Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 49
Jósefssonar og Ragnheiðar Jóhanns-
dóttur. Ég var því nokkurs konar
uppeldissonur þeirra á sumrin. Fyrst
voru þar engar vélar, né rafmagn og
enginn sími, en útikamar.
Þegar ég hætti að fara í sveitina, 14
ára, var ég á síldarbátum frá Grund-
arfirði næstu sjö sumrin. Fyrst var
ég hjá Soffaníasi Cecilssyni á Grund-
firðingi II., þá hjá Guðmundi Run-
ólfssyni á Runólfi og síðan með Hin-
riki Elbergssyni, skipstjóra á
Gnýfara. Allt voru þetta sómamenn.
Síldarnæturnar voru þá litlar og kaf-
aðar inn á höndum svo maður var oft
orðinn lúinn eftir nokkur köst. Svo
sváfu allir í einum lúkar sem var allt í
senn heimili og samkomuhús þar sem
heimsmálin voru krufin. Hafi maður
einhvern tíma mannast, þá var það
þarna.“
Bankamaður í tæp 30 ár
Árni kenndi við Barnaskóla Grund-
arfjarðar frá 1963, sinnti versl-
unarstörfum hjá föður sínum í Versl-
unarfélaginu Grund í Grundarfirði
um skeið, var sveitarstjóri Grund-
arfjarðar 1970-79, var fram-
kvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtæk-
isins Sæfangs í Grundarfirði 1979-82,
útibússtjóri Búnaðarbankans í
Grundarfirði 1982-86, útibússtjóri
Búnaðarbankans í Garðabæ 1986-
2002, útibússtjóri aðalbanka Kaup-
þings í Austurstræti 2002-2004 og við
Landsbankann 2004-2010 er hann lét
af störfum.
Árni æfði og keppti í knattspyrnu,
körfubolta og öðrum íþróttagreinum
á vegum UMFG. Hann hefur verið
mikill áhugamaður um skák, hefur
teflt mikið þó að sjálfur segist hann
vera „kaffihúsaskákmaður“, var
nokkur ár gjaldkeri Skásambands Ís-
lands, hefur beitt sér fyrir ýmsum
skákmótum, stóð fyrir frægu skák-
móti í Grundarfirði, í tilefni af 200 ára
verslunarsögu Grundarfjarðar, og er
upphafsmaður að Friðriksmótinu
sem haldið hefur verið á vegum
Landsbankans frá 70 ára afmæli
Friðriks. Þá var hann einn af stofn-
endum Félags ungra sjálfstæð-
ismanna á Vesturlandi og fyrsti for-
maður þess, hefur setið í fulltrúaráði
og kjördæmisráði flokksins á Vest-
urlandi, starfaði í sjálfstæðisfélagi í
Garðabæ, sótt landsfundi um áratuga
skeið. Hann sat í stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og var formað-
ur Samtaka sveitarfélaga á Vest-
urlandi um skeið.
Árni var, ásamt Sturlu Böðv-
arssyni, ritstjóri hins fjögurra binda
rits, Ísland – atvinnuhættir og menn-
ing, 2010, sem nú er nýútkomið.
Fjölskylda
Eiginkona Árna er Þórunn Björg
Sigurðardóttir, f. 1.7. 1943, tón-
menntakennari. Hún er dóttir Sig-
urðar Árnasonar, bónda á Sáms-
stöðum í Fljótshlíð, og Hildar
Árnason húsfreyju.
Börn Árna og Þórunnar eru Orri, f.
8.8. 1964, arkitekt, búsettur í Reykja-
vík en sambýliskona hans er Anna
Rún Ingvarsdóttir, fjármálastjóri hjá
Apple; Arna, f. 17.3. 1966, sem starf-
rækir, ásam eiginmanni sínum, Javier
Varela, spænskuskóla á Tarifa á Spáni
og eiga þau eina dóttur; Ágústa Rós, f.
10.11. 1977, sagnfræðingur en maður
hennar er Svavar Jósefsson sagnfræð-
ingur og starfsmaður Reykjavík-
urborgar og eiga þau þrjú börn.
Systkini Árna: Aðalheiður Rósa, f.
25.3. 1942, d. 1.6. 2008, flugfreyja; Aa-
got, f. 2.3. 1945, d. 27.6. 2012, hús-
freyja á Sámsstöðum; Gísli Már
Gíslason, f. 8.1. 1947, verkfræðingur
og bókútgefandi; Hrund, f. 22.2. 1946,
d. 9.6. 1953; Ágústa Hrund, f. 5.1.
1948, fyrrv. verslunarmaður og kaup-
maður í Reykjavík; Emil, f. 7.2. 1959,
viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri í Garðabæ.
Foreldrar Árna: Emil Jóhann
Magnússon, f. 25.7. 1921, d. 8.2. 2001,
kaupmaður á Þórshöfn og í Grund-
arfirði, og Ágústa Kristín Árnadóttir,
f. 6.8. 1921, húsfreyja, nú búsett í
Reykjavík.
