Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 29
Af því að ég nefndi Icesave, þá vil ég nota tækifærið til að hnykkja á muninum á því að létta á skuldum innanlands og því að fjármagn streymi úr landi, sérstaklega núna þegar gjaldeyrisskortur er alvarlegt vandamál. Þess vegna er athyglisvert að menn töldu lítið mál að ábyrgjast hundruð milljarða í erlendri mynt sem ekki var til, en þeir hinir sömu sjá ofsjón- um yfir því að staða heimilanna verði leiðrétt, jafnvel þó að þar sé upphæðin í krónum og fjármögnuð af þrotabúum gömlu bankanna en ekki ríkinu.“ – Þetta er auðvitað líka fjármagnað af rík- inu. Þaðan er peningunum úthlutað. „Ríkið er milliliður. Það má segja að ríkið sé innheimtuaðili fyrir heimilin.“ – Ekki öll heimili. „Í ljósi þess hverjar forsendurnar eru, má segja að litið sé á þetta sem kröfu heimilanna í þrotabúið vegna tjóns sem þau urðu fyrir og hún gengur út á að bæta tjónið.“ – Þú vilt líka greiða niður lán fjölskyldna sem geta staðið í skilum? „Þegar bent er á að með þessu sé komið til móts við heimili sem hafa staðið í skilum, þá er það alveg rétt að í sumum tilvikum er komið til móts við heimili sem hafa staðið undir skuldum fram að þessu. Það hefur kannski tekist með mikilli vinnu eða með því að fólk hefur sett eig- ið fé í fasteignina og sýnt með því ráðdeild- arsemi frekar en að taka allt að láni. Ekkert hefur verið gert fyrir þetta fólk og skilaboðin með því eru að það borgi sig ekki að sýna ráð- deildarsemi í fjárfestingum heldur að taka eins mikil lán og hægt er að komast yfir. Annars sé ekki komið til móts við það. Við viljum senda út rétt skilaboð um hver sé æskileg hegðun í fjármálum, en jafnframt ítreka ég að við lítum svo á að heimilin eigi réttmætar kröfur í þrotabúin.“ – Þeim mun meira sem það skuldaði, því meira fær það? „Þeim mun meiri sem skuldirnar eru, þeim mun meiri er stökkbreytingin. Þá komum við aftur að mikilvægi þess að allir njóti jafnræðis. Einungis kerfi sem felur í sér jafnræði ýtir undir skynsamlega hegðun í fjármálum.“ – Hvað um þá sem töpuðu á hlutabréfum eða voru á leigumarkaði? „Það má taka dæmi um íbúðir sem reynast gallaðar. Þá bætum við ekki fólki í næsta húsi tjónið. Og hvað varðar hlutabréfin, þá bætum við heldur ekki eigendunum sem byggðu blokkina tjónið, heldur þeim sem eiga rétt- mæta kröfu á þrotabúið. Það breytir því ekki að auðvitað þarf að koma til móts við ýmsa hópa og nýta svigrúm í fjármálum ríkisins til þess. Þar má nefna öryrkja og eldri borgara sem sætt hafa meiri skerðingu en aðrir hópar í þjóðfélaginu. Þar er ég ekki síst að tala um tekjutengingar ársins 2009, sem áttu að vera til bráðabirgða en hafa síðan verið fram- lengdar. Þær fela í sér eignaupptöku og auk þess mjög óæskilega hvata. Skilaboðin hafa verið: Ekki spara eða reyna að vinna þótt þú sért fær um það vegna þess að þú færð ekkert út úr því.“ Lífeyrissjóðir lækki ávöxtunarkröfu – Framsóknarflokkurinn talar um afnám verðtryggingar. Í hverju felst það? Hvað um þá sem skulda verðtryggt nú þegar? „Við viljum banna verðtryggingu og lögin gilda fram í tímann. Þetta snýst um að banna verðtryggða neytendasamninga eða gera að minnsta kosti mjög óhagkvæmt fyrir fjár- málastofnanir að lána með þeim hætti, þannig að þær freistist ekki til að viðhalda því kerfi. Það sama gildir um verðtrygginguna og mynt- körfulánin að slíkir afleiðusamningar eru ekki eðlilegt lánafyrirkomulag á neytendamarkaði. Hinsvegar erum við ekki að tala um að banna ríkinu að taka verðtryggð lán. Ýmsir hagfræð- ingar hafa bent á að æskilegt sé að ríkið taki verðtryggð lán svo það hafi sterka hvata til að halda aftur af verðbólgunni. Ég er ekki að halda því fram að þó að peningar sparist núna með verðbólgu, þá sé viljandi verið að ýta und- ir hana, en það vantar þann sterka hvata sem væri til staðar ef aukin verðbólga yki skuldir ríkisins. Fjármálafyrirtækin og ríkið sem ráða för við stjórn efnahagsmála og geta haft áhrif á verðbólgu þurfa að hafa sterka hvata til að halda aftur af verðbólgunni.