Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
BURTWONDERSTONE KL.1:30-3:40-5:50-8-10:10
BURTWONDERSTONE VIP KL.1:30-3:40-5:50-8-10:10
G.I. JOE:RETALIATION3D KL.1-3:20-5:40-8-10:20
G.I. JOE:RETALIATION2D KL.1:20-3:40
SIDEEFFECTS KL.3:20-5:40-8-10:20
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.6-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8
DEADMANDOWN KL.10:20
OZ:GREATANDPOWERFUL KL.2-5:20
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.1:30
KRINGLUNNI
OBLIVION KL. 2:50 - 5:20 - 8 - 10:40
BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:10
SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50
OZ:GREATANDPOWERFUL KL.2:50
WRECK-ITRALPH ÍSLTAL KL.3:40
OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30
BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:20
G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 8 -10:30
SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.3:40-5:50
JACKTHEGIANTSLAYER KL.3D:1-5:302D:3:20
OZ:GREATANDPOWERFUL KL.1
THECROODS ÍSLTAL KL.3D:1-3:102D:1:10-3:20
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
OBLIVION KL. 8 - 10:30
BURTWONDERSTONE KL.8-10:10
G.I.JOE:RETALIATION KL.1:30-3:40
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50
THECROODS ÍSLTAL KL.3D:5:50 2D:1:30
FLÓTTINNFRÁJÖRÐU ÍSLTAL KL.3:40
AKUREYRI
BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10
JACKTHEGIANT-SLAYER KL. 5:50
SIDEEFFECTS KL. 10:10
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8
OZ:GREATANDPOWERFUL KL.3:30
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.4
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
H.S. - MBL
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS
THE NEW YORK TIMES
LOS ANGELES TIME
WALL STREET JOURNAL
TIME
NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH
T.V. - BÍÓVEFURINN
VJV, SVARTHÖFÐI
MÖGNUÐ GRÍNMYND
STÓRMYNDIN SEM TEKIN
VAR UPP Á ÍSLANDI
T.K., KVIKMYNDIR.IS
STEVE CARELL JIM CARREY
Brassbylta nefnist dagskrá fyrir alla
málmblásara sem haldin verður í
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í dag.
Dagskráin hefst með upphitun kl. 9
og í framhaldinu fer fram mast-
erklass undir stjórn portúgalska
túbuleikarans Sergio Carolino.
Málmblásturskennarar af höf-
uðborgarsvæðinu leika á hádeg-
istónleikum kl. 12.30, en aðgangur
að tónleikunum er ókeypis. Að þeim
loknum fer fram æfing hjá Þjóðkór
básúnu- og túbuleikara. Klukkan
14.45 hefst síðan opið hús með fjöl-
breyttri dagskrá þar sem gestum og
gangandi gefst m.a. tækifæri til að
prófa ýmis málmblásturshjóðfæri í
boði Tónastöðvarinnar. Dagskránni
lýkur með hátíðartónleikum kl. 16
þar sem Sergio Carolino leikur með
píanóleikaranum Telmo Marques og
meðlimum SÍ auk þess sem fyrr-
greindur Þjóðkór frumflytur þrjú
verk eftir Völu Yates, Gunnar Karel
Másson og Finn Karlsson sem samin
voru fyrir tónleikana.
Dúó Telmo Marques og Sergio Carolino.
Brassbylta haldin
í Hafnarfirði í dag
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
verður á tónleikaferðalagi á
Norðurlandi dagana 13.-15. apríl.
Kórinn heldur tónleika í Hóla-
neskirkju á Skagaströnd í dag kl.
17. Á morgun syngur kórinn við
messu kl. 14 í Reykjahlíðarkirkju
í Mývatnssveit og sama kvöld kl.
20 verða almennir tónleikar í fé-
lagsheimilinu Skjólbrekku. Á
mánudag heldur kórinn þrenna
skólatónleika, fyrir Reykjahlíð-
arskóla í Mývatnssveit, Fram-
haldsskólann á Laugum í Reykja-
dal ásamt Þingeyjarskóla og
Stórutjarnaskóla, Ljósavatns-
skarði.
Á efnisskrá kórsins verða ís-
lensk og erlend tónverk, m.a. eftir
Bach, Mozart, Grieg, Pál Ísólfs-
son, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirs-
son, Atla Heimi Sveinsson og Þor-
kel Sigurbjörnsson. Aðgangur er
ókeypis á alla tónleikana.
Gleði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur fimm tónleika á næstu þremur dögum.