Árni lætur fermingarveislu dótt-
ursonar síns ganga fyrir á afmæl-
isdaginn en gleðst síðar með vinum
og kunningjum vegna afmælisins.
Úr frændgarði Árna Emilssonar
Árni
Emilsson
Rósa Eyjólfsdóttir
húsfr. í Eyjum
Finnbogi Björnsson
skipstjóri í Eyjum
Árni Sigurjón Finnbogason
skipstjóri í Eyjum
Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir
húsfr. í Eyjum
Ágústa Kristín Árnadóttir
húsfreyja
Sigurbjörg Sigurðardóttir
húsfr. í Brekkuhúsum
Sigurður Sveinbjörnsson
útvegsb. í Brekkuhúsum í Eyjum
Munnveig Andrésdóttir
í Sigfúsarhúsi á Seyðisfirði
Sigurður Jónasson
vinnum. á Geitaskarði
Rósa Sigurðardóttir
húsfr. á Reyðarfirði
Magnús Guðmundsson
verslunarmaður á Reyðarfirði
Emil Jóhann Magnússon
kaupm. á Þórshöfn og í Grundarfirði
Guðný R. Rögnvaldsdóttir
húsfr. á Felli
Guðmundur Árnason
b. á Felli í Breiðdal
Finnbogi Finnbogason
skipstjóri í Eyjum
Sigurður Magnússon
form. Kaupmannasamtakanna og
framkvæmdastj. ÍSÍ
Guðmundur Magnússon
fræðslustjóri á Austurlandi
Árni Björn Guðmundsson
b. í Felli í Breiðdal
Séra Emil
Björnsson
dagskrárstjóri
Ríkissjónvarps-
ins
Björn Emils-
son dag-
skrárgerðar-
maður
ÍSLENDINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Finnur Magnússon lögfræðingur hefur
varið doktorsritgerð sína í þjóðarétti
við háskólann í Vínarborg, Austurríki.
Titill ritgerðarinnar var Full Protection
and Security in International Law, eða
Meginreglan um verndun og öryggi fjár-
festinga í þjóðarétti.
Á undanförnum fimmtíu árum hafa
ríki leitast við að tryggja fjárfestingar
ríkisborgara sinna með því að gera tví-
hliða fjárfestingasamninga sín í milli.
Þessum þjóðréttarsamningum er ætlað
að ýta undir fjárfestingar milli landa,
tryggja öryggi fjárfesta óháð landsrétti
þess ríkis þar sem fjárfestingin er gerð
og gera fjárfestum kleift að höfða gerð-
ardómsmál á hendur móttökuríki fjár-
festingarinnar fyrir alþjóðlegum gerð-
ardómi ef þeir telja á sér brotið. Ein
algengasta meginregla þessara tvíhliða
fjárfestingasamninga er meginreglan
um verndun og öryggi fjárfestinga (e.
full protection and security). Hún legg-
ur þá skyldu á ríki að tryggja öryggi og
vernda erlenda fjárfestingu eftir að hún
hefur verið gerð. Af þessu leiðir að ríki
hefur ekki ótakmarkað svigrúm við
setningu laga og reglugerða sem um
fjárfestinguna er ætlað að gilda. Auk
þess leggur meginreglan þá skyldu á
ríki að beita lögreglu og öðrum ein-
ingum ríkisvaldsins þannig að fjárfest-
ingin njóti verndar og að öryggi hennar
sé tryggt, þ.m.t. gegn aðgerðum þriðju
aðila. Í ritgerðinni var komist m.a. að
þeirri niðurstöðu að ríki beri að sýna til-
hlýðilega kostgæfni (e. due diligence)
þegar skyldan er innt af hendi – ellegar
getur ríkið orðið skaðabótaskylt gagn-
vart fjárfestinum.
Finnur Magnússon fæddist 15. nóvember 1973 í Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR árið 1993 og embættisprófi í lögfræði árið 2000. Hann starfaði sem
lögmaður á árunum 2001-2007 og lauk LL.M.-prófi frá Háskólanum í Vínarborg á
árinu 2008. Hann hóf doktorsnám við sama skóla árið 2009, var gestafræðimaður
við lagadeild háskólans í Leuven í Belgíu og við Lauterpacht-þjóðréttarstofnunina
við Cambridge-háskóla árið 2011. Foreldrar hans eru Magnús Finnsson, fv. frétta-
stjóri á Morgunblaðinu, og Bryndís Brynjólfsdóttir, fv. móttökuritari. Finnur er gift-
ur Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur lögfræðingi. Þau eiga tvö börn, Önnu Bryndísi,
og Magnús. Finnur er meðeigandi og starfar sem lögmaður á JURIS lögmanns-
stofu, auk þess sem hann kennir við lagadeild HÍ og lagadeild HR.
