Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 52

Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Tilraun til að beisla ljósið Leiðsögn sunnudag 14. apríl kl. 15 Skynjun mín Erla Stefánsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 14. apríl kl. 14-16: Áttu forngrip í fórum þínum? Sérfræðingar Þjóðminjasafns meta gripi fyrir gesti. 16. og 18. apríl kl. 12-14: Geymslur safnsins að Vesturvör 16-20 opnar almenningi Fjölbreyttar sýningar, ratleikir, safnbúð og kaffihús. Fylgist með á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 GAMLAR GERSEMAR 9.2. - 5.5. 2013 ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR 9.2. - 5.5. 2013 Málþing - Á erlend list heima í íslenskum söfnum? laugardaginn 13. apríl kl. 11-13. Verið velkomin! SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Sequnces VI - Temporary Scenery, verk eftir Fiete Stolte. Opið lau.-sun. kl. 11-17 UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÁFANGAR - NOKKUR LYKILVERK EFTIR SIGURJÓN ÓLAFSSON 8.2. - 14.4. 2013 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! Opið lau. og sun. kl. 14:00 - 17:00. Kaffistofan er opin á sama tíma. Söfn • Setur • Sýningar Leiðsögn um sýningarnar sunnudaginn kl. 14 NORDIC DESIGN TODAY (13.3.-26.5.2013) Innlit í Glit (8.2. – 26.5.) Opið 12–17, lokað mánud.. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Reykjanesbæjar Byggingarfræði og þyngdarafl Engineering Gravity Þrívíddarverk Hallsteins Sigurðssonar 16. mars – 1. maí Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Á erlend list heima í íslenskum söfn- um? er yfirskrift málþings sem hald- ið verður í dag kl. 11-13 í fyrir- lestrasal Listasafns Íslands. Á því verður varpað fram spurningum um hlutverk erlendrar myndlistar á Ís- landi og hvort erlend myndlist eigi heima í íslenskum söfnum og svara leitað við þeim. Frummælendur eru Jón B.K. Ransu, myndlistarmaður og listgagnrýnandi, Anna Jóhanns- dóttir, myndlistarmaður og -gagn- rýnandi, og Halldór Björn Runólfs- son, safnstjóri Listasafns Íslands. Fundarstjóri er Rakel Pétursdóttir safnafræðingur. Málþingið er haldið í tengslum við sýningarnar Gamlar gersemar og Erlendir áhrifavaldar sem nú standa yfir í safninu. Erlend list í íslenskum söfnum Vangaveltur Jón B.K. Ransu er einn frummælenda málþingsins. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson mun fara með aðalhlutverkið í sjálfstæðri, breskri kvikmynd sem ber titilinn Chasing Robert Barker. Leikstjóri myndarinnar er Daniel Floréncio en hann á að baki stutt- og heimild- armyndir og hlaut m.a. verðlaun fyrir stutt- mynd sína Awfully Deep á alþjóðlegu kvik- mynda- og myndbandahátíðinni Athens fyrir tveimur árum. Guðmundur heldur til Lundúna í næstu viku og hefjast tökur á myndinni á föstudaginn. Hann segist hafa fallið fyrir handriti mynd- arinnar sem segi af paparazzi-ljósmyndara (þ.e.a.s. ljósmyndara sem situr fyrir frægu fólki og tekur myndir af því) á barmi geðveiki. En hvernig fékk hann þetta hlutverk? „Kona sem ég lék með í leikhúsi úti í Bretlandi árið 2010 var að aðstoða leikstjórann við að finna leikara í þessa mynd og hún sagði honum víst frá upphafi að ég væri maðurinn sem hann væri að leita að. Hann var að leita að Breta og hlustaði ekkert á það í fyrstu, vildi að þetta væri Breti. Hann prufaði einhverja Breta, fann engan sem honum leist á og hringdi þá í mig. Við tókum eina prufu á Skype og svo fór ég til hans og við spunnum í tvo daga með að- alleikkonunni. Síðan hringdi hann bara í mig og bauð mér hlutverkið. Hann breytti í raun- inni hlutverkinu fyrir mig, nú er þetta orðinn maður af óræðum uppruna,“ segir Guð- mundur. – Hvað geturðu sagt mér um leikstjórann? „Hann er brasilískur að uppruna, búinn að búa á Bretlandi í átta ár og menntaði sig að- allega sem leikstjóri og klippari. Hann fékk strax vinnu sem klippari og var svo heppinn að fyrsta verkefnið sem hann vann fékk BAFTA- verðlaun þannig að hann hefur bara haft það fínt í því en langar að leikstýra myndum í fullri lengd og þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd,“ segir Guðmundur en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér leikstjórann betur geta farið á vefsíðu hans, danielflorencio.com. Flottir leikarar Guðmundur segir kvikmyndina heldur ódýra í framleiðslu, hún kosti á við íslenska kvikmynd og hefur fé verið safnað til fram- leiðslunnar á vefnum kickstarter.com. Spurð- ur að því hvort myndin verði sýnd í kvik- myndahúsum segist Guðmundur halda það og að hún muni fara á einhverjar kvikmyndahá- tíðir. Af öðrum leikurum í myndinni nefnir Guð- mundur tvær leikkonur, Elizabeth Boag og Hilda Péter en auk þeirra leika í henni Patrick Baladi og Bojan Krivokapic. Boag hefur leikið í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og m.a. með leikurum á borð við Michael Ga- mon, Tom Hardy og Benedikt Cumberbatch. Péter er ungversk-rúmensk og hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. sem besta leikkonan á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Brüssel árið 2009. Af hlutverkum hennar má nefna tit- ilhlutverkið í kvikmyndinni Katalin Varga eft- ir Peter Strickland. Baladi hefur m.a. leikið í bresku gamanþáttunum The Office og Kri- vokapic í serbnesku kvikmyndinni Montevi- deo: Taste of a Dream. „Þetta eru engar stór- stjörnur,“ segir Guðmundur um leikarana en þeir séu samt sem áður mjög flottir. – Er ekki líklegt að boltinn fari að rúlla hjá þér í framhaldi af þessu, að þú verðir boðaður í fleiri prufur úti? „Jú, jú, ég fer í fullt af prufum meðan ég er þarna úti, ég geri það nú yfirleitt þegar ég er úti. Ég lék lítið hlutverk í WikiLeaks- myndinni um daginn og svo kemur út stutt- mynd á þessu ári sem ég gerði í fyrra, helvíti flott, bresk stuttmynd þannig að jú, það ætti jafnvel að vera kominn einhver slagkraftur í þetta úti með þessu.“ Guðmundur fór í fyrra í prufur fyrir sjón- varpsþættina Game of Thrones og segist hann vonandi á leið aftur í prufur fyrir fjórðu þátta- röðina sem tökur hefjast á í sumar. „Það er bara „no comment“, best að hafa sem fæst orð um það,“ segir Guðmundur og hlær, spurður að því hvort hann telji líklegt að hann fái hlut- verk í þáttunum. Ljósmyndari af óræðum uppruna  Guðmundur Ingi hreppti aðalhlutverkið í breskri kvikmynd, Chasing Robert Barker Morgunblaðið/Kristinn Á siglingu Guðmundur Ingi mun fara með hlutverk paparazzi-ljósmyndara á barmi sturlunar í kvikmyndinni Chasing Robert Barker. Upplýsingar um Chasing Robert Barker á Kickstarter: www.kickstarter.com/ projects/489797329/make-chasing-robert- barker-movie. Vefsíða Hilda Péter: www.hildapeter.com. Vefsíða Elizabeth Boag: www.elizabeth- boag.com/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.