa næststærsta óperuhúss í Stokkhólmi til að brjóta upp gömul mynstur, reyna eitthvað nýtt og opna dyrnar fyrir bæði ólíkum listamönn- um og áhorfendum. Líta má á þessa hátíð sem tilraunastofu,“ segir Margrét Sara. „Skipuleggjendur hátíðarinnar sáu tvö verk sem ég sýndi hér í Svíþjóð sl. haust og í framhaldinu var mér boðið að vinna verk fyrir hátíðina. Þau höfðu hrifist af þeirri tilrauna- mennsku sem einkennir öll mín verk,“ segir Margrét Sara þegar hún er innt eftir því hvernig þátttaka hennar í hátíðinni er tilkomin. Verkin tvö sem um ræðir eru Variations on Closer og Soft Target, sem bæði voru sýnd í MDT-leikhúsinu í Stokkhólmi. Aðspurð um titil verksins (S) Tragedies segir Margrét Sara um að ræða orðaleik sem vísi annars vegar í harmleiki (e. tragedy) sem séu fyr- irferðarmiklir í óperuheiminum og hins vegar skipulag (e. strategy). „Ég nota strategíur til þess að snerta áhorfendur á nýjan hátt og fá þá til að horfa öðruvísi á manneskjuna og sjálfa sig. Ég er alltaf mikið að velta fyrir mér hvað felist í listsköpun og gjörningum, hvernig listamaðurinn deili sínum innri heimi með áhorf- endum og hvernig samband myndast þarna á milli.“ Tónlistarflutningur verksins er í höndum finnska öskurkórsins Huutajat og hljómsveitar Þjóð- aróperunnar. „Samstarfið við ösk- urkórinn hefur verið sérlega spenn- andi og gefandi. Hljóðmyndin byggir m.a. á upphafsstefi La Traviata sem leikið er mjög hægt aftur á bak auk þess sem ég nýti þagnirnar markvisst,“ segir Margrét Sara og tekur fram að stefið muni vafalaust virka kunnuglega á óperuunnendur þó þeir átti sig sennilega ekki á því hvaða tónverk sé um að ræða fyrr en undir lokin dansins. Margrét Sara býr sem kunnugt er í Berlín, en starfar jafnt þar sem og í Reykjavík og víðar. Hún hefur starf- að sem dansari sl. 15 ár síðan hún lauk námi við Art Academies í Arn- hem og Amsterdam. Sl. 10 ár hefur hún samhliða jafnframt starfað sem danshöfundur og segist nú alfarið ætla að helga sig frumsköpun sinni. „Sl. 6 ár hef ég túrað um heiminn með Gisele Viènne, en nú finnst mér tími til kominn að einbeita mér alfar- ið að því að semja eigin verk,“ segir Margrét Sara sem frumsýnir Step Right to It í Svíþjóð í næsta mánuði og Soft Target Installs á Reykjavík Dance Festival nk. sumar. Þess má að lokum geta að Margrét Sara verð- ur heiðurslistamaður og dagskrár- stjórnandi listahátíðarinnar Les Grandes Traversées festival í Bor- deaux í Frakklandi árið 2014, en þar verða öll dansverk hennar sýnd. Ljósmynd/Vincent Roumagnac Framandleiki Laura Siegmund dansar í nýju verki eftir Margréti Söru Guð- jónsdóttur sem frumsýnt verður á listahátíð Þjóðaróperunnar í Stokkhólmi. „Líta má á þessa hátíð sem tilraunastofu“  (S)Tragedies frumsýnt á hátíð í Stokkhólmi Margrét Sara Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.