“ – Hvað um ávöxtun lífeyrissjóða? Lífeyrissjóðir geta eftir sem áður fjárfest í ríkisverðbréfum og fjármagnað sig þar með um leið, en þó vil ég nefna að lífeyrissjóðir verða að mínu mati að koma í auknum mæli að atvinnuuppbyggingu í landinu, að skapa ný störf og ný verðmæti, því það er nauðsynlegt til að standa undir lífeyri til lengri tíma litið. Það er ekki hægt að gera 3,5% ávöxtunarkröfu á sama tíma og meðalávöxtun undanfarna ára- tugi hefur verið 2%. Þá stendur verðmæta- sköpun í landinu ekki undir ávöxtun lífeyr- issjóðanna, sem þýðir að þeir taka til sín fjármagn sem ekki er innistæða fyrir. Þeir geta ekki ætlast til að vextir heimila og fyr- irtækja feli í sér þyngri og þyngri byrði, því samfélagið stendur ekki undir því. Þess vegna verða þeir að fjárfesta í aukinni framleiðslu og verðmætasköpun. Reyndar settu þeir fjármagn í svokallaðan Framtaks- sjóð, sem maður taldi að hefði það hlutverk að skapa störf, en í staðinn er hann nýttur til að kaupa tiltölulega stór fyrirtæki sem eru þegar í rekstri, verslanir í Reykjavík og fleira, og þau eru svo seld fram og til baka. Fyrir vikið hefur verð hlutabréfa hækkað, sem er ískyggileg þróun þegar skortir á verðmætasköpun. Þetta eru loftbólueinkenni á markaðnum og undir það eiga lífeyrissjóðir ekki að ýta. Þess vegna olli mér vonbrigðum að ekki yrði af flutningi álkaplaverksmiðjunnar frá Noregi til Seyðisfjarðar. Verksmiðjan virtist geta staðið undir ávöxtunarkröfunni, en lífeyris- sjóðirnir töldu ekki nógu góð veð í fasteignum á landsbyggðinni. Þar vantaði töluvert upp á að meta verkefnið út frá áhrifum á sam- félagið.“ – Ertu þá að tala um að stjórnvöld hlutist til um hvernig lífeyrissjóðir fjárfesta? „Það má mynda einhverskonar víðtæka sátt milli ríkisvaldsins, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðanna um hvernig við byggjum upp íslenskt efnahagslíf, höldum aftur af verðbólg- unni og greiðum niður skuldir. Það skiptir gríðarlegu máli að menn sameinist um slíka framtíðarsýn til þess að allir vinni að sama marki og trúi á og sjái eftir að hafa farið í gegnum þessa uppbyggingu að það skili ávinn- ingi til allra.“ – Í upphafi viðtalsins stóðst ég ekki mátið að vísa til ísbíltúrs sem þú fórst í með blaðamanni Fréttatímans. Þú skrifaðir á vefsíðu þína eftir að viðtalið birtist að þú hefðir sent leiðrétt- ingar, en „ekkert hefði verið leiðrétt“. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sagði hinsvegar í yfirlýs- ingu: „Allar leiðréttingar hans voru teknar til greina og viðtalinu breytt í samræmi við hans óskir.“ Hvernig stendur á þessu? „Í viðtalinu þegar það birtist fyrst á vefnum, þá höfðu engar leiðréttingar verið færðar inn. Hinsvegar höfðu leiðréttingar verið settar inn í prentútgáfuna, en auk þess var bætt inn fjöl- mörgum klausum sem ég hafði aldrei séð, þannig að ég hafði bara lesið yfir þriðjung af heildinni.“ Morgunblaðið/Ómar Uppbygging Sigmundur Davíð gagnrýnir að Fram- takssjóður hafi ekki tekið þátt í flutningi álkaplaverk- smiðju til Seyðisfjarðar. 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 www.boconcept.is X E IN N IX 13 04 005 Þetta stækkanlega borð er einstakt sinnar tegundar og fæst í mörgum útfærslum. Skannaðu QR-kóðann til að sjá hvernig það virkar eða hannaðu þitt eigið í Home Creator. Húsgögnin frá BoConcept sameina framúrskarandi hönnun, gæði, góð verð og óteljandi möguleika. Þú getur notað teikniforritið á www.boconcept.is til að hanna þín eigin húsgögn – sófann, borðið, stólana, skenkinn eða hvað sem hugurinn girnist. Þú smellir einfaldlega á flipann „Design in 3D Home Creator“ undir hverri mynd, byrjar að hanna og reiknar verðið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.