Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Tilraun til að beisla ljósið Leiðsögn sunnudag 14. apríl kl. 15 Skynjun mín Erla Stefánsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 14. apríl kl. 14-16: Áttu forngrip í fórum þínum? Sérfræðingar Þjóðminjasafns meta gripi fyrir gesti. 16. og 18. apríl kl. 12-14: Geymslur safnsins að Vesturvör 16-20 opnar almenningi Fjölbreyttar sýningar, ratleikir, safnbúð og kaffihús. Fylgist með á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 GAMLAR GERSEMAR 9.2. - 5.5. 2013 ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR 9.2. - 5.5. 2013 Málþing - Á erlend list heima í íslenskum söfnum? laugardaginn 13. apríl kl. 11-13. Verið velkomin! SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Sequnces VI - Temporary Scenery, verk eftir Fiete Stolte. Opið lau.-sun. kl. 11-17 UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÁFANGAR - NOKKUR LYKILVERK EFTIR SIGURJÓN ÓLAFSSON 8.2. - 14.4. 2013 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! Opið lau. og sun. kl. 14:00 - 17:00. Kaffistofan er opin á sama tíma. Söfn • Setur • Sýningar Leiðsögn um sýningarnar sunnudaginn kl. 14 NORDIC DESIGN TODAY (13.3.-26.5.2013) Innlit í Glit (8.2. – 26.5.) Opið 12–17, lokað mánud.. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Reykjanesbæjar Byggingarfræði og þyngdarafl Engineering Gravity Þrívíddarverk Hallsteins Sigurðssonar 16. mars – 1. maí Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Á erlend list heima í íslenskum söfn- um? er yfirskrift málþings sem hald- ið verður í dag kl. 11-13 í fyrir- lestrasal Listasafns Íslands. Á því verður varpað fram spurningum um hlutverk erlendrar myndlistar á Ís- landi og hvort erlend myndlist eigi heima í íslenskum söfnum og svara leitað við þeim. Frummælendur eru Jón B.K. Ransu, myndlistarmaður og listgagnrýnandi, Anna Jóhanns- dóttir, myndlistarmaður og -gagn- rýnandi, og Halldór Björn Runólfs- son, safnstjóri Listasafns Íslands. Fundarstjóri er Rakel Pétursdóttir safnafræðingur. Málþingið er haldið í tengslum við sýningarnar Gamlar gersemar og Erlendir áhrifavaldar sem nú standa yfir í safninu. Erlend list í íslenskum söfnum Vangaveltur Jón B.K. Ransu er einn frummælenda málþingsins. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson mun fara með aðalhlutverkið í sjálfstæðri, breskri kvikmynd sem ber titilinn Chasing Robert Barker. Leikstjóri myndarinnar er Daniel Floréncio en hann á að baki stutt- og heimild- armyndir og hlaut m.a. verðlaun fyrir stutt- mynd sína Awfully Deep á alþjóðlegu kvik- mynda- og myndbandahátíðinni Athens fyrir tveimur árum. Guðmundur heldur til Lundúna í næstu viku og hefjast tökur á myndinni á föstudaginn. Hann segist hafa fallið fyrir handriti mynd- arinnar sem segi af paparazzi-ljósmyndara (þ.e.a.s. ljósmyndara sem situr fyrir frægu fólki og tekur myndir af því) á barmi geðveiki. En hvernig fékk hann þetta hlutverk? „Kona sem ég lék með í leikhúsi úti í Bretlandi árið 2010 var að aðstoða leikstjórann við að finna leikara í þessa mynd og hún sagði honum víst frá upphafi að ég væri maðurinn sem hann væri að leita að. Hann var að leita að Breta og hlustaði ekkert á það í fyrstu, vildi að þetta væri Breti. Hann prufaði einhverja Breta, fann engan sem honum leist á og hringdi þá í mig. Við tókum eina prufu á Skype og svo fór ég til hans og við spunnum í tvo daga með að- alleikkonunni. Síðan hringdi hann bara í mig og bauð mér hlutverkið. Hann breytti í raun- inni hlutverkinu fyrir mig, nú er þetta orðinn maður af óræðum uppruna,“ segir Guð- mundur. – Hvað geturðu sagt mér um leikstjórann? „Hann er brasilískur að uppruna, búinn að búa á Bretlandi í átta ár og menntaði sig að- allega sem leikstjóri og klippari. Hann fékk strax vinnu sem klippari og var svo heppinn að fyrsta verkefnið sem hann vann fékk BAFTA- verðlaun þannig að hann hefur bara haft það fínt í því en langar að leikstýra myndum í fullri lengd og þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd,“ segir Guðmundur en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér leikstjórann betur geta farið á vefsíðu hans, danielflorencio.com. Flottir leikarar Guðmundur segir kvikmyndina heldur ódýra í framleiðslu, hún kosti á við íslenska kvikmynd og hefur fé verið safnað til fram- leiðslunnar á vefnum kickstarter.com. Spurð- ur að því hvort myndin verði sýnd í kvik- myndahúsum segist Guðmundur halda það og að hún muni fara á einhverjar kvikmyndahá- tíðir. Af öðrum leikurum í myndinni nefnir Guð- mundur tvær leikkonur, Elizabeth Boag og Hilda Péter en auk þeirra leika í henni Patrick Baladi og Bojan Krivokapic. Boag hefur leikið í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og m.a. með leikurum á borð við Michael Ga- mon, Tom Hardy og Benedikt Cumberbatch. Péter er ungversk-rúmensk og hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. sem besta leikkonan á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Brüssel árið 2009. Af hlutverkum hennar má nefna tit- ilhlutverkið í kvikmyndinni Katalin Varga eft- ir Peter Strickland. Baladi hefur m.a. leikið í bresku gamanþáttunum The Office og Kri- vokapic í serbnesku kvikmyndinni Montevi- deo: Taste of a Dream. „Þetta eru engar stór- stjörnur,“ segir Guðmundur um leikarana en þeir séu samt sem áður mjög flottir. – Er ekki líklegt að boltinn fari að rúlla hjá þér í framhaldi af þessu, að þú verðir boðaður í fleiri prufur úti? „Jú, jú, ég fer í fullt af prufum meðan ég er þarna úti, ég geri það nú yfirleitt þegar ég er úti. Ég lék lítið hlutverk í WikiLeaks- myndinni um daginn og svo kemur út stutt- mynd á þessu ári sem ég gerði í fyrra, helvíti flott, bresk stuttmynd þannig að jú, það ætti jafnvel að vera kominn einhver slagkraftur í þetta úti með þessu.“ Guðmundur fór í fyrra í prufur fyrir sjón- varpsþættina Game of Thrones og segist hann vonandi á leið aftur í prufur fyrir fjórðu þátta- röðina sem tökur hefjast á í sumar. „Það er bara „no comment“, best að hafa sem fæst orð um það,“ segir Guðmundur og hlær, spurður að því hvort hann telji líklegt að hann fái hlut- verk í þáttunum. Ljósmyndari af óræðum uppruna  Guðmundur Ingi hreppti aðalhlutverkið í breskri kvikmynd, Chasing Robert Barker Morgunblaðið/Kristinn Á siglingu Guðmundur Ingi mun fara með hlutverk paparazzi-ljósmyndara á barmi sturlunar í kvikmyndinni Chasing Robert Barker. Upplýsingar um Chasing Robert Barker á Kickstarter: www.kickstarter.com/ projects/489797329/make-chasing-robert- barker-movie. Vefsíða Hilda Péter: www.hildapeter.com. Vefsíða Elizabeth Boag: www.elizabeth- boag.com/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.