Tónleikaferð á Norðurlandi hefst í dag
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég var beðin að svara því í verkinu
hvað ópera væri fyrir mér. Óperu-
heimurinn er mjög lokaður í dag og
minnir að því leyti á ballettheiminn
þar sem allt snýst um tækni og form-
festan er ríkjandi. Dansarinn í verk-
inu mínu er hold-
gervingur
óperunnar og
túlkar fram-
andleika óp-
erunnar við um-
hverfið og
tónlistina sem
samtvinnuð er
verkinu,“ segir
Margrét Sara
Guðjónsdóttir,
dansari og dans-
höfundur, um verkið (S)Tragedies
sem frumsýnt var í gær og endurflutt
verður í dag á listahátíðinni Opera
Showroom 2013 sem haldin er í Þjóð-
aróperunni í Stokkhólmi.
Um er að ræða tveggja daga
listahátíð þar sem unnið er með óp-
eruformið á skapandi hátt og ákveðið
þema er í fyrirrúmi. Í fyrra, þegar
hátíðin var haldin fyrst, fólst lyk-
ilspurningin í því hvað fælist í óp-
eruflutningi en í ár var áherslan á
mörk listgreina. „Það má segja að há-
tíðin endurspegli tilraun forsvars-
manna þessa næststærsta óperuhúss
í Stokkhólmi til að brjóta upp gömul
mynstur, reyna eitthvað nýtt og opna
dyrnar fyrir bæði ólíkum listamönn-
um og áhorfendum. Líta má á þessa
hátíð sem tilraunastofu,“ segir
Margrét Sara.
„Skipuleggjendur hátíðarinnar sáu
tvö verk sem ég sýndi hér í Svíþjóð
sl. haust og í framhaldinu var mér
boðið að vinna verk fyrir hátíðina.
Þau höfðu hrifist af þeirri tilrauna-
mennsku sem einkennir öll mín
verk,“ segir Margrét Sara þegar hún
er innt eftir því hvernig þátttaka
hennar í hátíðinni er tilkomin. Verkin
tvö sem um ræðir eru Variations on
Closer og Soft Target, sem bæði voru
sýnd í MDT-leikhúsinu í Stokkhólmi.
Aðspurð um titil verksins (S)
Tragedies segir Margrét Sara um að
ræða orðaleik sem vísi annars vegar í
harmleiki (e. tragedy) sem séu fyr-
irferðarmiklir í óperuheiminum og
hins vegar skipulag (e. strategy). „Ég
nota strategíur til þess að snerta
áhorfendur á nýjan hátt og fá þá til
að horfa öðruvísi á manneskjuna og
sjálfa sig. Ég er alltaf mikið að velta
fyrir mér hvað felist í listsköpun og
gjörningum, hvernig listamaðurinn
deili sínum innri heimi með áhorf-
endum og hvernig samband myndast
þarna á milli.“
Tónlistarflutningur verksins er í
höndum finnska öskurkórsins
Huutajat og hljómsveitar Þjóð-
aróperunnar. „Samstarfið við ösk-
urkórinn hefur verið sérlega spenn-
andi og gefandi. Hljóðmyndin byggir
m.a. á upphafsstefi La Traviata sem
leikið er mjög hægt aftur á bak auk
þess sem ég nýti þagnirnar
markvisst,“ segir Margrét Sara og
tekur fram að stefið muni vafalaust
virka kunnuglega á óperuunnendur
þó þeir átti sig sennilega ekki á því
hvaða tónverk sé um að ræða fyrr en
undir lokin dansins.
Margrét Sara býr sem kunnugt er
í Berlín, en starfar jafnt þar sem og í
Reykjavík og víðar. Hún hefur starf-
að sem dansari sl. 15 ár síðan hún
lauk námi við Art Academies í Arn-
hem og Amsterdam. Sl. 10 ár hefur
hún samhliða jafnframt starfað sem
danshöfundur og segist nú alfarið
ætla að helga sig frumsköpun sinni.
„Sl. 6 ár hef ég túrað um heiminn
með Gisele Viènne, en nú finnst mér
tími til kominn að einbeita mér alfar-
ið að því að semja eigin verk,“ segir
Margrét Sara sem frumsýnir Step
Right to It í Svíþjóð í næsta mánuði
og Soft Target Installs á Reykjavík
Dance Festival nk. sumar. Þess má
að lokum geta að Margrét Sara verð-
ur heiðurslistamaður og dagskrár-
stjórnandi listahátíðarinnar Les
Grandes Traversées festival í Bor-
deaux í Frakklandi árið 2014, en þar
verða öll dansverk hennar sýnd.
Ljósmynd/Vincent Roumagnac
Framandleiki Laura Siegmund dansar í nýju verki eftir Margréti Söru Guð-
jónsdóttur sem frumsýnt verður á listahátíð Þjóðaróperunnar í Stokkhólmi.
„Líta má á þessa hátíð
sem tilraunastofu“
(S)Tragedies
frumsýnt á hátíð
í Stokkhólmi
Margrét Sara
Guðjónsdóttir