Doktor
Doktor í
lögfræði
Laugardagur
95 ára
Ása Eyjólfsdóttir
90 ára
Elín Kristmundsdóttir
Helga Guðbjörnsdóttir
85 ára
Einar Jóhann Jónsson
Ólöf Emma Kristjánsdóttir
Ólöf Helga Benónýsdóttir
80 ára
Edda Kristinsdóttir
Marinó Marinósson
Vigdís Sigvaldadóttir
Þórunn F. Benjamínsdóttir
75 ára
Guðbjörg Þórðardóttir
Hreinn Sveinsson
Ingibjörg Steinsdóttir
70 ára
Guðjón Elíasson
Inga Björk Ingólfsdóttir
Ingunn Vilhjálmsdóttir
Kristinn Sigtryggsson
Sverrir Sigurðsson
60 ára
Auður Guðjónsdóttir
Brynja Árný Nordquist
Guðjón Ólafur
Kristbergsson
Guðni Kristinsson
Gunnar Sigurjón
Gunnarsson
Jakobína Reynisdóttir
Jónína Ragnarsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Sigrún Geirsdóttir
Teresa Kolasa
50 ára
Anna Helga Tryggvadóttir
Ásbjörn Svavar Ásgeirs-
son
Gissur Pálmason
Grétar Þorgeirsson
Jóhann Hlíðar Harðarson
Selma Hauksdóttir
Sveinbjörg Þórdís
Sveinsdóttir
Þórarinn Ingólfsson
40 ára
Edda Björk Ármannsdóttir
Edda Dan Róbertsdóttir
Elín Björg Guðmundsdóttir
Emmanuel Beyan Davis
Friðrik Páll Sigurðsson
Garðar Sigurjónsson
Helgi Örn Jacobsen
Hlynur Snæland Lárusson
Hulda Margrét I.
Magnúsdóttir
Jónas Garðar Erlingsson
Jónína Garðarsdóttir
Jón Valgeir Björnsson
Kristján Jakob Agnarsson
Lára Pálsdóttir
Sigvaldi Eiríkur
Hólmgrímsson
30 ára
Andri Bjarnason
Anna Gorska
Erla Sturludóttir
Fanney Björg Sveinsdóttir
Hafdís Gunnarsdóttir
Hannes Þórður
Þorvaldsson
Íris Eyfjörð Elíasdóttir
Jóhanna Þórunn
Ásgrímsdóttir
Jón Orri Kristjánsson
Lilja Hrönn
Guðmundsdóttir
Margrét Hrefna
Ríkharðsdóttir
Marta Danuta Siudak
Ólafur Björnsson
Rúnar Þór Númason
Sunnudagur
95 ára
Benedikt Sigurðsson
85 ára
Guðrún Jónsdóttir
Hreiðar Hólm
Gunnlaugsson
Ingunn Eyjólfsdóttir
Ólafur W. Nielsen
Rut Magnúsdóttir
80 ára
Anna Guðrún Bjarn-
ardóttir
Gyða Ragnarsdóttir
Vigdís Sigurðardóttir
75 ára
Matthías Ásgeirsson
Páll Bjarnason
70 ára
Ester Bergmann
Halldórsdóttir
Magnús B. Bergmann
Magnús Pálmason
Margrét Pálsdóttir
60 ára
Anton Viggó Viggósson
Benedikt H. Benediktsson
Björg Þorgilsdóttir
Einar Kristján Þorleifsson
Kristín Salóme Karlsdóttir
Ólöf Zoëga
Ragnar Hauksson
Sigþór Óskarsson
Valdimar Þór Gíslason
Þorbjörn Pétursson
Þorfinnur Steinarsson
50 ára
Ágústa Dröfn
Guðmundsdóttir
Árni Þór Þórðarson
Bjarni Jóhannsson
Björn Erlingsson
Brynja Sigríður
Agnarsdóttir
Einar Ingason
Elsa Bergþóra Björns-
dóttir
Friðbert Guðmundsson
Heimir Haraldsson
Helena Jensdóttir
Kirsten Kummerfeld
Kolbrún Jónsdóttir
Lilja Ragnarsdóttir
María Guðný Normann
María Soffía
Gottfreðsdóttir
Sigríður H. Sigurðardóttir
Sigurður Hjaltason
Sólveig Bachmann
Gunnarsdóttir
Stefán R. Kjartansson
Sveinn Sigurjónsson
Þorvaldur Tómas Jónsson
40 ára
Árni Gunnarsson
Áslaug Guðrúnardóttir
Ástþór Elís Jónsson
Elínrós Hjartardóttir
Hulda Herdís
Kristjánsdóttir
Kristín Björk Viðarsdóttir
Renata Gruszfeld
Sigurður Einar Marelsson
Örvar Guðmundsson
30 ára
Aðalbjörg Bjarnadóttir
Baldur Kristjánsson
Brynjar Ólafsson
Davíð Guðmundsson
Décio Jóhannsson
Erna Geirmundsdóttir
Hildur Arna Hjartardóttir
Hildur Droplaug Pálsdóttir
Hrönn Egilsdóttir
Ingi Páll Jónsson
Magnús Óskarsson
Magnús Þórður Helgason
Óli Hilmar Ólason
Til hamingju með daginn
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900