Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Móðir mín bar þetta belti við
mjög einfaldan einlitan kjól þegar
hún hélt dóttur minni undir skírn,
það er eina skiptið sem ég veit til
þess að þetta belti hafi verið notað.
Unga fólkið hefur kannski ekki
áhuga á þessu og ég vil ekki að
þetta sé á glámbekk. Mér finnst
mjög mikið vægi í því að þetta
komist hérna inn“ segir Jóna
Garðarsdóttir, afkomandi Einars
Skúlasonar bónda og gullsmiðs að
Tannstaðarbakka við Hrútafjörð,
en hún gaf Þjóðminjasafni silf-
urbelti sem þykir einna merkast
þeirra gripa sem almenningur gat
látið meta á greiningardegi í Þjóð-
minjasafninu sem var í gær. Þar
gerðu þrír sérfræðingar safnsins
greiningar á gripum í einkaeigu.
Greiningin snerist um aldur, efni
og uppruna gripanna en ekki verð-
gildi þeirra. ,,Ég hef ekki séð
svona belti frá hans hendi. En
þetta belti hefur verið notað við
skautbúninginn fyrst og fremst,“
segir Þór Magnússon fyrrverandi
þjóðminjavörður og einn greinenda
gripanna. Í tilefni af 150 ára af-
mæli Þjóðminjasafnsins var sér-
stakt silfurþema. Vel fór á að Þór
væri einn greinenda en fyrir helgi
kom út bók um íslenska silfursmíði
eftir hann.
Beltið fékk Jóna í arf frá móður
sinni, Hönnu Brynjólfsdóttur ljós-
myndara, sem fékk það í arf frá
móður sinni, Ólafíu Einarsdóttur,
sem var dóttir Einars.
Ekki metið til fjár
„Við metum ekki til fjár. Við er-
um fyrst og fremst að reyna að
komast að því hver hefur smíðað
hlutinn og hver sé uppruni hans.
Fólk veit oft heilmikið um gripinn
og hefur oft gaman af því að segja
sérfræðingum frá sem aftur geta
sagt frá sinni þekkingu um hann.
Oft myndast mjög skemmtilegar
samræður út frá þessu,“ segir
Bryndís Sverrisdóttir sviðsstjóri
miðlunarsviðs hjá Þjóðminjasafni.
„Oft voru bændur að smíða gripi
í hjáverkum og hann safnaði fjöl-
mörgum upplýsingum sem nýtast í
þessari greiningu,“ segir Bryndís.
Um 50 gripir voru greindir á
tveimur klukkustundum. Biðröð
myndaðist þegar greining hófst
klukkan 14:00 og greinilegt var að
áhugi var mikill. Hver hlutur var
ítarlega greindur og dæmi voru
um að gripur væri skoðaður og
metinn í allt að hálftíma. „Þetta er
liður í því að veita almenningi að-
gang að safninu og sérfræðingum
þess. Mikilvægt er að fólki finnist
það vera velkomið á safnið. Eins
er mjög mikilvægt fyrir okkur á
safninu að fá að vita hvað leynist
hjá fólki. Við erum alls ekki að fal-
ast eftir því að fólk gefi þetta safn-
inu. En ef þetta eru merkir gripir
þá látum við fólk vita af því. Þá
getum við látið fólk vita af því
hvernig best sé að meðhöndla og
geyma hlutina,“ segir Bryndís.
Á fyrri árum hefur fjöldi dýr-
gripa komið í ljós. Meðal annars
stokkabelti frá 18. öld og gulltób-
aksdós sem var í eigu Brynjólfs
Péturssonar Fjölnismanns.
Ekki tókst að upplýsa fólk um
alla hluti. „Stundum eru hlutir er-
lendir og maður þekkir ekki upp-
runa þeirra. Maður er ekki alvitur.
Eins eru fullt af hlutum í menning-
arsögunni sem eru óþekktir en
standa engu að síður fyrir sínu, “
segir Þór.
Morgunblaðið/Golli
Forláta silfurbelti Jóna Garðarsdóttir heldur hér á belti sem langafi hennar, Einar Skúlason, smíðaði.
Vill ekki beltið á glámbekk
Greiningardagur Þjóðminjasafnsins fór fram í gær Biðröð af fólki sem vildi
forvitnast um hluti sína Þjóðminjasafnið fékk dýrmætt silfurbelti að gjöf
Einbeittur Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, var einn grein-
enda á greiningardegi Þjóðminjasafnsins sem var í gærdag.
Silfurbelti Helsti dýrgripurinn var
belti smíðað af Einari Skúlasyni.
Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks-
ins hyggjast
leggja fram til-
lögu á fundi
borgarstjórnar á
morgun um að
borgarstjórn
Reykjavíkur beiti
sér fyrir því að
komið verði á fót
samstarfsnefnd
lögreglu og Reykjavíkurborgar um
löggæslumálefni, að sögn Kjartans
Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins.
Engin nefnd frá 2007
„Svona nefnd var starfandi í
marga áratugi og lögð niður árið
2007. Þá var gerð breyting á lög-
regluumdæmunum og önnur nefnd
átti að taka við henni en sú nefnd
hefur aldrei komið saman,“ segir
Kjartan og bætir við að vissulega
sé þó ennþá ákveðið samstarf á
milli lögreglunnar og embættis-
manna borgarinnar. Að sögn Kjart-
ans höfðu borgarfulltrúar með
gömlu nefndinni beinan vettvang til
þess að koma því á framfæri við
lögreglu sem þeim þótti að mætti
betur fara. „Lögreglan brást yf-
irleitt mjög vel við ábendingunum
og síðan gamla nefndin var lögð
niður þá finnst mér óneitanlega að
þennan vettvang hafi vantað,“ segir
Kjartan en hann tekur fram að sér
þyki lögreglan öll vera af vilja gerð.
Þá bendir Kjartan á að í 12.
grein lögreglulaga segi að starf-
ræktar skuli sérstakar samstarfs-
nefndir á vegum lögreglu og sveit-
arfélaga.
skulih@mbl.is
Vilja aukið
samráð við
lögreglu
Segir lögreglu-
lög kveða á um
samstarfsnefnd
Kjartan
Magnússon
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
eftir alvarlega líkamsárás á
skemmtistað í miðborg Reykjavíkur
í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni er árásarmaðurinn
meðlimur í skipulögðum glæpa-
samtökum. Ekki er vitað um líðan
fórnarlambsins.
Árásarmaðurinn var í mjög ann-
arlegu ástandi og fundust einnig
fíkniefni í fórum hans. Lögregla
rannsakar málsatvik.
Karlmaður í
haldi vegna
líkamsárásar
„Veðráttan hefur lítil sem engin áhrif á þá fáu fugla sem eru
búnir að verpa núna. Þeir eru undir þetta búnir og geta tekist
á við veðráttuna,“ segir Árni Þ. Sigfússon fuglafræðingur.
Hann segir hins vegar að ef hressilegt hret myndi koma seint
í maí, gæti það haft áhrif á fuglavarp.
Svartþrösturinn er nýfarinn að verpa hér á landi og fer ört
fjölgandi, einkum í Reykjavík. Hann er meðal þeirra spör-
fugla sem eru fyrstir til að gera sér hreiður. Eitt par hafði
gert sér haganlegt hreiður í Grafarvoginum. Árni var ekki
hræddur um að ungarnir ættu í erfiðleikum með að klekjast
út en svartþrösturinn gæti átt í erfiðleikum með að finna æti
ef kalt yrði. Miklar líkur eru á að þetta par gæti átt þrjú vörp
yfir sumarið.
Vetrarveður hefur verið víða á landinu undanfarna daga. Í
gær sást vart á milli húsa á Siglufirði og þá þurfti að aðstoða
ökumenn sem lentu í vandræðum á Öxnadalsheiði.
thorunn@mbl.is
Kalsaveður hefur ekki áhrif á fuglavarp
Snjóþungt víða um land
Svartþröstur búinn að verpa
Ljósmynd/Valur Óskarsson
Hreiður Svartþrösturinn er búinn að búa sér til hreiður.
Ljósmynd/Gísli Kristinsson
Fugl Þeir eru lífseigir smáfuglarnir og þrauka hretið.
Einar Skúlason gullsmiður frá
Tannstaðabakka í Hrútafirði fædd-
ist árið 1834 og lést árið 1917.
Hann var sonur Skúla Einarssonar
gullsmiðs og Magdalenu Jóns-
dóttur. Beltið sem Jóna Garð-
arsdóttir gaf Þjóðminjasafninu, er
að sögn hennar gjöf til Guðrúnar
Jónsdóttur, eiginkonu Einars og
langömmu Jónu. Einar nam gull-
smíði hjá Friðfinni Þorlákssyni
gullsmið frá Akureyri. Einar var við
nám hjá honum í þrjá vetur en hóf
svo að stunda bústörf. Hann greip
svo til silfursmíði í hjáverkum.
Heimild: Óðinn.
Gerði beltið fyrir eiginkonuna
EINAR SKÚLASON GULLSMIÐUR SMÍÐAÐI BELTIÐ DÝRMÆTA